Fréttablaðið - 21.12.2015, Síða 48
nielsen í landsliðið?
stephen nielsen, markvörður íBV
í Olís-deild karla, er kominn með
íslenskan ríkisborgararétt.
nielsen kom til landsins fyrir
nokkrum árum og sló í gegn hjá
liði Vals. Hann á íslenska eigin-
konu og er í dag orðinn íslend-
ingur.
nielsen hefur leikið vel með íBV í
Olís-deildinni í vetur og gæti jafn-
vel átt framíðina fyrir sér í íslenska
landsliðinu. Hann er fæddur árið
1985 í danmörku.
Hann kemur aftur á móti ekki
til greina í landsliðshópinn fyrir
eM í Póllandi í janúar en aron
Kristjánsson er nú þegar búinn að
tilkynna inn 28 manna hóp. steph-
en er ekki í þeim hópi en aðeins
leikmenn úr þeim hópi mega taka
þátt á mótinu.
Hvað gerði Gylfi?
Gylfi Þór sigurðsson var í
byrjunar liði swansea gegn West
Ham í gær og lék allan leikinn.
Gylfi átti einn af
sínum bestu
leikjum í vetur.
spilaði virkilega
vel og var mjög
ógnandi. ekki
vantaði mikið upp
á að hann skoraði í leiknum en
engum leikmanni tókst að skora.
Stærstu úrslitin norwich kom sér
upp úr fallsæti með því að vinna
Man. Utd á Old Trafford. sjötti
leikur Man. Utd í röð án sigurs
og spurning hvort louis van Gaal
haldi starfi sínu sem stjóri Man.
Utd fram að áramótum.
Hetjan Charlie daniels tryggði
Bournemouth þriðja sigurinn í röð
með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir
leikslok gegn WBa. Ótrúlegur jóla-
sprettur hjá nýliðunum.
Kom á óvart Chelsea spilaði sinn
fyrsta leik án Jose Mourinho og
það var allt annað að sjá liðið sem
vann sannfærandi sigur á sunder-
land. leikmenn virkuðu fegnir að
vera lausir við Portúgalann.
Í dag
19.50 Arsenal - Man. City Sport 2
22.00 Messan Sport 2
sPenna HJá sTelPUnUM
Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið
þriðja hring í lokaúrtökumótinu
fyrir keppnisrétt á sjálfri leT evr-
ópumótaröðinni.
stelpurnar eru báðar á parinu eftir
þrjá hringi og sitja jafnar í 41. sæti.
Þær þurfa því að gera betur í dag og
koma sér nær 30. sætinu sem gefur
þáttökurétt á evrópumótaröðinni.
sem stendur eru þær tveimur
höggum frá því.
leikið er á tveimur keppnisvöllum
í Marokkó á lokaúrtökumótinu.
alls eru leiknir fimm 18 holu
hringir en aðeins 60 efstu af alls
um 120 keppendum á lokaúr-
tökumótinu leika fimmta hringinn
sem jafnframt er lokahringur
keppninnar.
Nýjast
Swansea 0 –0 West Ham
Watford 3 – 0 Liverpool
Stoke 1 – 2 C. Palace
Southampton 0 – 2 Tottenham
WBA 1 – 2 Bournemouth
Chelsea 3 – 1 Sunderland
Everton 2 – 3 Leicester
Man. Utd 1 – 2 Norwich
Newcastle 1 – 1 Aston Villa
Efst
Leicester 38
Arsenal 33
Man. City 32
Tottenham 29
Man. Utd 29
Neðst
Norwich 17
Newcastle 17
Swansea 15
Sunderland 12
Aston Villa 7
Enska úrvalsdeildinÞórir og norsku stelpurnar heimsmeistarar
Fögnuður Norðmenn urðu heimsmeistarar kvenna í handknattleik í gær með 31-23 sigri á Hollandi í úrslitaleik. Þjálfari liðsins er Selfyssingurinn
Þórir Hergeirsson en þetta er fimmta stórmótagullið sem norska liðið vinnur til undir hans stjórn. FréttAblAðið/EpA
Körfubolti „Við erum aðeins að
klóra okkur í hausnum. Það eru bara
endalausir sigurleikir hjá okkur,“
segir íþróttamaður ársins, Jón arnór
stefánsson, og hlær en hann var þá
á heimleið eftir enn einn sigurleik
Valencia í spænska körfuboltanum.
liðið situr í efsta sæti spænsku
deildarinnar en það hefur unnið alla
ellefu leiki sína í deildinni og er því
fyrir ofan Real Madrid og Barcelona
í deildinni. Þess utan er liðið búið að
vinna alla tíu evrópuleiki sína í vetur
og setti félagsmet með 21 sigri í röð.
árið 1999 náði Valencia að vinna 20
leiki í röð. Jón og félagar eru því búnir
að skrá sig í sögubækur félagsins.
