Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 12
L
ögin um náttúruvernd sem sam-
þykkt voru í vor hertu mjög á
skyldum almennings til að ganga
vel um náttúruna og sýna ítrustu
varúð svo henni yrði ekki spillt. Þau
gerðu líka auknar kröfur um vand-
aða málsmeðferð stjórnvalda og að
ákvarðanir sem varða náttúruna
yrðu byggðar á vísindalegum grund-
velli. Þannig var í auknum mæli gerð
krafa um umsagnir fagaðila áður en
ákvarðanir væru teknar. Þá var lögð
aðgæsluskylda á framkvæmdaaðila
sem bera ábyrgð á innflutning lifandi
framandi lífvera og dreifingu lifandi
lífvera sem og á stjórnvöld þegar þau
taka ákvarðanir sem varða friðuð vist-
kerfi, vistgerðir eða tegundir. Þetta var
framfaramál og með því voru stigin
mikilvæg skref í náttúruvernd. Marg-
víslegar ábendingar bárust umhverf-
is- og samgöngunefnd og var tekið til-
lit til margra þeirra.
En málið var auðvitað ekki óum-
deilt. Á síðustu metrunum voru
gerðar breytingar á því til að koma
til móts við stjórnarandstöðuna og
meðal annars var gildistöku frestað
til 1. apríl, að sögn Marðar Árna-
sonar framsögumanns, svo tóm yrði
fyrir næsta þing að gera breytingar
á lögunum stæði vilji til þess. Sjálf-
ur var ég eini þingmaðurinn sem var
ósáttur við þessa breytingu gildis-
tökunnar en minnihlutinn í um-
hverfisnefnd var ánægður. Birgir Ár-
mannsson sagði að með þessu ynnist
ráðrúm svo að nýr meirihluti gæti
gert einhverjar breytingar á málinu
ef svo verkaðist. Honum fannst
breytingarnar mikilvægar til að
greiða fyrir framgangi málsins. Það
var svo samþykkt í heild mótatkvæð-
alaust. Stjórnarandstaðan sat hjá við
afgreiðslu málsins. Það var ekki um-
deildara en svo.
Nú ber svo við að umhverfisráð-
herra hyggst leggja fram frumvarp til
að afturkalla lögin. Hann vill ná víð-
tækari sátt um málið. Það fyrsta sem
hann þarf að gera sér grein fyrir er að
við þetta eru margir mjög ósáttir. Mun
skynsamlegra væri að leggja fram
breytingar við lögin áður en þau taka
gildi, eins og var ætlun bæði meiri-
og minnihluta í lok síðasta kjör-
tímabils. Það er nægur tími til stefnu
fram að vori til að gera þær breytingar
á lögunum sem miða til frekari
sátta. Grunnur þeirra er mjög góður.
Vinnsluferlið var langt og fól í sér að-
komu fjölda fagaðila og umsagnar-
aðila á ólíkum stigum. Það væri mikil
sóun á tíma og verðmætum að kasta
þeirri vinnu fyrir róða. Það væri enn
fremur mikil afturför að láta úr sér
genginn lagaramma halda gildi sínu.
Öll hljótum við að vera sammála
um markmið laganna; að vernda til
framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru.
Það hlýtur jafnframt að vera kapps-
mál fyrir Framsóknarflokkinn sem
nú um stundir fer með málefni um-
hverfisins að sýna í verki hug sinn til
náttúruverndar eftir ólukkulega upp-
hafsmánuði í þessum viðkvæma mála-
flokki. Hvort sem það eru hugmyndir
um afturköllun laganna, niðurlagningu
ráðuneytisins eða upptöku ramma-
áætlunar þá gefur málflutningur-
inn til kynna að nauðsynlegt sé fyrir
umhverfisverndarsinna að stilla sig
saman í harðari samstöðu til varnar ís-
lenskri náttúru en áður eru dæmi um.
Það væri hins vegar óskandi að slíkt
reyndist óþarfi. Framsóknarflokkurinn
hefur enn tækifæri til að sýna í verki
hvað hann á við með víðtækri sátt. n
Sandkorn
F
ramsóknarflokkurinn virðist
bæði vera félagshyggju- og
frjálshyggjuflokkur ef marka
má orð Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar á Alþingi á mánudaginn.
Ráðherrann og Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar, lentu
þá í áhugaverðu orðaskaki um veiði-
gjöld sjávarútvegsfyrirtækja þar sem
tilvistarvandi Framsóknarflokksins
kom berlega í ljós: Hvernig flokkur vill
hann vera og hvernig flokkur er hann?
