Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 38
38 Lífsstíll 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað Falin ráð til betri geðheilsu n Staldraðu við og auðgaðu eigið líf T alaðu við sjálfan þig eins og þú gerir við þinn besta vin. Þegar upp er staðið ert þú nefnilega þinn besti vinur í gegnum líf- ið. Einblíndu á kosti þína. Allir hafa sína ókosti og við veltum okkur nógu mikið upp úr þeim. Slökktu á farsímanum og tölvunni í fimm mínútur á daginn og finndu þér þægilegan setustað á heim- ili þínu. Bældu niður allt ytra áreiti og lokaðu augunum. Njóttu þess að anda. Hlustaðu á þig anda. Lestu nokkrar blaðsíður í upp- byggjandi bók í kaffihléum í stað þess að hlusta á slúður eða skoða samskiptavefi. Ekki fara niður á það plan að tala illa um aðra – það fer út í alheiminn og kemur margfalt til baka. Við viljum það ekki. Þegar þú ert alveg að fara að kvarta, þá stopparðu þig af og hrósar einhverjum sem þarf á því að halda þess í stað. Þú ert ekki miðpunktur allrar athygli. Gefðu góða orku frá þér. Skrifaðu niður þrjá jákvæða hluti á hverju kvöldi sem gerðust um daginn. Þú gefur jákvæðum hugsun- um byr undir báða vængi og fyrr en varir örlar fyrir hamingju. n N ýlega fjallaði ég ég um ugg- vænlega þróun krabba- meina meðal ungs fólks af völdum HPV-veirunnar og sem sumir telja að eigi eftir að valda sprengingu í fjölda tilfella á kynfærum og í hálsi karla í náinni framtíð. Smitsjúkdómur sem læðist oftast í skjóli myrkurs og tengist kynhegðun okkar í nú- tímasamfélagi. Sumt sem samt minnir óþægilega á mannkyns- söguna, frásagnir af Sódómu hinni forboðnu og aðdraganda að hruni Rómaveldis til forna þegar sukkið og lauslætið náði hámarki. Í dag eru hins vegar ískaldar staðreynd- ir nútímans á norðurhjara verald- ar aðaláhyggjuefnið, nýir faraldrar kynsjúkdóma sem eru villtari og illviðráðanlegri en þeir sem freyju- kettirnir ollu áður. Freyjukettir og Freyjufár Fyrir öld síðan var sjötta hvert barn óskilgetið á Íslandi. Fjöldi lekandatilfella sem greindust árið 1914 voru 235 og sárasóttartilfell- in 40. Í þá daga voru ungir ungir menn hvattir til að lesa hand- bækur um það hvernig þeir ættu að hegða sér gagnvart hinu kyn- inu, ekki síst áður en þeir lögðu út í hinn stóra heim og sagt var frá í kverinu hans Steingríms Matthías- sonar heitins læknis, Freyjukett- ir og Freyjufár. Í dag er öldin hins vegar önnur og heimurinn minni. Menn trúa ekki lengur á boðskap fornsagnanna eða gildi handbóka fyrir unga menn, heldur á mátt læknavísindanna sem bjarga eiga öllu eftir á. Þegar gildi forvarna, smitvarna og bólusetninga skipta miklu meira máli. Sárasótt nýfæddra barna Eftir mörg góð ár upp úr miðri síð- ustu öld og þegar kynsjúkdóma- læknar höfðu minna að gera, brast HIV-faraldurinn út. Nú tveimur áratugum síðar, hefur tíðni lek- anda verið á hraðri uppleið og greinast um 200 tilfelli árlega í Bandaríkjunum á hverja 100.000 íbúa og sem myndi samsvara um 600 tilfellum á Íslandi á ári. Eins hefur hin illvíga sárasótt sótt mik- ið í sig veðrið víða um heim, t.d. 30 faldast í tíðni í Kína á aðeins ein- um áratug. Sambærilegar tíðni- tölur við Bandaríkin í dag eru um tuttugu einstaklingar á ári, þar af nokkur í hópi nýfæddra barna. Þar sem einkenni lekanda og sárasótt- ar koma fyrst fram í slímhúðum kynfæra, munnhols og augna, en síðan út um allan líkamann, jafn- vel í sjálfu miðtaugakerfinu. Fjórðungur með kynsjúkdóm Það sem gerir vandamálið enn alvarlegra, er hratt vaxandi sýkla- lyfjaónæmi þessara