Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 41
 | FÓLK | 3 Kanadíska hönnunarstúdíóið Alleles hefur þróað línu af hlífum fyrir gervifætur. Hlífarnar eru fallegar og skrautlegar og gefa gervifætinum mannlegri útlínur. Hönnunarsíðan Dezeen greindi frá þessu á dögunum. Margir gervifætur minna helst á róbóta enda hefur síðustu tíu ár verið lögð áhersla á hagnýta þætti eins og tölvustýrð hné, fætur og ökkla segja forsvars- menn Alleles sem var stofnað árið 2013. Þótt fæturnir virki nú betur en nokkru sinni áður sé tengingin við líkamann þó minni. Þó að margir séu sáttir við útlit fótanna séu aðrir sem vilji endur- heimta útlínur líkamans. Hlífunum á að klæðast utan yfir venjulega gervifætur. Þær líkja eftir útlínum kálfa og ökkla en eru einnig til í mörgum litum og mynstrum til að falla að mis- munandi smekk fólks. Þá er einn- ig hægt að skipta út hlífum til að passa við mismunandi klæðnað. Nýjar línur verða gefnar út samhliða vor/sumar- og haust/ vetrardagskrá tískuiðnaðarins. Þannig getur fólk valið hlífar líkt og föt. „Markmið Alleles-hönnunar- stúdíósins er að gera það sama fyrir gervilimi og tískuiðnaðurinn gerði fyrir gleraugu,“ segir einn af hönnuðum Alles. FAGRIR GERVIFÆTUR TÖFF Hlífarnar eiga að gefa fætinum mannlegri útlínur. FALLEGIR LEGGIR Mynstrin eru misjöfn fyrir mismunandi tækifæri. ● HÖNNUN Koichi Suzuno og Alicja Strzyzynska frá japönsku arkítektastof- unni Torafu hafa hannað barnastól sem með einu handtaki breyt- ist í dúkkuhús. Þegar stóllinn er tekinn í sundur birtist undra- heimur ungra stúlkna og drengja. Hallandi armar stólsins verða að þaki og sætið breytist í herbergi og hillur þar sem hægt er að raða upp dúkkum og litlum húsgögnum. Að leik loknum er hægt að loka stólnum og geyma allt dótið inn í honum þar til leikgleðin tekur yfirhöndina á ný. Dúkkuhúsið er framleitt af húsgagnaframleiðandanum Ichiro. STÓLL VERÐUR DÚKKUHÚS ● Bandaríkjamenn horfa að meðaltali á sjónvarp í fimm klukkustundir á dag. Það er því ekkert skrítið þótt þeir kjósi að gefa hundinum sínum tækifæri til að njóta sín fyrir fram sjónvarpið. DOGTV-sjónvarpsstöðin fór í loftið 2013 en hún sérhæfir sig í sjónvarpsefni fyrir hunda. Stöðin hefur fengið dýrasérfræð- inga í lið með sér til að útbúa efni sem er sérhannað fyrir hunda sem eru einir heima. Efnið á að veita hundunum slökun á meðan húsráðendur eru við vinnu. Sjónvarpið á að vera hin fullkomna barnapía fyrir hundana. Áskriftin að hundarásinni kostar fimm dollara á mánuði sem er ódýrara en að ráða hundapössun. Of mikil slökun er þó ekki ákjósanleg fyrir hunda og eftir sem áður er nauðsynlegt fyrir eigendur að fara með dýrin út að ganga. Ekki er heldur gott fyrir dýrin að glápa á sjónvarp allan sólarhringinn. Prófessor í hegðun dýra segir að flestir hundar kjósi að sofa þegar eigandinn er genginn til náða. Prófessorinn bendir einnig hundaeigendum á að fara með hundinn í langa göngu áður en þeir fara til vinnu. Þá verður hann þreyttur og hvílir sig frekar en að glápa á sjónvarp. Róandi tónlist getur haft góð áhrif á hunda. SJÓNVARP FYRIR SNATA úl ausnir Hreyfilausnir ta kl in gs þj ál fu n 60+ Slökun Hugarlausnir Stoðkerfislausnir H ei ls ul au sn ir Sj úk ra þ já lf un Heilsumat Sá lfr æ ði ng ar Eldum betur Bo rð um b et ur A ðh al d hj úk ru na rf ræ ði ng s Sofum betur um b et Karlap OrkulE in st AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA ð Bo rð u - Þín brú til betri heilsu www.heilsuborg.is Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf fagaðila – Eru kílóin að hlaðast á? – Ertu með verki? – ....eða er hreinlega allt í rugli? O ffi tu rá ðg jö f 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 8 -8 A D 8 1 7 E 8 -8 9 9 C 1 7 E 8 -8 8 6 0 1 7 E 8 -8 7 2 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.