Fréttablaðið - 12.01.2015, Page 4

Fréttablaðið - 12.01.2015, Page 4
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ advania.is/vinnufelagar Hafðu samband í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is * Tilboð gilda til 31.01.2015 eða á meðan birgðir endast. á nýju ári Nýjar vélar JANÚAR TILBOÐ* STJÓRNSÝSLA Enn liggur ekkert fyrir um það hvenær Eygló Harð- ardóttir, félags- og húsnæðismála- ráðherra, kynnir ný þingmál um endurbætur á húsnæðiskerfinu. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúða lánasjóðs, sagði við Frétta- blaðið á dögunum að óvissan um framtíð sjóðsins yki á vanda hans. „Ég vona sem fyrst. Þetta eru nokkuð fjölbreytt mál og mörg. Hér er ekki um að ræða eitt frum- varp. Þetta snýr ekki bara að einum þætti húsnæðiskerfisins, heldur koma þarna fram mjög víð- tækar tillögur sem snúa að nokkr- um lagabálkum,“ segir Eygló. Hún segir að stefnt sé á að þessi mál verði kynnt vorþinginu. Meg- ináherslan sé lögð á að vinna þau frumvörp sem voru kynnt á þing- málaskránni. Þar er boðað frum- varp til laga um húsnæðismál, frumvarp til laga um húsnæðis- samvinnufélög og frumvarp til laga um breytingu á húsaleigu- lögum. Eygló segir að ráðuneytið hafi leitað eftir nánu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin og sé að viða að sér upplýsingum um áform sveit- arfélaga varðandi uppbyggingu á félagslegu húsnæði fyrir fólk í félagslegum eða fjárhagslegum vanda. „Að við fáum upplýsingar um það hver sé þörfin fyrir fatlað fólk, fyrir aldraða og fyrir náms- menn. Ríkið hefur stutt sveitar- félögin eða viðkomandi félaga- samtök sérstaklega varðandi uppbyggingu fyrir þessa hópa. Það má segja að fyrsta skrefið að því hafi verið tekið þegar Reykjavík- urborg samþykkti sína áætlun, um hvað byggt yrði upp á næstu fimm árum,“ segir Eygló. Hún segir að tölur sem þessar frá sveitarfélögunum hafi ekki legið fyrir. „Og það er rétt að fara með það fyrir þingið og þing- ið mun þá samþykkja húsnæð- isáætlun um uppbyggingu þegar kemur að félagslegu húsnæði. Síðan erum við með tillögur sem snúa að breytingu á húsnæðisbóta- kerfinu. Að jafna stuðninginn við þá sem búa í ólíkum búsetuform- um og ólíkum fjölskyldugerðum,“ segir Eygló. Hún minnir á tillög- ur frá verkefnastjórn um framtíð húsnæðismála að vaxta- og húsa- leigubótakerfið verði því samein- að í eitt. Aðspurð hvort sú óvissa sem er uppi um framtíð Íbúðalánasjóðs auki á vanda hans, segist hún telja að það hafi allir áhyggjur af stöðu sjóðsins. Nú sé verið að vinna að skýrum tillögum um framtíðar- skipulag. „Við höfum líka að sama skapi lagt áherslu á það við Íbúða- lánasjóð að sjóðurinn sinni við- skiptavinum eins vel og hann mögulega getur og þar af leiðandi að það fólk sem á í viðskiptum við íbúðalánasjóð finni fyrir því að sjóðurinn er að huga að því,“ segir Eygló. jonhakon@frettabladid.is Safna upplýsingum um þörf á félagslegu húsnæði Ekki liggur fyrir hvenær þingmál um endurbætur á húsnæðiskerfinu verða kynnt almenningi. Áhersla lögð á að bæta félagslega kerfið, sameina húsnæðisbótakerfið og vinna að framtíðarskipulagi húsnæðislána. MEÐ ÞRJÚ ÞINGMÁL Í SMÍÐUM Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að leggja húsnæðismálaáætlun fyrir Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að hafa yfirsýn yfir uppbyggingu félagslegra íbúða. Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta undirrituðu viljayfirlýsingu rétt fyrir jól um byggingu 650 nýrra stúdentaíbúða á háskólasvæðinu á næstu fimm árum. Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg munu vinna að því að skipuleggja háskólasvæðið og koma fyrir allt að 400 stúdentaíbúðum til viðbótar við þær sem þegar eru á svæðinu. Þá lýsir Reykjavíkurborg yfir vilja sínum til að úthluta lóðum og byggingarrétti fyrir 250 stúdentaíbúðir á vegum Félagsstofnunar stúdenta á öðrum þéttingarreitum nálægt miðborginni og Háskóla Íslands. Þá samþykkti borgarráð í nóvember að heimila Félagsbústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum, árin 2015–2019. Uppbygging í Reykjavík Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá FROST Á FRÓNI. Þótt frosttölur lækki á landinu í dag verður áframhaldandi frost næstu daga. Það má búast við nokkuð stífri norðanátt um tíma með éljum norðan- og austanlands en björtu veðri syðra. -1° 8 m/s -3° 8 m/s -4° 6 m/s 0° 6 m/s Strekkingur víða en hvasst allra vestast og með SA- ströndinni. Strekkingur með ströndum en hægari vindur inn til landsins. Gildistími korta er um hádegi 3° 26° -3° 10° 14° 3° 7° 7° 7° 21° 12° 17° 16° 15° 6° 7° 8° 7° -5° 4 m/s -1° 6 m/s -2° 6 m/s 1° 9 m/s -5° 6 m/s -4° 10 m/s -9° 8 m/s -1° -5° -1° -4° -3° -7° -1° -5° -2° -5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN Síðan erum við með tillögur sem snúa að breytingu á húsnæðisbóta- kerfinu. Að jafna stuðn- inginn við þá sem búa í ólíkum búsetuformum og ólíkum fjölskyldugerðum . Eygló Harðardóttir, húsnæðismálaráðherra. 107 karlar á Íslandi bera nafnið Níels sem fyrra eiginnafn. 28 bera það sem annað eiginnafn. Heimildir frá Þjóðskrá Íslands. FJALLABYGGÐ Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópa- vogs og þingmaður SV-kjördæmis, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Fjallabyggð frá næstu mánaðar- mótum. „Ég er mjög ánægð með þessa ráðningu og tel þetta vera bænum til hagsbóta,“ segir Sólrún Júlíusdóttir, oddviti Framsóknar í minnihluta sveitarstjórnarinnar. Sigríður Guðrún Hauksdótt- ir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í minnihlutanum, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði ekkert samráð hafa verið haft við minnihlutann. „Ég las bara um þetta eins og flest- allir landsmenn,“ sagði Sigríður Guðrún. - sa Nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar: Gunnar verður bæjarstjóri GUNNAR BIRGISSON nýráðinn bæjar- stjóri Fjallabyggðar AKUREYRI Íþróttaráð Akureyrar- kaupstaðar samþykkti á síðasta fundi sínum að hækka frístunda- styrk ungmenna um tuttugu pró- sent. Frístundastyrkurinn er því 12.000 krónur á árinu 2015. Einnig var ákveðið að hækka aldursviðmiðið um heil fjögur ár og því geta öll börn á aldrinum sex til sautján ára nýtt sér frí- stundastyrkinn. Frístundakort á Akureyri hefur tíðkast frá árinu 2006 og var upp- haflega aðeins fyrir börn á aldr- inum sex til ellefu ára en var hækkað í þrettán ár árið 2013. - sa Styrkur og aldursbil stækka: Frístundakort hækkar um 20% ÞÝSKALAND Kveikt var í ritstjórn- arskrifstofum þýska dagblaðs- ins Morgenpost í Hamborg um helgina. Blaðið hafði endurbirt myndir úr Charlie Hebdo. Árásin varð til þess að áhyggj- ur manna jukust af mótmælum í Dresden þar sem íslam í landinu er mótmælt. Þau mótmæli hafa farið fram vikulega frá því í haust og er óttast að átök geti brotist út vegna þeirra. Eftir að sautján manns féllu fyrir hendi vígamanna í Frakk- landi í síðustu viku hafa aftur vaknað upp spurningar um örygg- ismál á Vesturlöndunum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að vel undirbúnir ódæðismenn, eins og þeir í París, Brussel, Ástr- alíu eða Kanada geti látið til skarar skríða,“ sagði Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, í samtali við blaðið Bild am Sonntag í gær. Hann segir að í Þýskalandi séu um 260 múslimar sem séu tald- ir hættulegir. - jhh Kveikt í ritstjórnarskrifstofum þýska dagblaðsins Morgenpost í Hamborg: Áhyggjur af öryggi hafa aukist ELDURINN SLÖKKTUR Slökkviliðs- menn voru fljótir að húsinu sem hýsir ritstjórnarskrifstofur Morgenpost í Hamborg. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Ingi Freyr Vilhjálms- son blaðamaður hefur sagt starfi sínu lausu á DV. Bætist hann því í hóp blaðamanna sem hafa hætt störfum þar síðustu vikurnar. Í desember tóku nýir eigendur við stjórnartaumum á DV og réðu til sín nýja ritstjóra, þá Eggert Skúlason og Kolbrúnu Bergþórs- dóttur. Ingi hefur verið áberandi und- anfarið og skrifaði bókina Ham- skiptin, þegar allt verður falt á Íslandi, sem kom út árið 2014. - sa Fleiri blaðamenn segja upp: Ingi Freyr segir starfi sínu lausu 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 8 -E D 9 8 1 7 E 8 -E C 5 C 1 7 E 8 -E B 2 0 1 7 E 8 -E 9 E 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.