Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Vörubílar og vinnuvélar20. MAÍ 2015 MIÐVIKUDAGUR 3
Helga segir margt hafa breyst í út-lánastarfsemi á síðustu árum, sér-staklega hefur sveigjanleiki auk-
ist og viðskiptavinir hafa því mun meira
val en áður. „Nú geta einstaklingar valið
á milli óverðtryggðra bílalána eða bíla-
samninga á breytilegum eða föstum vöxt-
um. Lánshlutfall getur verið allt að 80%
af kaupverði og lánstími 7 ár en það fer þó
eftir ástandi og aldri farartækisins. Ein-
staklingar eru í auknum mæli að kjósa
hefðbundin bílalán. Fyrirtækjum bjóð-
ast sérhæfðari vörur svo sem rekstrar-
leiga og birgðafjármögnun nýrra og not-
aðra bíla. Lánshlutfall og lánstími í fyrir-
tækjafjármögnun getur verið breytilegur
eftir aðstæðum og vörum enda er líftími
atvinnutækja mislangur. Afborganir geta
tekið mið af árstíðabundnum sveiflum í
rekstri þannig að við teljum okkur vera að
bjóða viðskiptavinum okkar mjög góða
vöru. Fyrirtækin eru yfirleitt að taka hefð-
bundna kaupleigusamninga.“
Helga segir að vextir séu mismunandi
eftir vörum og viðskiptasambandi. Vörðu-
félagar fái t.d. betri kjör sem þýðir að bæði
vextir og lántökugjöld eru þá lægri. „En
þjónustan er líka stór hluti af tilboðinu
og ákvarðanir um fjármögnun þurfa að
byggjast á faglegu mati sem við getum að-
stoðað við.“
Markaðurinn að styrkjast
Helga segir greinilegt uppstig á markað-
inum enda sé undirliggjandi mikil endur-
nýjunarþörf. Aldur bíla og tækja í umferð
sé orðinn ansi hár og því þurfi það ekki að
koma á óvart að fyrirtæki og einstakling-
ar séu í auknum mæli að endurnýja bíl-
inn eða tækið, enda veruleg rekstrarhag-
ræðing í því þar sem nýir bílar séu í dag
mun ódýrari í rekstri. „Hvað varðar fyrir-
tækin þá hafa bílaleigurnar verið mjög
sterkar síðustu ár en við erum líka að sjá
aukningu í öðrum atvinnutækjum eins og
sendibílum, lyfturum, gröfum og krönum
og ýmsum landbúnaðartækjum.“
Aðlögun að breyttum þörfum
Helga segir einnig að breytingar hafi orðið
á óskum viðskiptavina. „Við verðum mun
meira en áður vör við áhuga viðskiptavina
á umhverfisvænni bílum, sala á svoköll-
uðum grænum bílum hefur aukist mikið
og við bjóðum sérkjör á fjármögnun þeirra
enda er samþætting umhverfissjónarmiða
við almennan rekstur bankans hluti af
samfélagslegri ábyrgð okkar. Þá erum við
farin að fjármagna kaup á eldri bílum en
áður en staðreyndin er sú að meðal aldur
bílaflotans er orðinn nærri 13 ár og við
höfum aðlagað okkar vörur að því.“
Sérstaða Landsbankans
byggist á afburða þjónustu
Bíla- og tækjafjármögnun Landsbank-
ans er til húsa að Borgartúni 33 í Reykja-
vík. Í því húsi er einnig Fyrirtækjamiðstöð
Landsbankans sem sinnir þjónustu við
smá og meðalstór fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu. Helga segir að þetta skipti miklu
þegar kemur að þjónustunni: „Í Borgar-
túninu getum við boðið minni og meðal-
stórum fyrirtækjum heildarlausnir á sviði
fjármögnunar, allt á einum og sama staðn-
um. Þetta er mjög þægilegt fyrir okkar við-
skiptavini. Við búum líka svo vel,“ segir
Helga, „að vera með öflugt útibúanet um
allt land og viðskiptavinir okkar utan
höfuð borgarsvæðisins geta alltaf sótt ráð-
gjöf í sitt útibú, hvar sem er á landinu!“
Helga segir að sérstaða Landsbank-
ans felist í góðri þjónustu, stærð á markaði
og nánum tengslum við samstarfsmenn í
bílaumboðunum og á bílasölunum. „Þetta
er geysilegur styrkur fyrir okkur og okkar
viðskiptavini og tryggir faglega og skil-
virka starfsemi. Starfsmenn B&T hafa
verið lengi í „bransanum“ og hafa mikla
þekkingu og reynslu sem við byggjum á og
hefur skapað okkur traust á markaði. Við
hlustum á okkar viðskiptavini og bjóðum
vörur og þjónustu sem taka mið af þörfum
þeirra hverju sinni.“
Sérhæfing í bíla- og tækjafjármögnun
Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans (B&T) sérhæfir sig í fjármögnun til fyrirtækja og einstaklinga á hvers kyns farartækjum,
til dæmis við kaup á nýjum og notuðum bílum, mótorhjólum, ferðavögnum og öðrum vélum og atvinnutækjum. Helga Friðriksdóttir,
forstöðumaður B&T, segir Landsbankann byggja sérstöðu sína á þekkingu starfsmanna og góðum kjörum til viðskiptavina sinna.
Helga Friðriksdóttir, forstöðumaður Bíla- og tækjafjármögnunar Landsbankans.
Bíla- og
tækjaármögnun
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Landsbankinn býður fyrirtækjum hagkvæma
ármögnun á bifreiðum, atvinnutækjum,
vélum og ýmsum rekstrartækjum.
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
A
-1
7
6
C
1
7
D
A
-1
6
3
0
1
7
D
A
-1
4
F
4
1
7
D
A
-1
3
B
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K