Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 22
Tom Hanks og Rita Wilson Grínistinn Tom Hanks tekur hjónaband sitt alvarlega en hann hefur verið giftur Ritu Wilson síðan í apríl 1988. Þau héldu því upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt síðasta vor. 22 Fólk 16. október 2013 Miðvikudagur Hjónabönd stjarnanna Leitin að Christian Grey Enn bætist á lista leikara sem orð- aðir eru við hlutverk Christian Grey í væntanlegri mynd sem byggð verður á metsölubókinni Fifty Shades of Grey. Charlie Hunnam hefur sagt sig frá verkinu og eru leikarar eins og Cillian Murphy, Ian Sommerhalder, Matt Bomer, Alexander Skarsgård, Theo James , Christian Cooke og Alex Pettyfer sagðir ofarlega á lista. Efstir eru þó Robert Pattinson og Ryan Gosling. Nú hefur nafn Jamie Dornan bæst við en hann hefur unnið sem undir- fatafyrirsæta fyrir Calvin Klein auk þess að hafa leikið í þáttum á borð við The Fall og Once Upon A Time. David og Viktoria Beckham Þessi sannkölluðu stjörnuhjón hafa verið gift síðan 1999 og eiga fjögur börn. Paulette og Denzel Washington Washington-hjónin hafa verið saman í 29 ár. Þau eru mjög trúuð bæði tvö sem gæti haft eitthvað um langt hjónaband þeirra að segja. Hjónabönd stjarnanna eru mjög viðkvæm og ætla má að hin mikla umfjöllun og slúður sem þau þurfa að þola hafi mikið um það að segja. Það eru þó dæmi um farsæl hjónabönd sem hafa staðið fjölmiðlastorminn af sér og hér má sjá nokkur dæmi um það. Samuel L. og Latanya Jackson Þau giftu sig árið 1980 eða löngu áður en Samuel sló í gegn sem leikari. Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick Þótt Carrie í Sex and the City eigi erfitt með að finna þann eina rétta þá hefur það ekki verið vandamál fyrir Söruh Jessicu Parker. Hún og Matthew Broderick hafa verið gift síðan 1997 og hefur hjónaband þeirra verið stöðugt í sviðsljósinu. Barack og Michelle Obama Það fer ekki á milli mála að þessi tvö eru ástfangin. Barack og Michelle byrjuðu að vera saman þegar þau unnu saman á lögfræðistofu en þau giftu sig árið 1992. Will Smith og Jada Pinkett Það hafa gengið ýmsar sögur um hjónaband þeirra svo sem að þau séu að skilja eða lifi í opnu hjónabandi. Þau eru þó enn saman og hafa verið gift í 16 ár. Patrick Dempsey og Jullian Fink Segja má að hinn fjallmyndarlegi Patrick Dempsey sé draumur hverrar konu en hann sér ekki sól- ina fyrir eiginkonu sinni, Jullian. Þau hafa verið gift í 14 ár eða mun lengur en hann hefur leikið lækninn vinsæla í Grey ś Anatomy. Harry til Íslands? Breska tímaritið Heat greinir frá því að Harry prins ætli að biðja um hönd kærustu sinnar, Cressidu Bo- nes, á Íslandi. Harry og Cressida hafa verið saman í rúmlega eitt ár. Harry mun hafa fallið fyrir íslenskri náttúru þegar hann æfði sig fyrir göngu á suðurpólinn sem hann tekst á við í nóvember næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.