Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 22
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig
hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir
Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson,
jonivar@365.is, s. 512 5429
Sífellt fleiri Íslendingar kjósa að eyða sumarleyfum fjarri sólarströndum og
iðandi stórborgum og velja í
stað þess sumarleyfi sem inni-
halda spennandi gönguferðir,
fjallaklifur, hjólaferðir eða aðra
hreyfingu í fallegu umhverfi.
Meðal þeirra eru hjónin Guðrún
Harpa Bjarnadóttir og Erlendur
Pálsson sem hafa stundað mikið
gönguferðir og fjallgöngur hér-
lendis undanfarin ár.
Á síðustu árum hafa þau horft
út fyrir landsteinana þegar kem-
ur að gönguferðum enda segja
þau freistandi að ferðast í hlýrra
loftslagi og öðruvísi krefjandi
umhverfi. „Það er ekki langt síð-
an að það voru bara sérvitringar
sem vildu eyða fríinu sínu í krefj-
andi hreyfingu. Nú fara margir
Jakobsstíginn á Spáni gangandi
eða á hjóli, ótrúlegur fjöldi er
búinn að fara á topp Mont Blanc
og Kilimanjaro svo dæmi séu
tekin og fjallaferðir til landa eins
og Tyrklands og Marokkós verða
æ vinsælli,“ segir Guðrún.
Guðrún og Erlendur hafa
tvisvar sinnum gengið hring-
inn í kringum Mont Blanc sem
er hæsta fjall Vestur-Evrópu.
Gangan, sem heitir Tour du
Mont Blanc, er ein elsta merkta
gönguleið í Evrópu og nær til Ít-
alíu, Frakklands og Sviss. „Hring-
urinn í kringum fjallgarðinn er
um 165 kílómetrar með um 9.000
metra samanlagðri hækkun.
Við undirbjuggum okkur í þrjú
ár undir fyrstu ferðina sem við
fórum með vinahjónum okkar
árið 2013. Þá gengum við í ellefu
daga sem er algengasti göngu-
hraðinn. Allt gekk upp og við
heilluðumst gjörsamlega af nátt-
úrunni, mannlífinu og matnum.
Við ákváðum því að fara aftur
ári síðar og nú sem fararstjórar
fyrir tólf manna hópi,“ segir
Erlendur.
EIN Í HEIMINUM
Ferðin hófst í Chamonix í Frakk-
landi og er fyrsti hlutinn fjórir
dagar þar sem gist er í fjalla-
skálum á leiðinni. „Á þriðja degi
fórum við yfir landamærin til
Ítalíu og tóku flestir andköf þegar
við komum upp í fjallaskarðið
þar sem landamærin liggja. Þá
blasir Mont Blanc-tindurinn við
eftir að hafa verið í hvarfi fyrstu
tvo dagana. Á fjórða degi erum
við kominn til Courmayeur á
Ítalíu þar sem tekinn er einn
hvíldardagur og gist í tvær nætur
á góðu hóteli. Þaðan er gengið
í þrjá daga til Champex í Sviss
þar sem er tekinn seinni hvíldar-
dagur og frá Champex eru fjórir
göngudagar aftur til Chamonix
þar sem hringnum er lokað.“
Gengið er á þéttum göngustíg-
um í um 15 kílómetra á dag sem
nemur einni til tveimur Esjum
í hækkun. „Maturinn er oftast
ákaflega góður. Hádegismaturinn
var oft gómsætar eggjakökur,
ostaréttir eða kartöflugratín og
ískaldur bjórinn er hvergi meira
svalandi en í 2.000 metra hæð
yfir sjávarmáli.“
Hátt í 20.000 manns ganga
þessa leið árlega og þar hitt-
ist fólk frá öllum heimshornum
sem þrátt fyrir ólíka menningu
sameinast um þetta áhugamál
sem fjallamennskan er. „Flestir
ganga sama hringinn, þ.e. rang-
sælis umhverfis fjallgarðinn. Þó
margir séu á ferðinni erum við á
köflum alveg ein í heiminum en
rekumst svo oft á sama fólkið í
skálunum að kvöldi. Á nokkrum
stöðum á leiðinni göngum við
í gegnum beitarhólf þar sem
kúabjöllurnar spila ótrúlegar
sinfóníur í bergmáli fjallanna og
okkur finnst eins og Heiða og afi
hennar hljóti að birtast bak við
næsta hól.“ ■ starri@365.is
SINFÓNÍUR Í BERG-
MÁLI FJALLANNA
GENGIÐ Í ÖLPUNUM Hjónin Guðrún Harpa og Erlendur hafa gengið Tour du
Mont Blanc-hringinn í Ölpunum síðustu tvö ár og stefna á þriðju ferðina í ár.
HVÍTA FJALLIÐ Næstsíðasti dagur ferðarinnar og farið að sjást í mark. Hvíti tindurinn
er Mt. Blanc. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
FRÁBÆR GÖNGUFERÐ Erlendur og Guðrún Harpa hafa gengið Tour du Mont Blanc-hringinn tvö undanfarin sumur. Hér eru þau í
Val Ferret-dalnum í Sviss.
HRESS Á FJÖLLUM Hópurinn sem gekk með Guðrúnu Hörpu og Erlendi síðasta sumar.
Plokkfiskur
LIFÐU
í NÚLLINU!
Til hvers að flækja hlutina?
365.is | Sími 1817
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
9
-4
C
F
C
1
7
D
9
-4
B
C
0
1
7
D
9
-4
A
8
4
1
7
D
9
-4
9
4
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K