Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 19. janúar 2015 | SKOÐUN | 13
Eru kjarasamningar við
lækna nægjanlegir til að
snúa heilbrigðiskerfinu til
betri vegar? Óskandi að
svo væri en hætt er við að
meira þurfi til því vand-
kvæðin lúta að svo miklu
stærri þáttum íslensks
samfélags. Í heilbrigðis-
kerfinu og öðrum stofn-
unum samfélagsins skort-
ir fyrst og fremst forystu
af hálfu ráðamanna þjóðarinnar
sem skapar tiltrú á framtíð þjóðar-
innar í landinu. Sú forysta er ærið
langsótt þegar framtíðar sýnin er
eingöngu fólgin í því að horfa til
baka; fara aftur til ársins 2007 og
taka upp þráðinn frá þeim tíma
eins og ekkert hafi í skorist, ekkert
hrun orðið, enginn skaði skeður og
enginn lært neitt. Það má því taka
undir með forseta læknadeildar
HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á
Landspítala, þar sem hann segir í
Kjarnanum 2. janúar:
„Ef íslenskir pólitíkusar halda
áfram að beina sjónum sínum fyrst
og fremst til þeirra sem fjármuni
og völd eiga í nútíð og fortíð í stað
þess að beina augunum að þeim sem
munu skapa verðmæti í framtíð-
inni … Ég lýsi því eftir djarfri fram-
tíðarsýn … Þeir sem ganga aftur á
bak inn í framtíðina … munu fyrr
en síðar vera staddir í heldur dap-
urri nútíð.“
Kostnaður við að vera Íslendingur
Íslenskir læknar, líkt og margar
aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið
reiðubúnir að sætta sig við lakari
kjör en þeim bjóðast erlendis m.a.
vegna trúarinnar á framfarasókn
landsins og að verið sé að vinna af
heilindum að því að byggja upp og
gera hlutina betur í dag en í gær.
Á sjúkrahúsum landsins er þessi
trú horfin og menn sjá ekki leng-
ur framtíðina í neinu framfara-
ljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti
ein þeirra stofnana samfélagsins
þar sem starfsemin er komin að
þolmörkum og ríkisstjórnin hefur
þráast við að hefja endurreisn eftir
áralanga vanrækslu. Ekki
bætir aðför ríkisstjórnar-
innar að þjóðarstofnun á borð við
RÚV; sá hroki og yfirlæti í sam-
skiptum við þá sem ríkisstjórninni
eru ekki þóknanlegir, offors í fram-
göngu umdeildra mála, eru næring
þess sundurlyndis sem elur á van-
trú á framtíð lands og þjóðar. Því
er rétt að taka undir nýársprédikun
biskupsins sem sagði að:
„Það virðist á stundum sem við
sem þetta land byggjum nú um
stundir höfum ekki sameigin legan
grundvöll til að standa á. Það er
sama hvað sagt er og gert er. Það er
allt dregið í efa og stutt er í hugsan-
ir um annarlegan tilgang og hags-
munapot.“
Það skyldi þó ekki einmitt vera að
eitthvað í fari og framkomu ríkis-
stjórnarinnar gagnvart fólkinu í
landinu sem þessu veldur?
Ekkert lært og engu gleymt
„Ég á það ég má það“-aðferðin
var vinsæl á fyrri ríkisstjórnar-
árum Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokksins fyrir hrun og er að sjá að
flokkarnir hafi ekkert lært og engu
gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og
lítill vilji til samræðu og samráðs
við nokkra aðra í samfélaginu og
viljinn til að nýta þingmeirihlutann
til hins ýtrasta er reglan frekar en
undantekningin. Hlutir eru gefnir í
skyn og talað í hálfkveðnum vísum,
frjálslega farið með sannleikann og
mikið skortir á að samræmi sé milli
orða og efnda. Er það ekki einmitt
þegar þessi hegðan ræður ríkjum
að allt er dregið í efa? Það er rétt
hjá biskupnum, þetta er sennilega
það alvarlegasta sem ríkisstjórnin
hefur staðið fyrir á ferli sínum.
Hinn fullkomni
skortur á framtíðarsýn
➜ Ég lýsi því eftir
djarfri framtíðarsýn …
Þeir sem ganga aftur á
bak inn í framtíðina …
munu fyrr en síðar
vera staddir í heldur
dapurri nútíð.
