Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Síða 8
8 Fréttir 16. október 2013 Miðvikudagur
í dóttur minni“
U
ppnám varð á samkomu
Krossins á sunnudaginn þar
sem átök ríkja á milli Sigur-
bjargar Gunnarsdóttur for-
stöðumanns og föður henn-
ar, Gunnars Þorsteinssonar, sem vill
komast aftur til valda innan trúfé-
lagsins. Gunnar lét af störfum sem
forstöðumaður safnaðarins og vék
úr stjórninni eftir að konur stigu fram
og sökuðu hann um kynferðisbrot og
eftirlét dóttur sinni stöðuna, en hef-
ur að undanförnu barist fyrir því að
endurheimta stöðu sína.
Fjölskyldan er klofin vegna máls-
ins. Börn Gunnars, þau Jóhanna
og Guðni, styðja hann gegn Sigur-
björgu, en hún nýtur stuðnings móð-
ur sinnar og fyrrverandi eiginkonu
Gunnars, Ingibjargar Guðnadóttur,
og stríðandi fylkingar talast ekki við.
Blessaði ekki dótturina
Á sunnudag var Baldur Freyr Einars-
son gestapredikari á samkomunni.
Í predikun sinni ræddi Baldur Freyr
um auðmýkt, mikilvægi þess að hafa
trú á sjálfan sig og styrk til að halda
áfram þegar sársaukinn tekur yfir
allt.
Í lok predikunarinnar bað Baldur
Sigurbjörgu og Aðalstein, eiginmann
hennar, um að standa upp og föður
Sigurbjargar, Gunnar, að koma og
blessa þau.
Gunnar neitaði hins vegar að
blessa þau, fyrr en löglega væri
skipað í stjórnina, en aðalfundi var
slitið og frestað fyrr í sumar. Þar
bauð Gunnar sig fram gegn dóttur
sinni þegar kjósa átti um forstöðu-
mann Krossins. Upp úr sauð í kjöl-
far ágreinings um framkvæmd kosn-
inganna, Gunnar vildi meina að fólk
sem ætlaði að kjósa Sigurbjörgu fyrir
hönd annarra safnaðarmeðlima, í
umboði þeirra, hefðu ólöglegt um-
boð þar sem kveðið væri á um það
í lögum safnaðarins að kjósendur
þyrftu að mæta í eigin persónu til að
kjósa.
Í kjölfarið lét hann hafa það eftir
sér að það hefði átt að ganga frá
þessu máli „með valdníðslu og belli-
brögðum“.
Aðrir vildu meina að hópur fólks
hefði verið undir áhrifum áfengis
og að þekktir handrukkarar hefðu
mætt á fundinn. Framganga eins-
taka fundargesta hefði einkennst af
yfirgangi og valdið óöryggi og kom-
ið öðrum fundargestum úr jafnvægi.
Greip í hann
Tvennum sögum fer af því sem gerð-
ist á sunnudaginn en samkvæmt
heimildum DV gekk Gunnar að
Baldri, Sigurbjörgu og Aðalsteini
þar sem þau stóðu við sviðið. Gunn-
ar vildi fá hljóðnema en Baldur bað
hann bara um að standa hjá þeim og
sagði að hann þyrfti ekki hljóðnema.
Þá fór Gunnar upp á svið að leita
að hljóðnema en Ingibjörg kallaði til
hans að hann þyrfti ekki hljóðnema
til að blessa dóttur sína. Gunn-
ar talaði þá yfir salinn og sagði það
Guðs vilja að farið væri eftir lögum
og að stjórn Krossins hefði ekki fylgt
þeim reglum sem þar ríkja.
Hann var svo á leið niður af
sviðinu þegar Ingibjörg er sögð hafa
gripið í hann og spurt hvernig hann
gæti gert dóttur sinni þetta, af hverju
hann vildi ekki blessa hana þegar
hún stæði þarna grátandi. Sam-
kvæmt heimildum DV á Gunnar þá
að hafa stuggað lauslega við Ingi-
björgu en hvorki hann, hún, Sigur-
björg né Baldur vildu staðfesta þá
frásögn, eða tjá sig um málið að öðru
leyti.
Lét ekki ögra sér
„No comment,“ var það eina sem
Gunnar hafði um málið að segja.
