Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 54
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30
Sigurður Sverrisson, þungarokk-
ari og almannatengill, hefur í tvö
ár verið með 666 vini á Facebook.
„Allir sem eru á Facebook átta sig
á því að áður en þú veist af ertu
kominn með þúsund „vini“ en átt í
raun aðeins samskipti við lítið brot
þeirra,“ segir Sigurður aðspurður.
„Ég fór því kerfisbundið að fækka
í þessum hópi og veitti því athygli
eitt sinn að vinirnir voru nákvæm-
lega 666 talsins. Mér fannst það
skemmtileg tilviljun, meðal annars
með skírskotun í lagið Number Of
The Beast með Iron Maiden en sú
sveit er í miklum metum hjá mér,“
segir hann hress en bætir við að
hann haldi lítið upp á kölska sjálf-
an. „En ég virði rétt fólks til allra
trúarbragða án frekara bakgrunns-
tékks.“
Eftir að vinur Sigurðar á Face-
book vakti athygli á vinafjöldanum
einsetti hann sér að halda honum
í tölunni 666. „Þetta er reyndar
ágætis aðhald og heldur vinafjöldan-
um í skefjum. Þegar einhver send-
ir mér vinabeiðni met ég hvort ég
komi til með eiga einhver samskipti
við viðkomandi. Ef ég met það svo
samþykki ég beiðnina en fer síðan
rakleitt í að finna einhvern sem ég
hendi út í staðinn,“ segir hann. „En
ef einhverjum hefur sárnað við að
detta úr hópi 666 get ég fullvissað
hann um að þetta er engin tilviljun.
Treg muðár ðem tlla re atteþ.“ - fb
Þungarokkari með 666 vini á Facebook
Sigurður Sverrisson passar sig á því að henda út vini í hvert sinn sem hann samþykkir vinabeiðni.
SIGURÐUR
SVERRIS-
SON Heldur
lítið upp á
kölska en
virðir rétt
fólks til allra
trúarbragða
án frekara
bakgrunns-
tékks.
➜ The Number of the
Beast kom út 1982 og er eitt
vinsælasta lag Iron Maiden.
„Ég fæ mér alltaf skyrbúst með hreinu
skyri, bláberjum og banana, á meðan
ég er að bíða eftir rabarbarajógúrtinni
frá Bio-búi.“
Edda Kamilla Örnólfsdóttir, viðskipta- og
heimskautaréttarfræðingur og rabarbara-
ræktandi.
MORGUNMATURINN
„Verkefnið sprettur upp úr óperu sem Barði Jóhannsson og
Keren Ann Zeidel í hljómsveitinni Lady & Bird voru með í
Frakklandi árið 2011 og við erum að vinna þetta með þeim,“
segir Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og annar stofn-
andi GunHil. Fyrirtækið stofnaði hann ásamt Gunnari Karls-
syni og sérhæfir það sig í framleiðslu teiknimynda.
Nýjasta verkefni GunHil er teiknimyndin Red Waters.
Myndin segir forna goðsögu af ánni Red Waters. Áin býr yfir
lækningarmætti sem nærliggjandi þorp nýtur góðs af. Í stað-
inn neyðast þorpsbúar til þess að færa ánni fórnir, en eitt árið
er hefðin rofin.
Í mars næstkomandi heldur fyrirtækið á Cartoon Movie
2015. „Þetta er svona evrópskur samframleiðslumarkaður.
Við förum þarna með það markmið að finna okkur samstarfs-
félaga og fjárfesta í Evrópu,“ segir Hilmar.
Fyrsta myndin sem Hilmar og Gunnar störfuðu saman
að var teiknimyndin Litla lirfan ljóta sem kom út árið 2002.