SAMFÉLAG
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
Forsætisráðherra nennti ekki til
Parísar í stóru gönguna og eng-
inn úr aðstoðarmannahirð hans
hafði döngun í sér til að rífa hann
út úr híði sínu og útskýra fyrir
honum mikilvægi þessa augna-
bliks, telja í hann kjark eða hvað
það nú var sem hann þurfti á að
halda. Við getum þakkað Sig-
mundi Davíð það að þennan dag
var Ísland ekki til í samfélagi
þjóðanna … Nei takk, við höfum
ekki áhuga á að vera með í mann-
kynssögunni. Megum ekki vera
að því. Takk annars. Okkur finnst
þetta allt voða leiðinlegt.
Hliðargötur umræðunnar
„Þess minnist ég að mér og
þessum heimi / kom misjafnlega
saman fyrr á dögum“ orti Steinn
Steinarr í einu af sínum ódauðlegu
ljóðum og gerir síðan grein fyrir
sáttum þeirra, sín og heimsins,
„því ólán mitt er brot af heims-
ins harmi, / og heimsins ólán býr
í þjáning minni“. Þetta á vonandi
eftir að renna upp fyrir forsætis-
ráðherra. Ísland er ekki utan
heimsins.
En þessi helgi, þegar Sig-
mundur Davíð nennti ekki til
Parísar, mun fylgja honum og
móta mat fólks á ráðherratíð hans
og dómgreind. Og þá ekki síður
eftirleikurinn: fumandi útskýr-
ingarnar um margvíslega sam-
verkandi þætti og fjarlægðir milli
Íslands og Parísar.
Ráðherrann reyndi um síðir að
smokra sér út úr klípunni með því
að gera lítið úr atburðinum; hann
talar um „hliðargötur“ – eins og
hann sé sjálfur mikill aðalgötu-
maður – og að „láta taka af sér
ljósmyndir“. Hann lét á sér skilja
að allt hefði þetta verið hégómi og
yfirborðsmennska en hann hafi
sjálfur verið hér heima „að lesa
erlend blöð“ og almennt niður-
sokkinn í djúpa þanka um það sem
„skiptir máli“ varðandi tjáningar-
frelsið. Hann vék þó ekki að því
hve vandmeðfarið tjáningarfrels-
ið sé og dýrmætt, hann nefndi
ekki mikilvægi tillitsseminnar,
umburðarlyndisins eða hins gagn-
kvæma skilnings; hann minnt-
ist ekki á kærleikann sem fellur
aldrei úr gildi og alveg láðist
honum að fordæma morðæði …
hann sagði ekkert sem sameinar
hugi og tendrar ljós í hjörtum.
Hann talaði bara um það sama og
alltaf: umræðuna.
Og honum tókst að tala þannig –
viljandi eða óvart – að flest okkar
skildu orð hans í tengslum við
getgátur Ásmundar Friðriks sonar
alþingismanns um að tilteknir
samborgarar okkar kunni að vera
dulbúnir hryðjuverkamenn – og
rannsaka þurfi bakgrunn allra
múslima á Íslandi – getgátur sem
gjörvallur þingflokkur Sjálf stæðis-
flokksins kvað snarlega og undan-
bragðalaust niður sem haldlaust
geip. Forsætisráðherrann virtist
hins vegar ljá máls á því við þyrft-
um að „taka umræðuna“ um það
hvort ekki megi gera ráð fyrir því
að múslimar á Íslandi séu hryðju-
verkamenn takist þeim ekki að
sýna fram á annað fyrir fram.
Sigmundur Davíð talaði um
ramma í þessu sambandi; og það
var svolítið eins og hann fyndi til
klastrófóbíu. Hann sagði eitthvað
á þá leið að ramminn um það sem
megi segja hér sé alltaf að þrengj-
ast – sem óneitanlega eru tíðindi
fyrir okkur á tímum Hugleiks og
Megasar, Vantrúarfélaga, Erps og
annarra kjaftforra brautryðjenda
afhelgunar, svo að jafnvel biskup
landsins er farinn að ljá máls á því
að afnema refsingarákvæði í þeim
lagabókstaf sem snýr að guðlasti.
