Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 20158
Ólafur hóf störf hjá Ístaki árið 1996 og starfaði þar óslitið þar til í lok síð-asta árs þegar hann gekk til liðs við
LNS SAGA sem er rúmlega ársgamalt verk-
takafyrirtæki í eigu LNS í Noregi. Hjá fyrir-
tækinu starfa nú þegar um 400 manns og
eru meginverkefni þess enn sem komið er
í Noregi. „Við erum þó komnir með fjögur
stór verkefni hérlendis. Við erum að störf-
um við Hverahlíðarlögn á Hellisheiði og
erum sömuleiðis með stórt byggingarverk-
efni fyrir Banana ehf. í Korngörðum. Ný-
lega gerðum við svo samning við Lands-
virkjun um byggingu Þeistareykjavirkjun-
ar; bæði stöðvarhús og lagnir og eru þau
verk að hefjast,“ segir Ólafur sem nú starfar
sem rekstrarstjóri véla hjá LNS SAGA.
Störf hans fyrir Ístak ráku hann um
landið þvert og endilangt og langt út fyrir
landsteinana og er hann reynslunni rík-
ari. „Það kom aldrei sá dagur að mér leidd-
ist í vinnunni en virkjanagerð í Sisimiut og
Ilulissat á Grænlandi stendur þó að mörgu
leyti upp úr.“
Vinnan hófst í Sisimiut á vesturströnd
Grænlands árið 2009. „Það var gríðar-
lega stórt verkefni sem fólst í því að byggja
vatnsaflsvirkjun í eyðifirði. Það voru boruð
jarðgöng undir stórt stöðuvatn og svo
sprengt upp í vatnið sem nú drífur virkj-
unina áfram.“
Ólafur hafði aðallega umsjón með rekstri
tækja og öflun þeirra en það er enginn
hægðarleikur að koma tækjum og öðrum
tilskildum búnaði á staðinn. „Meðal verk-
efna var að koma landgöngupramma á
staðinn en hann var eina tækið sem gat
flutt nauðsynlega borvagna inn í fjörðinn.
Pramminn, sem var gamall bandarísk-
ur innrásarprammi, var staddur í Uperna-
vik norðarlega á vesturströnd Grænlands.
Ég flaug þangað ásamt grænlenskum skip-
stjóra þarna um haustið en það lá á að fá
hann til Sisimiut til þess að vinnan gæti
hafist fyrir veturinn. Í Upernavik átti að
vera fylgdarbátur en hann var veðurteppt-
ur og úr varð að ég og þessi grænlenski
skipsstjóri sigldum einir með prammann
alveg niður í diskóflóa til fundar við fylgd-
arbátinn. Þetta var mikil ævintýraför en
hafðist og landgöngupramminn var eftir
það í stöðugum flutningum með allt efni
til virkjanagerðarinnar, tæki og vistir í Sisi-
miut. Menn reiddu sig líka á minni báta og
ef eitthvað kom upp á var notast við þyrl-
ur. Þær gátu hins vegar ekki flogið nema við
bestu aðstæður svo einangrunin var mikil,“
útskýrir Ólafur.
Tæki til virkjanagerðarinnar voru keypt
frá Evrópu. Þeim var siglt til Sisimiut þar
sem þau voru hífð í land. Þá tók landgöngu-
pramminn við og sigldi með þau inn fjörð-
inn. Ólafur starfaði ekki við virkjanagerð-
ina sjálfa og fór heim á milli. Hann þurfti þó
meðal annars að bregðast við þegar kvikn-
aði í rafstöð á staðnum. Hún var samtengd
verkstæðinu og brann allt sem brunnið gat.
„Þá þurfti að útvega ný tæki og rafstöðvar
sem skemmdust í brunanum.“
Þegar virkjanagerðinni í Sisimiut lauk fór
Ístak í svipað verk nálægt Ilulistad. Það var
líka í eyðifirði sem var í um fjögurra tíma
siglingu frá bænum en því verkefni lauk
árið 2014.
