Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Síða 37
Á rið 1986 voru Bandaríkin að nálgast hátind valda sinna. Þau höfðu jafnað sig eftir áfallið í Víetnam, Gorbat- sjoff kom í Höfða að gefast upp fyrir Reagan og ári áður hafði Rocky rotað Ivan Drago í bíó. Aðeins fjórum árum síðar höfðu Sovétrík- in hrunið til grunna og Bandaríkin virtust allsráðandi. En í Kanada var kvikmyndagerðarmaður á miðjum aldri þegar farinn að spá fyrir um hnignun þeirra. Denys Arcand hafði fyrst vakið athygli fyrir heimildamyndir, sem gagnrýndu aðbúnað vinnandi fólks. The Decline of the American Emp- ire var fyrsta leikna mynd hans og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Myndin varð sú vinsælasta í sögu Kanada og var tilnefnd til ósk- arsverðlauna sem besta erlenda mynd. Þrátt fyrir að titillinn gefi ann- að í skyn fjallar myndin fyrst og fremst um samskipti kynjanna. Fjórir karlmenn og fjórar konur, öll sagnfræðikennarar, ræða ásta- mál sín, fyrst í sitt hvoru lagi og síð- an saman. Ýmis legt kemur í ljós og ekki öll hjónaböndin lifa nóttina af. En hvers vegna ber myndin þennan stóra og mikla titil, fyrst hún er fyrst og fremst ástardrama? Ástamál Kennedys og Clintons „Sagan er aðeins spurning um töl- ur,“ segir ein persónanna í upphafi myndarinnar. Hinir miklu yfirburð- ir Vesturlanda almennt og Banda- ríkjanna sérstaklega geta ekki staðið til lengdar þegar hinar fjölmennari þjóðir Asíu fara að tileinka sér nú- tímatækni. Því er fall bandaríska heimsveldisins varla mikið ann- að en leiðrétting á óeðlilegu, og í sögulegum skilningi skammvinnu, ástandi. Hvers vegna einbeitir Arcand sér þá fyrst og fremst að ástamálunum fyrst honum er svona mikið niðri fyrir. Jú, þetta er einmitt það sem siðmenning okkar gerir og þykir táknrænt fyrir ástandið. Enginn veit í raun hvers vegna Rómaveldi féll, en við vitum að Sesar svaf hjá Kleópötru og Caligula hjá systur sinni á þeim tíma þegar lýðveldið var að líða undir lok. Þegar Banda- ríkin voru enn rísandi heimsveldi hélt John F. Kennedy reglulega framhjá konu sinni, en hvorki póli- tískum andstæðingum né fjölmiðl- um tímabilsins datt í hug að gera sér mat úr þessu. Rúmum þrem áratugum síðar varð stjórnmála- umræðan hins vegar heltekin af því að Bill Clinton hefði haldið fram- hjá. Á tímum hnignunar færum við okkur frá hinu pólitíska og yfir í hið persónulega. Frjálsar ástir eða frjáls verslun? Árið 2003 gerði Arcand framhalds- mynd sem nefndist The Barbarian Invasions sem var ekki síður vel tekið, vann sesarinn í Frakklandi og var fyrsta fransk-kanadíska myndin til að vinna óskarsverðlaun. Hún var sýnd hér á degi franskrar tungu árið 2004. Myndin tekur upp þráð- inn 17 árum síðar og persónur fyrri myndarinnar, sem þá voru mið- aldra, eru hér farnar að reskjast mjög. Ein þeirra, Remý, liggur við dauðans dyr sökum krabbameins. Arcand sýnir okkur að margt sem hann hafði áður spáð fyrir um sé nú að rætast. Remý sér tvíburaturnana hrynja í sjónvarpi á dánarbeði sín- um og líklega er þetta sú barbara- innrás sem vísað er til og hlýtur að fylgja hnignun heimsveldis. Róm sjálf var brennd árið 410 af Vísi- gotum, rúmri hálfri öld áður en veldið leið endanlega undir lok. Remý situr uppi einn og yfirgef- inn, hjónabönd hans fóru í vaskinn sökum framhjáhalds og sonur hans vinnur hjá vogunarsjóði. Börn hinna vinstrisinnuðu mennta- manna virðast hafa meiri áhuga á frjálsri verslun en frjálsum ástum. Enn verra er að hann var of upp- tekinn