sýkla. Stað- reynd sem gerir meðferð miklu flóknari og við þekkjum vel í sambandi við langtímameð- ferð á fjöl ónæmum berklum. Sem betur fer erum við nokkrum árum á eftir stórþjóðunum hvað þessi mál varðar, en því miður er tíðni algengustu kynsjúkdó- manna algengari hjá ungu fólki á Íslandi í dag en á hinum Norð- urlöndunum. Því er full ástæða að vera vel á varðbergi. Flestir kynsjúkdómarnir fara hins vegar huldu höfði og talið að allt að fjórðungur kvenna um tvítugt hafi einhvern kynsjúkdóm, en sem að- eins um 80% vita af. 20% smitast af klamedíu Ótaldir hafa samt verið algeng- ustu kynsjúkdómarnir. HPV- tengdar sýkingar sem yfir 80% kvenna smitast af og sem valdið geta frumubreytingum í allt að 3% tilvika og sem einnig valda kyn- færavörtunum. Sem betur fer er nú farið að bólusetja grunnskóla- stúlkur gegn algengust HPV-stofn- unum sem valdið geta krabba- meini. En því miður aðeins þær yngstu og ekki drengina. Allt að 20% ungs fólks smitast síðan í dag af klamedíu og allt of margir af kynfæraáblæstri (kynfæraá- blástur, herpes 1 og varaáblástur á kynfærum, herpes 2). Eins eru fleiri sem ekki verða taldir upp hér. Ókeypis smokkar og bólusetningar Hugarfarsbreytingu þarf hjá þjóð- inni til að ásættanlegur árang- ur náist í glímunni við kynsjúk- dómana sem nú herja og sem eru yfirvofandi. Kynlíf þarf auð- vitað að vera ábyrgt eins og öll önnur hegðun og stórauka þarf því fræðslu meðal ungs fólks um kynsjúkdómana og kynheil- brigði. Herða þarf mikið áróð- urinn fyrir notkun smokka sem ættu að vera ókeypis og miklu að- gengilegri en þeir eru í dag. Bjóða ætti öllu ungu fólki ókeypis upp á þær bólusetningar sem öllu máli skipta í vörnum gegn HPV-tengd- um krabbameinum unga fólksins. Sannarlega kominn nýr tími vit- undarvakningar um öll þessi fár og mál. n Vilhjálmur Ari Arason Af sjónarhóli læknis Kynsjúkdómafár er ekkert grín„ Í dag eru hins vegar ískaldar staðreyndir nútímans á norðurhjara veraldar aðaláhyggjuefnið, nýir faraldrar kynsjúkdóma. Röng leið Að hlaupa út í búð og festa kaup á því sem þú vilt er ekki leiðin til þess að líða betur. Íslendingar vilja raunveruleikann R aunveruleikasjónvarp er eitt allra vinsælasta sjónvarps- efni í heimi. Vestanhafs er fylgst með daglegu lífi fjöl- skyldna, til dæmis Kar- dashian-fjölskyldunnar, og áhorfið er lygilega mikið. Survivor er annar sjónvarpsþáttur sem hefur notið mikillar vinsælda, þar á meðal hér á landi. Frá aldamótum byrjaði Skjár Einn að senda út útgáfu bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS. Það segir allt um vinsældir þáttanna að 27 þáttaraðir hafa verið framleiddar. Raunveruleikasjónvarp virðist vera það sem áhorfandinn vill. Hins vegar vilja einhverjir meina að slíkt sjónvarpsefni sé fyrir neðan virðingu þess og uppnefna það „ruslsjónvarp“. En hvað dregur þátt- takendur í raunveruleikasjónvarp? Er það möguleikinn á frægð og frama? Er vinningur í boði? Eða ertu makalaus og þarfnast einhvers í líf þitt og vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að láta það verða að veruleika? Blaðamaður fór á stúfana, kynnti sér nokkra raunveruleikaþætti sem hafa verið framleiddir á Íslandi, spurði þátttakendur í þeim nokkurra spurninga og komst að því hversu vinsælir þeir voru. Fólk tilbúið að taka þátt í raunveruleikasjónvarpi „Við fengum beiðni frá Sirkus um að gera þessa þáttaröð,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi þegar blaðamaður spurði hann um tilurð þáttanna um Ástarfleyið. Sjö manns af hvoru kyni voru