Ólafur segir mikla áskorun að starfa á
Grænlandi. „Þú finnur varla afskekktari og
erfiðari vinnuaðstæður. Það reyndi langt í
frá mest á mig enda var ég ekki með langa
viðveru í hvert skipti en aðrir voru þarna
mánuðum saman sem gat verið mjög erf-
itt. Ístak bjó þó eins vel um menn og hægt
var og reyndi að gera aðstæður sem best-
ar. Grænlendingar hafa líka notið góðs af
vinnunni en reikna má með því að virkjun-
in í Sisimiut borgi sig upp á um tíu árum.
Umhverfið græðir líka enda eru íbúar stað-
anna hættir að brenna olíu og farnir að
nýta vatnsorkuna í staðinn.“
Þú finnur varla
afskekktari og erfiðari
vinnuaðstæður en í eyðifirði á
Grænlandi.
Facebook er uppspretta
ótrúlegs fróðleiks. Þar
má með sanni finna allt
milli himins og jarðar
en ein af þeim skemmti-
legu síðum sem þar má
finna heitir Skaftfellskar
vinnuvélar. Guðmundur
Óli Sigurgeirsson, kenn-
ari á Kirkjubæjarklaustri,
er stofnandi síðunnar.
„Ég stofnaði síðu sem
heitir Bílar úr Skafta-
fellssýslum. Hún fékk
fljótt ansi mikinn hljóm-
grunn og þar inni er að
finna heilmikla sögu.
Þangað fóru svo að koma
inn alls konar myndir af
vinnuvélum, jarðýtum,
skurðgröfum og slíku.
Mér fannst þetta ekki
alveg eiga heima á þess-
ari bílasíðu þannig að ég ákvað eftir fésbókarspjall við félaga á síð-
unni að opna aðra síðu sem héti Skaftfellskar vinnuvélar,“ útskýr-
ir Guðmundur Óli. Á síðunni er að finna myndir af vinnuvélum af
öllum gerðum, dráttarvélum, heyvinnuvélum og þungavinnuvél-
um. „Stærstur hluti þeirra eru vélar sem eru Skaftfellingum kunnar
og hafa þjónað Skaftfellingum í gegnum tíðina.“
Guðmundur Óli segir áhugann á síðunni þó nokkurn en með-
limir eru yfir 200 talsins. Auglýsingar eru bannaðar á síðunni sem
annars er opin öllum. „Ég sé fyrir mér að ef síðan fær að hanga uppi
næstu áratugi gæti þetta orðið merkileg heimild,“ segir Guðmund-
ur Óli sem viðurkennir að vera sjálfur með pínulitla véladellu.
Skaftfellskar vinnuvélar
Hér er dæmi um uppgerðan traktor sem finna má
á síðunni. Davíð Smári Hlynsson deildi myndinni.
Á síðunni má finna skemmtilegar myndir af
gömlum vinnuvélum.
Mikil áskorun að starfa á Grænlandi
Vélvirkinn Ólafur Sölvason hefur starfað við gerð ófárra jarðganga og virkjana á viðburðaríkum ferli. Virkjanagerð í tveimur
eyðifjörðum á Grænlandi er honum sérstaklega minnisstæð. Hann féllst á að gefa lesendum innsýn í þá vinnu.
Ólafur starfar í dag fyrir verktakafyrirtækið LNS SAGA
sem vinnur meðal annars við Hverahlíðarlögn á
Hellisheiði.
Ólafur fór í ævintýralega ferð til Upernavik að sækja land-
göngupramma sem síðan var í stöðugum flutningum
með efni og tæki til virkjanagerðar í Sisimiut og Ilulissat.
Einangrunin
er víða mikil á
Grænlandi og
erfitt að afla
allra aðfanga.
Hér eru starfs-
menn Ístak
að störfum í
eyðifirði nærri
Ilulistad.
Ólafur ásamt Andra Valssyni (til vinstri) mælingamanni á Hellisheiði í vetur.
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
A
-4
8
C
C
1
7
D
A
-4
7
9
0
1
7
D
A
-4
6
5
4
1
7
D
A
-4
5
1
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K