Fréttablaðið - 21.12.2015, Side 32
Þór Sigurðsson fylgist vel með net-
verslunum bæði hér á landi og er-
lendis en hann rekur vefsíðuna
Kjarni.is sem heldur utan um allar
íslenskar netverslanir á Íslandi.
„Netverslun er mjög vaxandi
markaður og Íslendingar versla
orðið töluvert á netinu, sérstak-
lega af erlendum vefsíðum,“ segir
Þór sem sjálfur hefur keypt mikið
í gegnum erlendar síður en segist
vera að færa sig mun meira yfir á
íslensku síðurnar.
„Mér finnst munurinn í verði
vera að minnka. Í mörgum tilfell-
um munar orðið litlu á að kaupa
vöruna hér heima eða panta hana
að utan enda ýmis gjöld sem geta
fallið á vöruna,“ segir hann og
bætir við að netverslanir kom-
ist ekki mikið lengur upp með
að okra óeðlilega á vörum. „Fólk
getur gúglað myndir sem það
finnur í íslenskum netverslunum
og fundið sams konar vörur á er-
lendum síðum á borð við Ali Ex-
press á mun minni pening. Þetta
er fólk búið að fatta sem er gott,
það heldur mönnum á tánum, enda
hefur verð í íslenskum netverslun-
um farið lækkandi og lækkar von-
andi enn meira um áramótin þegar
vörugjöldin leggjast af.“
Lítil þróun í vefverslunum
Netverslunum á Íslandi fjölg-
ar hægt en þétt. „Ég var að taka
þetta saman um daginn og sýnd-
ist fjölgunin á skráðum netversl-
unum vera um 12 prósent á milli
ára inni á Kjarna,“ segir Þór. Innt-
ur eftir því hvort þróunin í íslensk-
um netverslunarkerfum sé mikil
svarar hann að hún mætti vel vera
meiri. „Erlendar síður eru marg-
ar hverjar með þróað afsláttakerfi,
veita til dæmis afslátt þegar versl-
að er í tíunda sinn eða álíka. Þá eru
þær með kaupaukandi kerfi, bjóða
til dæmis fólki að kaupa aðrar
tengdar vörur og senda prufur
með keyptum snyrtivörum. Þetta
hefur ekki náð fótfestu hér á landi
en er þó aðeins að byrja.“
Þór segir margar íslenskar net-
verslanir notast við Shopify kerf-
ið. „Það er jákvætt því þeir eru sí-
fellt að þróa kerfi sitt. Þá er einnig
til Shopify app sem fólk getur haft
í símanum sínum. Þannig er hægt
að afgreiða sölu í gegnum síma
hvar sem er.“
Margir kostir við að versla
Íslendingar nýta netverslanir á
ýmsan hátt. „Sumir skoða á net-
inu og bera saman en fara svo á
staðinn til að klára kaupin. Svo
eru aðrir sem fara í búðirnar til
að skoða en panta svo í gegnum
netið,“ segir Þór og telur íslensk-
ar netverslanir hafa marga kosti
fram yfir þær erlendu.
„Varan kemur fljótt, jafnvel
samdægurs. Þá er lítið mál að
skipta og skila enda er sami skila-
réttur sem gildir í netverslun-
um og venjulegum verslunum svo
framarlega sem kvittanir og um-
búðir eru í lagi,“ segir hann og
bendir á að erfiðara reynist að
skila hlutum sem keyptir séu af
erlendum síðum.
Margt ber að varast
Mikilvægt er að huga að öryggi
þegar verslað er á netinu enda tölu-
vert af svikamyllum í gangi. „Fólk
þarf til dæmis að vara sig á gervi-
síðum. Þær geta litið nákvæmlega
eins út og þær síður sem fólk ætl-
aði inn á en kannski munar ekki
nema einum staf í slóðinni,“ segir
Þór. Þegar kemur að því að greiða
fyrir vöruna þarf að fylgja einni
meginreglu. „Aldrei skal skrá
kortanúmer nema slóðin á síð-
unni byrji á „https“. Ef það vant-
ar er síðan ódulkóðuð, samskiptin
opin og þá er hægt að grípa inn í
og lesa kortanúmerin,“ segir Þór
og biður fólk einnig að vara sig
á síðum sem eru með aukastafi
fyrir framan lénið, sem dæmi
www.abcamazon.com.
Þór hefur sjálfur varann á og
nýtir sér tvíþátta auðkenningu.
Hann lætur ávallt bankann senda
sér sms í símann til að staðfesta
greiðslur sem fara um kreditkort-
ið. „Þá ertu alltaf meðvitaður um
að verið sé að taka af kortinu og
getur brugðist við ef um óeðli legar
greiðslur er að ræða.“
Gott öryggi á íslenskum síðum
Þór segir Íslendinga treysta ís-
lenskum netverslunum vel. „Mark-
aðurinn er bara þannig að ef þú
verður uppvís að einhverju svindli
er það fljótt að fréttast,“ segir hann.
Þá leggi Borgun og Valitor, sem sjái
um greiðslugáttir verslananna,
mikið upp úr öryggi. „Áður en net-
verslun er opnuð eru þær teknar út
af þessum fyrirtækjum og fá ekki
leyfi til að nota greiðslugátt þeirra
nema hlutirnir séu í lagi.“
Hægt að reikna aukakostnað
Þó að vörur af erlendum síðum séu
oft töluvert ódýrari þarf að skoða
vel hvað þær kosta þegar send-
ingarkostnaður og tollar leggjast
við. „Fólk áttar sig stundum ekki
á aukakostnaði. Til dæmis gerir
fólk ráð fyrir því þegar það pant-
ar af Ali Express að fríverslunar-
samningurinn við Kína gildi og því
leggist ekki tollur á vöruna. Hins
vegar gleymist að stundum er
varan send frá til dæmis Hollandi
og þá bætist við tollur,“ segir Þór.
Hann bendir fólki á að fara inn
á tollur.is. „Þar er reiknivél. Þú
setur inn verðmæti vörunnar, toll-
flokk og þá veistu hvað hún mun
kosta þegar hún kemur í þínar
hendur.“
Íslenskar netverslanir öruggar
Íslendingar nota í auknum mæli netið til að versla vörur og þjónustu. Talsvert er verslað við erlendar síður en einnig þykir mörgum þægilegt að versla við íslenskar netverslanir enda auðvelt
að skila og skipta ef þarf. Huga þarf að ýmsu þegar verslað er á netinu og varast verður að gefa upp kortanúmer nema vefsíður séu öruggar.
Þór fylgist vel með netverslunum bæði hér á landi og erlendis en hann rekur vefsíðuna Kjarni.is sem heldur utan um allar
íslenskar netverslanir á Íslandi. Mynd/GVA
Hörðustu pakkarnir fást hjá Advania
Töff bakpoki
S-Zone 14"
verð: 12.990 kr.
Hagkvæma fartölvan
Dell Inspiron 3551
verð: 69.990 kr.
Traustur ferðahátalari
Jabra Solemate Bluetooth
verð: 23.990 kr.
Jólagjöfin í ár
Sony, þráðlaus heyrnartól
verð: 9.890 kr.
Kíktu á advania.is/jol
Fáðu útrás fyrir litagleðina
Humlan - ný frá Urbanears
verð: 6.990 kr.
netVerslun Kynningarblað
21. desember 20154
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-D
9
7
8
1
7
C
0
-D
8
3
C
1
7
C
0
-D
7
0
0
1
7
C
0
-D
5
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K