Fréttablaðið - 21.12.2015, Side 58
Nú rétt fyrir síðustu helgi sendi Elísabet Jökulsdóttir frá sér skáldsöguna Anna á Eyrarbakka
og er þar efalítið á ferð allra síðasta
bókin í jólabókaflóði ársins. Elísabet
segist þó hafa áður verið enn seinna á
ferðinni með bók fyrir jólin en að þessu
sinni en það hafi þó ekki reynst ýkja vel.
„Mér finnst eiginlega mest gaman að
gefa út á Þorláksmessu og ég gerði það
einu sinni. En það fór svo að ég eiginlega
gaf öll eintökin. Hún hét Sjáðu, sjáðu
mig – það er eina leiðin til þess að elska
mig. Hún var ort upp úr snjóflóðunum
á Súðavík og Flateyri og þá tengdi ég
einhvern veginn við snjóflóðin í mínu
eigin lífi. Fólk var reyndar mjög hrifið af
þessari bók en ég gaf öll eintökin og Ísa-
fold gaf mér prentunina.“
Jafningjar í Melabúðinni
Eins og oft áður er Elísabet þessa dagana
í Melabúðinni að selja bækur sínar fyrir
jólin og hún segir að það hafi reynst sér
ansi vel. „Hann Pétur í Melabúðinni er
náttúrulega algjör öðlingur. Hann hefur
ekkert verið að rukka mig um sölulaun
eða neitt slíkt. Við erum þarna bara á
jafningjagrunni og okkur finnst báðum
jafn mikill heiður að fá að vera með
bók þarna. Það er eiginlega eins og að
vera með leikhús að vera þarna. Enda
mikið af góðu fólki sem leggur leið sína
í Melabúðina og það er alltaf langsölu-
hæsta búðin hjá mér. Þetta eru mikið til
fastakúnnar sem koma til mín og segja
að þeir geti ekkert verið að halda jól
án þess að ég komi með bók og mæti í
Melabúðina.“
Eyra á bakka
„Annars ætlaði ég ekkert að vera með
bók þessi jólin, Ufsaklettur er búinn að
vera að skila sínu í ár, en svo varð þessi
saga til. Hryðjuverkaárásarnar í París og
stríðið í Sýrlandi koma þarna við sögu
og eins og Jón Óskar, vinur minn og
kápugerðarmaður, benti á þá vantar oft
að íslenskir höfundar séu að fjalla um
hlutina þegar þeir eru að gerast. Þannig
að þetta einhvern veginn hentaði þó
svo að bókin sé alls ekki bara um þetta.
En í bókinni kemur lítil stúlka og gefur
manneskju eyra á bakka – á Eyrarbakka
og í eyranu heyrist um heim allan. Það
heyrist í Sýrlandi, það heyrist í París,
það heyrist í Litla-Hrauni og víðar að.
Þetta er svona alheimseyra. En þetta er
svona um það hvað ég er orðin þreytt
á þessu glápi. Við þurfum að hætta að
glápa og byrja að hlusta. Þröstur Leó
leikari kenndi mér að hlusta og það er
svo nærandi að hlusta og maður fyllist
orku við það að leggja við hlustir.“
Eyðandi listamaður
Þrátt fyrir þetta þá sér Elísabet sig ekki
sem pólitískan höfund í strangasta
skilningi þess orðs. „Nei, en ég er póli-
tísk að því leyti að ég reyni alltaf að segja
satt. En ég er ekkert svona sjálfstæðis
eða vinstri grænna heldur er ég alltaf
í stjórnarandstöðu. Ég var einu sinni í
stjórn Geðhjálpar og þá var ég á móti
stjórninni. Svo var ég í Listaháskólanum
og þá var ég einhvern veginn alltaf á
móti líka. En ég segi líka að ég sé eyð-
andi listamaður, ég er orðin mjög þreytt
á þessu skapandi og er búin að skrifa
grein um það. En ég er soldið þreytt á
því þegar hlutirnir eru bara svona á einn
veginn. Ef ég ýti aldrei á delete takkann
þá er ekki von á góðu. Það er nefnilega
skapandi að ýta stundum á delete. Það
verður að vera einhver sláttur þarna á
milli. Skapandi og eyðandi er taktur
sem verður að fá að dynja. Mamma
kenndi mér það að um leið og einhver
hlutur er orðinn fastur þá þarf að reyna
að losa hann. Nú er þetta skapandi
orðið fasti og þá þarf að hnika við því.“
Biluð og skapandi
Upphaflega átti Anna á Eyrarbakka
að vera barnasaga en það fór þó ekki
þannig. „Ég ætlaði að skrifa barnasögu
um kvíðann, af því að sum barnabörnin
mín voru illa haldin af kvíða og ég vildi
hjálpa þeim, en svo komst ég að því
við skriftirnar að ég fæ sjálf mjög slæm
kvíðaköst. Ég þurfti til að mynda að
komast út af fundi um daginn því ég
var viss um að hundarnir væru búnir
að borða geðlyfin mín,“ segir Elísabet
og skellihlær. „Ég hafði oft fengið svona
áður en ég vissi ekki að þetta væri
kvíðakast. Ég hélt að þetta væri bara af
því að ég er svo biluð og skapandi. En
allavegana, þá skrifaði þessa litla saga
sig eiginlega sjálf og þegar ég fór að fikta
í henni þá reyndist vera meira undir
steinunum eins og gengur. Þá lendir
maður sem höfundur í því hvað eigi að
gera við verkið. Á maður að skrifa þrjú
hundruð síðna skáldsögu eða að leyfa
þessu að standa svona og slíkar vanga-
veltur? Ég á reyndar eftir að lesa bókina
og þegar ég er búin að því þá kemst ég
kannski að því að það hefði verið leiðin.