Það væri aðeins til þess fallið að særa
börn hans og barnabörn að ræða
málið í fjölmiðlum og hann myndi
því ekki gera það.
Að samkomunni lokinni á sunnu-
dag sendi hann stuðningsmönn-
um sínum hins vegar bréf þar sem
hann sagðist ætla að reyna að útskýra
„þann skelfilega atburð sem átti sér
stað á samkomu í dag“.
Sagðist Gunnar aldrei hafa upplif-
að „slíka andstyggð“ og þegar Baldur
bað hann um að blessa Sigurbjörgu
dóttur sína og Aðalstein tengdason
sinn. Baldri ætti nefnilega að vera að
einhverju leyti kunnugt um aðstæð-
ur, að núverandi stjórn héldi völdum
með ólögmætum hætti, valdníðslu
og lagaklækjum. „Ekki veit ég hvað
ég hef gert á hlut hans,“ sagði Gunn-
ar og sagði að ekkert sem væri rangt
og óheiðarlegt fengi blessun sína. „Ég
fór upp þar sem ég, sem faðir Sigur-
bjargar, gat ekki látið ögra mér með
svona bragði.“
Vill gleyma
Hann sagðist því hafa talað til Sigur-
bjargar og Aðalsteins og sagt að hann
myndi blessa þau ef þau færu að lög-
um safnaðarins. Það hefði hins vegar
enginn viljað rétta honum míkrófón
og þannig hefði tjáningarfrelsið ver-
ið skert í kirkjunni. „Þó að ég talaði
á kurteisisnótum ákvað fyrrum kona
mína Inga að ráðast á mig og öskraði
á mig ókvæðisorð. Einhver náði að
taka hana með valdi og stöðva hana.“
Enginn af þeim sem DV ræddi
við í dag og var á staðnum gat stað-
fest þessa lýsingu Gunnars á því sem
þarna átti sér stað. Heimildarmenn
DV sögðu þvert á móti að engin
ástæða hefði verið til að stöðva Ingu
með valdi og til þess hefði ekki kom-
ið. Sjálf hafði hún ekki hug á að svara
þessu, en hún sagðist vera orðin vön
öllu. „Við skulum bara gleyma þessu,
gleyma því sem er að baki og seilast
eftir því sem framundan er,“ sagði
hún. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt
um þetta.“
Illskiljanlegur gjörningur
Bréfi Gunnars var ekki lokið, en
hann sagði einnig að hjarta hans
blæddi við að sjá fólk fara svona með
forystustörf kirkjunnar. Hann harm-
aði að fólk sem hefði þurft að horfa
á þessa skelfingu, eins og hann orð-
aði það, væri setti í þá stöðu. „Ég skil
ekkert í dóttur minn og hef ekki gert
í lengri tíma.“
Hann muni krefjast þess að kosið
verði í nýja stjórn og lúta niðurstöðu
lýðræðislegra kosninga.
Bréfinu lauk síðan með þessum
orðum: „Elsku vinir, ég vildi að þið
heyrðuð mína hlið á þessu máli áður
en Gróurnar fara af stað og skrum-
skæla allt og sjá illa anda í öllum sem
sjá hlutina án ofstækis og í geðshrær-
ingum. Pólitíkin í Krossinum náði
nýjum hæðum í dag með illskiljan-
legum gjörningi Baldurs Freys.“
Snerist ekki um Krossinn
Baldur vildi ekki ræða við blaða-
mann þegar eftir því var leitað. Hann
er sjálfur í öðru trúfélagi, CTF, og eft-
ir því sem DV kemst næst hefur hann
enga aðkomu að Krossinum, utan
þess að hafa verði fenginn þangað
sem gestapredikari á sunnudag, og
hefur því engra hagsmuna að gæta.
Heimildarmenn DV sögðu því helst
til langt seilst að ætla honum ein-
hvern stað í valdabaráttu innan
Krossins.
