Fréttablaðið - 21.12.2015, Qupperneq 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Full af frábærum
uppskriftum!
Berglind Sigmars
- Heilsuréttir ölskyldunnar
og GOTT, veitingastaður
HOLLAR OG HEILLANDI
bokafelagid.is
Prestarnir Arna Sigurðardóttir og Guðrún Karls Helgudóttir skrifa grein í Fréttablaðið þann 17. desember og eru kirkjuheimsóknir skólabarna
umræðuefnið. Þær hvetja öll trúar- og lífsskoðunarfélög
til að bjóða skólabörnum í heimsókn til sín á hátíðum
viðkomandi safnaða.
Ég tek heilshugar undir hvatningu þeirra. Ég tel
mikilvægt fyrir öll börn að kynnast trúarbragðasögu
sem kennd er í skólum. Ég tel hins vegar ekki að slíkar
heimsóknir eigi að fara fram á skólatíma og eru ástæður
margar.
Opinberir skólar eru griðastaður barna okkar þar
sem foreldrar eiga að vera öruggir um að fram fari
kennsla en ekki innræting. Hlutverk og verkefni trú-
félaga er að boða trú í hvaða formi sem það er gert. Þar
skilur að skóla og trúfélög.
Það sem prestar virðast eiga erfitt með að skilja er að
með því að skipuleggja heimsóknir skóla í kirkjur er
verið að ganga á rétt foreldra til að ala barn sitt í þeirri
trúar- eða lífsskoðun sem það kýs. Annað sem virðist
stundum gleymast er að í skólunum eru börn foreldra
sem eru trúlaus en einnig börn innflytjenda sem eru af
allt annarri trú eða jafnvel engri.
Með því að skikka heilu skólana í heimsókn í kirkjur
er verið að aðgreina nemendur eftir lífsskoðun. En það
eru töluvert margir foreldrar sem eiga mjög erfitt með
að stíga fram og andmæla. Þau eru hrædd um að börn
þeirra verði fyrir aðkasti samnemenda eða starfsfólks
skólans. Okkur hjá Siðmennt berst töluvert af slíkum
kvörtunum á hverju ári.
Ég tek því heilshugar undir áskorun prestanna um
kirkjuferðir. Þau trúfélög sem vilja ná til barna bjóði
foreldrum þeirra að sækja kirkjur utan skólatíma. Þá er
tryggt að heimsóknin valdi ekki endalausri neikvæðri
umræðu, óþarfa rifrildi og sundrungu á meðal foreldra
og starfsfólks, því það eru ekki allir starfsmenn sáttir.
Förum að fallegu fordæmi skólastjórnenda í Lang-
holtsskóla sem skipulögðu friðargöngu fyrir alla en
hættu við kirkjuheimsókn fyrir suma.
Friðarganga fyrir alla eða
kirkjuheimsókn fyrir suma?
Bjarni Jónsson
framkvæmda-
stjóri Sið-
menntar
Með því að
skikka heilu
skólana í
heimsókn í
kirkjur er
verið að
aðgreina
nemendur
eftir lífs-
skoðun.
Það voru ískaldar jólakveðjur sem aldraðir og öryrkjar fengu frá stjórnarmeirihlutanum á Alþingi í síðustu viku. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður hafði til þess hjartalag að standa með þeim sem mest þurfa á því að
halda. Þeim sem margir búa við lökust kjörin á Íslandi.
Öllu hugrakkari var meirihlutinn þegar kosið var
um hans eigin buddu og afturvirkar kjarabætur fuku í
gegnum þingið án vandkvæða enda stutt til jóla með
öllum þeim útgjöldum sem því fylgja.
Það er þó hætt við að slíkt valdi mörgum í röðum
aldraðra og öryrkja lítilli kæti enda buddan víða svo
gott sem tóm á þeim bæjum. Bjarni Benediktsson taldi
þó stjórnina hafa gert vel við þennan hóp með leiðréttu
frítekjumarki og leiðréttum grunnlífeyri. Þetta gagnast
þeim sem eru á vinnumarkaði eða búa við góðan líf-
eyrissjóð en ekki þeim sem lökust hafa kjörin. Bjarni
virðist gleyma því en muna að verður er verkamaður
launa sinna. Vandinn er hins vegar sá að lágmarkslaun
á Íslandi eru svo smánarlega lág að það er ekki dragandi
fram á þeim lífið. Þar með ratar þessi réttlæting til
heimahaganna þar sem fjölmargir búa við óviðunandi
kjör og þurfa ítrekað að leita á náðir hjálparstofnana
fyrir sig og sína til þess að draga fram lífið.