af að eltast við ástkonur sín- ar til að skrifa bók eða vinna raun- verulegar rannsóknir. Remý finnst því sem hann hafi skilið lítið eftir sig þegar gömlu vinirnir úr fyrri myndinni hittast loks til að kveðja hann. Síðasti söngur 68-kynslóðarinnar Hnignunin og fallið eru því ekki síð- ur hnignun og fall 68-kynslóðarinn- ar sem Arcand sjálfur tilheyrir. Árið 1986 eru upparnir í þann mund að taka yfir heiminn á meðan gömlu hipparnir eru enn uppteknir af að sofa hjá. Árið 2003 hafa fjármála- mennirnir endanlega tekið yfir, og eina leiðin til þess að Remý fái alvöru læknisþjónustu er með því að sonur hans borgi fyrir hann. Hingað til hafa aðeins tveir for- setar Bandaríkjanna tilheyrt þessari kynslóð og koma frá sitthvorum armi hennar. Bill Clinton skoraðist undan herskyldu og reykti hass á yngri árum en forsetatíð hans var mjög mörkuð af kynlífshneyksli. Bush yngri gerði síðustu tilraun til að þenja heimsveldið út með stríðs- rekstri sínum, en báðir trúðu þeir á frjálst flæði fjármagns. Þeirri trú tókst ekki að bjarga heimsveldinu, ekki frekar en hin nýja trú sinna tíma, kristninni, tókst að bjarga Rómaveldi, þó trúin hafi reyndar lifað lengur en keisararnir. Myndin The Decline of the American Empire verður sýnd í Bíó Paradís laugardaginn 9. nóvember kl. 18. n Menning 37Helgarblað 8.–10. nóvember 2013 „Allt í lagi að kíkja á hana“ Pollock Leikstjóri: Hilmar Snær Guðnason „Leiksýning sem flýgur hátt“ Hús Bernhörðu Alba Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir „Einstaklega ánægjulegt að fylgjast með barnaskaranum“ Óvitar Leikstjóri: Gunnar Helgason Sofið hjá meðan Bandaríkin hrynja n Frá hinu pólitíska og yfir í hið persónulega Kvikmyndir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Upparnir tóku yfir heiminn Árið 1986 eru upparnir í þann mund að taka yfir heiminn á meðan gömlu hipparnir eru enn uppteknir af að sofa hjá. Árið 2003 hafa fjármálamennirnir endanlega tekið yfir. „Börn hinna vinstrisinnuðu menntamanna virðast hafa meiri áhuga á frjálsri verslun en frjálsum ástum. Sleppir öllum hömlum n Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýninguna Sköpunarverk á föstudaginn í Listasafni Íslands til kynsystra sinna með því að nota garn og striga. „Það hef- ur verið gert svo lítið úr hann- yrðum kvenna, það hefur verið álitið dundur og ég sé fyrir mér bogið bak. Klukkustrengir voru svona hógvært bil á milli hurða, skreyttir fuglum og blómum. Myndefni mitt hefði ekki þótt við hæfi. Ég er svolítið að kalla fram þetta hógværa handverk kvenna í verkum mínum.“ Kristín hefur fengið nóg af kjamsi á líkama kvenna og sú beitta ádeila skilar sér sannar- lega á sýningunni. Hún segir karlmenn lengi vel hafa átt við- fangsefnið kvenmaður og þá hefð styðji klámvæðingin. „Út- lits- og æskudýrkun samtímans er þarft viðfangsefni, ekki síst þar sem konur taka þátt sjálfar. Það er ekki hægt að flýja sjálfan sig, það er kannski inntakið.“ Í nóvember og desember verður Kristín með leiðsögn um sýninguna og á undan því verður sýnd heimildamynd sem Guð- bergur Davíðsson og Hákon Már Oddsson hafa gert um Kristínu og listheim hennar. Myndin, sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu í janúar, er ein af fjórum um ís- lenska myndlistarmenn. n Heimsókn á vinnustofuna Blaðamaður heimsótti Kristínu á vinnustofuna fyrir ári og þá var eitt aðalverka sýningarinnar í vinnslu eins og hér sést. Mynd EyþÓr ÁrnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.