En að þessu sinni þá var þetta niður-
staðan og vonandi á hún eftir að finna
lesendur.“
Ég hélt þetta væri af því að ég er svo biluð og skapandi
Við þurfum að gera minna af því að glápa og meira af því að hlusta, segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur
sem sendi fyrir skömmu frá sér skáldsöguna Anna á Eyrarbakka sem átti upprunalega að vera barnasaga.
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur í Melabúðinni þar sem hún selur alla jafna bækur sínar fyrir jólin. FréttaBlaðið/Ernir
Leikandi
jólagjöf
Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður
unga sem aldna, enda ávísun á
upplifun og ævintýri.
Hafðu samband við miðasölu
Þjóðleikhússins í síma 551 1200
eða á midasala@leikhusid.is
Töfrastund sem gleymist seint.
19
50
-
20
15
ÞJ
Ó
Ð
LE
IK
H
Ú
SI
Ð
65
BÆKUR
Sölvasaga unglings
HHHH Arnar Már Arngrímsson
Útgefandi: Sögur útgáfa
Kápa: Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Prentun: Oddi
Fjöldi síðna: 255
Sölvasaga unglings eftir Arnar Má
Arngrímsson var nýverið tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna í
flokki barna- og unglingabókmennta.
Þetta er fyrsta skáldsaga Arnars, sem
er íslenskukennari við Menntaskólann
á Akureyri.
Sagan segir frá hinum fimmtán ára
Sölva sem er sendur austur á land til
ömmu sinnar til að dvelja þar sumar-
langt, eftir að hafa gengið fram af for-
eldrum sínum í borginni. Þau hafa
áhyggjur af andlegri heilsu hans og
telja þetta bestu lausnina, auk þess
sem þau þurfa næði til að huga að
sínum málum. En það sem verra er:
Sölvi má hvorki taka síma né tölvu
með sér. Þetta er auðvitað ávísun á
mikil leiðindi fyrir nútímaungling og
Sölvi er bæði reiður og sár út í foreldra
sína. Auk þess finnst honum amma sín
algjör herfa. Það
er töggur í þeirri
gömlu – hún
kallar ekki allt
ömmu sína – og
auðvitað lærir
Sölvi heilmik-
ið á dvölinni,
þrátt fyrir
allan sinn
mótþróa.
Frásögnin
einkennist
dálítið af
gamaldags,
íslenskum
hugsunar-
hætti, þar sem sveitin er
staður sem herðir fólk og mannar, en
borgin hálfgerð Sódóma þar sem fólk
hefur misst sjónar á aðalatriðunum.
Kannski er eitthvað til í því.
Stíll bókarinnar er mjög sérstakur.
Höfundur leggur áherslu á að hér segi
unglingur sögu sína. Rödd hans er
skýr, innskot og hugleiðingar í talmáls-
stíl unglinga og stafsetning er oft látin
fjúka lönd og leið.
Sögumaðurinn Sölvi er afar sjálfs-
gagnrýninn. Hann rífur sig stanslaust
niður, gerir lítið úr frammistöðu sinni
og ákvörðunum. Hann er vanur að
leita skjóls í stafrænum heimi tölv-
unnar og á erfitt með að takast á við
raunveruleikann þegar tækninnar
nýtur ekki við. Hann er áhugasamur
um rímur og rapp og sækir huggun
í kveðskapinn þegar illa lætur – og
þótt vísurnar séu misgóðar er ýmis-
legt spunnið í þær. Hugsanlega má
einnig líta á kveðskapinn sem tákn
um þráðinn sem tengir kynslóðirnar
saman. Rímur hafa jú verið kveðnar
hér á landi frá örófi alda. Það er ein-
mitt einn meginþráður bókarinnar;
þótt það sé erfitt að vera unglingur er
líka erfitt að vera manneskja – það er
engin galdralausn sem finnst við þeirri
plágu, hver og einn þarf einfaldlega að
horfast í augu við sjálfan sig.
Sagan, sem er hvorki dæmigerð
né fyrirsjáanleg, er áhrifarík og hún
vinnur á. Höfundi tekst að skapa sögu-
mann sem er ekki beint viðkunnan-
legur en lesandanum fer samt að þykja
vænt um og halda með – vonast til að
honum líði eins, fari að þykja vænt um
sjálfan sig. Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NiðURStAðA: Áhrifarík saga sem
situr eftir í lesandanum, um óharðn-
aðan ungling sem þarf að læra að
standa á eigin fótum og takast á við
raunveruleikann.
Kynslóðir fléttast saman
2 1 . d e S e M B e R 2 0 1 5 M Á N U d A G U R38 M e N N i N G ∙ F R É t t A B L A ð i ð
menning
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
C
0
-C
0
C
8
1
7
C
0
-B
F
8
C
1
7
C
0
-B
E
5
0
1
7
C
0
-B
D
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K