Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Side 13
Fréttir 13Helgarblað 8.–10. nóvember 2013
F
jórtán nefndir, starfshópar,
verkefnastjórnir og teymi
hafa verið mynduð frá kosn
ingum til að reyna að finna
lausnir og leiðir til að fella
niður hluta verðtryggðra skulda
einstaklinga og bæta stöðu heimila
í landinu. Þetta kom fram í munn
legri skýrslu sem Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
flutti á Alþingi fimmtudag. Þar fór
hann yfir hvað hefði verið gert í
kjölfar þingsályktunar um aðgerðir
vegna skuldavanda heimila á Ís
landi sem samþykkt var á sumar
þingi.
Loforðið um niðurfærslu höfuð
stóls verðtryggðra húsnæðislána og
afnám verðtryggingarinnar voru
stærstu kosningaloforð Sigmund
ar Davíðs og Framsóknarflokks
ins og algjör grunnforsenda mynd
unar nýrrar ríkisstjórnar eins og
fram kemur í stjórnarsáttmálanum.
Ríkis stjórnin hefur hins vegar ekki
verið samstíga um hvað nákvæm
lega eigi að gera. Hefur stjórnar
andstaðan meðal annars gagnrýnt
ósamræmi í málflutningi Bjarna
Benediktssonar fjármálaráðherra
og Sigmundar Davíðs.
Lofaði engum nefndum
Fyrir kosningar lofaði Bjarni félög
um sínum í flokknum og um leið
kjósendum að það ætti ekki að
stofna nefndir heldur ráðast í að
gerðir í þágu heimilanna. „Engar
nefndir, enga starfshópa, engar taf
ir, aðeins aðgerðir í þágu heimil
anna,“ lofaði Bjarni á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í febrúar síðast
liðnum þar sem flokkurinn lagði
línurnar fyrir kosningarnar sem þá
voru framundan. Við þetta uppskar
Bjarni mikinn fögnuð fundargesta.
Á sama fundi náðist ekki samstaða
um að flokkurinn setti niðurfell
ingu skulda á oddinn en samþykkt
var að leggja fram lyklafrumvarp á
komandi þingi.
Nefndirnar eru hins vegar í sam
ræmi við kosningaloforð Fram
sóknarflokksins sem lofaði því að
stofna nefnd til að finna leiðir til að
framkvæma loforðin um skulda
niðurfellingu. Erfitt var þó að skilja
af því loforði að nefndarflaumurinn
yrði jafn mikill og raunin er orðin.
Í stjórnarsáttmálanum komu fram
fyrstu vísbendingarnar um hversu
margar nefndir ríkisstjórnin ætlaði
að setja á fót – minnst sex nefndir.
Sérfræðingarnir skipuðu sjálfir
fjórar nefndir
Fyrst ber að nefna sérfræðingahóp
sem skipaður var í ágúst undir for
mennsku Sigurðar Hannessonar
sem vinnur að tillögum um út
færslu á höfuðstólslækkun verð
tryggðra húsnæðislána. Sá hópur
hefur síðan skipað fjóra undirhópa
sem hver skoðar tiltekin mál. Einn
hópurinn undirbýr tillögur um
framkvæmd leiðréttingarinnar,
annar um stofnun leiðréttingar
sjóðs, enn annar fjallar um notkun
skattkerfisins til að ná fram mark
miðunum og fjórði hópurinn tekur
fyrir hvata til að skuldbreyta lánum
í óverðtryggð.
Framsókn lofaði líka að afnema
verðtryggingu sem hluta af aðgerð
um í þágu heimilanna. Í samræmi
við það var skipaður sérstakur sér
fræðingahópur. Fjármála og efna
hagsráðuneytið skipaði svo starfs
hóp til að fjalla um greinargerð
sem unnin var í ráðuneytinu um
möguleika á því að leggja gjald á
fjármálafyrirtæki vegna umtals
verðra tafa á endurútreikningi lána.
Fjölmennur samvinnuhópur
Búið er að skipa svo sérstakan
vinnuhóp sérfræðinga í velferðar
ráðuneytinu og innanríkisráðu
neytinu sem kannar hvernig gera
megi yfirskuldsettum íbúðar
eigendum kleift að losna undan
eftirstöðvum lána sem veðið sjálft
stendur ekki undir. Þess fyrir utan
er búið að skipa sjö manna verk
efnastjórn sem fjallar um fram
tíðarskipulag húsnæðismála og 32
manna samvinnuhóp um sama
málefni. Fjögur teymi starfa svo
á vegum samvinnuhópsins sem
greina álitaefni og móta tilögur
um fyrirkomulag fjármögnunar
almennra húsnæðislána hér á
landi, uppbyggingu á virkum leigu
markaði, skilvirk félagsleg úrræði í
húsnæðismálum og hvert hlutverk
stjórnvalda við veitingu þjónustu
í almannaþágu á húsnæðislána
markaði er.
Óljóst hversu margir eru í
nefndunum
Ekki er hægt að segja nákvæmlega
hversu margir eru í nefndunum
en samkvæmt þeim upplýsing
um sem þó liggja fyrir má gera ráð
fyrir því að nefndarmenn séu hátt
í 60 talsins. Sjö nefndarmenn eru
í sérfræðingahópnum um höfuð
stólslækkun sem og í nefnd um
afnám verðtryggingar af neytenda
lánum. Sjö starfa svo líka í verk
efnastjórn um framtíðarskipan
húsnæðismála. Þá eru fimm í
nefnd sem skoðar möguleika á
gjaldi á fjármálafyrirtæki vegna tafa
á endurútreikningi lána. Langflest
ir eru samráðshópi um framtíðar
skipan húsnæðismála eða 32. Ekki
liggja fyrir upplýsingar um hversu
margir eru í hinum hópunum eða
teymunum níu.
