Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Qupperneq 6
Þ
orsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri og aðaleigandi
Samherja, tók 414 millj
ónir króna út úr Samherja
í síðasta ári í formi arðs.
Þetta kemur fram í ársreikningi
eignarhaldsfélagsins sem held
ur utan um rúmlega þriðjungs
hlut Þorsteins Más í Samherja.
Félagið heitir eignarhaldsfélagið
Steinn ehf. og á fyrrverandi eigin
kona Þorsteins Más, Helga S. Guð
mundsdóttir, minnihluta í félaginu
á móti honum – eignarhlutföllin
eru 51 prósent á móti 49 prósent
um. Ársreikningnum var skilað til
ríkisskattstjóra þann 7. október
síðastliðinn.
Hagnaður félagsins á síðasta
ári nam 414 milljónum króna en
þar af voru tæplega 400 milljón
ir króna vegna útgreidds arðs frá
Samherja í fyrra. Árið þar á undan,
2011, nam hagnaður félagsins
rúmlega 373 milljónum króna.
Samherji hefur síðastliðin ár auk
ið hagnað sinn á hverju ári og gild
ir þetta einnig um síðasta ár sam
kvæmt tölum sem Samherji gerði
opinberar í lok ágúst síðastliðinn:
Hagnaður félagsins í fyrra nam 16
milljörðum króna.
Langstærsta útgerð landsins
Samherji er langstærsta sjávarút
vegsfyrirtæki landsins og er stór
hluti starfsemi fyrirtækisins er
lendis. Miðað við kvótaúthlutun
á Íslandi er Samherji hins vegar
næst stærst, á eftir HB Granda, en
taka verður tillit til þess að Sam
herji er einnig stærsti hluthafi
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
sem er eitt stærsta útgerðarfé
lag landsins. Samherji er auk þess
með starfsemi í Bretlandi, Þýska
landi, Spáni, Póllandi og þar til fyrr
á árinu við vesturströnd Afríku í
gegnum Kanaríeyjar.
Á engan er hallað þegar fullyrt
er að engin íslensk útgerð hafi náð
þeim árangri og þeirri stærð sem
Samherji hefur náð. Fyrirtækið
nær að skila miklum hagnaði en
sem dæmi má nefna að arðgreiðsla
félagsins út úr móðurfélagi Afríku
útgerðar félagsins nam 4,2 millj
örðum króna fyrir árin 2007 til
2012, líkt og DV greindi frá mið
vikudag. Útgerðin var seld fyrr á
árinu og á söluhagnaður Samherja
af Afríkuútgerðinni eftir að bætast
við þessa arðgreiðslu.
2,8 milljarða eignir
Hlutabréf félagsins í Samherja eru
bókfærð í ársreikningnum upp á
2,8 milljarða króna en eru auðvit
að margfalt verðmætari en það. Á
móti eru skuldir upp á rúma millj
ón. Eigið fé félagsins er því jákvætt
um 2,8 milljarða króna. Enginn
arður var tekinn út úr félaginu í
fyrra frekar en árið á undan. Steinn
situr því á miklum eignum og á
hverju ári bætist við arður frá Sam
herja upp á nokkur hundruð millj
ónir króna.
Stærstu eigendurnir
Öfugt við Þorstein Má þá er næst
stærsti hluthafi Samherja, Krist
ján Vilhelmsson, ekki með hluta
bréf sín í fyrirtækinu í eignarhalds
félagi heldur eru þau skráð á hans
eigið nafn. Kristján er heldur ekki
skilinn við eiginkonu sína og fyrir
vikið er hann skráður fyrir meiri
eignum samkvæmt skattaupplýs
ingum.
Samkvæmt úttekt á ríkustu Ís
lendingunum sem DV birti fyrr á
árinu þá á Kristján Vilhelmsson
eignir upp á meira en 6,8 milljarða
króna á meðan Þorsteinn Már er
skráður fyrir rúmum 1.300 millj
ónum króna. n
6 Fréttir 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað
Margfaldast í kostnaði
n Ritun Sögu Garðabæjar kostar bæjarfélagið 50 milljónir
K
ostnaður við ritun Sögu Garða
bæjar verður um 50 milljónir
króna og hefur því margfald
ast frá því sem upphaflega var
áætlað. Nokkur óvissa hefur ríkt vegna
verksins en það hefur aukist mikið í
umfangi frá því sem upphaflega stóð
til auk þess að hækka mikið í kostnaði.
