Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201516 Fyrsta þriggja tonna vörubif-reiðin rann f ljótlega út úr sameiginlegri verksmiðju MAN-SAURER í Lindau við Boden- see fyrir hundrað árum. Skömmu síðar fylgdu fyrstu rúturnar, sem notaðar voru sem langferðabif- reiðar af Keisaralega póstfélag- inu og fluttu farþega auk bréfa og böggla. Þetta var upphaf framleiðslu at- vinnubifreiða hjá MAN, saga vel- gengni sem hefur ekki aðeins mótað sögu félagsins sjálfs held- ur hefur MAN einnig haft veruleg áhrif á þróun vörubíla og rúta með þróuðum og oft byltingarkenndum nýjungum sínum á undanförnum 100 árum – og heldur áfram að gera það. Þriggja öxla vörubílar Árið 1928 kynnti MAN fyrsta þriggja öxla vörubíl sinn, sem var forveri allra seinni tíma MAN- þungaflutningabíla. Á sjötta ára- tugnum buðu MAN-verksmiðjurn- ar upp á MAN F8 með 180 hestafla V8 mótor, sem varð flaggskip efna- hagsundurs hins nýja Sambands- lýðveldis Þýskalands. Á sama tíma sannaði MAN einn- ig framtaksmátt sinn í strætisvagna- smíði. Árið 1961 kynnti fyrirtæk- ið til sögunnar MAN 750 HO, fyrsta strætisvagninn í „modular design“. Þetta var staðlaður undirvagn sem var notaður með mismunandi gerð- um og útfærslum yfir bygginga fyrir strætisvagna, utanbæjarvagna og langferðabifreiðar. Trukkur ársins 1978 Ofarlega í minningunni hafa hins vegar ávallt verið MAN „húdd“- bílar fyrir byggingariðnaðinn sem og langflutningabílar af gerð- inni MAN 19.280, sem varð fyrsta MAN-vörubifreiðin til að hljóta „Truck of the Year“-verðlaunin árið 1978. MAN-rútur hafa einnig átt sína hápunkta. Árið 1992 kynnti MAN Lion’s Star-fólksf lutningabílinn sem átti eftir ákvarða nöfn allra komandi kynslóða MAN-rúta. Nýjungar á nýrri öld MAN byrjaði nýja öld á að inn- leiða nýjungar. Árið 2000 setti „Trucknology Generation Type A“, einnig nefnt TGA, nýja staðla varð- andi þægindi og vinnuvistfræði sem og nýja tækni eins og MAN TipMatic eða MAN Comfort-Shift fyrir hagkvæmar gírskiptingar. MAN styrkti stöðu sína í f lokki lúxusrúta er það tók yfir NEO- PLAN-vörumerkið árið 2001. Inn- leiðing D20-véla með „Common Rail“-innspýtingu árið 2004 voru mikil tímamót í véltækni. MAN varð fyrstur framleiðenda vöru- flutningabifreiða til að taka upp í öllum vélum sínum þessa hag- kvæmu og umhverfisvænu raf- eindastýrðu innspýtingu elds- neytis. Hybrid-drif Árið 2010 hóf MAN fjöldafram- leiðslu á „Hybrid“-strætisvögn- um, eða Lion’s City Hybrid. Lion’s City Hybrid sparar allt að 30 pró- sent eldsneytis með tilkomu hins nýja „hybrid“-drifs. Euro 6, nú- gildandi staðall fyrir útblásturs- mengun, var áskorun sem MAN uppfyllti þegar árið 2012 með nýj- ustu kynslóð af TG-gerðinni. Þeir uppfylla ströngustu mengunar- kröfur með hámarks eldsneyt- isnýtingu. Haustið 2014 kynnti MAN nýjustu vélakynslóð sína, D38, sem er nú afrakstur 100 ára þróunar véla í atvinnubíla. Móta framtíðina Deild innan MAN, „Framtíðar- rannsóknir“, greinir alþjóðlega þróun og ákvarðar stefnu fyrir þróun komandi kynslóða öku- tækja. Hönnuðir MAN eru nú þegar að vinna að framleiðslu á vörubíl, sem ekki þarfnast bíl- stjóra við tiltekna starfsemi. MAN Truck & Bus mun nota þess- ar og aðrar nýjar hugmyndir til að tryggja sjálfbæra þróun nútíma- legra atvinnubíla í framtíðinni. MAN-atvinnubílar í 100 ár Á þessu ári fagna MAN-verksmiðjurnar því að hundrað ár eru síðan framleiðsla hófst á MAN vöru- og fólksflutningabifreiðum. Þann 21. júní árið 1915 var nýtt fyrirtæki, Lastwagenwerk M.A.N. – SAURER fært inn í viðskiptaskrá Nürnberg-borgar. MAN hefur haft veruleg áhrif á þróun vörubíla og rúta með byltingarkenndum nýjungum sínum á undanförnum 100 árum. Umhverfis- og