Fréttablaðið - 12.01.2015, Síða 48
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 20
BAKÞANKAR
Hauks Viðars
Alfreðssonar
EKKI FYRIR ALLA Kourtney Kardashian
elskar fylgjutöflurnar sínar.
„Þetta er hljómsveit sem var stofn-
uð í gamni síðasta vor, þar sem
mig langaði að syngja þessi lög
sem ég hef samið í gegnum tíðina
í kántrístíl,“ segir tónlistarmaður-
inn Guðmundur Jónsson.
Hann er líklega best þekktur
sem aðallagahöfundur og gítar-
leikari í Sálinni hans Jóns míns
en hefur nú stofnað hljómsveit-
ina Vestanáttina. „Ég hafði sam-
band við góða félaga og við tókum
nokkra tónleika í bænum á meðan
við vorum að koma okkur í gang.
Síðan gekk þetta svo vel að við
ákváðum að búa til hljómsveit úr
þessu og erum að koma með nýtt
frumsamið efni,“ útskýrir Guð-
mundur.
Í upphafi voru þekkt lög sem
hann hefur samið sett í kántríbún-
ing og segir Guðmundur að nokk-
ur Sálar lög hafi komið sérlega
vel út í kántríbúningi. „Sálarlag-
ið Gefðu mér, sem var á plötunni
Hvar er draumurinn? og var samið
þegar ég var 23 ára. kom mjög vel
út í kántrístíl og var upphaflega
samið þannig en við reyndum að
poppa það upp með Sálinni á sínum
tíma. Neistinn er líka gamall hund-
ur sem fer vel í kántrístíl,“ segir
Guðmundur, sem er alinn upp við
kántrítónlist.
Vestanáttin er að leggja loka-
hönd á sína fyrstu breiðskífu og
stefnir á útgáfu í vor. „Á henni
er bara nýtt efni og frumsamið,
lög og texti eftir mig. Ég og Alma
Rut syngjum svo saman eða sitt í
hvoru lagi,“ bætir Guðmundur við.
Hann hefur gefið út þrjár sólóplöt-
ur, fyrir utan allar Sálarplöturn-
ar, ásamt því að vera í rokkhljóm-
sveitinni Nykri.
„Það er einhver þráhyggja og
geðveiki að vera lagasmiður, ekki
eru það peningarnir sem maður
er að eltast við. Svona er bara að
vera listamaður, þú ert alltaf með
eitthvert lag sem þér finnst vera
besta lagið, óunnið verk í hausn-
um,“ segir Guðmundur spurður út
í lagasmíðarnar.
Gummi Jóns í Sálinni
stofnar kántrísveit
Hljómsveitin Vestanáttin er ný hljómsveit sem Guðmundur Jónsson, gítarleikari
Sálarinnar hans Jóns míns, hefur stofnað. Hann er hvergi nærri hættur að semja.
KÁNTRÍUNNANDI Guðmundur Jónsson hefur stofnað hljómsveitina Vestanáttina,
sem leikur að mestu kántrítónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/
FÉLAGAR VESTANÁTTARINNAR frá vinstri: Sigurgeir Sigmundsson, pedal steel
gítar, Guðmundur Jónsson, gítar og söngur, Eysteinn Eysteinsson trommur, Alma Rut
söngur, og Pétur Kolbeinsson bassi. MYND/JÓN ÖNFJÖRÐ ARNARSSON
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
o s.iSAM
CHICAGO SUN TIMES
LOS ANGELES TIMES
WASHINGTON POST
8, 10:20
6, 9
7
5:50
10
TAKEN 3 KL. 5.30 - 8 - 10.30
UNBROKEN KL. 6 - 9
THE HOBBIT 3 3D KL. 6 – 9
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.30 - 8
MOCKINGJAY– PART 1 KL. 10.15
TAKEN 3 KL. 5.30 - 8 - 10.30
THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 5 – 8 - 10
THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 4 - 7 - 10
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 - 5.45 - 8
EXODUS KL. 7
MOCKINGJAY - PART 1 KL. 10.15
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 4.30
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Hljómsveitin ætlar að halda tón-
leika í Salnum í Kópavogi 12. febrú-
ar næstkomandi. „Við ætlum að
flytja úr lagabálki mínum og einn-
ig að segja sögurnar á bak við lögin
og textana.“ gunnarleo@frettabladid.is
Það er einhver
þráhyggja og geðveiki að
vera lagasmiður, ekki eru
það peningarnir …
Það er sjaldan lognmolla í kring-
um Kardashian-fjölskylduna og
er svo sannarlega ekki undan-
tekning núna. Elsta systirin,
Kourtney, sem eignaðist sitt
þriðja barn skömmu fyrir jól,
birti umdeilda mynd á Insta-
gram-síðu sinni á laugardag. Á
henni voru tvær töflur á diski og
undir myndinni stóð „Placenta
pills“ eða fylgjutöflur. Kourt-
ney hefur því látið þurrka fylgju
þriðja barnsins, mylja niður og
gera úr henni töflur. Við mynd-
ina skrifaði hún einnig að þessar
töflur hefðu breytt lífi hennar
og hún kviði fyrir því þegar þær
kláruðust. Eiga töflurnar að bæta
mjólkurframleiðslu og almenna
líðan hinnar nýbökuðu móður.
