Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 6
6 Fréttir 16. október 2013 Miðvikudagur Ekki heimilt að kaupa eignir bankans n Íslandsbanki bregst við frétt DV um útibú bankans í Reykjanesbæ B ankinn áréttar einnig að um­ rædd fasteign er í sölumeðferð á frjálsum markaði hjá löggildri fasteignasölu. Samkvæmt starfsreglum bankans er starfsmönn­ um hans ekki heimilt að festa kaup á fullnustueignum í eigu bankans,“ segir í tilkynningu frá Íslandsbanka vegna umfjöllunar DV um málefni útibús bankans í Reykjanesbæ. Í DV á mánudag sagði Anna Val­ dís Jónsdóttir farir sínar ekki slétt­ ar í samskiptum við útibú bankans í Reykjanesbæ. Hún og eiginmað­ ur hennar misstu fasteign við Klett­ ás 11 til bankans og var ofboðið þegar sást til útibússtjórans, Sighvats Inga Gunnarssonar, skoða eignina á sunnudaginn. Segir Anna Valdís að útibússtjórinn ásælist eignina sjálfur, en hann þvertók fyrir það í samtali við DV og kvaðst hafa verið að meta kosti og galla hennar, enda væri hún í eigu bankans. Í yfirlýsingu Íslandsbanka kemur fram að fasteignin við Klettás 11 hafi verið að fullu í eigu bankans frá því í maí á þessu ári og sé ekki í útleigu. Áður hafði umrædd eign verið í eigu einkahlutafélags sem stundaði fast­ eignarekstur. Þetta kom fram í frétt DV þar sem sagði að Annco, fyrir­ tæki Önnu og eiginmanns hennar, hafi verið gert gjaldþrota. Þau hjón­ in höfðu staðið í ýmiss konar atvinnu­ starfsemi um áratugaskeið og meðal annars haldið úti lítilli útgerð, smíðað báta og rekið bílaleigu. Það var á ár­ unum 2003–2004 sem þau ákváðu að söðla um, hætta öllum rekstri og fjár­ festa í fasteignum á Suðurnesjum. n mikael@dv.is „Var bara góður díll fyrir okkur“ n Erlendir aðilar fjármagna niðursuðuverksmiðjuna á Kópaskeri E igendur niðursuðuverk­ smiðjunnar á Kópaskeri sem var opnuð fyrir skömmu hafa síðastliðna mánuði skoðað möguleik­ ann á því að kaupa skip og kvóta hér á landi. Þetta herma heimildir DV og staðfesta Jón Örn Jakobsson, eigandi verksmiðjunnar, og Grét­ ar Mar Jónsson, starfsmaður verk­ smiðjunnar og fyrrverandi þing­ maður, að málið hafi verið til skoðunar. „Við höfum verið að skoða þetta, hvort einhver hagnað­ ur sé af því að kaupa kvóta og skip. En eins og verðið á kvótanum er þá er þetta erfitt. Það er bara verið að skoða þessa hluti,“ segir Jón Örn. Fyrirtækið er í eigu Jóns Arn­ ar Jakobssonar, Litháans Sarunas Raila og rússnesks auðmanns sem heitir Oleg Snegirov. Rússinn er skráður fyrir 30 prósenta hlut í einu af fyrirtækjunum sem tengjast verksmiðjunni en það heitir Arct­ ic Eagle ehf. Félagið sem á og rekur fasteignina á Kópaskeri, og sér um rekstur verksmiðjunnar, heitir hins vegar JS Seafood en Rússinn á ekki eignarhlut í því. Keypti 30 prósent á 33 milljónir Í hlutafjáraukningu hjá Arctic Eagle í nóvember í fyrra var hlutafé fé­ lagsins aukið úr 500 þúsund krón­ um og upp í rúmlega 714 þús­ und krónur. Athygli vekur að Oleg Snegirov var seld þessi hlutafjár­ aukning á 200 þúsund evrur, eða 33 milljónir króna. Í ársreikningnum segir að stærstur hluti fjármagns­ ins, rúmar 22 milljónir króna, hafi farið í kaup á tækjabúnaði fyrir verksmiðjuna. Miðað við ársreikning fyrirtæk­ isins er nær allt eigið fé þess um­ ræddar milljónir frá Rússanum. Eigið fé félagsins var tæpar 38 millj­ ónir króna í lok síðasta árs. Rúss­ neski fjárfestirinn virðist því vera að fjármagna fyrirtækið jafnvel þó að hann eigi bara 30 prósent í því. Peningarnir sem Rússinn lagði inn í félagið eru sömuleiðis samtals nærri 10 sinnum meiri en bókfært hlutafé þess eftir hlutafjáraukn­ inguna: Hlutafé félagsins er fjórar milljónir króna. „Góður díll“ Aðspurður um hvernig Oleg Snegirov hafi verið selt 200 þúsund króna hlutafé fyrir 33 milljónir seg­ ir Jón Örn að þeir Sarunas hafi verið að selja honum viðskiptahugmynd. „Við buðum honum þetta bara og hann samþykkti þetta. Við erum að selja honum viðskiptahugmynd og svona. Þetta var bara góður díll fyrir okkur. Þetta er bara kunningi minn frá Rússlandi og hann hjálpaði okk­ ur að koma þessu á koppinn. Við þurftum að leita út fyrir landstein­ ana eftir fjármagni. Það er ekkert óeðlilegt í þessu,“ segir Jón Örn. Hann segir að Artic Eagle fjár­ magni svo JS Seafood en félagið keypti meðal annars verksmiðju­ húsið á Kópaskeri fyrir 10 milljón­ ir króna í fyrra. Þannig fjármagnar umræddur Rússi nánast allt verk­ efnið en á einungis 30 