Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 6
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
20%
afsláttur
Lyfjaauglýsing
Allar stærðir og styrkleikar
Gildir til 31. Janúar
Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa
(öryggisverði, - trúnaðarmenn og mannauðsstjóra)
Vinnuvernd ehf. og Mannvit hf. standa fyrir
námskeiði sem ætlað er vinnuverndarfulltrúum.
Námskeiðið, sem stendur í tvo daga,
fer fram í Reykjavík dagana 3. og 4. febrúar
milli kl. 8:30-15:30.
Skráning fer fram á www.vinnuvernd.is
VINNUVERNDehf
Viðurkenndir þjónustuaðilar á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.
1. Þrjú útgerðarfélög í Grímsey eru
skuldum vafi n. Hvað skulda þau
samanlagt mikinn pening?
2. Hvaða íslenski fatahönnuður var
valinn til að hanna tösku fyrir tísku-
risann Bvlgari?
3. Þeir sem verða fi mmtugir árið 2015
fá óvenjulega afmælisgjöf. Hver er
hún?
SVÖR
1. Þrjá milljarða króna. 2. Anita Hirlekar.
3. Skimunarpróf fyrir blóði í hægðum.
LANDBÚNAÐUR Kúabóndi á Suðurlandi gefur lítið
fyrir nýja reglugerð sem gerir ráð fyrir að básum
verði útrýmt í fjósum og að öll ný fjós verði svo-
nefnd lausagöngufjós.
Matvælastofnun greindi fyrir helgi frá reglu-
gerð sem byggir á nýjum lögum um velferð dýra,
auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Fjölmörg nýmæli eru í reglugerðinni, þar á meðal
að leggja skuli af básahald nautgripa innan tuttugu
ára og að öll ný fjós skuli vera lausagöngufjós. Þá er
bændum gert að koma upp sérstökum burðarstíum
innan tíu ára.
Daníel Magnússon, bóndi í Akbraut í Holtum í
Rangárþingi ytra, er með nýtt fjós og er verulega
ósáttur við nýju reglugerðina. „Kýrnar hafa ekki
verið spurðar að því hvort þær vilja liggja á þessum
eða þessum nýtískubásum,“ segir hann. Hjá honum
geti kýr valið um að vera á legubásum eða hefð-
bundnu básunum gömlu. Reynslan sé að þær velji
gömlu básana þar sem þær séu í friði og geti étið
sinn mat. „En á hinum básunum eru þær alltaf
flöktandi og hafa aldrei sinn bás og þetta öryggi.“
Daníel kveðst ósáttur við Matvælastofnun. „Mér
finnst hún vera farin að stefna í að láta okkur
bændur stunda hálfgert dýraníð með þessari
reglugerð um aðbúnað á þessum básum. Kýr sem
eru komnar nálægt burði, þær vilja ekki liggja á
þessum nýtískubásum,“ bætir hann við. - mhh
Í FJÓSINU
Daníel
Magnús-
son bóndi
er verulega
ósáttur
við nýja
reglugerð
Matvæla-
stofnunar.
Segir kýrnar ekki hafa verið spurðar að því hvort þær vilji liggja á básum:
Óánægður með básareglugerð
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/M
H
H
BANDARÍKIN, AP Með því að setja
fram áskorun um skattahækkanir
á hátekjufólk og auðkýfinga setur
Obama repúblikana, sem eru með
meirihluta í báðum þingdeildum,
í þá stöðu að þurfa að verja hags-
muni hinna ríku gegn hagsmunum
annarra.
Fram hefur komið að hann vilji
hækka fjármagnstekjuskatt á þá
sem hæstu tekjurnar hafa. Enn
fremur vill hann afnema undan-
þágur á erfðaskatti og leggja ný
gjöld á stærstu fjármálafyrir-
tækin. Með þessu fái ríkissjóður
tekjur, sem nota megi til að fjár-
magna skattaafslátt og fleira sem
gagnast myndi miðtekjufólki.
Embættismenn segja tekjurnar
fyrir ríkissjóð geta numið 320
milljörðum dala næsta áratuginn,
en það samsvarar rúmlega 42.000
milljörðum króna.
Reikna má með því að þessar
hugmyndir verði þær sem einna
harðast verður deilt um í banda-
rískum stjórnmálum á þeim
tveimur árum sem eftir eru af
seinna kjörtímabili Obama. Um
leið setur Obama tóninn fyrir for-
setakosningarnar árið 2015, þar
sem arftaki hans á forsetastól
verður valinn.
Repúblikanar eru þegar farnir
að andmæla harðlega þessum
hugmyndum, þótt ræðan sé enn
óflutt: „Að slengja meiri skatta-
hækkunum framan í bandarísk
smáfyrirtæki, sparifjáreigendur
og fjárfesta gerir ekkert annað en
að ónýta ávinning þeirrar skatta-
stefnu sem hefur hjálpað til við
að styrkja efnahaginn, hvetja til
sparnaðar og skapa ný störf,“ hafa
fjölmiðlar eftir Orrin G. Hatch,
formanni fjármálanefndar öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings.