Þetta tekur enginn af okkur
„Við erum að spila svakalega vel og
pressan eykst með hverjum sigr-
inum. Við verðum að vera sterkir
andlega til að halda þessu áfram. Við
náðum þessum áfanga og það tekur
enginn af okkur,“ segir Jón arnór
en er þetta lið eins gott og úrslitin í
vetur sýna?
„Við erum mjög góðir en þetta
er þéttur hópur og gott jafnvægi í
liðinu. Það eru allir að leggja sín lóð
á vogarskálarnar. Það skiptir mestu
máli. Hópurinn nær líka vel saman.
Kerfið hentar okkar leikmönnum
síðan mjög vel. Flestir ná að blómstra
í þessu kerfi og við spilum góðan
bolta. Þetta er gott lið og varnar-
leikurinn afar öflugur hjá okkur. Við
æfum líka vel og tökum hraustlega á
því. Æfum mikið og ekkert væl.“
Það er meira en að segja það að
glíma við risana Real Madrid og
Barcelona en hvað telur Jón arnór
að þetta lið geti gert í vetur?
„Það er erfitt að segja.
Barca og Real eru Golíat
sem er erfitt að eiga við. Það
er erfitt að eiga við þau í
úrslitakeppniseinvígi. Það
er enn langt í land á þessu
tímabili og gott að vera
komnir áfram í evr-
ópukeppninni. Real og
Barca anda ofan í háls-
málið á okkur og það
verður ekkert unnið í
þessum mánuði. liðið er
með báða fætur á jörðinni og
mikið hamrað á því. Við erum ekk-
ert að missa okkur í gleðinni,“ segir
Jón arnór en hann hefur spilað með
mörgum góðum liðum á ferlinum.
er þetta besta liðið sem hann hefur
spilað með?
„Það er líklega besta jafnvægið í
þessu liði af þeim liðum sem ég hef
spilað með. Þetta er eitt af þremur
bestu sem ég hef spilað með.“
Það var leiði í mér
Jón gekk í raðir félagsins eftir eM og
fékk til að byrja með aðeins þriggja
mánaða samning. Hann stóð sig
strax vel og fékk því framlengingu á
samningnum út þessa leiktíð.
„Mér hefur gengið rosalega vel
og hef í raun komið sjálfum mér á
óvart. Það var leiði í mér er ég kom
út fyrst eftir eM. Ég var illa upplagð-
ur og meiddur. Það hefur því komið
mér á óvart hve vel mér hefur gengið
og ég hef náð að klóra mig svolítið í
gegnum þetta. Ég var mjög slæmur
í skrokknum en hef unnið mig út
úr því hægt og rólega. Það hjálpar
líka til að vinna og ég er brattur í
dag,“ segir Jón arnór og gleðin skín
í gegnum orð hans. Það eru góðir
tímar og hann nýtur þeirra.
„Ég er mjög ánægður að hafa feng-
ið samning út tímabilið og tekið þátt
í þessu ævintýri áfram. Framhaldið
er síðan alveg óljóst og verður ekkert
rætt á næstunni. Ég er farinn að eld-
ast og skrokkurinn hangir stundum
á bláþræði. Ég er því bara sáttur við
að fá að klára tímabilið og svo sjáum
við til hvað gerist.“
Fær að halda íslensk jól
Þessi magnaði íþróttamaður segir
að lífið leiki við sig og fjölskylduna
í Valencia. Þar sé gott að vera.
„Það er vel haldið utan um allt hjá
þessu félagi og góður stuðningur frá
fólkinu í borginni. svo er alltaf
gott veður hérna og hægt að
sitja úti með kaffibolla og
horfa á krakkana leika
sér. Það eru lífsgæði,“
segir Jón hamingju-
samur en hann fær
ekkert jólafrí en mun
þó reyna að halda
íslensk jól.
„Tengdó eru
komin út til
okkar með fullt
af íslenskum mat
sem og með malt og appelsín.
Við munum hafa það huggulegt
og borða eitthvað gott. Ég veit
ekki hvað en ég er spenntur að
sjá.“ henry@frettabladid.is
Hef komið sjálfum mér á óvart
Jón Arnór Stefánsson heldur áfram að gera það gott í spænska körfuboltanum með Valencia sem hefur ekki
tapað leik og setti glæsilegt félagsmet um helgina. Jón er afar ánægður með eigin frammistöðu í vetur.
21
Valencia er búið að vinna
alla leiki sína í vetur. Ellefu
sigrar eru komnir í deildinni
og tíu í Evrópukeppninni.
2 1 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m Á N u d A G u r28 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
sport
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
C
0
-D
9
7
8
1
7
C
0
-D
8
3
C
1
7
C
0
-D
7
0
0
1
7
C
0
-D
5
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K