„Þetta snerist ekki um Krossinn
heldur þau sem fjölskyldu,“ sagði
sjónarvottur, sem vildi ekki láta nafns
síns getið af ótta við að dragast inn í
deilur fjölskyldunnar: „Baldur bað
Gunnar bara um að blessa dóttur
sína, sem dóttur sína en ekki sem
forstöðumann Krossins. Þetta hafði
ekkert með það að gera. Það er í raun
með ólíkindum hvernig Gunnari
tókst að snúa þessu svona. Ef ég á að
vera alveg hreinskilinn þá skil ég ekki
af hverju Gunnar gat ekki bara bless-
að dóttur sína.“ n
n Uppnám í Krossinum n Gunnar neitaði að blessa dóttur sína
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Lét ekki ögra sér Gunnar
neitaði að blessa dóttur sína og
sakaði fyrrverandi eiginkonu
sína um að ráðast að sér. Hann
hét stuðningsmönnum sínum
að beita sér fyrir nýrri stjórn.
Mynd KrIStInn MaGnúSSon
tók við af föður sínum Sigurbjörg er
forstöðumaður Krossins en síðasta aðal-
fundi var slitið þegar upp úr sauð.
Mynd SIGtryGGur arI JóhannSSon.
„Einhver náði að
taka hana með
valdi og stöðva hana.
Frá fyrri tíð Gunnar og Ingibjörg stofnuðu
Krossinn saman en þau eru núna skilin og
mynda andstæðar fylkingar innan safnað-
arins og fjölskyldunnar.
Þrettán
fengu styrki
Dagur hvíta stafsins var í gær, al-
þjóðlegur baráttu- og vitundar-
dagur blinds og sjónskerts fólks.
Að venju var tilkynnt um styrki úr
styrktarsjóði Blindravinafélagsins
og Blindrafélagsins. Alls bárust 17
umsóknir frá 16 umsækjendum
með styrkbeiðnum alls að upp-
hæð 4.382.690 kr.
Stjórnin ákvað að úthluta 13
styrkjum að upphæð 1.701.360
kr. og til viðbótar voru gefin vil-
yrði fyrir 800 þúsund kr. til við-
bótar til greiðslu skólagjalda á
næstu misserum. „Frá hruni hefur
Blindrafélagið haft frumkvæði að
og forgöngu um að 150 milljónir
íslenskra króna hafa verið settar í
mikilvæg og verðmæt verkefni til
hagsbóta fyrir blinda og sjónskerta
einstaklinga hér á landi,“ segir á
heimasíðu Blindrafélagsins.
„Ég skil ekkert
Leyfin aftur-
kölluð
Skógrækt ríkisins hefur ákveðið
að hér eftir verði engin veiðileyfi
seld starfsmönnum í forsölu og
þau leyfi sem seld höfðu verið
starfsmönnum á komandi rjúpna-
tímabili verða afturkölluð og sett í
almenna sölu. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Skógrækt ríkisins.
DV sagði frá því á mánudag
að dæmi væru um að starfsmenn
Skógræktar ríkisins hafi fengið
forskot á almenning þegar kæmi
að kaupum á rjúpnaveiðileyfi á
jörðum Skógræktarinnar. Þegar
opnað var fyrir sölu veiðileyfanna,
fyrir viku síðan, hafi menn veitt
því athygli að ekki voru allir
dagarnir til sölu. Samkvæmt upp-
lýsingum DV innan úr stjórnsýsl-
unni var hugsanlega um að ræða
brot á 11. grein stjórnsýslulaga.
Þau svör fengust hjá Skógrækt-
inni að starfsmenn hefðu haft
forkaupsrétt á veiðileyfunum. Í
kjölfar fréttar DV hafa leyfin verið
afturkölluð.
Missir á
meðgöngu
Samtökin Litlir englar standa á
fimmtudag fyrir málþingi um
missi á meðgöngu. Fundarstjóri
verður Anna Sigrún Baldursdóttir
hjúkrunarfræðingur en málþingið
fer fram í Norræna húsinu. Mál-
þingið er fjármagnað með fé sem
safnaðist þegar Anna Sigrún og
eiginmaður hennar tóku þátt í
maraþoni í minningu sonar síns.
„Hugsunin er sú að fagaðilar og
aðrir geti fræðst um málið og lært
hvert af öðru.“ Á meðal þeirra sem
flytja erindi eru Ragnheiður I.
Bjarnadóttir kvensjúkdómalæknir,
Margrét I. Hallgrímsson, deildar-
stjóri LSH, og Margrét Blöndal
hjúkrunarfræðingur.