Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 20
Kassakerfi & sjóðsvélar MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 20152
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512-5429
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar,
Laugavegi 34, er ein elsta verslun
borgarinnar og hefur yfir sér mik-
inn sjarma. Á Facebook-síðu versl-
unarinnar má sjá margar skemmti-
legar myndir frá fyrri tíð, meðal
annars af búðarkassa sem hefur
þótt mikill og fagur gripur á sínum
tíma.
Guðsteinn Eyjólfsson, klæðskeri
og verslunareigandi, fæddist árið
1890 og hóf eigin rekstur árið 1918.
Árið 1929 fékk Guðsteinn leyfi til að
reisa verslunarhúsnæði að Lauga-
vegi 34 sem í dag er eitt fallegasta
húsið í borginni. Á heimasíðu versl-
unarinnar má kynna sér söguna.
Þar segir meðal annars: „Í mars
1929 fékk Guðsteinn leyfi til að reisa
þrílyft verslunar- og íbúðarhús á
lóð sinni við Laugaveg og í kjöl farið
voru húsin við Laugaveg 34 rifin.
Þorleifur Eyjólfsson arkitekt gerði
teikningar að nýju húsi, sem þykir
allsérstakt og fallegt með boga-
dregnum kvistum og fjölda glugga
með mörgum fögum. Segja má að
það sé í júgendstíl, en sú stíltegund
ruddi sér rúms í arkitektúr í Vínar-
borg um aldamótin 1900. Þor leifur
teiknaði fleiri hús sem setja svip á
bæinn, þar á meðal er verslunar-
hús Egils Jakobsen við Austurstræti,
en það ber einnig einkenni júgend-
stíls.“ Verslunin var flutt inn í húsið
í desember 1929 og hefur starf-
að þar óslitið síðan. Margir ganga
eftir Laugaveginum án þess að líta
upp og virða fyrir sér húsin. Það er
ástæða til að gera það þegar geng-
ið er fram hjá verslun Guðsteins
Eyjólfs sonar.
Gömul verslun
í fallegu húsi
Gömul
mynd frá
Laugavegi
34. Myndin
var fengin af
Facebook-
síðu
verslunar
Guðsteins
Eyjólfssonar.
Verkefnið Pinnið á minnið hefur varla farið fram hjá landsmönnum undan farin
ár en tilgangur þess er að koma á
réttri notkun örgjörvakorta á Ís-
landi. Posum á sölustöðum er
snúið að viðskiptavinum sem setja
kortið sjálfir í posann og staðfesta
greiðslu með pin-númeri. Að sögn
Sigurðar Hjalta Kristjánssonar,
verkefnisstjóra hjá Capacent, upp-
fylla íslenskir aðilar með þessari
breytingu kröfur alþjóðlegu korta-
fyrirtækjanna um öruggari korta-
viðskipti til hagsbóta fyrir bæði
korthafa og fyrirtækin. Verkefnið
snýst því um að auka öryggi korta-
viðskipta.
Sigurður segir að verkefnið, sem
hófst árið 2010, hafi mætt nokkr-
um hindrunum í upphafi. „Teng-
ingar milli posa og afgreiðslukerfa
voru ekki tilbúnar og debetkortin
á þeim tíma höfðu ekki örgjörva.
Þar sem meirihluti kortaveltunnar
var með debetkortum vildu fyrir-
tækin eðlilega bíða þar til þau
innihéldu örgjörva líka eins og
kreditkortin.“
Úr varð að hagsmunaaðilar
verkefnisins settu átakið í gang
en verkefnið er í umsjón Greiðslu-
veitunnar, sem er dótturfyrirtæki
Seðlabankans og starfrækir mið-
læg greiðslumiðlunarkerfi sem
bankarnir og kortafyrirtækin
tengjast til að miðla kortafærslum.
Færsluhirðarnir Borgun, Valitor
og Kortaþjónustan taka auk þess
virkan þátt í verkefninu.
Sigurður segir íslensk fyrir-
tæki og korthafa hafa tekið breyt-
ingunum mjög vel. Þorri sölu-
staða hefur snúið posanum að
viðskiptavinum og örfá fyrir-
tæki eiga eftir að klára innleið-
ingar sínar. „Almenningur hefur
líka tileinkað sér breytinguna og
f lestir eru mjög ánægðir með að
þurfa ekki að láta kortið af hendi
og að öryggið hafi verið aukið.
Þrátt fyrir að hægt hafi verið að
ýta á græna takkann hingað til þá
er pin-aðferðin sú sem fólk kýs. Á
sölustöðum þar sem posinn snýr
að þér er algengt að 95 prósent
kortagreiðslna með örgjörva-
korti séu staðfest með pinni þrátt
fyrir græna takkann. Það er því
einungis lítill hluti korthafa sem
á eftir að klára að leggja pinnið á
minnið.“
Breytist í dag
Í dag, mánudaginn 19. janúar,
verður sú breyting að korthafar
mega búast við að fá ekki heim-
ild fyrir kortaviðskiptum nema
þau séu staðfest með pin-númeri.
„Korthafar sem muna ekki pinn-
ið hafa hingað til getað staðfest
greiðslur með því að ýta á græna
takkann á posanum. Ekki verður
því hægt að treysta áfram á græna
takkann því frá og með deginum
í dag munu bankar og spari sjóðir
almennt hætta að veita heimild
ef korthafar reyna að sleppa pin-
númerinu. Engin breyting verður
á kortagreiðslum á netinu.“
Það hefur alltaf legið fyrir að lítill
hluti korthafa mun ekki geta notað
pin-númerið, til dæmis sökum fötl-
unar eða heilsufarsástæðna.
Þeir korthafar geta að sögn
Sigurðar leitað til viðskiptabanka
síns eða sparisjóðs og sótt um
áframhaldandi heimild til að ýta
á græna takkann og skrifa undir
greiðslukvittun. „Hver korthafi
þarf að sækjast eftir þeirri lausn
sjálfur. Ekki þarf nýtt kort heldur
einungis áframhaldandi undan-
þágu. Það er mikilvægt fyrir kort-
hafa sem telja sig ekki geta notað
pin-númerið að hafa samband við
bankann sinn eða sparisjóð sem
allra fyrst.“
Græni takkinn er hér með úti
Frá og með deginum í dag geta korthafar ekki treyst á græna takkann á posum í verslunum heldur verða að stóla á pin-númer
greiðslukorta sinna. Verkefnið Pinnið á minnið hefur fengið góðar viðtökur korthafa og verslana enda eykst öryggi í kortaviðskiptum.
„Almenningur hefur líka tileinkað sér breytinguna og flestir eru mjög ánægðir með að þurfa ekki að láta kortið af hendi,“ segir Sigurður
Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Capacent. MYND/VILHELM
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
D
-3
5
B
8
1
7
E
D
-3
4
7
C
1
7
E
D
-3
3
4
0
1
7
E
D
-3
2
0
4
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K