Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Qupperneq 19
Menning 19Miðvikudagur 16. október 2013
Nýr leiklistar-
gagnrýnandi DV
Hlín Agnarsdóttir, rithöfundur
og leikstjóri, hefur gengið til liðs
við DV og mun rýna í uppfærslur
leikhúsanna í vetur.
Hlín hefur skrifað fjölda leik-
rita og smásögur og hefur leik-
stýrt yfir 30 leiksýningum. Hún
lauk meistaranámi í almennri
bókmenntafræði við Háskóla
Íslands árið 2010, framhalds-
námi í leikstjórn frá Drama
Studio í London árið 1988 og
kandídatsprófi í leiklistarfræðum
frá Stokkhólmsháskóla.
Hún kennir ritlist í Háskóla
Íslands og leikritun við Kvik-
myndaskólann.
Innsetningar
Elínar Hans-
dóttur
Föstudaginn 18. október heldur
myndlistarmaðurinn Elín Hans-
dóttir fyrirlestur í Listháskóla Ís-
lands. Elín útskrifaðist úr mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands
árið 2003 og lauk meistaranámi við
KHB-Weissensee í Berlín árið 2006.
Þrátt fyrir ungan aldur á hún að
baki áhugaverðan feril og hafa verk
hennar vakið athygli á alþjóðlegum
vettvangi.
Innsetningar Elínar, sem byggð-
ar eru fyrir tiltekin rými, taka á sig
margvíslegar myndir og má nefna
hljóð- og/eða sjónrænar blekk-
ingar, göng í ætt við völundarhús
og byggingarfræðilega þætti sem
myndast fyrir tilstilli hreyfingar.
Í fyrirlestrinum mun Elín fjalla
um vinnuferlið sem liggur að baki
verkum hennar, um það hvernig
eitt leiðir af öðru, um ójafnvægi og
ófullkomleikann.
Fyrirlesturinn verður haldinn
í fyrirlestrasal myndlistardeildar
LHÍ kl. 12.30.
Heitasta
jaðarsveit
Los Angeles
Hljómsveitin Bleached frá Banda-
ríkjunum mun halda tónleika
á Harlem Bar þann 17. október
næstkomandi. Hljómsveitin er ein
heitasta jaðarsveit Los Angeles í
dag og er skipuð systrunum Jenni-
fer og Jessie Clavin.
Bleached spilar hrátt og hátt
rokk og ról en nýverið gaf hún út
sína fyrstu breiðskífu sem nefnist
Ride Your Heart. Platan hefur feng-
ið frábæra dóma og má þar nefna
4/5 í breska tónlistarritinu Mojo.
Tónleikar þeirra, sem hefjast
klukkan 22.00, eru þeir fyrstu í
langri tónleikaferð þeirra um alla
Evrópu.
Óvitaskapur
fullorðna fÓlksins
G
runnhugmynd Guðrúnar
Helgadóttur í Óvitunum er
snjöll, að láta börnin fæð-
ast stór og minnka svo eft-
ir aldri, þannig að fullorðna
fólkið verður að smáfólki þegar aldur-
inn færist yfir. Þessi viðsnúningur
barna og fullorðinna vakti strax mikla
athygli þegar verkið kom fyrst fram og
varpaði nýju ljósi á samskipti þessara
aldurshópa í fjölskyldu og samfélagi.
Verkið gaf röddum barna aukið vægi
og setti málefni þeirra í brennidepil
bæði í leikhúsinu og samfélaginu. Það
var á barnaári Sameinuðu þjóðanna
árið 1979 sem þáverandi þjóðleikhús-
stjóri, Sveinn Einarsson, pantaði leik-
ritið hjá vinsælasta barnabókahöf-
undi þjóðarinnar á þeim tíma. Og gott
ef hún er það ekki enn, að minnsta
kosti hafa fáir höfundar sýnt heimi
barna jafnmikinn áhuga og Guðrún
Helgadóttir.
Óvitar eru órækt dæmi um þenn-
an áhuga en þar er umfjöllunarefnið
óvitaskapur hinna fullorðnu. Höf-
undur horfir með gagnrýnum aug-
um barnsins á ástir foreldra, hjóna-
band og heimilisástand. Hún er
langt á undan sínum samtíma, þegar
hún fjallar opinskátt um drykkju-
skap, heimilisofbeldi og framhjáhald
og áhrif þess á líðan barna, nokkuð
sem ekki mátti tala um fyrir framan
börn eða lá í þagnargildi. Um þetta
allt skrifar Guðrún af ríkum skilning
og leiftrandi kímnigáfu sem er helsti
styrkur hennar.