Ekki er búist við að Obama til-
kynni neina meiriháttar stefnu-
breytingu í utanríkismálum, þótt
almennt sé reiknað með að hann
noti tækifærið til þess að fá þing-
ið ofan af því að leggja nýjar refsi-
aðgerðir á Íran, nú þegar samn-
ingaviðræður við írönsk stjórnvöld
um kjarnorkumál standa sem hæst.
Þá er reiknað með að hann muni
verja ákvörðun sína um að taka
upp stjórnmálasamband við Kúbu.
Stefnuræða forseta Bandaríkj-
anna er jafnan flutt í janúar og
hefur verið einn helsti vettvang-
ur forsetans til að kynna áform
sín þjóðinni. Undanfarin ár hefur
áhorf á ræðuna þó minnkað jafnt
og þétt. gudsteinn@frettabladid.is
Vill hækka skatta á
auðugasta fólkið
Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst nota hina árlegu stefnuræðu sína á
morgun til að hvetja þingið til að hækka skatta á ríkustu einstaklingana í Banda-
ríkjunum. Enginn reiknar með að þingmeirihluti repúblikana fallist á þetta.
BARACK OBAMA Repúblikanar hafa tekið illa í hugmyndirnar um skattahækkanir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PAKISTAN, AP Ólíkir stjórnmála- og trúarhópar mótmæltu í Pakistan í
gær fjórða daginn í röð því sem kallað er guðlast franska tímaritsins
Charlie Hebdo með birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni.
Fjölmennustu mótmælin áttu sér stað í borginni Lahore, þar sem yfir
tíu þúsund fylgismenn harðlínusamtakanna Jamaat-ud-Dawa kölluðu
„Niður með Charlie Hebdo“ og „Dauði yfir guðlastarana“.
Hafiz Mohammad Seaeed, leiðtogi Jamaat-ud-Dawa, hvetur leiðtoga
múslimskra landa til að þrýsta á Sameinuðu þjóðirnar um að gera guð-
last í hvað formi sem er að alþjóðlegum glæp. - óká
Teikningar Charlie Hebdo af Múhameð spámanni vekja úlfúð:
Trúarhópar mótmæla í Pakistan
BÁLREIÐIR
Stuðnings-
menn trúar-
hópsins
Jamaat-
ud-Dawa
mótmæla
myndbirting-
um í franska
skoptímaritinu
Charlie Hebdo
í Lahore í
Pakistan í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TÆKNI Fyrirtæki undir fána samstarfsverk-
efnisins Ocean Excellence sömdu í fyrra við
fyrirtæki í Dúbaí um að gera tillögur vegna
endurskipulagningar á þurrkun á ansjósum
og sardínum þar í landi.
Samband komst á við áhugasama kaup-
endur tæknilausna fyrirtækjanna á sjávar-
útvegssýningunni í Brussel í fyrra þar sem
Ocean Excellence kynnti nýja færanlega
þurrkunarlausn. Þá eru nokkur önnur stór
verkefni í burðarliðnum.
Stofnað var til verkefnisins árið 2012 en
markmið þess er að þróa og selja tækni-
lausnir fyrir þurrkun matvæla á erlendum
vettvangi. Fyrirtækin Mannvit, Samey og
Haustak standa að verkefninu en Haustak
er í eigu Þorbjarnar og Vísis í Grindavík.
Fyrirtækin hófu samstarf á vettvangi
Íslenska sjávarklasans þar sem rætt hafði
verið um tækifæri til að koma íslenskri
þekkingu í fullvinnslu aukaafurða betur á
framfæri erlendis.
Víða um heim er lítið sem ekkert nýtt
af ýmsum aukaafurðum fisks og því töldu
fyrir tækin að tækifæri kynni að vera í frek-
ari markaðssetningu íslenskrar þekkingar
á þessu sviði, ekki síst tækni til þurrkunar
matvæla. - shá
HJALLAR Sífellt eru þróaðar nýrri og betri aðferðir við
að þurrka matvöru. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Samstarfsverkefnið Ocean Excellence skilaði íslenskum fyrirtækjum viðskiptasamböndum í Dúbaí:
Þróa sardínu- og ansjósuþurrkun í Dúbaí
VEISTU SVARIÐ?
320
milljarða dala telja
embættis menn að ríkis-
sjóður Bandaríkjanna geti
haft upp úr krafsinu.
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
C
-F
A
7
8
1
7
E
C
-F
9
3
C
1
7
E
C
-F
8
0
0
1
7
E
C
-F
6
C
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K