Við þetta bætist svo sú einfalda staðreynd að margir
lífeyrisþegar og öryrkjar hafa unnið alla sína ævi af
kappi og heiðarleika en búa engu að síður ekki við
viðunandi lífeyrissjóð. Að auki má geta þess að við
eigum ekki öll kost á því að vinna og þar getur fjöl-
margt komið til. Fötlun, veikindi og áföll er nefnilega
ekki val.
Þannig getur til að mynda verið komið fyrir sumum
af skjólstæðingum Ásmundar Friðrikssonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins og formanns Þroskahjálpar
á Suðurnesjum, en allt kom fyrir ekki. Ásmundur hafði
ekki hugrekki til þess að ganga gegn vilja stjórnar-
meirihlutans og með sannfæringu sinni eins og hann
hafði áður fullyrt að hann ætlaði sér. Nei, Ásmundur
kaus að sitja hjá, láta hagsmuni félagsmanna Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum lönd og leið en fullyrða þess í
stað um bót og betrun árið 2018.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort formaður
Þroskahjálpar á Suðurnesjum verður þingmaður árið
2018. Nú, ef svo verður, þá er umhugsunarefni hvort
Ásmundur verði enn formaður Þroskahjálpar ef hann
heldur áfram á þingi. Það er að minnsta kosti greini-
lega erfitt að vera beggja vegna borðsins og því skást að
sitja hjá undir borðinu á meðan ósköpin ganga yfir.
En eftir stendur að þessi ríkisstjórn ætlar ekki að
láta minnast sín fyrir stórhug og gott hjartalag í garð
þeirra þegna sem mest þurfa á því að halda. Nei, það
er greinilega eitthvað allt annað en boðskapurinn sem
jólahátíðinni er ætlað að færa okkur í vikunni sem þar
er efst á blaði. Gleðilega hátíð!
Ískaldar
jólakveðjur
En eftir
stendur að
þessi ríkis-
stjórn ætlar
ekki að láta
minnast sín
fyrir stórhug
og gott
hjartalag í
garð þeirra
þegna sem
mest þurfa á
því að halda.
Hafnarvitleysan
Fjölmargir eru afar ósáttir við að
aðgerðin við að fjarlægja gamla
hafnargarðinn skuli kosta 500
milljónir. Jóhannes Þór Skúla-
son, aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, gerir þetta að umtalsefni
á Facebook-síðu sinni. „Land-
stólpi borgar þessa vinnu. Fyrir-
tækið mun hugsanlega reyna að
sækja bætur fyrir dómstólum,
en Minjastofnun hefur bent á
að því hafi mátt vera ljóst að
slíkar minjar gæti verið að finna
á svæðinu,“ segir Jóhannes og
hefur hárrétt fyrir sér en ekki er
hægt að fullyrða að verkið kosti
ríkið 500 milljónir, sama hversu
umdeilt verkefnið þykir.
Arfleifð Einars
„Ég get ekki neitað því að það
hafa verið mér nokkur von-
brigði að við höfum ekki náð
að haga þingstörfum í samræmi
við starfsáætlun Alþingis,“ sagði
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis, við þingslit á laugar-
daginn. Nærri allir stjórnmála-
menn eru sammála um að þing-
sköpin séu úr sér gengin og bjóði
hreinlega upp á súra stemmingu
á Alþingi. Á næsta ári hlýtur að
skapast svigrúm til að breyta
þingsköpunum og þar með
hefðunum. Nú er lag fyrir Einar
að sameina stjórnmálaöflin um
betri stjórnmálamenningu. Það
gæti verið hans síðasta afrek í
embætti forseta en óvíst er hvort
hann muni gegna því hlutverki
áfram eftir þingkosningar 2017.
stefanrafn@frettabladid.is
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r18 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-A
8
1
8
1
7
C
0
-A
6
D
C
1
7
C
0
-A
5
A
0
1
7
C
0
-A
4
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K