Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.01.2015, Qupperneq 8
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Hrafnkell Á. Proppé Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröð um þróun og mótun borgarinnar með Hjálmari Sveinssyni, formanni ráðsins. Fundunum er ætlað að víkka og dýpka umræðu um skipulagsmál. Yfirskrift raðarinnar er Heimkynni okkar, borgin. Þriðjudaginn 13. janúar verður fundur með yfirskriftinni „Á að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu?“. Þar verður spurt hvort samkeppni sveitarfélaganna sé góð, hver áhrif sameiningar yrðu á almenningssamgöngur, stjórnsýslu og skipulags-, umhverfismál. Einnig verður fjallað um hvað það myndi þýða fyrir ríki og landsbyggðina ef 65% landsmanna tilheyrðu einu og sama sveitarfélagi. Framsögu hafa, auk Hjálmars, þau Svandís Svavarsdóttir alþingismaður, Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og formaður Strætó bs. og Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Skemmtileg stemning mun skapast á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum við Klambratún klukkan 20.00–21.30. Allir velkomnir. Svandís SvavarsdóttirHjálmar Sveinsson Bryndís Haraldsdóttir Á AÐ SAMEINA SVEITARFÉLÖGIN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU? 1 5 -0 0 6 1 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA RENAULT MEGANE SPORT T. Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142531. KIA Sorento III EX Nýskr. 07/13, ekinn 70 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.690 þús. Rnr. 282258. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW X5 xDrive Nýskr. 01/12, ekinn 81 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 120533. LAND ROVER FREELANDER 2S Nýskr. 05/13, ekinn 18 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 6.590 þús. Rnr. 102384. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 36 þús km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 142580. HYUNDAI i20 CLASSIC Nýskr. 06/13, ekinn 58 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.990 þús. Rnr. 310108. DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 04/13, ekinn 82 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.880 þús. Rnr. 120499. Frábært verð! 9.900 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! NÍGERÍA Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugar- dag varð markaður í borginni Mai- duguri fyrir sjálfsmorðsspreng- juárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur geng- ið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorp- ið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði lands- ins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti hér- aðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti. Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Liðsmenn Boko Haram lögðu fiskiþorp við Tsjad-vatn í rúst og stráfelldu íbúa þess. Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum sam- takanna. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina. 2002 Stofnuð af Mohamed Yusuf til að skóla fólk í íslam. 2009 Liðsmenn hófust handa við að vígbúast. 2010 Í september réðust liðsmenn á fangelsi og frelsuðu 721 fanga. 2011 til 2013 Fjöldi sprengjuárása víðsvegar um landið. Fjöldi fallinna nam hundruðum ef ekki þúsundum. 2014 Í apríl var ráðist á skóla í Chikbok og námu á brott um 300 stúlkur námu við skólann. Í maí voru 336 almennir borgarar myrtir í bænum Gamboru í Borno-héraði. Árásir héldu áfram um allt land allt árið. 2015 Yfir 2.000 látast er bærinn Baga er jafnaður við jörðu. SAGA BOKO HARAM HREYFINGARINNAR íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heil- ögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upp- hafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abu- bakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim . johannoli@frettabladid.is Yfirráðasvæði Boko Haram 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E A -6 9 C 8 1 7 E A -6 8 8 C 1 7 E A -6 7 5 0 1 7 E A -6 6 1 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.