Fréttablaðið - 21.12.2015, Side 26

Fréttablaðið - 21.12.2015, Side 26
í jólaskapi Á hverju ári þurfum við að mæta myrkrinu og á hverju ári fylgjumst við með því hvernig ljósið fæðist á ný um leið og sólin fer aftur að hækka á lofti. Vetrarsólstöð­ ur eru 21. desember og þá er lengsta nótt ársins. Orðið sólstöður vísar til þess að sólin stendur í stað. Hún hættir að lækka á lofti og fer síðan að hækka aftur, hægt og bítandi og ljósið sigrar myrkrið. Í Stonehenge var hægt að sjá sólstöðurnar á mynd­ rænan hátt. Vetrarsólstöður eru kaldasti tími ársins. Í gegnum söguna hefur vetur­ inn verið tími til að leggjast í híði, tími kyrrðar, depurðar, hungurs, svefns, myrkurs og kulda. Á vetrarsól­ stöðum fögnuðu mennirnir endur­ komu sólarinnar sem lífgjafa. Og sem vonargjafa mitt í öllum kuldanum og myrkrinu. Í dag fögnum við fæðingu frelsarans og ljóssins í hjartanu. Í heiðni var hátíðin líka kölluð jól. Freyr var guð kærleika og frjósemi, guð árs og friðar. Óðinn átti sér mörg nöfn – þeirra á meðal jólafaðir og jólnir. Hann stendur fyrir visku og innri styrk. Hann var líka meistari hinna dauðu – drauganna. Á vetrarsólstöðum og jólum erum við að takast á við myrkrið og tendra ljósið innra með okkur. Til þess þurfum við að horfast í augu við skuggahliðarnar okkar og draugana í lífi okkar. Mér finnst þessi tími ytra myrkurs kalla mig inn á við. Ég hug­ leiði daglega flesta daga ársins en á þessum árstíma verður það enn auðveldara og það er „grynnra“ á kyrrðinni – þrátt fyrir allt sem þarf að komast í verk á þessum tíma. En líka einmitt vegna alls annríkisins í lífi mínu og í kringum mig þá finnst mér það alveg nauðsynlegt að hugleiða til að halda einbeitingu í verkefnunum og til að halda sjálfri mér í jafnvægi. Góður tími til að skoða árið Þetta er góður tími til að skoða árið sem er að líða, velta því upp hvað við eigum eftir óklárað – verkefni, sam­ skipti, áramótaheit síðustu áramóta og til að undirbúa nýja árið. Tími til að ljúka því sem er hálfklárað. Þetta er líka tími til að njóta þess góða sem myrkrið færir okkur – kyrrð, friður og endurnýjun. Ayurveda, systurvísindi jógafræð­ anna, kenna okkur að á þessum árs­ tíma sé líkaminn að endurnýja sig og byggja sig upp. Góð næring er því mjög mikilvæg og hreyfing hjálpar líka til við að byggja upp heilbrigðan vef. Létt mataræði er best, en eins og við vitum þá er jólamáltíðin stundum dálítið þung í maga. Þá getur t.d. verið gott að nota krydd eins og engifer og fennel til að hjálpa meltingunni. Það er t.d. gott að skera þunna sneið af engifer fyrir matinn og setja á hana nokkra sítrónudropa og smá salt. Og tyggja svo vel. Fennelte eða að tyggja fennelfræ eftir matinn hjálpar líka meltingunni. Meltingarensím er hægt að fá í heilsubúðunum. Á þessum árstíma getum við byggt upp styrk, hreysti og lífsorku. En þetta er líka árstími þegar gott er að fara sér hægt, njóta þess að vera heima – og taka til og gera fallegt í kringum sig. Og tími til að taka til í huganum og tilfinningunum, að vinna úr til­ finningum og málum sem við höfum ekki gert upp og til að taka á móti vinum og fjölskyldu og njóta þess að gleðjast og vera saman. Þetta er góður tími til að dansa og eiga skemmtilegar stundir – og til þess að fara í jóga og hugleiða. Hugleiðsla hreinsar hugann og hjálpar okkur að vinna úr hlutum. Vetrarsólstöður og það að lifa með myrkrinu hefur haft áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar, sérstaklega í gegnum listir, bókmenntir, þjóðsögur og ævintýri og trúarbrögð – og hefur fengið fólk til að búa sér til helgisiði sem snerust um að fagna sigri ljóssins og lífsins yfir myrkrinu og kuldanum. Vetrarsólstöður, ljós og myrkur, kuldi og hiti, allsnægtir og skortur, líf og dauði. Ferðalagið þar á milli gengur hægt og krefst þolinmæði. Ferðalagið úr dái gleymskunnar yfir í allsnægtir. Meðvitundarleysi yfir í meðvitund, úr myrkri yfir í ljós – okkur er boðið að leita inn á við. Við leitum eftir ljósinu innra með okkur til að lifa af. Við sofum meira, leggjumst í híði, hægjum á okkur og bíðum. Shakespeare sagði: „Myrkrið á sínar góðu hliðar.