Liggur bráðum fyrir
Ekki er langt þangað til megintillög
ur um hvernig á að ná skuldaniður
fellingunni fram liggja fyrir. Reikn
að er með að nefndin sem hefur það
verkefni að útfæra mismunandi
leiðir til að ná fram markmiðinu
skili tillögum sínum á næstu tveim
ur vikum. Það er þó talsvert seinna
en lesa mátti úr orðum Sigmundar
Davíðs á Facebook í aðdraganda
kosninga. „Til að það sé á hreinu
kemur leiðrétting skulda fram
strax, en áhrifin af leiðréttingunni
koma inn í efnahagskerfið á löng
um tíma, sem er æskilegt. Þetta er
ekki flókið,“ sagði hann á Facebook
síðu sinni.
Þó að tillögurnar liggi fyrir fljót
lega er alls óvíst hvenær „strax“ er.
Meðal aðgerða sem ráðist hefur
verið í vegna undirbúnings fyrir
hugaðra skuldaniðurfellinga og að
gerða í þágu skuldsettra heimila er
umfangsmikil gagnaöflun og grein
ing Hagstofunnar á skuldum land
ans. Frumvarp sem heimilaði þessa
miklu, og umdeildu, gagnaöflun
var samþykkt í september en Hag
stofan sjálf telur að gögnin liggi ekki
fyrir fyrr en á næsta ári. Gera má því
ráð fyrir að heimilin þurfi að bíða í
nokkra mánuði í viðbót. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Framtíðarlausn
Nefndirnar skoða
sumar hverjar
lausnir á húsnæðis-
málum til framtíðar.
Mynd Sigtryggur Ari
„Sá hópur hefur
síðan skipað fjóra
undirhópa sem hver
skoðar tiltekin mál
Lofaði Sigmundur Davíð lofaði kjósendum
skuldaniðurfellingum í kosningabaráttunni.
Nú leita margar nefndir að leiðum til að
standa við það og bæta stöðuna á húsnæð-
ismarkaði til frambúðar. Engar nefndir Bjarni fór mikinn í ræðu á
landsfundi Sjálfstæðismanna fyrir kosningar
og lofaði að ekki væru skipaðar nefndir um
mál heldur ráðist í aðgerðir. Mynd Sigtryggur Ari
Fóru ránshendi
um Færeyjar
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi
á fimmtudag par á þrítugsaldri í
þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa
hnuplað úr verslunum í Færeyjum.
Þrátt fyrir að rannsókn málsins hafi
lokið fyrir þremur árum var ákæra
ekki birt fólkinu fyrr en í september
síðastliðnum. Því var ákveðið að
skilorðsbinda fangelsisdóminn.
Fólkið stundaði umfangsmik
inn þjófnað úr tveimur verslunum
í Færeyjum. Í versluninni VB í
Vágur tóku þau, ófrjálsri hendi,
Dolce & Gabbanasólgleraugu,
Sony Ericssonfarsíma og Pana
sonicmyndavél, sem og hár
snyrtivörur. Þá fóru þau í TBhús
ið í Tvøroyri og tóku annan síma,
myndavél og ballerínuskó. Verð
mæti þýfisins er 1,3 milljónir ís
lenskra króna. Fólkið vildi ekki
skipaðan verjanda, heldur játaði
sök. Þau sögðust hafa verið í mik
illi neyslu á þessum tíma. Þau
höfðu skilað þýfinu og voru kom
in á beinni braut í lífinu. Hún er
í barneignarleyfi, en hann í fastri
vinnu.
40 prósent
treysta Mat-
vælastofnun
Þrjátíu og níu prósent lands
manna bera frekar mikið eða
mjög mikið traust til Matvæla
stofnunar en fimmtán prósent
bera frekar eða mjög lítið
traust til stofnunarinnar. Þetta
kemur fram í tilkynningu sem
Matvælastofnun sendi frá
sér og er vísað í niðurstöður
viðhorfskönnunar sem Félags
vísindastofnun Háskóla Íslands
framkvæmdi um traust almenn
ings til stofnunarinnar.
Tekið var 1.511 manna lag
skipt tilviljunarúrtak úr netpanel
Félagsvísindastofnunar. Úrtak
ið var lagskipt eftir kyni, aldri og
búsetu til þess að það endur
speglaði sem best samsetn
ingu landsmanna. Gagnaöflun
hófst 3. október 2013 og lauk 16.
október 2013. Alls svöruðu 979
og er svarhlutfall 65%. 46% svar
enda sögðust hvorki bera mikið
né lítið traust til stofnunarinnar.
Reyna að uppfylla
loforð Framsóknar
n Fjölmargar nefndir og teymi hafa verið mynduð frá kosningum í vor
Eitt ár í gæslu-
varðhaldi
Lögreglan í Tékklandi hefur
fengið vikufrest til að ákæra
tvær íslenskar stúlkur sem hafa
sætt gæsluvarðhaldi þar í landi
í eitt ár fyrir fíkniefnasmygl.
RÚV greinir frá þessu, en þar
kemur fram að ekki megi halda
fólki lengur en ár í fangelsi
í Tékklandi án ákæru. Sem
kunnugt er voru stúlkurnar
handteknar í nóvember í fyrra.
Þær eru nítján ára og voru með
um átta kíló af kókaíni í fór
um sínum. Þær voru að koma
frá München en þangað komu
þær frá Brasilíu. Stelpurnar
hafa í dag setið í fangelsi í eitt
ár, en hafa ekki verið ákærðar.
Aðeins má halda þeim í ár, en
eftir að ákæra er gefinn út má
halda þeim í tvö ár, þar til dóm
ur fellur.