Fréttablaðið - 21.12.2015, Síða 12
Spánn Ríkisstjórn Spánar er fallin
eftir að Spánverjar gengu að kjör
borðinu í gær. Þjóðarflokkurinn,
flokkur Marianos Rajoy forsætis
ráðherra, náði hreinum meirihluta
í neðri deild spænska þingsins
árið 2011 en hefur nú misst meiri
hlutann. Þjóðarflokkurinn er þó
stærstur allra flokka með 26,8 pró
sent atkvæða og gæti freistað þess
að mynda minnihlutastjórn. Þetta
kom fram í útgönguspám en gert
er ráð fyrir að endanleg úrslit liggi
fyrir á næstu dögum.
Enginn einn flokkur náði hrein
um meirihluta og því er ljóst að
flokkarnir þurfa að ná saman um
samsteypustjórn. Það verður í
fyrsta sinn sem samsteypustjórn er
mynduð á Spáni frá því að lýðræði
var komið á fót árið 1978.
Tveir flokkar fögnuðu miklum
árangri í kosningunum. Vinstri
flokkurinn Podemos fékk 21,7
prósent atkvæða og flokkurinn
Ciudadanos fékk 15,2 prósent
atkvæða. Podemos er róttækur
vinstriflokkur sem hefur gagn
rýnt spillingu á Spáni og óréttlæti
aðhaldsa ðgerða stjórnvalda og Evr
ópusambandsins. Podemos svipar
mikið til SYRIZA í Grikklandi enda
eru Pablo Iglesias, leiðtogi Pode
mos, og Alexis Tsipras, forsætis
ráðherra Grikklands, mestu mátar.
Ciudadanos er frjálslyndur
vinstriflokkur sem var stofnaður
til að berjast gegn þjóðernishyggju
í Katalóníu og berst fyrir aukinni
evrópskri samvinnu.
Þá fékk Sósíalistaflokkurinn
verstu útreið í sögu sinni með 20,5
prósentum atkvæða.
Efnahagsmál Spánar voru í
brennidepli en ríkisstjórn Rajoys
hefur staðið í erfiðum niðurskurði
og skattahækkunum undanfarin ár
til að tryggja afkomu Spánar eftir
efnahagshrunið. Rajoy hefur sagt
að ríkisstjórn hans hafi skilað góðu
búi en til að mynda er 3,3 prósenta
hagvexti spáð á Spáni á næsta ári.
Þrátt fyrir að hafa komið í veg
fyrir þjóðargjaldþrot er atvinnu
leysi 21 prósent ásamt því að ólga
vegna sjálfstæðistilburða Kata
lóníu er mikil. Þetta hefur vakið
upp mikla óánægju innan Spánar
og virðast kjósendur afhuga hinum
hefðbundnu flokkum, Þjóðar
flokknum og Sósíalistaflokknum.
Óvíst er hvert leiðtogarnir muni
leita til að freista þess að mynda
ríkisstjórn en margir telja Podemos
vera eitt allsherjar spurningarmerki
og til að mynda birti dagblaðið El
Mundo fyrirsögnina „Hættan á
óstjórn er raunveruleg“ á forsíðu
sinni í gær. stefanrafn@frettabladid.is
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is
Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár!
Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki
auk þess að vera mjög falleg og líkjast
þannig raunverulegum trjám.
Einföld samsetning.
• Ekkert barr að ryksuga
• Ekki ofnæmisvaldandi
• 12 stærðir (60-500 cm)
• Íslenskar leiðbeiningar
• Eldtraust
• Engin vökvun
• 10 ára ábyrgð
• Stálfótur fylgir
Opnunartímar:
Virkir dagar kl. 09-18
Laugardagar kl. 11-18
Sunnudagar kl. 12-18
Falleg jólatré
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Finndu okkur
á facebook
Gæði og g
læsileiki e
ndalaust ú
rval af há
gæða flísu
m
25%
afsláttur af öllum
erlendum bókum
AÐEINS Í DAG!
