Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Á meðan hönnunarvikan í Stokk-hólmi stendur yfir í byrjun febrúar munu finnskir og íslensk-
ir hönnuðir búa saman í íbúð í miðbæ
borgarinnar sem verður innréttuð með
hönnun beggja landa. Verkefnið er sam-
starfsverkefni með Design Forum Fin-
land og kallast We live here. Markmiðið
með verkefninu er að kanna nýjar leiðir
til þess að kynna norræna hönnun á
alþjóðlegum vettvangi. „Finnum og Ís-
lendingum kemur yfirleitt vel saman
og mín reynsla er að sú að þeir krunki
sig oft saman á norrænum ráðstefnum.
Það er einhver tenging á milli þessara
þjóða, bæði í menningu og í hönnunar-
senunni,“ segir Sari Peltonen, verkefna-
stjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands og
We live here-verkefnisins.
„Undanfarin þrjú ár hafa þessar tvær
þjóðir verið að deita ef hægt er að kalla
það svo. Við vorum með á sýningu á ís-
lenskri hönnun í Finnlandi og svo komu
finnskir hönnuðir hingað á Hönnunar-
Mars. Einnig hafa hönnuðir verið að
fara til skiptis á sýningar í löndunum
tveimur. Nú fannst okkur vera kominn
tími til að taka sambandið yfir á næsta
stig og fara að búa saman,“ segir Sari í
léttum tón en leigð var íbúð sem verður
heimili hönnuðanna á meðan á hönn-
unarvikunni stendur. Heimilið, sem
er í senn sýningar- og viðburðarrými,
kemur til með að endurspegla norræna
lifnaðarhætti, en allt innbú samanstend-
ur af framúrskarandi hönnunarmun-
um frá báðum þjóðum, þekktum sem
nýjum. Sýningin verður opin fyrir bæði
fjölmiðla og almenning og gestum og
gangandi því velkomið að banka upp á.
„Í raun verður heimilishald eins
nálægt því sem gerist í raun, en von er
á viðburðum eins og innflutnings partíi,
matarboðum, veislum og eftirpartíi.
Með verkefninu vonumst við til að
mynda sterkari og nánari tengsl á milli
fólks en samskipti á hönnunarsýningum
geta oft verið yfirborðskennd því það er
svo margt um að vera. Það verður allt
vinalegra inni á heimilum,“ útskýrir Sari.
Sýningastjórar eru hönnuðirnir Elina
Aalto og Marika Tesolin frá FROM og
Hlín Helga Guðlaugsdóttir. Grafíkin er
í höndum Sigga Odds og Sanna Ge-
beyehu frá Codesign fer með listræna
stjórnun verkefnisins.
„Um sextíu hönnuðir taka þátt í We
live here, um það bil þrjátíu frá Íslandi
og þrjátíu frá Finnlandi, þeir bestu frá
báðum löndum. Íslensku hönnuðirnir
verða því í verulega góðum félagsskap.“
■ liljabjork@365.is
SAMBANDIÐ KOMIÐ
Á NÆSTA STIG
SAMNORRÆN HÖNNUN Íslenskir og finnskir hönnuðir vinna saman að til-
raunaverkefni á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem kallast We live here.
SARI PELTONEN
Sari er verkefnisstjóri
We live here. Hún segir
Íslendinga og Finna eiga
margt sameiginlegt.
MYND/STEFÁN
WE LIVE
HERE
Hönnuðirnir
Elina Aalto,
Marika Tesolin
og Hlín Helga
Guðlaugs-
dóttir taka þátt
í samnorræna
verkefninu We
live here sem
verður sýnt
á hönnunar-
vikunni í Stokk-
hólmi í febrúar.
MYND/MILIS SMITH
● HÖNNUN
Gustaf Fjæstad (1868-1948)
var sænskur listmálari og til-
heyrði Racken-listamanna-
hópnum í Värmland í Svíþjóð.
Áður en Fjæstad varð frægur
fyrir listmálun hannaði hann og
smíðaði stóla sem hann kall-
aði Stabbestolar. Þá skar hann
út úr þykkasta hluta af stofni
furutrés. Verkið tók langan
tíma enda stóllinn fagurlega
útskorinn en Fjæstad notaðist
aðeins við handaflið.
Stólarnir vöktu tals-
verða athygli á
sínum tíma og eru
enn í dag á
söfnum
og sér-
stökum
sýning-
um.
STABBESTOLAR
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Virkar lausnir frá OptiBac
Bifidobacteria & Fibre
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
ÚTSALA
kr. 75.700
Áður kr. 124.800
ÚTSALA
10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
HÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU
SVEFNSÓFI ÚTSALA kr. 109.900 Áður kr. 139.900
VALMONT ÚTSALA kr. 128.600 Áður kr. 151.300
RETRO ÚTSALA kr. 118.800 Áður kr. 167.800
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
C
-B
F
3
8
1
7
E
C
-B
D
F
C
1
7
E
C
-B
C
C
0
1
7
E
C
-B
B
8
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K