Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Síða 35
Pilsklæddi
skrattinn
n Irina fannst sopinn góður n Drykkja hennar kostaði 17 ekkjur líftóruna
Skrýtið 35Helgarblað 8.–10. nóvember 2013
Þ
etta er auma tilveran, hugs-
aði Irina Gaidamachuk, 41
árs, tveggja barna móðir, þar
sem hún sat á heimili sínu í
Krasnovfimsk, afskekktum
bæ á Úral-svæðinu í Rússlandi.
Irina hafði fæðst í bænum
Nyagan í Vestur-Síberíu árið 1972 en
flutt til Krasnovfimsk snemma á tí-
unda áratug 20. aldar. Þar hafði hún
kynnst manni og eignast með hon-
um áðurnefnd tvö börn.
Árið var 2002 og Irinu þyrsti í
vodka, einu sinni sem oftar, en ekki
var útlit fyrir að hún fengi svalað
þeim þorsta sínum því eiginmað-
ur hennar, Júrí, harðneitaði að láta
hana fá pening af ótta við að hún
eyddi honum í einmitt áfengi og í
ljós átti eftir að koma að sá ótti var
ekki tilkominn að ástæðulausu.
Nú voru góð ráð dýr og Irina
ákvað að verða sér úti um skotsilfur
sjálf – með sínu lagi.
Hefst handa
Undir formerkjum félagslegrar að-
stoðar hófst Irina handa. Fyrsta
fórnarlambið, öldruð kona, hrökk
upp þegar hún heyrði bankað á for-
stofuhurðina. Það birti yfir henni;
þetta myndi vera konan frá félags-
legu aðstoðinni. Hún opnaði dyrnar
og mikið rétt, það var sem hana hafði
grunað.
„Góðan dag,“ sagði konan frá fé-
lagslegu aðstoðinni, „manstu eftir
mér?“ Gamla konan fékk ekki tæki-
færi til að svara því Irina dró öxi upp
úr pússi sínu og lét hana vaða í höfuð
gömlu konunnar.
Irina klofaði yfir lík konunn-
ar, lokaði dyrunum og hófst síðan
handa við að rannsaka íbúðina hátt
og lágt í leit að peningum – vodka
skyldi hún fá.
Aldraðar ekkjur
Þessi atburðarás átti eftir að endur-
taka sig að minnsta kosti 16 sinn-
um næstu átta árin. Aldraðar ekkj-
ur, á aldrinum 60–90 ára, áttu eftir
að opna dyrnar fyrir fláráðri konu frá
félagslegu aðstoðinni og enda sem
liðin lík með öxi í höfðinu í forstofu
íbúða sinna – ekki alveg sú aðstoð
sem ekkjurnar áttu von á.
Merkilegt nokk þá framdi Irina
fyrstu átta morðin í sömu götunni
– Ukhtomski-stræti (fyrir þá sem
kannski þekkja til í Krasnovfimsk) –
þar sem fjöldi aldraðra og snauðra
bjuggu og gera væntanlega enn.
Í híbýlum fórnarlambanna var
ekki um auðugan garð að gresja
en með nákvæmri yfirferð tókst Ir-
inu að komast yfir fátæklegt sparifé
fólksins.
Útilokuðu konu
Í árslok 2003 var lögreglan enn ráð-
þrota í rannsókn málsins en hafði,
í ljósi villimennskunnar sem ein-
kenndi áverka fyrstu átta fórn-
arlambanna, útilokað að kona gæti
verið morðinginn. Það gerði lög-
reglan þrátt fyrir vitnisburð þess efn-
is að smávaxin, ljóshærð kona hefði
sést á vettvangi einhverra morð-
anna. Aðeins karlmaður var fær um
að beita því afli sem þurfti til að nán-
ast kljúfa ekkjurnar í herðar niður,
sagði lögreglan.
Sólarhringsvakt var sett á
Ukhtomski-stræti og þegar húmaði
að kveldi læstu íbúar við götuna dyr-
um íbúða sinna og tryggðu sem best
þeir gátu að enginn óboðinn kæm-
ist inn.
