Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 15
Sport 15Miðvikudagur 16. október 2013 Tvær kúlur á mánuði Guðmundur Þ. Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Dana, mun þéna ígildi liðlega tveggja milljóna íslenskra króna á mánuði í starfi sínu. Ekstrabladet grein- ir frá þessu en þar kemur fram að árslaunin, næstu þrjú árin, verði tæplega 22 milljónir króna á ári. Óhætt er að segja að pressan á Guðmundi verði mikil því þar á bæ er gerð skýr krafa um ólympíugull. Í dönskum fjölmiðl- um er talað um að hann hafi feng- ið viðurnefnið Gullmundur, sem vísar líklega hvort tveggja til kröf- unnar um gullmedalíu og launa- kjara þjálfarans. Newcastle vill kaupa Remy Forráðamenn Newcastle eru sagð- ir vilja kaupa franska framherjann Loic Remy sem leikið hefur með liðinu í haust sem lánsmaður frá QPR. Remy hefur farið vel af stað með Newcastle og skorað 5 mörk í síðustu 3 leikjum sínum. Talið er að Newcastle þurfi að reiða fram sex milljónir punda, 1,1 milljarð króna, til að kaupa leikmanninn. Að sögn breskra fjölmiðla eru for- ráðamenn Newcastle sagðir vilja ganga frá kaupunum strax í janúar af ótta við samkeppni frá öðrum félögum. Messi klár í slaginn Lionel Messi, besti knattspyrn- umaður heims, er byrjaður að æfa að nýju með Barcelona eftir að hafa glímt við meiðsli. Messi meiddist í sigurleik gegn Almer- ia í lok september og missti af þeim sökum af fjórum leikjum; tveimur með Barcelona og tveim- ur með landsliði Argentínu. Búist er við því að hann verði í hópnum gegn Osasuna um helgina og verði mættur í byrjunarliðið gegn AC Milan í Meistaradeildinni í næstu viku. Messi hefur skorað 11 mörk í 9 leikjum á leiktíðinni. Bravó strákar! Í slenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í fyrsta sinn í sögunni komið í umspil um laust sæti á HM í knattspyrnu. Íslendingar stóðust Norðmönn- um snúning á Ulleväl-leikvanginum í erfiðum og spennuþrungnum leik á þriðjudagskvöld. Jafntefli nægði liðinu til að tryggja sér annað sætið í E-riðli því á sama tíma létu Slóvenar í minni pokann gegn Sviss. Um gífurlegt afrek er að ræða því þegar dregið var í riðla fyrir mótið var Ísland í neðsta styrkleikaflokki. Það felur í sér að fyrir mótið voru all- ir andstæðingar Íslands á pappírun- um taldir sterkari. Lars Lagerbäck og lærisveinar hans í landsliðinu létu slíkt sem vind um eyru þjóta og stefndu ótrauðir á annað efstu sæt- anna tveggja. Norðmenn sprækir Leikurinn gegn Noregi var erfiður. Norðmenn byrjuðu leikinn af krafti og höfðu yfirhöndina á vellinum. Það var því þvert gangi leiksins sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark á 13. mínútu eftir góðan undirbún- ing Gylfa Þórs Sigurðssonar. Í kjölfar- ið kom góður íslenskur kafli þar sem liðið stjórnaði leiknum. Norðmenn hertu tökin þegar á fyrri hálfleikinn leið og uppskáru mark á 30. mín- útu, þegar Daniel Braaten skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Norðmenn byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og stjórnuðu hálf- leiknum lengst af. Þeir sköpuðu sér þó ekki hættuleg færi. Eiður Smári Guðjohnsen fékk líklega besta færi hálfleiksins en norski markvörður- inn varði með miklum tilþrifum. Í kjölfarið kom Alfreð Finnbogason inn fyrir Eið Smára. Það dró af báð- um liðum þegar á hálfleikinn leið og færunum fækkaði. Á sjötugustu og fjórðu mínútu bárust þau gleðitíð- indi frá Sviss að heimamenn væru komnir yfir. Þar með var ljóst að Slóvenar þyrftu tvö mörk þyrfti til að komast upp fyrir Íslendinga í riðlin- um. Leikurinn í Ósló fjaraði út og Ís- lendingar lönduðu stiginu. „Ég er stoltur“ „Við gerðum bara það sem þurfti að gera. Við getum verið stoltir af sjálf- um okkur og þetta er ólýsanlegt,“ sagði Kolbeinn í viðtali við RÚV eftir leik. Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum ánægður eftir leik og viður- kenndi að þessi áfangi hafi verið fjar- lægur draumur undanfarin ár. „Við erum auðvitað ekki komnir á HM en við höfum skrifað okkur í sögu- bækurnar. Þetta eru stór skref.“ Eið- ur hefur ekki átt upp á pallborðið hjá sínu félagsliði undanfarna mánuði og sagði að hann hefði notað lands- liðið sem „motivation“ til að halda sér í góðu standi. „Ég er stoltur af því að hafa hjálpað til við að afreka þetta.“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnars- son var ánægður en jarðbundinn eft- ir leik. „Við byrjuðum illa og spiluð- um ekki okkar besta leik í kvöld. Við verðum bara að læra af þessu. Við náðum ekki upp okkar spili en gerð- um það sem þurfti til. Þetta var nóg,“ sagði hann við RÚV. Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í leiknum í Noregi en Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sagði í viðtali við RÚV eftir leikinn að hann væri stoltur af dugnaði liðsins og karakter leikmanna. Á mánudaginn verður dregið um hvaða lið mætast í umspilinu fyrir HM. Ísland getur þar mætt Króatíu, Grikklandi, Portúgal eða Svíþjóð, eins og staðan er á styrkleikalista FIFA í dag. FIFA á þá eftir að reikna út nýjan lista að loknum þeim lands- leikjum sem farið hafa fram síðustu daga. Hugsanlegt er að þeir útreikn- ingar geti haft áhrif á hvaða liðum Ís- land getur mætt í umspilsleikjunum, en auk þessara fimm liða verða Rúm- enía, Frakkland og Úkraína í hattin- um. Sá háttur er hafður á að þau fjög- ur lið sem efst eru á styrkleikalista FIFA mæta þeim fjórum sem neðar eru. Það er því ljóst að Ísland mun mæta stórþjóð í knattspyrnu í leikj- unum mikilvægu, sem fram fara í nóvember. n n Skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar í Ósló n Dregið á mánudaginn Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Lokastaðan í riðlinum Leikir Markatala Stig Sviss 10 17 6 24 Ísland 10 17 15 17 Slóvenía 10 14 11 15 Noregur 10 10 13 12 Albanía 10 9 11 11 Kýpur 10 4 15 5 Kolbeinn í stuði Markahrókurinn skoraði í enn einum landsleiknum. Einkunnir leikmanna íslenska liðsins 7 Hannes Þór Halldórsson Var öruggur í sínum aðgerðum en hefði með smá heppni getað var- ið þegar Norðmenn skoruðu. 6 Birkir Már Sæv- arsson Átti fínan leik og átti ekki í teljandi vandræðum. Verður í banni í næsta leik. 8 Kári Árnason Var ör- uggur á boltann, að venju, og bar af í vörn Íslands. 6 Ragnar Sigurðsson Átti fínan leik en gerði slæm mistök þegar hann missti boltann í síðari hálfleik. Kári bjargaði á ögurstundu. 6 Ari Freyr Skúlason Átti nokkuð kaflaskiptan leik og var stundum í basli, enda sóttu Norðmenn mikið upp hans megin. Lék boltanum vel frá sér. 5 Jóhann Berg Guðmundsson Gerði ekki mikið sóknarlega en vann mjög vel í vörninni. 7 Aron Einar Gunnarsson Dreif sína menn áfram og var fastur fyrir. Stöðvaði ófáar sóknir Norðmanna. 7 Gylfi Þór Sigurðsson Lagði upp mark Íslands með frábærri sendingu. Gylfi lék mjög vel í leiknum og var ótrúlega góður undir pressu. 6 Birkir Bjarnason Átti fínan leik og barðist eins og ljón allan leikinn. Gaf aldrei tommu eftir. 7 Eiður Smári Guðjohnsen Var líklega besti mað- urinn á vellinum í fyrri hálfleik og var svo óheppinn að skora ekki í þeim síðari. Flottur leikur hjá öldungnum. 8 Kolbeinn Sigþórsson Fékk eitt færi í leiknum og nýtti það, eins og sönnum framherja sæmir. Barðist eins og ljón allan tímann. 5 Alfreð Finnbogason Komst ekki alveg í takt við leikinn en hljóp þó mikið og var duglegur.„Ég er stoltur af því að hafa hjálpað til við að afreka þetta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.