Árni Páll gagnrýndi Sigurð Inga
fyrir að tala fyrir svokallaðri brauð-
molahagfræði (e. trickle down
economics) í umræðum um veiðigjöld
en slík hagfræði er eitt af einkennum
frjálshyggjunnar. Í stuttu máli geng-
ur slík hagfræði út á að halda skatt-
heimtu á stöndug fyrirtæki og vel
stæða einstaklinga í lágmarki því að
slíkt sé á endanum betra fyrir sam-
félagið allt þar sem fjármagn hinna
stöndugu seytli niður til annarra verr
settari hópa í samfélaginu. Stefán
Ólafsson prófessor hefur kallaða hug-
myndina „lekakenningu frjálshyggj-
unnar“ á íslensku. Í tilfelli sjávarút-
vegsfyrirtækja virkar lekakenningin
þannig á þau að með því að draga úr
veiðigjöldunum sem þau þurfa að
borga, og eins með því að lækka skatta
þeirra, verði meira eftir af fjármunum
inni í fyrirtækjunum til að endurnýja
atvinnutæki, meðal annars skip og
annan tækjabúnað. Slíkt fyrirkomu-
lag er sagt vera, samkvæmt frjálshyggj-
unni, hagfelldara fyrr samfélagið allt
en að hækka gjaldtöku og skattheimtu.
Sigurður Ingi sagðist hafa heim-
sótt lítið sjávarpláss á sunnanverð-
um Vestfjörðum fyrir nokkru og hitt
forsvarsmenn útgerðarfélags þar í
bæ sem hefðu sagt að breytingar á
veiðigjöldunum hefðu komið í veg
fyrir gjaldþrot þess. Ekki er tekið fram
hvaða útgerð þetta var en það gæti til
dæmis verið Oddi á Patreksfirði – ekk-
ert af stærstu og öflugustu útgerðarfé-
lögum landsins er hins vegar að finna
á sunnanverðum Vestfjörðum. Sig-
urður Ingi sagði að ef Árni Páll vildi
kalla þessa hagfræði ríkisstjórnarinnar
brauðmolahagfræði þá væri það í lagi
þar sem hún „virkar allavega vel í þess-
um minni sjávarbyggðum landsins“. Í
næstu ræðu hafnaði Sigurður Ingi því
svo að Framsóknarflokkurinn væri
frjálshyggjuflokkur: „Framsóknar-
flokkurinn er félagshyggjuflokkur, ekki
bara einu sinni heldur alltaf.“
Ráðherrann sagði mikilvægt að
horfa til þess hversu „ólíkur og fjöl-
breyttur sjávarútvegurinn“ væri og
að fyrirtækin væru „margbreytileg“.
Ekki væri hægt að taka „fjögur, fimm
fyrirtæki sem betur fer hagnast vel“
og færa fyrir því í rök að leggja ætti
ákveðið miklar byrðar á „allan sjávar-
útveginn“ vegna stöðu þessara fyrir-
tækja. Með þessum orðum er Sigurður
Ingi væntanlega að vísa til stórra út-
gerða eins og Samherja, HB Granda,
Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvar-
innar og Ísfélagsins sem hagnast hafa
mikið á hverju ári frá hruninu og eru
firnasterk í dag.
Inntakið í málflutningi Sigurðar
Inga er því tvíþætt. Í fyrsta lagi að þrátt
fyrir að Framsóknarflokkurinn sé fé-
lagshyggjuflokkur þá hegði hann sér
samt eins og frjálshyggjuflokkur með
því að beita þess lags hagfræði á borði
sem einkennir yfirleitt slík flokka. Í
öðru lagi talar hann um mikilvægi
þess að líta á mismunandi stöðu ólíkra
sjávarútvegsfyrirtækja þegar álagn-
ing veiðigjalda er metin en á borði
þá fylgir ríkisstjórnin ekki þessari
stefnu heldur leggur sama gjald á all-
ar aflaheimildir óháð því hversu vel
útgerðirnar standa. Útgerðirnar sem
standa vel borga jafn mikið hlutfalls-
lega og útgerðirnar sem standa illa.
Sigurður Ingi vill eiga kökuna og
éta hana líka: Hann vill vera félags-
hyggjumaður í orði en frjálshyggju-
maður á borði; hann talar fyrir mikil-
vægi sértækra lausna út frá stöðu
einstakra útgerða en þær hugmynd-
ir hans endurspeglast ekki í frum-
varpinu sem hann lagði fram um
breytingar á veiðigjöldum fyrr á árinu.
Niðurstaðan er sú að stóru og sterku
útgerðirnar sem Sigurður Ingi talar
um halda eftir miklu meiri peningum
af auðlindinni en þær þurfa á að halda
fyrir reksturinn og fyrir vikið geta þær
greitt himinháan arð til hluthafa sinna
ár eftir ár – Síldarvinnslan greiddi 2
milljarða í arð á þessu ári, Ísfélagið
1,2, Vinnslustöðin 1,1 milljarð og HB
Grandi 1,7 milljarða. Brauðmolarn-
ir í þessum tilfellum leka ekki niður
til starfsmanna viðkomandi útgerða
eða þjóðarinnar sem slíkrar heldur
til eigenda útgerðarinnar og heim-
færa niðurstöðu Stefán Ólafssonar um
lekakenninguna upp á þetta tiltekna
dæmi: „Lekakenning frjálshyggjunnar
eykur einfaldlega auð hátekjufólks en
gagnast engum öðrum.“
Með lækkun veiðigjaldanna er Sig-
urður Ingi að auka möguleika eigenda
þessara útgerða á því að greiða sér út
enn hærri arð í framtíðinni. Ef hann
ætlaði að vera samkvæmur eigin orð-
um þá hefðu breytingarnar á veiði-
gjöldunum verið sértækar og tekið
mið af stöðu útgerðanna, rétt eins og
núverandi lög um veiðigjöld heimila
að skuldsettum útgerðum sé veittur
afsláttur þá hefði verið hægt að láta
stöndugustu útgerðirnar, sem eru vel
aflögufærar, borga meira. Eitt dæmi
um eitt lítið og skuldsett útgerðar-
fyrirtæki á Vestfjörðum réttlætir ekki
breytingarnar sem Sigurður Ingi gerði
á veiðigjöldunum.