Framleiðsla á teiknimyndum tekur langan tíma en gert er ráð
fyrir að Red Waters komi út árið 2019. „Það þarf alveg afskap-
lega mikla þolinmæði, þetta er dýrt og tekur langan tíma,“
segir Hilmar en bætir við: „En eins og allt skapandi starf þá
er þetta mjög gefandi líka.“ - gló
Teiknimynd unnin upp úr óperu
GunHil gerir teiknimynd í fullri lengd upp úr óperu eft ir Lady & Bird.
HILMAR SIGURÐSSON Er framkvæmdastjóri og
annar stofnandi GunHil. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
➜ Red Waters segir forna goðsögu af
ánni Red Waters. Áin býr yfir lækn-
ingarmætti sem nærliggjandi þorp
nýtur góðs af.
„Já ég er sekur, nafnið langastöng
er frá mér komið,“ segir Bragi
Valdimar Skúlason, Baggalútur og
texta- og hugmyndasmiður hjá aug-
lýsingastofunni Brandenburg.
Hann er ábyrgur fyrir nafninu
langastöng á einu vinsælasta fyrir-
bæri síðasta árs, selfie-stönginni.
Orðið langastöng er þó ekki nýyrði,
heldur er það gamalt orð yfir fing-
urinn löngutöng. „Það er nú einmitt
pælingin á bak við þetta nafn, að
þetta sé framlenging á handleggn-
um eða hendinni. Orðið er ekki bara
sniðugt, ég er líka svona sniðugur,“
segir Bragi léttur.
Langastöng er þó ekki eina orðið
sem notað hefur verið yfir
þetta fyrirbæri en orð eins
og montprik, kjánaprik
og sjálfustöng hafa öll
verið notuð. „Það
var víst mikil og
fjörug umræða um þetta á Twitter
um daginn hvort nota ætti mont-
prik eða löngustöng,“ bætir Bragi
við. „Svo er bara spurning hvort og
hvaða orð nær að festast við þetta.“
Guðmundur A. Guðmundsson,
markaðsstjóri hjá NOVA, líkir
löngustangaræðinu við Sodastream-
og fótanuddtækisæðin sem gripu
landann fyrir þó nokkrum árum.
„Það varð eiginlega allt tryllt.
Við byrjuðum að selja þetta
vel fyrir jólin. Þetta hefur
verið Sodastream eða fóta-
nuddtæki ársins. Það er
eiginlega sama hvar á landinu
verslunin var staðsett, þetta flaug
út,“ segir Guðmundur.
Stöngin var einstaklega
vinsæl gjöf enda seldist hún
margsinnis upp fyrir jólin.
„Þetta var eiginlega alltaf upp-
selt, enda vinsælt í pakkann og
sérstaklega sem möndlugjöf,“ segir
hann.
Gunnhildur Ásta Guðmunds-
dóttir, almannatengill hjá Vodafone,
hefur svipaða sögu að segja. „Við
tókum stangirnar í sölu í nóvember,
en þær flugu út eftir því sem nær
dró jólum og voru aðeins örfá stykki
eftir þegar hátíðirnar gengu í garð.
Hafa þær eflaust verið dregnar
fram í ófáum jólaboðunum, enda
tilvaldar til að ná myndum af heilu
stórfjölskyldunum í einu,“ segir
Gunnhildur. Hún reiknar með að
magnið sem hafi farið út fyrir jól
hafi hlaupið á nokkrum hundruðum.
adda@frettabladid.is
Bragi ber ábyrgð á
nafninu langastöng
Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason er ábyrgur fyrir nafninu langastöng á
selfi e-stangirnar, sem voru tvímælalaust langvinsælasta jólagjöfi n í fyrra.
Þetta hefur verið
Sodastream eða fóta-
nuddtæki ársins.
Guðmundur A. Guðmundsson.
SNIÐUGUR
Pælingin á bak
við nafnið er
að stöngin sé
framlenging á
handleggnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
C
-5
2
9
8
1
7
E
C
-5
1
5
C
1
7
E
C
-5
0
2
0
1
7
E
C
-4
E
E
4
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K