Tillaga að ritun sögu bæjarins
var lögð fram á fundi bæjarstjórnar
Garðabæjar í maí 2005 og var áætlað
að verkið yrði gefið út í tveimur til
þremur bindum og að ritun þess tæki
tvö ár. Ritun bókarinnar hófst í árs
byrjun 2006 og í desember 2011 skil
aði höfundur verksins, Steinar J. Lúð
víksson, af sér um þrjú þúsund síðna
handriti sem síðan þá hefur verið í for
lagsvinnslu hjá bókafélaginu Opnu en
samkvæmt samningum voru áætluð
verklok þann 31. desember 2012.
Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upp
lýsingastjóri Garðabæjar, segir að
stefnt sé að því að verkið komi út fyrir
næstu jól.
„Þetta er búið að taka aðeins lengri
tíma en menn ætluðu enda stækkaði
það frá því sem upphaflega var lagt
af stað með,“ segir hún og útskýrir að
ákveðið hafi verið að rita sögu bæjar
ins alveg frá landnámi en ekki bara
síðustu 30 ár líkt og til stóð.
„Kostnaðurinn hefur hækkað frá
því sem upphaflega var áætlað, aðal
lega vegna þess að þetta hefur tekið
lengri tíma en til stóð. Svona gríðarlega
mikil vinna kostar auðvitað pening.“
Guðfinna segir að reiknað sé með
að heildarkostnaðurinn vegna ritun
ar verksins verði hátt í 50 milljónir en
ofan á það bætist svo kostnaður vegna
prentunar og dreifingar.
„Við höfum ekki enn fengið til
boð í prentun en hugsanlega getur sá
kostnaður orðið 5 til 6 milljónir.“ n
horn@dv.is
Tók 400 milljónir
út úr Samherja
n Eignarhaldsfélag Þorsteins Más á eignir upp á 2,8 milljarða króna
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Hagnaður félags-
ins á síðasta ári
nam 414 milljónum króna.
Fékk 400 milljónir Þorsteinn
Már fékk 400 milljónir króna
í arð út úr Samherja og inn í
eignarhaldsfélagið sitt í fyrra.
Margfaldur kostnaður Ritun
verksins mun kosta bæjarfélagið
50 milljónir króna.
Íslendingar
vilja Netflix
Þúsund Íslendingar hafa á síð
ustu vikum skráð sig í þjónustu
sem gerir þeim kleift að blekkja
varnir efnisveita á borð við Net
flix og Hulu og þannig fengið að
gang að þeim. Samtök myndrétt
hafa, SMÁÍS, hafa gert alvarlegar
athugasemdir við þjónustuna en
hún er í boði á fleiri en einum
stað. Flix fagnaði nýverið þús
undasta áskrifanda sínum og segir
einn forsvarsmanna fyrirtækisins
að það hafi farið vel af stað.
Helstu deilur um þjónustu á
borð við Flix snúast um höfundar
réttarsamninga um dreifingu á
efni. Netflix hefur til að mynda
ekki heimild til að miðla efni á Ís
landi og lokar á íslenskar IPtöl
ur. Með því að tengjast í gegnum
erlenda IPtölu má fara framhjá
þessum vörnum og fá aðgengi að
þjónustunni gegn hefðbundnum
skilmálum og gjaldi. „Flestir okk
ar viðskiptavinir notast við efn
isveituna Netflix en á sama tíma
finnum við fyrir auknum áhuga á
HuluPlus,“ segir Davíð Bachmann
Jóhannesson, einn forsvarsmanna
Flix, í svari við fyrirspurn DV.
SMÁÍS tilkynnti nýverið um
þær fyrirætlanir sínar að kæra
starfsemi Flix og fjarskiptafélags
ins Tals sem býður viðskiptavin
um sínum upp á sams konar þjón
ustu. Davíð segist ekki hafa fengið
neinar tilkynningar frá yfirvöldum
vegna kæru samtakanna. Hann
segir hins vegar að lögfræðingur
Flix hafi farið fram á afsökunar
beiðni frá Snæbirni Steingríms
syni, framkvæmdastjóra SMÁÍS,
vegna ummæla um að þjónustan
sem Flix og Tal veiti sé ólögleg.
Lægstu laun
hækki um
20.000
Forystumenn Starfsgreinasam
bandsins settu launakröfur sínar
fram á fundi með Samtökum at
vinnulífsins á mánudaginn. Ger
ir sambandið meðal annars þá
kröfu að lægsti taxti í launatöflu
hækki um 20.000 krónur á samn
ingstímanum og aðrir launaflokk
ar taki breytingum miðað við
endurskoðun töflunnar. Þá vill
sambandið að bætt verði við nýju
starfsaldursþrepi og að miðað
verði við starfsgrein en ekki starfs
aldur hjá sama fyrirtæki