Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 50
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 visir.is Meira um leiki helgarinnar. Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000 og kynna: frá kr. 99.000- pr. mann í tvíbýli GOLFFERÐIR ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN MAN. CITY - ARSENAL 0-2 0-1 Santi Cazorla, víti (24.), 0-2 Olivier Giroud (67.). WEST HAM - HULL CITY 3-0 1-0 Andy Carroll (49.), 2-0 Morgan Amalfitano (69.), 3-0 Stewart Downing (72.). QPR - MAN. UTD 0-2 0-1 Marouane Fellaini (58.), 0-2 James Wilson (90.+4). SWANSEA - CHELSEA 0-5 0-1 Oscar (1.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (34.), 0-4 Oscar (36.), 0-5 Andre Schürrle (79.). TOTTENHAM - SUNDERLAND 2-1 1-0 Jan Vertonghen (3.), 1-1 Sebastian Larsson (31.), 2-1 Christian Eriksen (88.). LEICESTER - STOKE CITY 0-1 0-1 Bojan Krkic (63.). ASTON VILLA - LIVERPOOL 0-2 0-1 Fabio Borini (24.), 0-2 Rickie Lambert (79.). BURNLEY - CRYSTAL PALACE 2-3 1-0 Ben Mee (12.) 2-0 Danny Ings (16.), 2-1 Dwight Gayle (28.), 2-2 Jason Puncheon (48.), 2-3 Dwight Gayle (87.). NEWCASTLE - SOUTHAMPTON 1-2 0-1 Eljero Elia (14.), 1-1 Yoan Gouffran (29.), 1-2 Eljero Elia (62.). STAÐAN: Chelsea 22 16 4 2 51-19 52 Man City 22 14 5 3 45-22 47 Southampton 22 13 3 6 37-16 42 Man. Utd 22 11 7 4 36-21 40 Arsenal 22 11 6 5 39-25 39 Tottenham 22 11 4 6 32-30 37 West Ham 22 10 6 6 35-25 36 Liverpool 22 10 5 7 31-27 35 Swansea 22 8 6 8 26-30 30 Stoke City 22 8 5 9 23-27 29 Newcastle 22 7 6 9 26-35 27 Crystal Palace 22 5 8 9 25-33 23 Everton 21 5 7 9 30-34 22 Aston Villa 22 5 7 10 11-25 22 WBA 21 5 6 10 20-29 21 Sunderland 22 3 11 8 19-33 20 Burnley 22 4 8 10 21-36 20 Hull City 22 4 7 11 20-30 19 QPR 22 5 4 13 23-39 19 Leicester 22 4 5 13 20-34 17 NÆSTU LEIKIR Mán. 19. jan. Everton - WBA Lau. 31. jan. Hull - Newcastle Lau. 31. jan. Crystal Palace - Everton Lau. 31. jan. Liverpool - West Ham Lau. 31. jan. Man. Utd - Leicester Lau. 31. jan. Stoke - QPR Lau. 31. jan. Sunderland - Burnley Lau. 31. jan. WBA - Tottenham MARKAHÆSTU MENN Diego Costa, Chelsea 17 mörk Sergio Aguero, Man. City 14 Charlie Austin, QPR 13 Alexis Sanchez, Arsenal 12 Saido Berahino, WBA 9 Papiss Demba Cisse, Newcastle 9 FÓTBOLTI Kristinn Steindórsson skoraði ekki bara í sínum fyrsta landsleik á móti Kanada heldur tókst honum, með því að skora strax á sjöttu mínútu leiksins, að verða fljótastur til að skora fyrir íslenska landsliðið í tæplega sjötíu ára sögu þess. Gunnar Felixson, bróðir Bjarna Fel, hafði átt metið í meira en 53 ár eða síðan Gunnar skoraði tvö mörk á móti áhugamannslandsliði Hollands á Laugardals vellinum 19. júní 1961. Gunnar skoraði mörkin sín á 10. og 40. mínútu en þau komu bæði eftir sendingar frá Þórólfi Beck sem spilaði líka með honum hjá KR. Það var hins vegar Kópavogs- samvinna í marki Kristins, en hann sem gamall Bliki skoraði þá með skalla eftir frábæran undir- búning Rúriks Gíslasonar, sem var uppalinn hjá HK. Einum leikmanni hafði tekist að jafna met Gunnars á þessum rúmu 53 árum. Ólafur Danivalsson skor- aði sitt fyrsta landsliðsmark tíu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Færeyjum á malarvelli í Þórshöfn 16. júní 1976. 29 aðrir landsliðsmenn hafa náð því að skora í sínum fyrsta lands- leik en aðeins fjórir þeirra hafa náð því að skora líka í sínum öðrum landsleik. Kristinn fær tækifæri til að bætast í þann hóp í kvöld þegar Ísland og Kanada mætast öðru sinni á Flórída. - óój FLJÓTASTUR TIL AÐ SKORA Í SÍNUM FYRSTA LANDSLEIK: 6 MÍNÚTUR KRISTINN STEINDÓRSSON á móti Kanada 16. janúar 2015 10 MÍNÚTUR GUNNAR FELIXSON á móti Hollandi 19. júní 1961 10 MÍNÚTUR ÓLAFUR DANIVALSSON á móti Færeyjum 16. júní 1976 16 MÍNÚTUR SVEINN TEITSSON á móti Austurríki 29. júní 1953 16 MÍNÚTUR JÓN R.JÓHANNSSON á móti Wales 15. ágúst 1966 16 MÍNÚTUR GUÐMUNDUR BENEDIKTSS. á móti Sam. arabísku furstad. 