Niðurstaðan er því sú að Sigurður
Ingi vill tala eins og félagshyggju-
maður af því þannig getur hann varið
hagsmuni sína og Framsóknarflokks-
ins gagnvart kjósendum í landinu en
hann hegðar sér síðan eins og frjáls-
hyggjumaður af því þannig ver hann
hagsmuni flokksins gagnvart útgerð-
ar- og peningaöflunum í landinu.
Orð Sigurðar Inga um meinta félags-
hyggju flokksins eru bara innantómt
píp þegar horft er á gjörðir flokksins.
Ef þetta er félagshyggja Sigurðar Inga á
borði þá óar mig við því hvernig frjáls-
hyggja hans gæti litið út. Líklega er þó
bara næst sannleikanum að segja að
frjálshyggja Framsóknarflokksins sé í
líki félagshyggju.n
Jónína og Jóhanna
n Margir bíða þess í ofvæni
að ástarsaga þeirra Jóhönnu
Sigurðardóttur, fyrrverandi
forsætisráðherra, og Jónínu
Benediktsdóttir rithöfund-
ar komi út. Þær stöllur eru
skráðar í sambúð en hafa
aldrei viljað ræða samband
sitt opinberlega. Nú mun
verða breyting á því saga
þeirra verður til sölu í öllum
betri bókabúðum.
Fylgir honum
n Margir bíða þess spenntir
að Jón Gnarr opinberi áform
sín um hvort
hann haldi
áfram í borg-
armálunum
undir því lof-
orði að gera
allskonar fyr-
ir aumingja.
Upplausn virðist vera í hópi
borgarfulltrúa meirihlutans.
Þannig eru þungavigtar-
konurnar Oddný Sturludótt-
ir og Björk Vilhelmsdóttir á
förum en Dagur B. Eggerts-
son situr eftir. Innan Besta
flokksins gætir líka óróleika.
Karl Sigurðsson sagði í DV
að hann myndi „fylgja hon-
um“. Þar vísar hann til hins
mikla leiðtoga Jóns Gnarr
sem leiðir þá undanhaldið
eða varnarbaráttuna eftir at-
vikum.
Vægt hláturskast
n Framsóknarflokkurinn
er nú í örvæntingu að leita
að frambjóðanda sem gæti
orðið sigursæll í Reykjavík
í komandi sveitarstjórnar-
kosningum. Flokkurinn
hefur ekki borið sitt barr í
borginni síðan Alfreð Þor-
steinsson og Björn Ingi Hrafns-
son héldu eftirminnilega um
valdataumana. Það mun
hafa verið
imprað á því
við krafta-
verkamann-
inn Sigmar
Vilhjálmsson,
einn eigenda
Ham-
borgarafabrikkunnar, hvort
hann tæki slaginn. Sigmar,
sem býr í Mosfellsbæ, er
sagður hafa fengið vægt
hláturskast.
Skáldsaga Óskars
n Óskar Magnússon, útgef-
andi Morgunblaðsins og
fyrrverandi fréttastjóri DV,
þykir vera hamhleypa til
verka. Samhliða því að gefa
úr Moggann er hann að
stússast í ýmsum sveitar-
stjórnarmálum og skrifum
en hann býr á Sámsstaða-
bakka í Fljótshlíð. Hann
hefur undanfarin ár skrifað
smásögur og meðal annars
hlotið verðlaun fyrir. Í haust
er von á stórri skáldsögu
frá honum þar sem við-
fangsefnið er spennan milli
samfélags sveitamanna og
borgarbúa.
Erum til alls
líkleg
Ekki öreind af
sannleika
Jón Gnarr segir ekkert stöðva Besta flokkinn. – Facebook Freyr Einarsson segir frétt DV ranga. –DV
Frjálshyggja í líki félagshyggju„Framsóknarflokk-
urinn er félags-
hyggjuflokkur, ekki bara
einu sinni heldur alltaf
„Það væri mikil sóun á
tíma og verðmætum
að kasta þeirri vinnu fyrir
róða
Varðstaða um náttúru Íslands
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kjallari
Róbert
Marshall
þingflokksformaður Bjartrar framtíðar
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
12 16. október 2013 Miðvikudagur