Afslátturinn gildir 21. desember. 5% Vildarafsláttur bætist við þennan afslátt fyrir Vildarvini.
Landakort úr efni | Pin The World
Stórt Vildarverð: 6.749 | Verð: 8.999.-
Lítið Vildarverð: 4.649 | Verð: 6.199.-
Indland Einn gerenda í hópnauðgun
sem átti sér stað árið 2012 í Nýju Delí
var látinn laus úr fangelsi í gær.
Maðurinn var undir lögaldri þegar
hann tók ásamt nokkrum öðrum karl
mönnum þátt í hópnauðgun á 23 ára
konu í strætisvagni í borginni í des
ember árið 2012. Konan lést nokkrum
dögum síðar á sjúkrahúsi í Singapúr.
Hann var dæmdur sem barn árið
2013 og hefur afplánað vist sína og er
í dag yfir lögaldri.
Reynt var að hnekkja lausn hans
fyrir dómstólum en sú tilraun tókst
ekki.
Fjöldi fólks hefur reiðst yfir lausn
mannsins og fjöldi mótmælti í Nýju
Delí í gær. Maðurinn er undir eftir
liti þar sem talið er að öryggi hans sé
ógnað.
Fimm aðrir voru dæmdir til dauða
vegna glæpsins. Einn þeirra lést í
fangelsi og fjórir hafa áfrýjað dauða
refsingunni. – srs
Nauðgari látinn laus
Fjöldi fólks mótmælti því að maðurinn
var látinn laus. Nordicphotos/AFp
Frakkland Boeing 777 flugvél Air
France þurfti að nauðlenda í Keníu
á leið sinni frá Máritaníu til Frakk
lands í gær.
Ástæða nauðlendingarinnar var
að dularfullur pakki fannst á salerni
flugvélarinnar. Grunur lék á að þar
væri sprengja á ferð.
Við nánari athugun komust
sprengjuleitarsveitir að því að
sprengjan væri ekki ekta heldur
var hún búin til úr pappa og skeið
klukku.
Farþegi uppgötvaði pakkann og
tilkynnti áhöfn flugvélarinnar um
hann.
Sex farþegar voru færðir til yfir
heyrslu vegna málsins. Ekki er vitað
hver ber ábyrgð á pakkanum en
málið verður kært til lögreglu.
459 farþegar voru um borð og 14
áhafnarmeðlimir og engan sakaði
þegar fólkið fór frá borði.
Forstjóri Air France segir enga
vankanta hafa verið á öryggis
málum í Máritaníu enda engin
raunveruleg sprengiefni að finna.
Ljóst er að pakkanum var komið
fyrir á salerni vélarinnar á meðan
hún var á flugi. – srs
Gervisprengja um borð í Boeing 777
sex farþegar voru teknir til yfirheyrslu. Nordicphotos/AFp
Pólitísk kollsteypa eftir
þingkosningar á Spáni
Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming
atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði
hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar.
Mariano rajoy Þjóðfylkingin
Kosningar 2011: 44,6%
Mikill samhljómur er
með Podemos og SYRIZA
á Grikklandi. Báðir flokk
arnir hafa andmælt aðhalds
aðgerðum stjórnvalda og
Evrópusambandsins.
»
Niðurstöður samkvæmt útgönguspám
pablo iglesias Podemos
Kosningar 2011: Tóku ekki þátt
pedro sanchez Sósíalistaflokkurinn
Kosningar 2011: 28,8%
Albert rivera Ciudadanos
Kosningar 2011: Tóku ekki þátt
Útgönguspá 2015:
20,5%
Útgönguspá 2015:
26,5%
Útgönguspá 2015:
21,7%
Útgönguspá 2015:
15,2%
2 1 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m á n U d a G U r12 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-E
3
5
8
1
7
C
0
-E
2
1
C
1
7
C
0
-E
0
E
0
1
7
C
0
-D
F
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K