En Irina lét ekkert slíkt aftra sér
– Bakkus stýrði gerðum hennar og
vodka skyldi Irina fá.
Átök í Ukhtomski-stræti
Í desemberlok 2003, þegar
Krasnovfimsk var í greipum frosts
og sveipaður hvítri mjöll, beið Bil-
binur Makshaeva, sjötug ekkja, kon-
unnar frá félagsaðstoðinni. Bilbin-
ur, sem bjó við Ukhtomski-stræti,
var létt í sinni því hún hafði fengið
orðsendingu fyrr um daginn frá fé-
lagsaðstoðinni þar sem sagði að litið
yrði til hennar þetta kvöld og jafn-
vel rætt að fjárstyrkur til hennar yrði
hækkaður.
Því voru morðin sem framin
höfðu verið í götunni Bilbinur ekki
ofarlega í sinni og þegar hún heyrði
bankað á hurðina beið hún ekki
boðanna og rauk til dyra. Þar mætti
henni kona nokkur vopnuð öxi en
Bilbinur snerist á hæli með þeim af-
leiðingum að hún fékk axarblaðið í
öxlina.
Axarskaft Irinu
Þrátt fyrir slæma áverka reyndi Bil-
binur að komast undan og gaf frá
sér hátt öskur. Irina hugðist ekki
gefa eftir og um stund tókust þær á
– háöldruð ekkja og vodkaþyrst ill-
kvendi í vígahug.
En Bilbinur var enginn aukvisi
heldur hörkukvendi sem þekkti vel
til erfiðisvinnu sveitafólks og þrátt
fyrir að vera óvopnuð snerist hún til
varnar.
Með berum hnefum og spörkum
tókst Bilbinur á við Irinu sem sló til
hennar með öxinni og náði að særa
hana enn frekar.
En öskur Bilbinur bárust nú nán-
ast enda á milli í Ukhtomski-stræti
og brátt dreif að nágranna hennar
og brátt sá Irina þann kost vænstan
að láta sig hverfa.
Nýjar veiðilendur
Bilbinur gaf lögreglu lýsingu á ax-
armorðingjanum; ljóshærð kona
með mongólskt yfirbragð. Lög-
reglan efaðist enn um að um konu
gæti verið að ræða – fyrir utan það
að mongólskt fólk er ekki ljóshært.
Engu að síður var gerð teikning
sem dreift var um Krasnovfimsk og í
kjölfarið færðist ró yfir bæinn.
En í reynd hafði Irina, sem þegar
þar var komið sögu var nefnd „pils-
klæddi skrattinn“, aðeins fært sig
um set og næstu árin féllu átta ekkj-
ur fyrir hendi axarkvendisins, sem
vann trúnað þeirra sem hjálpsamur
starfsmaður félagsþjónustunnar.
Þessar átta ekkjur bjuggu í þorpum
vítt og breytt í dölunum í kring.
Vegna þess hve langt var á milli
morðstaða og óreglu í tíðni morð-
anna var erfitt fyrir lögregluna að
hafa hendur í hári morðingjans.
Maílok 2010
Eins og oft er raunin þá þarf ekki
nema ein mistök, eða tilviljun, til að
morðingi náist. Þannig var mál með
vexti að í lok maí, 2010, var áttræð
ekkja, Anastasía, á heimleið eftir
að hafa keypt nauðsynjar hjá kaup-
manninum á horninu í heimaþorpi
sínu.
Hitti hún þá afar brosmilda, ljós-
hærða konu sem bauðst til að hjálpa
henni. „Ég er frá félagsaðstoðinni,“
sagði konan við Anastasíu.
Það hnussaði í Anastasíu við þau
tíðindi: Ég hef til fjölda ára reynt að
fá styrk, en ekki gengið. Peningarnir
virðast enda hjá röngu fólki.“
Irina sagðist mundu athuga
hvað hún gæti gert og á meðan þær
spjölluðu komst hún að því sem
hún þurfti; Anastasía bjó ein, son-
ur hennar heimsótti hana eingöngu
um helgar.
