Fréttablaðið - 21.12.2015, Síða 52
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar,
Þorsteins Ingólfssonar
bifreiðastjóra.
Jafnframt sendum við fjölskyldu og
vinum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halla Dröfn, Ásta Ingibjörg og Sigurður Óli
Þorsteinsbörn.
Ástkær eiginkonan mín,
móðir og amma,
Sigrún Þórarinsdóttir
(Sirra í Markaðinum)
Sæviðarsundi 50, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 12. desember.
Útför hennar verður gerð frá Áskirkju
mánudaginn 4. janúar kl. 13.00.
Geir Þórðarson
Þórarinn Örn Geirsson
Geir Ingi Geirsson
Guðmundur Geir Þórarinsson
Merkisatburðir
„Ég hef svo mikla tröllatrú á því að fólk
sé gott,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
listakona en hún hefur, í félagi við
Önnu Svövu Knútsdóttur leikkonu og
Þórunni Antoníu Magnúsdóttur söng-
konu, stofnað söfnunarreikning fyrir
ýmsum góðgerðarmálum. Hugmyndin
spratt upp úr Facebook-hópnum Góða
systir <3.
Í hópnum eru ríflega 51 þúsund
konur, eða þriðjungur íslenskra kvenna.
Hann var stofnaður með það að mark-
miði að stuðla að jákvæðri umræðu
kvenna um konur og hvetja til kvenna-
samstöðu. Fljótlega varð hópurinn fjöl-
mennasti Facebook-hópur landsins og
tók fram úr hópnum Beauty tips á allra
fyrstu dögum hans.
„Við vorum alveg nokkrar sem þekkt-
umst ekki neitt sem fengum þessa hug-
mynd. Þetta var bara eins og samvitund.
Sama hugmyndin á sama tíma,“ segir
Lóa.
Lóa reiknaði út að ef 50 þúsund konur
gæfu hundrað krónur á mánuði til góð-
gerðarmála þá myndu safnast fimm
milljónir á hverjum mánuði. Hug-
myndin er að á vettvangi Facebook-
hópsins verði kosið um góðgerðarmál
mánaðarlega.
„Á tæpum tveimur sólarhringum er
búið að safna meira en hálfri milljón
króna,“ segir Lóa.
„Þetta er eiginlega bara yfirfærð mynd
af kvenfélagi, því þetta er nákvæmlega
það sem kvenfélög eru búin að gera í tvö
hundruð ár. Nema þetta er bara gígan-
tískt. Svona móðurskip kvenfélaga.“
Í þessum mánuði rennur fjárhæðin til
styrktar fjölskyldu Önju Mistar Einars-
dóttur, lítillar stúlku sem berst fyrir lífi
sínu á Landspítalanum. Hugmyndin er
að fyrst um sinn verði áhersla lögð á að
styrkja konur og konur með börn.
„Ég veit ekki hvert þetta fer en þetta
er að minnsta kosti góð tilraun. Ég þarf á
því að halda að líða eins og ég búi í góðu
samfélagi og góðum heimi.“
Hún segist hafa tröllatrú á verkefninu.
„Það er alltaf sagt að maður sé barna-
legur ef maður segir eitthvað svona. En
mér finnst það að vera barnalegur ekki
skammaryrði,“ segir Lóa.
snaeros@frettabladid.is
Safna fé á Facebook í krafti
fimmtíu þúsund kvenna
Hugmyndin að stofnun söfnunarreiknings fyrir ýmsum góðgerðarmálum spratt upp úr
Facebook-hópnum Góða systir <3. Stefnt er að því að kjósa um góðgerðarmál mánaðarlega.
Lóa Hjálmtýsdóttir, myndlistarkona og söngkona, reiknaði út að ef 100 krónur eru gefnar mánaðarlega er hver og ein kona að gefa 12
þúsund krónur á tíu árum. FréttabLaðið/andri Marinó
69 Vespasíanus verður keisari Rómar.
860 Aðalbert verður Englandskonungur.
1124 Lamberto verður Honóríus 2. páfi.
1844 Jónas Hallgrímsson yrkir stökur,
sem hefjast á: „Enginn grætur Íslend-
ing...“
1929 Varðskipið Þór strandar við Húna-
flóa, mannbjörg verður. Þór er fyrsta
íslenska varðskipið sem ber
fallbyssu.
1930 Ríkisútvarpið hefur út-
sendingar.
1937 Bandaríska leikkonan
Jane Fonda er fædd á þessum
degi.
1945 Ölfusárbrú er formlega
opnuð fyrir umferð. Hún er
hengibrú með 84 metra á milli
stöpla og leysti af hólmi brú
frá 1891.
1952 Kveikt er á stóru jólatré
á Austurvelli, sem er gjöf frá
Óslóarbúum til Reykvíkinga og
hefur það verið fastur siður
árlega síðan.
1981 Belís fær sjálfstæði frá
Bretlandi.
1988 Flugslys verður við Locker-
bie í Bretlandi. Alls dóu 270 manns,
þar af 243 farþegar, 16 í áhöfn og 11
á jörðu niðri.
2007 Schengen-svæðið stækkar.
Aðildarlönd sem bættast við eru Eist-
land, Lettland, Litháen, Malta, Pól-
land, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og
Ungverjaland.
Þetta er nákvæmlega
það sem kvenfélög eru
búin að gera í tvö hundruð ár.
Nema þetta er bara gígantískt.
Svona móðurskip kvenfélaga.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Á þessum degi árið 1969 var Árnagarður
formlega vígður en Handritastofnun
Íslands var þar til húsa ásamt kennslu-
og skrifstofuhúsnæði fyrir Háskóla
Íslands.
Árið 1972 var lögum um Handrita-
stofnun Íslands breytt og fékk hún þá
heitið Stofnun Árna Magnússonar á
Íslandi. Kennsla hófst í húsinu haustið
1969.
Árnagarður var í smíðum í tvö ár en
húsið er hönnun arkitektanna Kjartans
Sigurðssonar og Garðars Halldórssonar
sem unnu að húsinu í samvinnu við
starfsmenn húsameistara ríkisins.
Húsið var reist í snarhasti til að hægt
væri að hýsa forn handrit sem komu
til landsins tveimur árum síðar, í apríl
1971. Byggingin er á fjórum hæðum,
samtals 829 fermetrar.
Við vígslu hússins afhenti formaður
bygginganefndarinnar, dr. Jóhannes
Nordal, þáverandi seðlabankastjóri,
menntamálaráðherra húsið fyrir hönd
ríkisins. Ráðherrann Gylfi Þ. Gíslason
afhenti svo eigendum húsið og voru
það Einar Ólafur Sveinsson, prófessor
í íslenskum fræðum og forstöðumaður
Handritastofnunar, og Magnús Már
Lárusson, prófessor og rektor Háskóla
Íslands, sem tóku við húsinu fyrir hönd
stofnana sinna.
Þ EttA G E R ð i St : 2 1 . d E S E M B E R 1 9 6 9
Húsið Árnagarður vígt
Árnagarður var í smíðum í tvö ár en húsið er
teiknað af arkitektunum Kjartani Sigurðs-
syni og Garðari Halldórssyni.
FréttabLaðið/SteFÁn
2 1 . d e s e m B e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r32 t í m A m ó t ∙ F r É t t A B L A ð i ð
tímamót
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
C
0
-B
1
F
8
1
7
C
0
-B
0
B
C
1
7
C
0
-A
F
8
0
1
7
C
0
-A
E
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K