Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 50
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 26
visir.is
Meira um leiki
helgarinnar.
Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000
og kynna:
frá kr. 99.000-
pr. mann í tvíbýli
GOLFFERÐIR
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
MAN. CITY - ARSENAL 0-2
0-1 Santi Cazorla, víti (24.), 0-2 Olivier Giroud
(67.).
WEST HAM - HULL CITY 3-0
1-0 Andy Carroll (49.), 2-0 Morgan Amalfitano
(69.), 3-0 Stewart Downing (72.).
QPR - MAN. UTD 0-2
0-1 Marouane Fellaini (58.), 0-2 James Wilson
(90.+4).
SWANSEA - CHELSEA 0-5
0-1 Oscar (1.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego
Costa (34.), 0-4 Oscar (36.), 0-5 Andre Schürrle
(79.).
TOTTENHAM - SUNDERLAND 2-1
1-0 Jan Vertonghen (3.), 1-1 Sebastian Larsson
(31.), 2-1 Christian Eriksen (88.).
LEICESTER - STOKE CITY 0-1
0-1 Bojan Krkic (63.).
ASTON VILLA - LIVERPOOL 0-2
0-1 Fabio Borini (24.), 0-2 Rickie Lambert (79.).
BURNLEY - CRYSTAL PALACE 2-3
1-0 Ben Mee (12.) 2-0 Danny Ings (16.), 2-1
Dwight Gayle (28.), 2-2 Jason Puncheon (48.), 2-3
Dwight Gayle (87.).
NEWCASTLE - SOUTHAMPTON 1-2
0-1 Eljero Elia (14.), 1-1 Yoan Gouffran (29.), 1-2
Eljero Elia (62.).
STAÐAN:
Chelsea 22 16 4 2 51-19 52
Man City 22 14 5 3 45-22 47
Southampton 22 13 3 6 37-16 42
Man. Utd 22 11 7 4 36-21 40
Arsenal 22 11 6 5 39-25 39
Tottenham 22 11 4 6 32-30 37
West Ham 22 10 6 6 35-25 36
Liverpool 22 10 5 7 31-27 35
Swansea 22 8 6 8 26-30 30
Stoke City 22 8 5 9 23-27 29
Newcastle 22 7 6 9 26-35 27
Crystal Palace 22 5 8 9 25-33 23
Everton 21 5 7 9 30-34 22
Aston Villa 22 5 7 10 11-25 22
WBA 21 5 6 10 20-29 21
Sunderland 22 3 11 8 19-33 20
Burnley 22 4 8 10 21-36 20
Hull City 22 4 7 11 20-30 19
QPR 22 5 4 13 23-39 19
Leicester 22 4 5 13 20-34 17
NÆSTU LEIKIR
Mán. 19. jan. Everton - WBA
Lau. 31. jan. Hull - Newcastle
Lau. 31. jan. Crystal Palace - Everton
Lau. 31. jan. Liverpool - West Ham
Lau. 31. jan. Man. Utd - Leicester
Lau. 31. jan. Stoke - QPR
Lau. 31. jan. Sunderland - Burnley
Lau. 31. jan. WBA - Tottenham
MARKAHÆSTU MENN
Diego Costa, Chelsea 17 mörk
Sergio Aguero, Man. City 14
Charlie Austin, QPR 13
Alexis Sanchez, Arsenal 12
Saido Berahino, WBA 9
Papiss Demba Cisse, Newcastle 9
FÓTBOLTI Kristinn Steindórsson
skoraði ekki bara í sínum fyrsta
landsleik á móti Kanada heldur
tókst honum, með því að skora
strax á sjöttu mínútu leiksins, að
verða fljótastur til að skora fyrir
íslenska landsliðið í tæplega sjötíu
ára sögu þess.
Gunnar Felixson, bróðir Bjarna
Fel, hafði átt metið í meira en 53
ár eða síðan Gunnar skoraði tvö
mörk á móti áhugamannslandsliði
Hollands á Laugardals vellinum 19.
júní 1961. Gunnar skoraði mörkin
sín á 10. og 40. mínútu en þau komu
bæði eftir sendingar frá Þórólfi
Beck sem spilaði líka með honum
hjá KR.
Það var hins vegar Kópavogs-
samvinna í marki Kristins, en
hann sem gamall Bliki skoraði þá
með skalla eftir frábæran undir-
búning Rúriks Gíslasonar, sem var
uppalinn hjá HK.
Einum leikmanni hafði tekist að
jafna met Gunnars á þessum rúmu
53 árum. Ólafur Danivalsson skor-
aði sitt fyrsta landsliðsmark tíu
mínútum eftir að hafa komið inn á
sem varamaður á móti Færeyjum á
malarvelli í Þórshöfn 16. júní 1976.