Maður skynjaði það einhvern
veginn þegar maður horfði á Sig-
mund Davíð tala í sjónvarpinu að
þetta var maður sem fannst að
sér þrengt. Kannski hann ætti að
grisja þá þéttu fylkingu aðstoðar-
manna sem umkringir hann til að
ná betur andanum.
Það skiptir máli hvað maður
segir, hvernig maður segir það,
hvenær og hvar það er gert. Þegar
vegið er að einni grundvallarstoð
samfélagsins með þeim hætti sem
gert var í París skiptir máli að
ráðamenn loki sig ekki bara af og
komi svo út um síðir til að tala við
menn á sinni Bylgjulengd og taki
sér stöðu yst á kanti og ekki bara
í hliðargötu umræðunnar heldur
innst í skúmaskoti umræðunnar.
Ekki svaravert
Það er rangt að um alla hluti
„þurfi að taka umræðuna“. Ég
gæti sagt við ókunnan mann
á förnum vegi að mér finn-
ist margt benda til að hann sé
þjófur og illmenni, en honum ber
engin skylda til að bregðast sér-
staklega við slíkum ávirðing-
um. Hann þyrfti ekkert að „taka
umræðuna“ út frá slíkum blamm-
eringum; hefði raunar vissan rétt
til að endurgjalda þær en gerði
best í því að halda áfram sinn veg
og láta mig verða að gjalti.
Sumt er ekki svaravert. Með
því að „taka umræðuna“ um það
hvort múslimar á Íslandi séu
hugsanlegir hryðjuverkamenn,
vegna trúar sinnar eða uppruna,
er um leið verið að veita slíkum
svívirðingum visst lögmæti. Það
er enginn að „aflífa“ Ásmund
þingmann fyrir kjánalegt frum-
hlaup sitt og hvað þá að verið
sé að hoppa á honum: fólk má
hins vegar – og á að – andmæla
honum. Það er ekki hluti af tján-
ingarfrelsinu að eiga rétt á því
að allir kinki kolli þegar maður
veitist að samborgunum með svo
dólgslegum hætti.
En sem sé, svona er þetta: Allt-
af þegar við þurfum á Sigmundi
Davíð að halda hérna heima er
hann í útlöndum. Og svo, þetta
eina sinn sem við þurfum á því að
halda að hann sé í útlöndum – þá
er hann hérna heima.
Heimurinn og hann
MORGUNVERÐARFUNDUR 22. JANÚAR KL. 8.30-10
Frummælendur:
Derek Ridyard,
hagfræðingur og stofnandi
RBB Economics í Bretlandi
Heimir Örn Herbertsson,
hæstaréttarlögmaður hjá
LEX lögmannsstofu
Bergþóra Halldórsdóttir,
lögfræðingur hjá SA
Fundarstjóri: Margrét Kristmannsdóttir,
varaformaður Samtaka atvinnulífsins
Skráning á sa.is
Í lögum er ríkinu heimilað að grípa til aðgerða
gegn skipulagi fyrirtækja, taka gögn og
ákveða viðurlög gegn meintum brotum.
SA, í samstarfi við LEX lögmannsstofu,
efna til morgunverðarfundar fimmtu-
daginn 22. janúar til að ræða þessi mál en
á fundinum verður staða mála á Íslandi borin
saman við nágrannalöndin, m.a. í ljósi smæðar
og sérstöðu markaðarins.
Fundurinn fer fram á Icelandair hótel
Reykjavík Natura kl. 8.30-10.00.
Allir velkomnir, boðið verður upp á létta
morgunhressingu frá kl. 8.00.
Derek
Ridyard
Heimir Örn
Herbertsson
Bergþóra
Halldórsdóttir
Margrét
Kristmannsdóttir
Réttarstaða fyrirtækja
og inngrip í rekstur
MORGUNVERÐARFUNDUR 22. JANÚAR KL. 8.30-10
Í DAG
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Maður skynjaði það
einhvern veginn
þegar maður horfði á
Sigmund Davíð tala í sjón-
varpinu, að þetta var maður
sem fannst að sér þrengt.
Kannski hann ætti að grisja
þá þéttu fylkingu aðstoðar-
manna sem umkringir hann
til að ná betur andanum.
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
C
-7
5
2
8
1
7
E
C
-7
3
E
C
1
7
E
C
-7
2
B
0
1
7
E
C
-7
1
7
4
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K