Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.01.2015, Blaðsíða 20
Kassakerfi & sjóðsvélar MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512-5429 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Verslun Guðsteins Eyjólfssonar, Laugavegi 34, er ein elsta verslun borgarinnar og hefur yfir sér mik- inn sjarma. Á Facebook-síðu versl- unarinnar má sjá margar skemmti- legar myndir frá fyrri tíð, meðal annars af búðarkassa sem hefur þótt mikill og fagur gripur á sínum tíma. Guðsteinn Eyjólfsson, klæðskeri og verslunareigandi, fæddist árið 1890 og hóf eigin rekstur árið 1918. Árið 1929 fékk Guðsteinn leyfi til að reisa verslunarhúsnæði að Lauga- vegi 34 sem í dag er eitt fallegasta húsið í borginni. Á heimasíðu versl- unarinnar má kynna sér söguna. Þar segir meðal annars: „Í mars 1929 fékk Guðsteinn leyfi til að reisa þrílyft verslunar- og íbúðarhús á lóð sinni við Laugaveg og í kjöl farið voru húsin við Laugaveg 34 rifin. Þorleifur Eyjólfsson arkitekt gerði teikningar að nýju húsi, sem þykir allsérstakt og fallegt með boga- dregnum kvistum og fjölda glugga með mörgum fögum. Segja má að það sé í júgendstíl, en sú stíltegund ruddi sér rúms í arkitektúr í Vínar- borg um aldamótin 1900. Þor leifur teiknaði fleiri hús sem setja svip á bæinn, þar á meðal er verslunar- hús Egils Jakobsen við Austurstræti, en það ber einnig einkenni júgend- stíls.“ Verslunin var flutt inn í húsið í desember 1929 og hefur starf- að þar óslitið síðan. Margir ganga eftir Laugaveginum án þess að líta upp og virða fyrir sér húsin. Það er ástæða til að gera það þegar geng- ið er fram hjá verslun Guðsteins Eyjólfs sonar. Gömul verslun í fallegu húsi Gömul mynd frá Laugavegi 34. Myndin var fengin af Facebook- síðu verslunar Guðsteins Eyjólfssonar. Verkefnið Pinnið á minnið hefur varla farið fram hjá landsmönnum undan farin ár en tilgangur þess er að koma á réttri notkun örgjörvakorta á Ís- landi. Posum á sölustöðum er snúið að viðskiptavinum sem setja kortið sjálfir í posann og staðfesta greiðslu með pin-númeri. Að sögn Sigurðar Hjalta Kristjánssonar, verkefnisstjóra hjá Capacent, upp- fylla íslenskir aðilar með þessari breytingu kröfur alþjóðlegu korta- fyrirtækjanna um öruggari korta- viðskipti til hagsbóta fyrir bæði korthafa og fyrirtækin. Verkefnið snýst því um að auka öryggi korta- viðskipta. Sigurður segir að verkefnið, sem hófst árið 2010, hafi mætt nokkr- um hindrunum í upphafi. „Teng- ingar milli posa og afgreiðslukerfa voru ekki tilbúnar og debetkortin á þeim tíma höfðu ekki örgjörva. Þar sem meirihluti kortaveltunnar var með debetkortum vildu fyrir- tækin eðlilega bíða þar til þau innihéldu örgjörva líka eins og kreditkortin.“ Úr varð að hagsmunaaðilar verkefnisins settu átakið í gang en verkefnið er í umsjón Greiðslu- veitunnar, sem er dótturfyrirtæki Seðlabankans og starfrækir mið- læg greiðslumiðlunarkerfi sem bankarnir og kortafyrirtækin tengjast til að miðla kortafærslum. Færsluhirðarnir Borgun, Valitor og Kortaþjónustan taka auk þess virkan þátt í verkefninu. Sigurður segir íslensk fyrir- tæki og korthafa hafa tekið breyt- ingunum mjög vel. Þorri sölu- staða hefur snúið posanum að viðskiptavinum og örfá fyrir- tæki eiga eftir að klára innleið- ingar sínar. „Almenningur hefur líka tileinkað sér breytinguna og f lestir eru mjög ánægðir með að þurfa ekki að láta kortið af hendi og að öryggið hafi verið aukið. Þrátt fyrir að hægt hafi verið að ýta á græna takkann hingað til þá er pin-aðferðin sú sem fólk kýs. Á sölustöðum þar sem posinn snýr að þér er algengt að 95 prósent kortagreiðslna með örgjörva- korti séu staðfest með pinni þrátt fyrir græna takkann. Það er því einungis lítill hluti korthafa sem á eftir að klára að leggja pinnið á minnið.“ Breytist í dag Í dag, mánudaginn 19. janúar, verður sú breyting að korthafar mega búast við að fá ekki heim- ild fyrir kortaviðskiptum nema þau séu staðfest með pin-númeri. „Korthafar sem muna ekki pinn- ið hafa hingað til getað staðfest greiðslur með því að ýta á græna takkann á posanum. Ekki verður því hægt að treysta áfram á græna takkann því frá og með deginum í dag munu bankar og spari sjóðir almennt hætta að veita heimild ef korthafar reyna að sleppa pin- númerinu. Engin breyting verður á kortagreiðslum á netinu.“ Það hefur alltaf legið fyrir að lítill hluti korthafa mun ekki geta notað pin-númerið, til dæmis sökum fötl- unar eða heilsufarsástæðna. Þeir korthafar geta að sögn Sigurðar leitað til viðskiptabanka síns eða sparisjóðs og sótt um áframhaldandi heimild til að ýta á græna takkann og skrifa undir greiðslukvittun. „Hver korthafi þarf að sækjast eftir þeirri lausn sjálfur. Ekki þarf nýtt kort heldur einungis áframhaldandi undan- þágu. Það er mikilvægt fyrir kort- hafa sem telja sig ekki geta notað pin-númerið að hafa samband við bankann sinn eða sparisjóð sem allra fyrst.“ Græni takkinn er hér með úti Frá og með deginum í dag geta korthafar ekki treyst á græna takkann á posum í verslunum heldur verða að stóla á pin-númer greiðslukorta sinna. Verkefnið Pinnið á minnið hefur fengið góðar viðtökur korthafa og verslana enda eykst öryggi í kortaviðskiptum. „Almenningur hefur líka tileinkað sér breytinguna og flestir eru mjög ánægðir með að þurfa ekki að láta kortið af hendi,“ segir Sigurður Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Capacent. MYND/VILHELM 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -3 5 B 8 1 7 E D -3 4 7 C 1 7 E D -3 3 4 0 1 7 E D -3 2 0 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.