29 aðrir landsliðsmenn hafa náð
því að skora í sínum fyrsta lands-
leik en aðeins fjórir þeirra hafa
náð því að skora líka í sínum öðrum
landsleik. Kristinn fær tækifæri til
að bætast í þann hóp í kvöld þegar
Ísland og Kanada mætast öðru
sinni á Flórída. - óój
FLJÓTASTUR TIL AÐ SKORA Í
SÍNUM FYRSTA LANDSLEIK:
6 MÍNÚTUR KRISTINN STEINDÓRSSON
á móti Kanada 16. janúar 2015
10 MÍNÚTUR GUNNAR FELIXSON
á móti Hollandi 19. júní 1961
10 MÍNÚTUR ÓLAFUR DANIVALSSON
á móti Færeyjum 16. júní 1976
16 MÍNÚTUR SVEINN TEITSSON
á móti Austurríki 29. júní 1953
16 MÍNÚTUR JÓN R.JÓHANNSSON
á móti Wales 15. ágúst 1966
16 MÍNÚTUR GUÐMUNDUR BENEDIKTSS.
á móti Sam. arabísku furstad. 30. ágúst 1994
18 MÍNÚTUR GRÉTAR RAFN STEINSSON
á móti Brasilíu 8. mars 2002
20 MÍNÚTUR TÓMAS PÁLSSON
á móti Englandi 4. ágúst 1971
Kristinn bætti meira en 53 ára gamalt met
Varð þrítugasti leikmaðurinn til að skora í sínum fyrsta A-landsleik en enginn hefur verið fl jótari að því.
SEX
MÍNÚTUR
Kristinn
Steindórs-
son byrjaði
vel. MYND/KSÍ
FÓTBOLTI Arsenal hefur ekki sótt
gull í greipar hinna svokölluðu
stóru liða í ensku úrvalsdeildinni
á undanförnum árum.
Það varð þó breyting á í gær
þegar lærisveinar Arsene Wenger
unnu góðan sigur á Englandsmeist-
urum Manchester City á Etihad-
vellinum með tveimur mörkum
gegn engu.
Þetta var fyrsti sigur Arsenal á
þessum velli síðan í október 2010
en liðinu hefur gengið bölvanlega
gegn Manchester-liðunum tveimur
á útivelli á síðustu árum.
Arsenal fékk til að mynda á sig
sex mörk á Etihad á síðasta tíma-
bili en liðið spilaði allt annan og
betri varnarleik í gær.
Í sóknarleiknum var Santi
Cazorla, sem hefur spilað mjög
vel á undanförnum vikum, í aðal-
hlutverki, en hann skoraði fyrra
markið úr vítaspyrnu eftir að Vin-
cent Kompany felldi Nacho Mon-
real innan vítateigs og lagði það
síðara upp fyrir franska framherj-
ann Oliver Giroud. Wenger var að
vonum sáttur með frammistöðu
Spánverjans snjalla.
Cazorla verið frábær
„Hann hefur verið frábær að
undan förnu og hann var jafnvel
enn atkvæðameiri í dag. Allt liðið
stóð sig mjög vel, við vorum mjög
agaðir og það hjálpaði Cazorla
að blómstra,“ sagði Wenger sem
hrósaði Arsenal-liðinu sem heild
fyrir góðan leik: „Nokkrir leik-
menn spiluðu frábærlega, eins og
Cazorla, en við sýndum mikla sam-
stöðu og mikinn vilja.“
Arsenal er nú með 39 stig í
fimmta sæti úrvalsdeildarinnar,
einu stigi á eftir Manchester Uni-
ted sem situr í því fjórða.
Nágrannar þeirra í Manchester-
borg eru hins vegar fimm stigum
á eftir Chelsea sem valtaði yfir
Swansea á laugardaginn.
Fyrir leikinn hafði City ekki
tapað í tólf leikjum en liðið sakn-
aði Yaya Touré sem er að spila
með Fílabeinsströndinni í Afríku-
keppninni í Miðbaugs-Gíneu.
Slapp hjá Manchester United
Manchester United heldur áfram
að næla sér í stig þó svo að liðið sé
alls ekki að spila sannfærandi fót-
bolta. Um helgina vann liðið sigur
á QPR með mörkum frá varamönn-
unum Fellaini og James Wilson
sem náði loksins að skora.
Stuðningsmenn Manchester Uni-
ted voru sem fyrr ekki hrifnir af
leikkerfi Van Gaal í fyrri hálfleik
og öskruðu eftir 4-4-2. Van Gaal
fór í það í síðari hálfleik og leikur
liðsins batnaði.
„Við ákveðum í hverri viku
hvernig við viljum spila. Það
verður að vera rétt jafnvægi í leik
liðsins,“ sagði Van Gaal, stjóri
Manchester United, alltaf til í að
verja sitt leikskipulag.
Radamel Falcao komst ekki á
blað en fékk samt hrós frá stjór-
anum.
„Mér fannst hann standa sig vel.
Það skiptir ekki máli hvað mér
finnst því hann vill skora mörk.
Fyrir mér skiptir samt heildar-
pakkinn máli og ég var ánægður
með hans framlag.“ - iþs, hbg
Arsenal ákvað að bíta frá sér
Eft ir lélega uppskeru gegn bestu liðum deildarinnar náði Arsenal að skella Manchester City í gær. Chelsea er
því komið með fi mm stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester United heldur áfram að safna stigum.
HETJA Giroud fagnar marki sínu í gær sem innsiglaði sætan sigur Arsenal.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
D
-6
2
2
8
1
7
E
D
-6
0
E
C
1
7
E
D
-5
F
B
0
1
7
E
D
-5
E
7
4
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K