Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Page 18

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Page 18
16 Sem rimfn um það, hve misháar tekjur manna í einstökum sveitarfélögum eru, má geta þess, að meðalnettótekjur á íbúa 1952 samkvæmt skattskrám 1953 voru 13.600 kr. í Reykjavík og 11.500 kr. á Akureyri, en 7.400 á Olafsfirði, 8.800 á Húsavík, 9.500 kr. á Sauðárkróki og 9.900 þús. á Siglufirði. Þessir 4 kaupstaðir eru taldir hafa lægstar tekjur á íbúa 1952, og þeir eru jafnframt með lægst útsvar á íbúa samkvæmt yfirliti B. I sýslum eru la3gstar tekjur á íbúa 1952 samkvæmt skattskrám 1953 í Dalasýslu (6,600 kr.), Stranda- sýslu (6.600 kr.), Skagafjarðarsýslu (6.700 kr.), N-Pingeyjarsýslu (6.500 kr.) og N- Múlasýslu (6.400 kr.). I yfirliti B eru þessar sýslur allar með lægra útsvar á íbúa en meðaltalið. Þess er að gæta í þessu sambandi, að ákveðinn miBmunur á meðaltekjum á íbúa milli sveitarfélaga leiðir til tiltölulega miklu meiri mismunar á útsvarstekjum miðað við sama álagningarstiga, vegna þess að útsvör eru stighækkandi á tekjur. Og jafn- vel þótt um sé að ræða líkar tekjur á íbúa í tveimur sveitarfélögum, getur tekjuþörf ann- ars þeirra verið meiri en hins vegna víðtækari þjónustu í þágu íbúanna, eins og áður segir. Ymis önnur atriði skipta máli í þessu sambandi, en þau verða ekki rakin frekar hér. Til skýringar því, hvað felst í tölum hvers dálks i yfirliti B, vísast til töflu IV í þessu hefti. Að öðru leyti þarfnast yfirlitið ekki frekari skýringa.

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.