Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 6
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
KJARAMÁL „Öryrkjar eru ekkert
öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir
þurfa að borga fyrir húsnæði, mat,
læknisheimsóknir, lyf og margt
fleira,“ segir Halldór Sævar Guð-
bergsson, varaformaður Öryrkja-
bandalags Íslands, ÖBÍ. Hann
segir öryrkja vænta þess að fá 300
þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur
á mánuði frá almannatrygging-
um, það er að segja jafn mikið og
krafa verkalýðsforystunnar um
lágmarkslaun hljóðar upp á.
Fyrir einstak-
ling sem býr
einn eru óskertar
örorkulífeyris-
greiðslur á n
heimilisuppbót-
ar 172.516 krón-
ur eftir skatt en
192.021 króna
með heimilis-
uppbót. Um 30
prósent örorku-
lífeyrisþega fá heimilisuppbót
skerta eða óskerta. „Þetta dugar
engan veginn til þess að fólk nái
að framfleyta sér á viðunandi hátt.
300 þúsund krónur á mánuði eru
algjört lágmark til að fólk geti
lifað í íslensku samfélagi,“ tekur
Halldór fram.
Hann minnir á að í 69. gr. laga
um almannatryggingar segi að
bætur almannatrygginga skuli
breytast árlega í samræmi við
fjárlög hverju sinni. Ákvörðun
þeirra skuli taka mið af launaþró-
un, þó þannig að þær hækki aldrei
minna en verðlag samkvæmt vísi-
tölu neysluverðs.
Samkvæmt skýrslu sem Talna-
könnun vann fyrir ÖBÍ um þróun
bóta Tryggingastofnunar til
öryrkja frá 2008 til 2013 náði líf-
eyririnn hvorki að halda í við
þróun lægstu launa, verðlags né
launavísitölu. „Við höfum ekki
fengið leiðréttingu nema að hluta,“
segir Halldór.
Í ályktun um kjaramál sem sam-
þykkt var á landsfundi Landssam-
bands eldri borgara, LEB, nú í maí
er þess krafist að lífeyrir almanna-
trygginga taki að lágmarki sömu
hækkunum og lægstu laun sem
samið verður um í næstu kjara-
samningum. Í ályktuninni er skor-
að á stjórnarflokkana að standa
við gefin loforð um að bæta öldr-
uðum kjaraskerðinguna sem varð
á árunum 2009 til 2013 og lækka
fjármagnstekjuskatt. Skerðingar
á frítekjumarki vegna fjármagns-
tekna aldraðra og öryrkja sem
tóku gildi 2009 verði afturkallað-
ar strax. Jafnframt að stjórnvöld
virði ákvæði og anda laganna um
almannatryggingar.
Nýkjörinn formaður LEB, Hauk-
ur Ingibergsson, segir það liggja í
loftinu að lægstu laun muni hækka
töluvert mikið í komandi kjara-
samningum. „Komið hefur fram
sterk krafa um að lægstu laun
hækki í 300 þús-
und krónur á
næstu þrem-
ur árum. Það
er ekki síður
ástæða til að þeir
sem ekki njóta
atvinnutekna
heldur lífeyris
fái sams konar
hækkun. Ekki má
gleyma að aldraðir hafa ekki notið
þess launaskriðs sem orðið hefur
á vinnumarkaði á síðustu árum
og leitt hefur til gliðnunar á milli
kjara launþega og lífeyrisþega,“
segir Haukur. ibs@frettabladid.is
Aldraðir og öryrkjar
fái líka 300 þúsund
Varaformaður Öryrkjabandalags Íslands segir lífeyrisgreiðslur engan veginn duga
til að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. Formaður Landssambands eldri
borgara segir aldraða ekki hafa notið launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði.
HAUKUR INGI-
BERGSSON
HALLDÓR
SÆVAR GUÐ-
BERGSSON
KJARABAR-
ÁTTA Öryrkjar
og aldraðir
benda á að
samkvæmt
lögum eigi
lífeyrir að
taka mið af
launaþróun,
þó þannig
að greiðslur
hækki aldrei
minna en
verðlag sam-
kvæmt vísitölu
neysluverðs.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í
yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna
hjá Matvælastofnun. Á annað hundrað
hross hafa verið seld úr landi og bíða nú
fyrrverandi eigendur eftir því að geta flutt
hrossin til nýrra heimkynna.
„Þetta veldur óneitanlega óþægindum
fyrir hrossasölu. Á okkar vegum eru um
60 hross sem bíða eftir því að komast út.