skipulags-svið Reykjavíkur fékk ný-lega afhenta fimm nýja, stóra f lokkabíla til reksturs og umhirðu borgarlandsins. Bílarnir, sem eru af gerðinni IVECO, voru keyptir hjá Kraftvélum að undan- gengnu útboði Reykjavíkurborgar. „Með tilkomu þessara bíla verða miklar breytingar á vinnuaðstöðu starfsmanna hverfastöðvanna sem starfa á þessum bílum,“ segir Hjalti J. Guðmundsson, stjórnandi skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. „Nýju bílarnir eru öflugri og betur tæknilega búnir en fyrirrennarar þeirra. Allir eru þeir með krana og pall sem hægt er að sturta af á þrjá vegu. Sæti eru fyrir sjö manna öflugan vinnu- flokk í hverjum bíl. Það er hægt að láta þá framkvæma fleiri verk en þá gömlu og þeir eru þægilegri í allri notkun. Það má svo ekki gleyma því að gömlu, appelsínu- gulu bílarnir voru orðnir svolítið laslegir þannig að þetta er nokk- urs konar ímyndarmál fyrir okkur líka. Nú getum við stoltir keyrt um götur bæjarins,“ segir Hjalti og brosir. Appelsínugulu bílarnir hverfa Bílarnir verða notaðir í verkefni úti á hverfastöðvunum og hjá Þjón- ustumiðstöð Reykjavíkurborgar sem oft er kennd við aðsetur sitt á Stórhöfða. Tveir bílanna fara á hverfastöðina við Jafnasel, tveir á hverfastöðina við Njarðargötu og einn í umferðarskiltadeild á Stórhöfða. Nýju bílarnir leysa af hólmi gömlu appelsínugulu Benz- flokkabílana sem flestir borgar- búar kannast við en þeir hafa ekið um götur borgarinnar í mörg ár. Hjalti segir bílana verða notaða í öll verk sem til falla við rekstur borgarlandsins. „Þeir verða not- aðir í allt frá minniháttar viðgerð- um í borgarlandinu, svo sem mal- biks-, kantsteina- og gangstéttar- viðgerðir yfir í að vera notaðir til aðstoðar við minniháttar jarð- vegsframkvæmdir. Verkefnin sem við sinnum eru mjög fjölbreytt og koma nýju bílarnir til með að létta okkur þau.“ Mikilvægir á veturna Bílarnir verða einnig notaðir í vetrarþjónustu Reykjavíkurborg- ar þar sem þeir munu gegna stóru hlutverki. „Bílarnir sem við höfum notað undanfarin ár hafa haft stórt hlutverk á veturna og munu þessir nýju taka við því. Þeir verða meðal annars notaðir við mokstur allra stofnanalóða og til að ryðja burt snjó frá strætóskýlum,“ út- skýrir Hjalti. Eins og áður segir munu nýju bílarnir verða til þess að vinnu- aðstaða starfsmanna batnar til muna. „Það fer eftir verkefnum hversu margir starfsmenn eru á hverjum bíl en þeir eru yfirleitt frá einum upp í fjóra. Dagsskipu- lagið ræður því hvernig þetta rað- ast,“ segir Hjalti. Tæki í eigu borgarinnar eru mörg enda verkin fjölbreytt. „Við eigum að sjálfsögðu fullt af tækj- um til að sinna þeim verkefnum sem við höfum á okkar könnu. Til dæmis sláttuvélar af ýmsum stærðum og gerðum og erum við alltaf að auka við þann flota. Einn- ig alls konar þjöppur og önnur tæki sem notuð eru úti í mörkinni til að sinna þeim verkefnum sem þörf er á.“ Keyra stoltir um á nýju bílunum Nýir flokkabílar voru nýlega teknir í notkun hjá Reykjavíkurborg. Bílarnir létta starfsmönnum verkin sem eru mörg og misjöfn og auk þess verður vinnuaðstaða þeirra mun betri. Nýju bílarnir frá Iveco leysa gömlu, appelsínugulu bílana, sem margir þekkja, af hólmi. Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur gegna hinum ýmsu verkum í borgarlandinu. Þeir fengu nýlega afhenta nýja flokkabíla sem auðvelda þeim störfin. MYND/GVA Nýju bílarnir eru öflugri og betur tæknilega búnir en fyrirrennarar þeirra. Allir eru þeir með krana og pall sem hægt er að sturta af á þrjá vegu. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 9 -4 C F C 1 7 D 9 -4 B C 0 1 7 D 9 -4 A 8 4 1 7 D 9 -4 9 4 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.