Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 8
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 69 0 41 Frá kr. 154.900 Eldri borgarar til Kanarí & Benidorm Benidorm – 8. sept. í 14 nætur Kanarí – 25. okt. í 24 nætur Dorotea Frá kr. 199.900 Heimsferðir býður eldri borgurum frábær kjör til Kanarí. Einstök ferð m/gistingu á Dorotea án fæðis. Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 25. október í 24 nætur með 20.000 kr. bókunarafslætti. Hotel Melia Frá kr. 154.900 Heimsferðir býður eldri borgurum frábær kjör til Benidorm. Einstök ferð m/gistingu á Hotel Melia m/hálfu fæði og drykk. Netverð á mann frá kr. 154.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 8. september í 14 nætur með 15.000 kr. bókunarafslætti. Heimsferðir býður eldri borgurum frábær kjör til Benidorm og Kanarí. Einstakar ferðir með góðri gistingu á vel völdum hótelum sem notið hafa vinsælda. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í góðum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra Heimsferða. Allt að 20.000 kr. bókunarafs láttur á ma nn til 1. júní 20 15. MENNING Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminja- safns Íslands (NMSÍ), vonar að ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum safnsins verði til þess stjórnvöld taki af skarið og marki framtíðarstefnu fyrir safnið. Ríkisendurskoðun, sem er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis, birti svokall- aða eftirfylgniskýrslu á mánu- dag, en eftir úttekt á málefnum NMSÍ árið 2012 var hvatt til að stjórnvöld tækju ákvörðun um starfsemi safnsins, uppbygg- ingu þess og umfang til framtíð- ar, enda uppfyllti stofnunin ekki lögbundnar skyldur sínar sem eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Niðurstaða Ríkisendurskoðun- ar nú er í raun sú að ekkert hafi verið gert í málefnum safnsins og því hljóti að koma til álita, að óbreyttu, að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti. Hilmar bendir á að það glytti í eitt og annað jákvætt í starf- seminni, en í fyrsta sinn tekur safnið nú þátt í samsýningu sex safna þar sem m.a. geirfuglinn er til sýnis í Safnahúsinu og gerður hefur verið samstarfssamningur milli Náttúrufræðistofnunar og safnsins um útlán og eftirlit með safnmunum. „Ég hef enn von um að sam- starf megi takast um myndar- lega náttúrufræðisýningu í Perl- unni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Eins er skrif- stofuaðstaða safnsins í óvissu hér í Loftskeytastöðinni, húsa- leigusamningnum hefur verið sagt upp og aðeins tveir mánuðir til stefnu,“ segir Hilmar og bætir við að staða safnsins sé vissulega ekki glæsileg en vonar að niður- staða Ríkisendurskoðunar verði til þess að brýna menn til dáða. „Þjóðin og gestir landsins eiga ekki annað skilið en að eignast safn þar sem staðið er að sýn- ingahaldi og miðlun upplýsinga og fróðleiks um einstaka nátt- úru landsins, náttúrusögu, nátt- úruvernd og nýtingu náttúru- auðlinda. Við reiðum okkur í svo miklum mæli á auðlindir nátt- úrunnar að fræðsla um hana er grundvallaratriði,“ segir Hilmar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrú- ar að vegna skorts á fjármun- um yrði ekki ráðist nýbyggingu í tengslum við NMSÍ á næstu árum. Viðræður við Reykjavíkur- borg og einkafjárfesti um nátt- úrugripasýningu Perlunni var þá á lokastigum, að hans sögn. svavar@frettabladid.is Vonar að aðfinnslur hreyfi við ráðherra Forstöðumaður Náttúruminjasafnsins vonar að niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði til þess að stjórnvöld bregðist við neyðarlegri stöðu. Ríkisendurskoðun telur að leggja megi safnið niður að óbreyttu enda uppfylli það ekki lögbundnar skyldur. Í SKÚFFUNNI Niðurlæging Náttúruminjasafnsins er áratuga löng saga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég hef enn von um að samstarf megi takast um myndar- lega náttúru- fræðisýningu í Perlunni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ SAMGÖNGUR Ful ltrúar frá Bremen ports koma til Íslands nú í maí til að fylgja eftir ýmiss konar rannsóknum og samskipt- um, varðandi uppbyggingu stór- skipahafnar í Finnafirði. Þetta kemur fram í fundargerð sveit- arstjórnar Langanesbyggðar þar sem segir að oddviti og sveitar- stjóri hafi farið yfir stöðu máls- ins. „Meðal annars verður farið í uppsetningu á veðurstöðvum og jarðvegsrannsóknir fram- kvæmdar en þessir liðir frest- uðust í vetur vegna veðurs. Þeir munu funda með ýmsum aðilum á Íslandi vegna verkefnisins,“ segir nánar um komu fulltrúa Bremen- ports. Fulltrúi minnihluta L-listans gerði athugasemd við það að gögn hefðu ekki fylgt með þessum lið á fundinum. „Einnig leggur L -listinn áherslu á að þriggja manna nefnd verði skipuð um þetta gríðarstóra verkefni,“ segir í bókun. Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes: Höfn í Finnafirði enn á borðinu FINNAFJÖRÐUR Setja á upp veður- stöðvar og rannsaka jarðveg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D A -0 8 9 C 1 7 D A -0 7 6 0 1 7 D A -0 6 2 4 1 7 D A -0 4 E 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.