prósenta hlut í fyrirtækinu. Miðað við fjár­ mögnun hans ætti hann að eiga alla eignarhluti í niðursuðuverk­ smiðjunni. Verða ekki sjálfbærir með skipi Greint var frá opnun niðursuðu­ verksmiðjunnar í fréttum Stöðvar 2 um helgina og var sagt frá því að byrjað væri að sjóða niður þorsklif­ ur og að stefnt væri að því að byrja að sjóða niður hrogn og makríl á næsta ári. Opnun verksmiðjunnar býr til 10 til 15 störf á Kópaskeri sem er kærkomið í litlu þorpi sem því. Hráefnisskortur er hins vegar í greininni og gætu kaup á skipi og kvóta hjálpað til við að sjá verk­ smiðjunni fyrir hráefni en eins og er þá er lifrin keypt alls staðar að af landinu að sögn Grétars. „Við verð­ um aldrei sjálfbærir þó við kaupum skip. Það þarf svo mikla lifur í þetta. Við myndum kannski styrkja hrá­ efnisöflun okkar eitthvað, að ein­ hverju litlu leyti, en menn eru að hugleiða allan andskotann,“ segir Grétar Mar en hann sér um þann hluta rekstrarins sem snýst um öfl­ un hráefnis fyrir verksmiðjuna. Ætlar sér frekari hluti DV hefur heimildir fyrir því að Oleg Snegirov hafi áhuga á frekari fjár­ festingum á Íslandi en í umræddri verksmiðju. Aðspurður segir Jón Örn að hann hafi skoðað það en að engar ákvarðanir hafi verið teknar í þeim efnum. „Ég vona bara að hann fjárfesti meira á Íslandi.“ Miðað við orð Jóns Arnar, og opinberar upplýsingar sem liggja fyrir um niðursuðuverksmiðjuna, er því þarna nánast eingöngu um erlenda fjárfestingu að ræða á Kópaskeri. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ekkert óeðli- legt í þessu Leita að skipi Eigendur niðursuðuverksmiðjunnar á Kópaskeri hafa leitað að skipi og kvóta til að geta séð sjálfir að hluta um hráefnis- öflun. Grétar Mar Jónsson er starfsmaður fyrirtækisins. Skoðar húsið Hér má sjá útibússtjórann meta kosti og galla fasteignarinnar eins og hann orðaði það. Vilja að Þjóðkirkjan fái að byggja 62,7 prósent landsmanna eru fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en aðeins 31,5 prósent eru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar hér á landi. Þetta kemur fram í niður­ stöðum könnunar sem MMR fram­ kvæmdi á dögunum um viðhorf Íslendinga til þess að mismun­ andi trúfélög fái að byggja trúar­ byggingar á Íslandi. Í niðurstöðunum kemur fram að hlutfall þeirra sem voru fylgj­ andi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar hafi verið hærra á meðal þeirra sem eldri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðust 75,3 prósent vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi. Til samanburðar sögðust 58,3 pró­ sent á aldrinum 18–29 ára vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi og 58,2 prósent á aldrinum, 30–39 ára. Aftur á móti var hlutfall þeirra sem voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi hærra á meðal þeirra sem yngri eru en á meðal þeirra sem eldri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og til­ heyrðu yngsta aldurshópnum sögðust 40,8 prósent vera fylgjandi, borið saman við 19,6 prósent í elsta aldurshópnum. Vinir Vestur- Sahara Á mánudag var haldinn stofn­ fundur félagsins Vinir Vestur­ Sahara á Íslandi. Markmið félags­ ins er að vekja athygli á málefnum Vestur­ Sahara og berjast fyrir sjálfs ákvörðunarrétti íbúa lands­ ins. Kjörin var stjórn á fundinum og skipa hana Eldar Ástþórsson, Freyja Steingrímsson, Friðjón R. Friðjónsson, Halla Gunnarsdótt­ ir, Hildur Helga Sigurðardóttir, Ragnar Hjálmarsson, Stefán Bogi Sveinsson, Stefán Pálsson og Þórir Hrafn Gunnarsson. Fundinn sóttu þrír erlendir gestir: Jeffrey Smith, kanadískur sérfræðingur í alþjóðarétti, Limam Mohamed Ali, sendifulltrúi Sahrawi­þjóðarinnar í Bretlandi, og Erik Hagen sem er í forsvari fyrir norsku Vestur­Sahara­hreyfinguna. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að í máli Limam Mohamed Ali hafi komið fram að Íslendingar gætu lagt baráttu þjóðar hans lið með ýmsum hætti. Sem smáríki, sem brotist hefði til sjálfstæðis og búi yfir ríkri lýðræðishefð væri Ís­ land trúverðugur málsvari sjálfsá­ kvörðunarréttar smáríkja. Erik Hagen gerði grein fyrir starfsemi félaganna á Norðurlönd­ um, en málefni Vestur­Sahara hafa verið ofarlega á baugi í Noregi og Svíþjóð um árabil. Hann segir að stofnun systurfélagsins á Íslandi veki talsverða athygli, enda sé mik­ ill vilji fyrir því að taka málið upp á vettvangi Norðurlandaráðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.