Hnyttin samtöl sem hitta í mark
Aðalsaga verksins fjallar einmitt um
vinnuþjakaða foreldra, vandræði í
einkalífi þeirra og áhrif þess á líðan
barna þeirra. Guðmundur og Finn-
ur eru 8 ára skólabræður og vinir en
Finnur lætur sig hverfa að heiman
með aðstoð Guðmundar til þess að
kanna viðbrögð umhverfisins og eins
hvort foreldrar hans, sem ramba á
barmi skilnaðar, elski hann í raun.
Hvarf Finns kemur eðlilega öllu í
uppnám og reynir á foreldra, skóla
og samfélag og mögulegur dauði
Finns svífur yfir vötnunum um stund.
Allt er þetta skrifað með þeirri elsku,
kímni og hlýju sem Guðrún er alþekkt
fyrir en í Óvitum veltir hún líka fyrir
sér uppeldi barna, þeirri vandasömu
skyldu sem hvílir á foreldrum og
öðrum þeim er eiga að annast börn,
en reynast oft engu minni óvitar en
börnin sjálf.
Samtöl Guðrúnar eru vel skrifuð,
hitta oftast í mark hjá áhorfendum
og svo hnyttin á köflum að þeir skella
upp úr hvað eftir annað, þótt allra
yngstu áhorfendurnir hafi ekki alltaf
haldið einbeitingu og hlustun, enda
er sýningin ætluð börnum frá 4ra til
99 ára. Mikið væri nú gott ef foreldrar
tækju mark á því og hættu að pína
ómálga bleyjubörn og alvöru óvita til
að fylgjast með tveggja stunda langri
leiksýningu sem þau hafa ekkert út-
hald til að njóta, en sú hefur því miður
verið raunin á sígildum barnaleiksýn-
ingum Þjóðleikhússins frá upphafi.
Börnin leika stór hlutverk
Nú sem fyrr leika börn hina fullorðnu,
foreldra og gamalmenni, en fullorðn-
ir leikarar bregða sér í hlutverk barna
og unglinga. Þessi hlutverkaskipti
gefa verkinu það ótvíræða gildi sem
það hefur jafnt núna sem áður. Það
er viðsnúningur hlutverka sem vekur
mesta kátínuna og fæðir af sér frum-
legar hugmyndir og lausnir í allri út-
færslu verksins. Það mæðir auðvit-
að mest á barnaskaranum sem hér er
kallaður til leiks og er reyndar í tveim-
ur hópum sem skiptist á að leika sýn-
ingarnar, enda varla hægt að leggja
aðra eins ábyrgð og álag á herðar
sömu einstaklingunum. Ég átti þess
kost að sjá seinni frumsýningu verks-
ins og það var einstaklega ánægju-
legt að fylgjast með barnaskaran-
um stóra sem valinn hefur verið úr
stórum hópi barna til að fara með
öll hlutverkin. Leikstjórinn, Gunnar
Helgason, hefur lagt sig fram við að
ná fullorðinstöktum í framkomu,
hreyfingu og raddbeitingu barnanna
sem oftast tókst þótt sumar raddirn-
ar væru of hljómlitlar til að geta flutt
textann sem skyldi. Í leik barnanna
reyndi auðvitað mest á þau sem léku
foreldrapörin tvö sem öll sagan hverf-
ist um og reyndust þau flest standa
undir væntingum, en margar aðr-
ar eftirminnilegar persónur sitja eft-
ir eins og afgreiðslustúlka, kennari,
skólastjóri og prestur. Stórar og
svipmiklar hópsenur með litla fólk-
inu voru leystar með taktföstu hreyfi-
mynstri, dansi og söng og hópurinn
tók sig vel út í litríkum búningum og
skringilegum leikgervum Þórunnar
Maríu Jónsdóttur.
Jóhannes Haukur Jóhannesson
var óskaplega sannfærandi 8 ára
Guðmundur, feiminn, vandræðaleg-
ur og seinheppinn og það sama verð-
ur að segja um Odd Júlíusson sem er
nýlega genginn til liðs við Þjóðleik-
húsið en hann lék Finn á kraftmikinn
hátt. Samleikur þeirra var með mikl-
um ágætum og oft verulega fyndinn.
