Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Page 10
10 Fréttir 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað Álrisarnir með sterkt bakland S endiráð Bandaríkjanna hef- ur beitt sér harkalega í þágu álfyrirtækja á Íslandi. Þetta kemur skýrt fram í óopin- berum skjölum úr sendiráð- inu sem birst hafa á vef Wikileaks, þökk sé lekanum sem Bradley Manning, fyrrverandi starfsmaður Bandaríkjahers, hefur verið dæmd- ur í 35 ára fangelsi fyrir. Bandarískir diplómatar eru þekktir fyrir að ganga mjög langt í aðstoð sinni við bandarísk fyrir- tæki á erlendri grundu. Þessi hags- munagæsla er ólík hefðbundinni aðstoð við einstaklinga að því leyti að hún getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem varða innanríkismál. Ýmislegt bendir til að sú hafi verið raunin þegar ríkis- stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vann að útfærslu orkuskatts árið 2009 sem meðal annars náði til álfyrirtækja. Í upprunalegu fjár- lagafrumvarpi ársins 2010 var nefnt að einnar krónu skattur á hverja kílóvattstund gæti skipt sköpum fyrir ríkissjóð, en í lögum um orku- og auðlindaskatta sem að lokum voru samþykkt var skatturinn að- eins 12 aurar. Fundu fulltrúar ál- fyrirtækjanna sig knúna til að færa bandaríska sendiráðinu sérstakar þakkir fyrir aðstoðina sem þeim hafði verið veitt við að beita stjórn- völd þrýstingi. Wikileaks-skjöl frá Reykjavík varpa áhugaverðu ljósi á varnar- viðbrögð erlendra álfyrirtækja sem árum saman höfðu notið góðs af hræódýrri orku og skattaívilnun- um á Íslandi. Örvænting virðist hafa gripið um sig þegar sjá mátti merki um breytingar. Samtök at- vinnulífsins, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðskiptaráð, Samál og meira að segja sendiráð Bandaríkjanna á Ís- landi réru að því öllum árum að koma í veg fyrir skattahækkanir á fyrirtækin. Vel staðsettur vinur Í greinargerð sem Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna vann fyrir bandarísk stjórn- völd í kjölfar bankahrunsins árið 2008 er meðal annars fjallað um auðlindanýtingu á Íslandi með til- liti til bandarískra hagsmuna. Talað er um Ísland sem „vel staðsettan vin á norðurslóðum“ sem æskilegt sé að veita fjárhagsaðstoð, ekki síst til að tryggja að Ísland gangi erinda Bandaríkjanna í framtíðinni hvað varðar efnahags- og öryggismál. Fjallað er um bráðnun íss á norður- heimskautinu, olíu- og gasauðlind- ir auk þess sem vikið er að þekkingu Íslendinga á nýtingu jarðvarma. Loks er minnst á bandarísk fyrir- tæki sem nýta sér orkuauðlindir Ís- lands og tekið fram að fjárfestingar í áliðnaði á Íslandi nemi tæplega fjórum milljörðum Bandaríkjadala. „Við viljum að Ísland sé áfram í stöðu til að laða að erlendar fjár- festingar og þróa orkuiðnaðinn enn frekar,“ segir í greinargerðinni sem lýkur með þeim orðum að þegar kapphlaupið um norðurheimskaut- ið hefjist fyrir alvöru gætu ítök á Ís- landi gegnt veigamiklu hlutverki fyrir Bandaríkin. Skrautlegar lýsingar á ráðamönnum Í greinargerðum bandaríska sendi- ráðsins á Íslandi er að finna ítar- legar umfjallanir um stjórnmála- ástandið hér á landi, allt aftur til ársins 2005. Fróðlegt er að skoða viðhorf bandarískra diplómata til íslenskra stjórnmálamanna. Til að mynda gætir nokkurrar tortryggni í garð Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns Vinstri grænna, sérstaklega áður en hann varð ráðherra. Fljótlega virðist hann þó hafa verið tekinn í sátt. „Mörg- um til undrunar hefur Steingrímur reynst alvörugefinn og ábyrgur fjár- málaráðherra,“ skrifar Neil Klop- fenstein, staðgengill sendiherra, í skýrslu sem send var bandarísk- um stjórnvöldum eftir fyrsta fund hans með Steingrími og bætir við: „Steingrímur hefur að mestu stað- ist freistinguna til að kenna ofgnótt kapítalismans um kreppuna, lík- lega með samanbitnar tennur. Hann hikar þó ekki við að hella sér af og til yfir hægrimenn í stjórnar- andstöðunni og minna kjósendur á að bágborið efnahagsástand á Ís- landi er ekki hans sök.“ Fram kem- ur í skýrslu sem send var banda- rískum stjórnvöldum skömmu eftir efnahagshrunið að Árni Páll Árna- son væri líklegur til að verða for- maður Samfylkingarinnar einn daginn. Jóhanna nyti þó gríðarlegs stuðnings og tæki að öllum líkind- um fyrst við hlutverkinu. Eftir að Jóhanna varð forsætisráðherra fór sendifulltrúi Bandaríkjanna á Ís- landi fögrum orðum um hana: „Jó- hanna virðist sinna nýja starfinu af jafn miklum dugnaði og stefnufestu og einkenndi hana sem félagsmála- ráðherra, en þetta eru þeir hæfileik- ar sem hafa gert hana að vinsælasta stjórnmálamanni Íslands. Hún ein- beitir sér auðvitað fyrst og fremst að innanríkismálum, en með af- stöðu sinni til áætlunar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og hvalveiða sýn- ir hún skilning á því að ekki er hægt að loka augunum fyrir umheim- inum.“ Þá er tekið fram að þótt Jó- hanna tali ensku reiprennandi hafi hún ákveðið að tala íslensku á fundi með sendiherranum og notið lið- sinnis túlks. Pirringur vegna sambandsleysis Seint á árinu 2009 fréttu banda- rískir embættismenn að stjórn- völd hefðu viðrað hugmyndir um orkuskatt sem næmi einni krónu á hverja kílóvattstund. Forstjór- ar álfyrirtækjanna brugðust illa við og höfðu samband við sendifull- trúa Bandaríkjanna. „Forstjórar tveggja álfyrir tækja í eigu Banda- ríkjamanna, Alcoa og Century Al- uminum, létu í ljós áhyggjur af því að áformin kynnu að setja fjár- festingarsamninga þeirra í upp- nám og draga stórlega úr hagnaðar- möguleikum fyrirtækjanna,“ segir í greinargerð frá sendiráðinu. Þar kemur fram að forstjórarnir hafi furðað sig á því að vinstristjórnin skyldi ekki hafa átt nein samskipti við þá á fyrstu mánuðum í emb- ætti. Sam Watson, sendifulltrúinn sem ritar skýrsluna, segist hafa unnið að því að ná til fulltrúa nýju ríkisstjórnarinnar sem hafi raun- ar loksins „fallið frá fyrri áform- „Við vorum að meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar n Sendiráð Bandaríkjanna lagðist gegn orkuskatti n Álfyrirtækin voru pirruð á vinstristjórninni Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Staða álrisanna sterk Íslensk álfyrirtæki eiga víða hauk í horni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.