um borð í ævintýraskútunni Ástarfleyinu og sigldi við strendur Marmaris í Tyrk- landi. Magnús Viðar hefur marga fjöruna sopið í gerð raunveruleika- sjónvarps og segist hafa lært mikið á Ástarfleyinu. „Ég man að þetta var rosalega stuttur fyrirvari á þessu,“ útskýrir Magnús Viðar. Hann hverfur aftur til fortíðar og rifjar upp ferlið að þátt- unum. Magnús fór ekki til Tyrklands þar sem þættirnir voru teknir upp og var því í símasambandi við kollega sína. Á tíðum var erfitt að ná í þá, enda hópurinn staddur á báti úti á hafi. „Ég var svo heppinn að fá Hrafn- hildi Gunnarsdóttur sem leikstjóra að þáttunum,“ segir Magnús Viðar. „Hún er frábær manneskja og hefur gert mikið eftir þetta.“ Á þessum tíma var ferlið nýtt fyrir honum og útskýrir hann hvern- ig það gengur fyrir sig. Þegar hug- mynd er keypt að þáttum fylgir yfir- leitt einhvers konar handritsbók að þeim sem gefur upp grófa mynd af því hvernig þættirnir eiga að vera. Framleiðendurnir biðu óþreyjufull- ir eftir handritsbókinni og þegar hún loksins kom var þetta einungis mjög þunnt plagg. „Við vorum hálf miður okkar yfir því!“ segir Magnús Viðar og skal engan undra. Þau óðu út í óvissuna og þegar upp var staðið fannst hon- um að allt hefði gengið vel. „Það kom á óvart hvað þetta fékk mikla umfjöllun. Fólk er tilbúið að taka þátt í raunveruleikasjónvarpi.“ Raunveruleikasjónvarp ekki allt eins „Þættirnir voru þegar Skjár Einn var í opinni dagskrá og það var rosalega gott áhorf á þá,“ segir Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir, verkefnastjóri markaðsdeildar Skjás Eins. Íslenski Bachelorinn vakti mikla athygli þegar þeir þættir voru sýndir. Þátta- röðin gekk út á að Steingrímur Rand- ver leitaði sér að lífsförunaut, sem að lokum varð Jenný Ósk. Sambandið gekk hins vegar ekki upp og skildu leiðir eftir aðeins nokkra mánuði. „Þetta var mikið í umræðunni. Við elskum að horfa á Íslendinga í sjón- varpi,“ bætir Gunnhildur við. Aðspurð hvers kyns viðbrögðin hafi verið segir Gunnhildur þau hafa verið ólík. „Viðbrögðin voru mis- jöfn,“ svarar Gunnhildur. „Það voru sumir sem elskuðu þáttinn og aðrir sem hötuðu hann.“ Í janúar fer af stað ný þáttaröð á Skjá Einum sem heitir The Biggest Loser. Mikil eftirvænting ríkir með- al almennings, en sams konar þættir hafa vakið mikla athygli vestanhafs. Þeir ganga út á að fólk í yfirþyngd leitar sér hjálpar. Gunnhildur tel- ur mikilvægt að aðgreina raun- veruleikaþætti, þeir séu jafn mis- jafnir og þeir eru margir. „Það er ekki hægt að setja raun- veruleikaþætti undir sama hatt. Bachelor og The Biggest Looser er gjörólíkir hvor öðrum,“ útskýr- ir Gunnhildur. „Ég held að miklu fleiri Íslendingar eiga eftir að tengja við The Biggest Looser heldur en nokkurn tímann Bachelor. Við von- umst til að með þættinum séum við að opna augu fólks við vandamálinu sem er í gangi.“ Dómarar settu sig á háan hest „Ég var búinn að vera að syngja og spila mikið sjálfur og svolítið að harka eins og það er kallað,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórar- insson þegar blaðamaður spyr hvað hafi orðið til þess að hann tók þátt í Idol Stjörnuleit. Ingó, eins og hann n Kunnum betur við raunverulegt fólk Ingólfur Sigurðsson blaðamaður skrifar ingo@dv.is Vinsæll í dag Ingólfur Þórarinsson tók þátt í íslensku raunveruleikasjónvarpi fyrir átta árum. Föngulegur hópur Þátttakendur Ástar- fleysins hressir. MynD ÁStaRFleyið „Við elskum að horfa á Íslendinga í sjónvarpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.