Irina mælti sér því mót við
Anastasíu mánudaginn 7. júní og
sýndist Anastasíu að nú myndi jafn-
vel vænkast hagur strympu.
Afdrifarík tilviljun
Mánudagurinn rann upp og síð-
ar átti eftir að koma í ljós að lán-
ið lék við Anastasíu. Sonur hennar,
Dimitrí, hafði verið sendur í verslun-
arleiðangur í vinnunni og ákvað að
líta við hjá múttu í leiðinni.
Anastasía var að vonum himin-
lifandi að sjá drenginn sinn og taldi
hann á að fá sér hádegisverð. Til-
viljun réð því að það var sonur
Anastasíu sem fór til dyra þegar Ir-
ina bankaði upp á.
Ekki er gott að segja hvort var
meira hissa, Dimitrí eða Irina með
öxina reidda, þegar dyrnar opnuð-
ust. Hvað sem því líður þá lagði Ir-
ina á flótta en Dimitrí harðlæsti
dyrunum og hafði samband við lög-
regluna.
Hálftíma síðar sá lögreglan konu
sem hegðaði sér helst undarlega og
tók hana tali. Í tösku hennar fannst
öxi og ljós hárkolla.
Án frekari málalenginga skal það
upplýst að Irina fékk 20 ára fangels-
isdóm þann 12. júní 2012 og þess má
geta að afrakstur 17 morða á rúm-
lega átta ára tímabili samsvarar um
150.000 íslenskra króna á núvirði. n
Irina Gaidamachuk
Komst upp með óhæfu-
verk sín í rúm átta ár.
Á vettvangi Vodkaþyrsta morðkvendið
sýnir lögreglu vinnubrögðin.
„Irina klofaði yfir lík
konunnar, lokaði dyr-
unum og hófst síðan handa
við að rannsaka íbúðina hátt
og lágt í leit að peningum Eista til söluBandaríkjamaðurinn Mark Parisi
er, að eigin sögn, svo nískur að
hann er reiðubúinn að selja ann-
að eista sitt fyrir þrjátíu og fimm
þúsund dollara – tæpar fjór-
ar milljónir króna. Hann segist
ósmeykur við aðgerðina þar sem
aðeins annað eistað sé til sölu
og hann muni fá gervieista í stað
þess gamla. Parisi, sem starfar
sem markaðsmaður og hefur
ágætis tekjur af, segist hafa haft
búbót af því að taka þátt í lækna-
rannsóknum síðastliðin ár. Hann
telur að í gegnum árin hafi hann
grætt milljónir vegna slíkra rann-
sókna.
Járnsjeikinn
skorar borgar-
stjóra á hólm
Glímukappinn Járnsjeikinn hef-
ur skorað á Rob Ford, borgar-
stjóra Toronto, að keppa við sig
í sjómanni. Ford, sem hefur ver-
ið heldur umdeildur í valdatíð
sinni, viðurkenndi í vikunni að
hafa reykt krakk. „Það sem ég
vil vita er hvort hann sé sannur
karlmaður eður ei,“ sagði áttræð-
ur glímukappinn sem átti sínar
bestu stundir á níunda áratug
seinustu aldar. Sjeikinn bætti
því við að ef hann hefði tækifæri
myndi hann tvímælalaust snúa
borgarstjórann niður, en þess
má geta að Járnsjeikinn er bund-
inn við hjólastól. Ford hefur ekki
svarað áskoruninni enn.
Leit að Stórfæti
endar illa
Leit að Stórfæti (e. Bigfoot) end-
aði með harmleik í Oklahoma í
Bandaríkjunum síðastliðna helgi
þegar rúmlega tvítugur mað-
ur skaut félaga sinn í bakið, sem
hann taldi vera hið alræmda
skrímsli. Að sögn höfðu þeir
skipt liði til að auka líkur á því
að finna ókindina. Eftir nokkurn
tíma taldi skyttan sig hafa Stór-
fót í miðinu og hleypti af. Veiði-
félaginn sem varð fyrir skottinu
komst lífs af en skyttan hefur
verið ákærð fyrir gáleysislega
meðhöndlun á skotvopni.