Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 22
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Sífellt fleiri Íslendingar kjósa að eyða sumarleyfum fjarri sólarströndum og iðandi stórborgum og velja í stað þess sumarleyfi sem inni- halda spennandi gönguferðir, fjallaklifur, hjólaferðir eða aðra hreyfingu í fallegu umhverfi. Meðal þeirra eru hjónin Guðrún Harpa Bjarnadóttir og Erlendur Pálsson sem hafa stundað mikið gönguferðir og fjallgöngur hér- lendis undanfarin ár. Á síðustu árum hafa þau horft út fyrir landsteinana þegar kem- ur að gönguferðum enda segja þau freistandi að ferðast í hlýrra loftslagi og öðruvísi krefjandi umhverfi. „Það er ekki langt síð- an að það voru bara sérvitringar sem vildu eyða fríinu sínu í krefj- andi hreyfingu. Nú fara margir Jakobsstíginn á Spáni gangandi eða á hjóli, ótrúlegur fjöldi er búinn að fara á topp Mont Blanc og Kilimanjaro svo dæmi séu tekin og fjallaferðir til landa eins og Tyrklands og Marokkós verða æ vinsælli,“ segir Guðrún. Guðrún og Erlendur hafa tvisvar sinnum gengið hring- inn í kringum Mont Blanc sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu. Gangan, sem heitir Tour du Mont Blanc, er ein elsta merkta gönguleið í Evrópu og nær til Ít- alíu, Frakklands og Sviss. „Hring- urinn í kringum fjallgarðinn er um 165 kílómetrar með um 9.000 metra samanlagðri hækkun. Við undirbjuggum okkur í þrjú ár undir fyrstu ferðina sem við fórum með vinahjónum okkar árið 2013. Þá gengum við í ellefu daga sem er algengasti göngu- hraðinn. Allt gekk upp og við heilluðumst gjörsamlega af nátt- úrunni, mannlífinu og matnum. Við ákváðum því að fara aftur ári síðar og nú sem fararstjórar fyrir tólf manna hópi,“ segir Erlendur. EIN Í HEIMINUM Ferðin hófst í Chamonix í Frakk- landi og er fyrsti hlutinn fjórir dagar þar sem gist er í fjalla- skálum á leiðinni. „Á þriðja degi fórum við yfir landamærin til Ítalíu og tóku flestir andköf þegar við komum upp í fjallaskarðið þar sem landamærin liggja. Þá blasir Mont Blanc-tindurinn við eftir að hafa verið í hvarfi fyrstu tvo dagana. Á fjórða degi erum við kominn til Courmayeur á Ítalíu þar sem tekinn er einn hvíldardagur og gist í tvær nætur á góðu hóteli. Þaðan er gengið í þrjá daga til Champex í Sviss þar sem er tekinn seinni hvíldar- dagur og frá Champex eru fjórir göngudagar aftur til Chamonix þar sem hringnum er lokað.“ Gengið er á þéttum göngustíg- um í um 15 kílómetra á dag sem nemur einni til tveimur Esjum í hækkun. „Maturinn er oftast ákaflega góður. Hádegismaturinn var oft gómsætar eggjakökur, ostaréttir eða kartöflugratín og ískaldur bjórinn er hvergi meira svalandi en í 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli.“ Hátt í 20.000 manns ganga þessa leið árlega og þar hitt- ist fólk frá öllum heimshornum sem þrátt fyrir ólíka menningu sameinast um þetta áhugamál sem fjallamennskan er. „Flestir ganga sama hringinn, þ.e. rang- sælis umhverfis fjallgarðinn. Þó margir séu á ferðinni erum við á köflum alveg ein í heiminum en rekumst svo oft á sama fólkið í skálunum að kvöldi. Á nokkrum stöðum á leiðinni göngum við í gegnum beitarhólf þar sem kúabjöllurnar spila ótrúlegar sinfóníur í bergmáli fjallanna og okkur finnst eins og Heiða og afi hennar hljóti að birtast bak við næsta hól.“ ■ starri@365.is SINFÓNÍUR Í BERG- MÁLI FJALLANNA GENGIÐ Í ÖLPUNUM Hjónin Guðrún Harpa og Erlendur hafa gengið Tour du Mont Blanc-hringinn í Ölpunum síðustu tvö ár og stefna á þriðju ferðina í ár. HVÍTA FJALLIÐ Næstsíðasti dagur ferðarinnar og farið að sjást í mark. Hvíti tindurinn er Mt. Blanc. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI FRÁBÆR GÖNGUFERÐ Erlendur og Guðrún Harpa hafa gengið Tour du Mont Blanc-hringinn tvö undanfarin sumur. Hér eru þau í Val Ferret-dalnum í Sviss. HRESS Á FJÖLLUM Hópurinn sem gekk með Guðrúnu Hörpu og Erlendi síðasta sumar. Plokkfiskur LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 9 -4 C F C 1 7 D 9 -4 B C 0 1 7 D 9 -4 A 8 4 1 7 D 9 -4 9 4 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.