Af öðrum leikurum Þjóðleikhússins
er vert að nefna Örn Arnarson í hlut-
verki kerrubarnsins á leiksviðinu og
Ágústu Evu Erlendsdóttur í hlutverki
Dagnýjar, systur Guðmundar.
Óvitar enn í fullu gildi
Umgjörð sýningarinnar og leikmynd
er í höndum Ilmar Stefánsdóttur,
sem er að verða einn af eftirsóttustu
leikmyndahöfundum leikhússins.
Að þessu sinni sækir hún hugmynd-
irnar í litríkan plastveruleika Fisher
Price-leikfanganna og skapar úr þeim
dúkkuhúslegan fullorðinsheim, sem
börnin stóru þurfa síðan að aðlagast
og sætta sig við sem antík! Leikmynd
Ilmar býr yfir mörgum skemmtilegum
möguleikum og sviðslausnum eins og
innfelldu trampólíni í sviðsgólfi og lif-
andi sjónvarpi. Til að auka fjörið, hit-
ann og litadýrðina á sviðinu bættist
svo við funky músík Moses Hightower
með nýjum söngtextum eftir þá Stein-
grím Karl Teague og Andra Ólafsson
ásamt viðeigandi lýsingu.
Óvitar eru enn í fullu gildi, jafnvel
þótt margt hafi gjörbreyst varðandi
stöðu og réttindi barna í samfélaginu,
svo ekki sé minnst á stöðu og hlut-
verk kynjanna sem ef til vill orkaði dá-
lítið gamaldags í sýningunni nú. Nú
vinna báðir foreldrar því miður allt
of langa vinnudaga frá börnum sín-
um, en áður voru það eingöngu feð-
urnir enda aðalfyrirvinna heimilisins.
Í heildina er þetta vel heppnuð upp-
færsla á Óvitum, hér eru börnin í að-
alhlutverki, ekki aðeins sem persónur
í verkinu, heldur líka sem leikendur.
Með uppsetningunni er börnum sýnd
sú virðing sem þeim ber af hálfu Þjóð-
leikhússins og samfélagsins. n
Í undirbúningi Hér má sjá nokkur þeirra
barna sem taka þátt í uppfærslunni án farða.
„Það mæðir auðvitað mest á barnaskaranum
sem hér er kallaður til leiks,“ segir Hlín og er
hrifin af frammistöðunni. Mynd Sigtryggur Ari
Óvitar
Höfundur: Guðrún Helgadóttir
Leikstjórn: Gunnar Helgason
Leikarar: Jóhannes H. Jóhannesson, Oddur
Júlíusson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Friðrik
Friðriksson, Salóme R. Gunnarsdóttir, Þorleif-
ur Einarsson, Þórunn A. Kristjánsdóttir, Elma
S. Ágústsdóttir, Ævar Þ. Benediktsson og Örn
Árnason Börn: Agla B. Einarsdóttir, Alexander
K. Bendtssen, Alexandra V. Reuter, Andrea
M. Magnúsdóttir, Ágúst B. Árnason, Ágúst
Örn B. Wigum, Ásdís Kjartansdóttir, Davíð
L. Arnarsson, Diljá Pétursdóttir, Elísabet T.
Kristjánsdóttir, Erlen Í. Einarsdóttir, Grettir
Valsson, Gríma Valsdóttir, Halldóra E. Einars-
dóttir, Helena C. Heiðmundardóttir, Herdís
L. Þórðardóttir, Hildur C. Heiðmundardóttir,
Hulda F. Pálsdóttir, Iðunn Ö. Hlynsdóttir, Ingi
H. Guðbrandsson, Kristinn Ó. Haraldsson,
Lúkas E. Johansen, Matthías D. Matthíasson,
Númi Steinn Möller Hallgrímsson, Steinunn
Lárusdóttir, Sævar Ö. Valsson, Theodór Páls-
son, Urður Heimisdóttir, Vera Stefánsdóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir.
Sýnt í Þjóðleikhúsinu
Leiklist
Hlín Agnarsdóttir
skrifar
„Hún fjallar opin-
skátt um drykkju-
skap, heimilisofbeldi og
framhjáhald og áhrif þess
á líðan barna.