Hættan er sú að nýir eigendur bíði með að
flytja út hross þar til í haust því það er ekki
gott fyrir hrossin að koma út í sumarhitann.
Á meðan munu þessi hross bíða hér á landi
í einhvern tíma,“ segir Hulda Gústafsdóttir,
tamningamaður og útflytjandi á Árbakka í
Landsveit.
Útflytjendur segja þetta geta haft mikil
áhrif á útflutning íslenska hestsins á þessu
ári ef fram heldur sem horfir. Gunnar
Arnarson og Eysteinn Leifsson eru einnig
stórir aðilar í útflutningi hrossa og í gegnum
þau þrjú fer obbi íslenskra hesta til útlanda.
Um 140 hross bíða útflutnings hjá Eysteini
og Gunnari. Hulda bendir á að þótt ástandið
sé ekki gott er lán í óláni að háannatími í
útflutningi hrossa er að haustlagi. „Það mun
taka okkur einhvern tíma að ná í skottið á
okkur því svo fer allt á fullt að hausti þegar
langflest hross eru flutt úr landi. Því
vonum við að þetta verkfall leysist sem
fyrst. En þó þetta hafi vissulega slæm
áhrif á útflutning hrossa kemur þetta
afar hart niður á svína og alifugla-
bændum og maður hugsar til þeirra
stétta í dag,“ segir Hulda. - sa
Fréttablaðið leitar að sögum
sem tengjast verkfallsaðgerð-
um. Láttu okkur endilega vita af
skemmtilegum, eða miður skemmti-
legum, sögum með því að senda okkur
póst á ritstjorn@frettabladid.is.
VEISTU SVARIÐ?
1. Hver er markahæsta íslenska knatt-
spyrnukonan í efstu deild í Svíþjóð?
2. Í hvaða sveitarfélagi fá karlar frí í
bæjarstjórn í júní?
3. Hvaða dómstóll mun taka afstöðu
til spurninga Breta og Hollendinga
varðandi Icesave?
SVÖR:
1. Margrét Lára Viðarsdóttir. 2. Árborg.
3. EFTA-dómstóllinn.
VERKALÝÐSBARÁTTAN
REYNSLUSÖGUR ÁHRIF YFIRSTANDANDI AÐGERÐA
Útflutningur hrossa liggur niðri
BANDALAG HÁSKÓLAMANNA (BHM)
Ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga | Stendur enn yfir
Í DAG ER 44. DAGUR Í VERKFALLI FIMM ÞEIRRA:
1 Félag geislafræðinga Hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans.
Ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgen-
myndatöku.
2 Félag lífeindafræðinga Áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum.
Lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í
erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.
3 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala Koma að frumu- og sam-
eindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni,
örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði,
faralds fræði, tölfræði og kerfislíffræði.
4 Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala | ÞRI., MIÐ. OG FIM.
Raskar starfi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem
vegna keisaraskurðaðgerða.
5 Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu
Ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða
skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum.
● Ljósmæðrafélag Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri Ótímabundið verk-
fall hófst 9. apríl. Verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Aðgerðir eru því
á 42. degi.
HAFA VERIÐ Í VERKFALLI FRÁ 20. APRÍL - 31. DAGUR
1 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun Meðal annars áhrif
á eftirlit með plöntu heilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.
2 Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvæla-
stofnun Raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum.
3 Dýralæknafélag Íslands Stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu. Uppáskrift
dýralækna og eftirlit þarf við slátrun og einnig vegna innflutnings.
Í PÍPUNUM: SGS: Verkfalli sem átti að vera í gær og í dag hefur verið frestað
til 28.-29. maí og ótímabundinni vinnustöðvun til 6. júní. Hjúkrunarfræðingar:
Ótímabundið verkfall hefst 27. maí. VR, LÍV og Flóabandalag: 28.-29. maí er
verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum, 30.-31. maí er verkfall á hótelum, gisti- og
baðstöðum, 31. maí-1. júní er verkfall í flugafgreiðslu, 2.-3. júní er verkfall hjá
skipafélögum og í matvöruverslunum, 4.-5. júní er verkfall hjá olíufélögum, 6.
júní hefst ótímabundið verkfall félagsmanna.
VERKFALLSAÐGERÐIR Í GANGI
FRÁ AÐGERÐUM Í FYRRA Fólk sem á pantað flug um mánaðamótin næstu óttast
áhrif af vinnustöðvun sem þá hefur verið boðuð í flugafgreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
9
-9
2
1
C
1
7
D
9
-9
0
E
0
1
7
D
9
-8
F
A
4
1
7
D
9
-8
E
6
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K