30. ágúst 1994 18 MÍNÚTUR GRÉTAR RAFN STEINSSON á móti Brasilíu 8. mars 2002 20 MÍNÚTUR TÓMAS PÁLSSON á móti Englandi 4. ágúst 1971 Kristinn bætti meira en 53 ára gamalt met Varð þrítugasti leikmaðurinn til að skora í sínum fyrsta A-landsleik en enginn hefur verið fl jótari að því. SEX MÍNÚTUR Kristinn Steindórs- son byrjaði vel. MYND/KSÍ FÓTBOLTI Arsenal hefur ekki sótt gull í greipar hinna svokölluðu stóru liða í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum árum. Það varð þó breyting á í gær þegar lærisveinar Arsene Wenger unnu góðan sigur á Englandsmeist- urum Manchester City á Etihad- vellinum með tveimur mörkum gegn engu. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á þessum velli síðan í október 2010 en liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Manchester-liðunum tveimur á útivelli á síðustu árum. Arsenal fékk til að mynda á sig sex mörk á Etihad á síðasta tíma- bili en liðið spilaði allt annan og betri varnarleik í gær. Í sóknarleiknum var Santi Cazorla, sem hefur spilað mjög vel á undanförnum vikum, í aðal- hlutverki, en hann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu eftir að Vin- cent Kompany felldi Nacho Mon- real innan vítateigs og lagði það síðara upp fyrir franska framherj- ann Oliver Giroud. Wenger var að vonum sáttur með frammistöðu Spánverjans snjalla. Cazorla verið frábær „Hann hefur verið frábær að undan förnu og hann var jafnvel enn atkvæðameiri í dag. Allt liðið stóð sig mjög vel, við vorum mjög agaðir og það hjálpaði Cazorla að blómstra,“ sagði Wenger sem hrósaði Arsenal-liðinu sem heild fyrir góðan leik: „Nokkrir leik- menn spiluðu frábærlega, eins og Cazorla, en við sýndum mikla sam- stöðu og mikinn vilja.“ Arsenal er nú með 39 stig í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Manchester Uni- ted sem situr í því fjórða. Nágrannar þeirra í Manchester- borg eru hins vegar fimm stigum á eftir Chelsea sem valtaði yfir Swansea á laugardaginn. Fyrir leikinn hafði City ekki tapað í tólf leikjum en liðið sakn- aði Yaya Touré sem er að spila með Fílabeinsströndinni í Afríku- keppninni í Miðbaugs-Gíneu. Slapp hjá Manchester United Manchester United heldur áfram að næla sér í stig þó svo að liðið sé alls ekki að spila sannfærandi fót- bolta. Um helgina vann liðið sigur á QPR með mörkum frá varamönn- unum Fellaini og James Wilson sem náði loksins að skora. Stuðningsmenn Manchester Uni- ted voru sem fyrr ekki hrifnir af leikkerfi Van Gaal í fyrri hálfleik og öskruðu eftir 4-4-2. Van Gaal fór í það í síðari hálfleik og leikur liðsins batnaði. „Við ákveðum í hverri viku hvernig við viljum spila. Það verður að vera rétt jafnvægi í leik liðsins,“ sagði Van Gaal, stjóri Manchester United, alltaf til í að verja sitt leikskipulag. Radamel Falcao komst ekki á blað en fékk samt hrós frá stjór- anum. „Mér fannst hann standa sig vel. Það skiptir ekki máli hvað mér finnst því hann vill skora mörk. Fyrir mér skiptir samt heildar- pakkinn máli og ég var ánægður með hans framlag.“ - iþs, hbg Arsenal ákvað að bíta frá sér Eft ir lélega uppskeru gegn bestu liðum deildarinnar náði Arsenal að skella Manchester City í gær. Chelsea er því komið með fi mm stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester United heldur áfram að safna stigum. HETJA Giroud fagnar marki sínu í gær sem innsiglaði sætan sigur Arsenal. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -6 2 2 8 1 7 E D -6 0 E C 1 7 E D -5 F B 0 1 7 E D -5 E 7 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.