“ Þegar skýin hörfa og stjörnurnar og norðurljósin lýsa upp himininn þá vaknar hugurinn og við finnum vakna innra með okkur þessa þrá eftir einhverju stærra og meira. Við finnum til smæðar okkar sem einstaklingar og skynjum vídd­ irnar innra með okkur. Megum við öll finna það hugrekki og traust sem við þurfum til að takast á við myrkrið, tengja við ljósið innra með okkur og finna leiðina heim. Vetrarsólstöður – Ljósið fæðist í myrkrinu Vorið 2016 verða einkunnir nemenda sem ljúka 10. bekk grunnskóla gefnar í formi bókstafa í stað þess að vera á kvarðanum 1 – 10. Fyrir­ komulag þetta á einkunnagjöf hefur staðið til frá því að ný aðal­ námskrá grunnskóla var gefin út 2011. Vegna umræðu sem skapast hefur um nýjan einkunnakvarða og breytinguna frá þeim eldri, telur Menntamálastofnun brýnt að útskýra ástæðu þess og hvað ný einkunnagjöf þýðir fyrir nem­ endur. Gefur heildstæðari mynd Til að útskýra mun á nýju og gömlu einkunnakerfi þarf að skoða nánar eldra einkunnakerfið. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 höfðu skólar frelsi til að ákveða hvernig vitnisburður nemenda var settur fram. Eingöngu var tekið fram að hann skyldi settur fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar gætu skilið hvað átt var við. Nota mátti tölustafi, bókstafi, orð eða aðra framsetningu. Þannig voru engin skýr viðmið um hvað stóð á bak við lokaeinkunnir úr grunn­ skólum og lítið sem ekkert sam­ ræmi á milli skóla. Í nýja aðalnámskrá árið 2011 var sett ákvæði til að auka samræmi og gefa heildstæðari mynd af hæfni hvers nemanda á hverju námssviði við lok grunnskólanáms. Ákveð­ ið var að nýi einkunnakvarðinn skyldi vera á formi bókstafanna A, B+, B, C+, C og D. Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðl­ uðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunna­ verðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa í námskrá ákvæði um að meta skuli hæfni nemenda. Hæfnin er sett fram stigvaxandi og metið er hversu vel nemandi sýnir hæfnina í verki en þar koma bókstafirnir til sögunnar. Til grundvallar hverjum bókstaf er lýsing sem segir til um hversu vel nemandi hefur tileink­ að sér hæfnina sem stefnt er að, svokölluð matsviðmið í aðalnám­ skrá. Með hæfni er átt við hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni. Það er, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur. Sömu hæfnilýsingar hjá öllum Hæfni sem nemandi á að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla er lýst í matsviðmiðum sem sett eru fram fyrir hverja námsgrein, námssvið og lykilhæfni í aðalnám­ skrá grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á bókstafakvarða sem kallast hæfnieinkunn. Grunn­ skólum er nú skylt að nota þennan matskvarða við brautskráningu nemenda eins og fyrr segir. Það leiðir til þess að allir skólar miða við sömu hæfnilýsingu fyrir hverja einkunn sem eykur samræmi frá því sem áður var. Nemendur sem fá einkunnina A sýna framúrskarandi hæfni. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir B+ en nemandi sem fær þá einkunn hefur náð öllum eða því sem næst öllum viðmiðum fyrir B og stórum hluta þeirra viðmiða sem eru undir A. Þess má geta að B+ er ekki mitt á milli A og B heldur er það nær A í hæfni. Einkunnin B lýsir góðri hæfni og þeir sem ná þeirri einkunn geta hafið nám í fram­ haldsskóla á þrepi tvö. Einkunnin C+ skilgreinist með svipuðum hætti og B+ nema að nemendur þurfa að hafa náð hæfniviðmiðum fyrir C og stórum hluta hæfnivið­ miða fyrir B án þess þó að upp­ fylla hæfniviðmið um B að öllu leyti. C lýsir sæmilegri hæfni. Þeir nemendur sem fá D hafa ekki náð hæfniviðmiðum sem lýst er í C. Hugmyndafræði hæfnieinkunna í skólum Í útreikningi byggðum á tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2012 fékk Þjóðkirkjan 230% meira en önnur trúfélög fyrir hvern skráðan meðlim 16 ára og eldri. Þessi mis­ munun er lögbundin í því að hún fær út í hið óendanlega greidd laun fyrir presta sína og biskupsstofu vegna jarða (sem ríkið er löngu búið að greiða andvirðið af ) sem kirkjan lét af hendi og svo prósentutengdra sjóða til reksturs. Þetta hlutfall mismununar er áfram það sama þó að réttur veraldlegra lífs­ skoðunarfélaga hafi verið settur upp við hlið trúfélaga árið 2013. Þjóð­ kirkjan er ríkiskirkja því að hún er í fyrsta lagi ekki með venjulegan kaup­ sölusamning við ríkið heldur með óendanleg réttindi á framfærslu af hálfu ríkisins. Í öðru lagi vegna þess að hún er með lagalega vernd og sér­ réttindi bundin í stjórnarskrá og lög landsins. Það er aðskilnaðurinn á þessu tvennu sem fólk á við þegar átt er við um „aðskilnað ríkis og kirkju“ en ekki þann útúrsnúning sem biskup og fleiri prestar hafa haldið frammi að nú þegar sé aðskilnaður við lýði því að kirkjan hafi sjálfræði í sínum eigin málum. Þetta algera sjálfræði þjóðkirkjunnar gerir reyndar ríkis­ sambandið enn brenglaðra því að það heldur ekki vatni stjórnskipulega séð að stofnun geti verið á föstum fram­ lögum ríkisins en ekki þurft að svara til ábyrgðar til þess á móti. Eiga að þrífast í hlutfalli við áhuga Aðskilnaður er fyrst og fremst jafn­ réttis­ og jafnræðismál; að öll trú­ félög og lífsskoðunarfélög fái sömu réttindi og sömu meðferð af hálfu ríkisins og að engum sé mismunað. Að baki þessu máli liggur önnur ekki síður mikilvæg ákvörðun sem snýst um það hversu mikið ríkið eigi að skipta sér af þessum félögum og þá ef afskipti (eftirlit, stuðningur) eru talin æskileg, þá hversu mikið eigi ríkið að styðja félögin og hvort setja eigi skil­ yrði um að þau fylgi ákveðnum lág­ markshugsjónum um mannréttindi til að fá einhverja aðstoð. Við þurfum að spyrja okkur hvort við teljum félögin inna mikilvæg og þörf störf af hendi. Félögin sjá meðal annars um útfarir og það er spurning hvort t.d. styrkja eigi vinnuna við þær því við deyjum jú öll og viljum kveðja okkar látnu á virðingarverðan máta. Um aðra starfsemi eins og „sálræna“ hjálp eftir áföll má ræða og skoða hvort réttlætanlegt sé að sérstök trú fólks gefi því rétt til að sækja trúar­ hjálp með launaðri aðstoð ríkisins. Til þess er fagfólk í heilbrigðisþjón­ ustu almennt best til þess fallið eins og t.d. sálfræðingar sem enn hafa ekki fengið þann stað í heilbrigðiskerfinu sem þeirri stétt ber. Trúfélög og lífsskoðunarfélög eiga að þrífast í hlutfalli við hversu mikill áhugi er fyrir þeim hverju sinni, en ekki í krafti fjárframlaga úr ríkissjóði nema til að styðja ef til vill við þann hluta starfseminnar sem snýr að þeirri nauðsyn að fá virðingarverða útför óháð trúar­ eða lífsskoðun. Aðskilnaður, jafnræði og þarfir Svanur Sigurbjörnsson áhugamaður um jafnræði Trúfélög og lífsskoðunarfélög eiga að þrífast í hlutfalli við hversu mikill áhugi er fyrir þeim hverju sinni, en ekki í krafti fjárframlaga úr ríkis- sjóði. Guðrún Darshan Arnalds jógakennari Vetrarsólstöður og það að lifa með myrkrinu hefur haft áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar, sérstaklega í gegnum listir, bókmenntir, þjóðsögur og ævintýri og trúarbrögð – og hefur fengið fólk til að búa sér til helgi- siði sem snerust um að fagna sigri ljóssins og lífsins yfir myrkrinu og kuldanum. Gylfi Jón Gylfason sviðsstjóri á mats- og greiningarsviði Menntamála- stofnunar Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðluðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunnaverðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. 2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r26 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 0 -D E 6 8 1 7 C 0 -D D 2 C 1 7 C 0 -D B F 0 1 7 C 0 -D A B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.