Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 17
Fáguð og vönduð nytjalist,“ segir Þuríður Ósk Smáradóttir þegar hún er beðin um að lýsa eigin stíl en hún er keramikhönnuður og einn
meðlima Kaolin gallerýs á Skólavörðustíg.
Hún segist snemma hafa ákveðið hvað hún ætl-
aði að verða.
„Ég var, alveg frá því ég var lítil stelpa, ákveðin í
að verða keramiker og því lá leiðin eftir stúdents-
próf í Kvennó til Bandaríkjanna, þar sem ég lærði
keramik í Gonzaga-háskóla,“ segir Þuríður.
„Þegar ég útskrifaðist flutti ég til Portland í
Oregon þar sem ég fékk vinnu hjá keramikfyrir-
tækinu Georgies Ceramics Co. Það var mikil og góð
reynsla þar sem ég lærði margt um framleiðslu á
leir og glerungum. Samhliða því var ég einnig með
vinnustofu og vann sem keramiker.“
Þuríður flutti aftur heim til Íslands árið 2006 og
tók þá fjögurra ára hlé frá keramikinu. Hún hófst
þó aftur handa og tók þátt í Ráðhúsmarkaði Hand-
verks og hönnunar 2013 og hefur verið hluti af Ka-
olin gallerý í ár.
„Síðustu ár hef ég eingöngu unnið nytjalist,“
segir hún. „Uppáhaldsverkfærið mitt er renni-
bekkurinn og ég renni allt sem ég geri. Hver einasti
hlutur er handrenndur og því engir tveir eins.
Þannig hefur hver hlutur sinn persónuleika. Það að
sameina fallega skreytt form sem líka hafa nota-
gildi er það sem gleður mig mest í vinnustofunni.“
Hvert sækirðu innblástur?
„Innblásturinn kemur alls staðar að og oft veit
ég ekki hvaðan hann kemur fyrr en löngu seinna
þegar einhver bendir mér á það. En það sem vek-
ur áhuga minn eru gjarnan gamlir hlutir, náttúran,
tónlist, aðrir listamenn, tilfinningar og svo leirinn
sjálfur og hans takmarkanir og möguleikar. Ég á
mér marga uppáhaldshönnuði, frábæra listamenn
og handverksfólk sem ég dáist að,“ segir Þuríður.
Nánar má forvitnast um hönnun hennar á
vefsíðunni www.thuridurosk.is. Munina selur
hún meðal annars í Kaolin gallerý og á Kjarvals-
stöðum.
■heida@365.is
RENNIBEKKURINN
AÐALVERKFÆRIÐ
NYTJALIST Þuríður Ósk Smáradóttir ákvað að verða keramikhönnuður þegar
hún var lítil stelpa. Hún lærði fagið í Bandaríkjunum og er nú einn hönnuða
Kaolin gallerýs á Skólavörðustíg. Hún sækir innblástur í leirinn sjálfan.
KERAMIK Þuríður
Ósk ákvað snemma að
verða keramikhönn-
uður. Hún er einn með-
lima Kaolin gallerýs og
heldur úti vefsíðunni
www.thuridur osk.is.
SMOKKALJÓS
Þessar glerljósakrónur eru hannaðar af tékkneska
hönnuðinum Jan Vacek í líki smokka. Smokkaljósin
eru hönnuð fyrir Clarté og eru mótuð í glært og litað
gler. Hægt er að hengja upp eitt ljós sér eða mörg ljós
saman.
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
C
-9
C
A
8
1
7
E
C
-9
B
6
C
1
7
E
C
-9
A
3
0
1
7
E
C
-9
8
F
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K