Tekur fylgjuna
inn í töfl uformi
Bandaríski lúxusskartgriparisinn
Tiffany & Co, sem einna þekktast
er fyrir trúlofunarhringana sína
og túrkisbláu pakkningarnar, var
í vikunni fyrsta skartgripamerk-
ið til þess að sýna samkynhneigt
par í auglýsingum um trúlofun-
arhringa. Í auglýsingunni, sem
sýnir tvo karlmenn sitja saman í
stiga og haldast í hendur, eru ekki
notaðar fyrirsætur heldur eru
mennirnir par í alvörunni. Linda
Buckley, sem sér um kynningar-
mál fyrir Tiffany & Co, sagðist í
tilkynningu frá fyrirtækinu vona
að fleiri framleiðendur tækju þau
sér til fyrirmyndar.
Tímamót hjá
Tiff any’s
TIFFANY & CO Það þekkja allir Tiffany
& Co á bláa litnum.
Sómakærir Íslendingar signdu sig þegar fregnir bárust í síðustu viku af Snap-
chat–reikningnum Saurlífi. Þar deildi
aragrúi ungs fólks vafasömum ljósmynd-
um og myndskeiðum af sér og sínum nán-
ustu með umheiminum. Fyrirbærið rataði
í fréttir og forvitni ég ákvað að sjálfsögðu
að skoða hvað um var rætt. Eftir dágóðan
skammt af krumpuðum kynfærum og lögu-
legum lortum í klósettskálum lokaði ég for-
ritinu og hugsaði með mér að líklega væri
Saurlífi síðasti naglinn í líkkistu klámkyn-
slóðarinnar.
EN AUÐVITAÐ opnaði ég Saurlífið aftur
seinna sama dag. Reyndar undir
því yfirskini að ég væri að sýna
vinum mínum það og við okkur
blöstu margfalt grófari hlutir
en ég nefndi hér áður. En var
þetta virkilega svona slæmt?
Á tímum þar sem netníð-
ingar herja á hvert það
ungmenni sem vogar sér að
vera öðruvísi er ég ekki svo
viss. Á Saurlífinu virtist sem
sumir væru hreinlega að
keppast við að vera öðruvísi.
OG ÞARNA kenndi ýmissa grasa. Feitir
og mjóir með stór typpi og lítil, fallegt fólk
og forljótt, misstór brjóst, ör, bólur og slit,
ófríðir peppaðir upp og fólk í sjálfsvígs-
hugleiðingum hvatt til að leita sér hjálpar.
Eiginlega allt nema „eðlilegheit“ rataði inn
á Saurlífi. Auðvitað er erfitt að taka upp
hanskann fyrir framtakið þegar ólögráða
ungmenni geta með örfáum fingrahreyf-
ingum fengið að sjá meira af kynlífi og
fíkniefnaneyslu en frægustu rokksveitir
heims hafa séð baksviðs yfir ævina. En ég
ætla samt að gera það.
KANNSKI er Snapchat ekki besti vett-
vangurinn. Til þess er aðgengið of auðvelt
fyrir smáfólk. En konseftið sem slíkt er
ekki svo galið. En hvað veit ég? Kannski
misstu ungmennin áhuga á þessu um leið
og þetta kom í fréttunum og varð „main-
stream“. Miðaldra sleðar farnir að tala um
Saurlífi á kaffistofum, haldandi að þeir séu
með puttann á púlsinum. Ungu fólki finnst
ekkert gaman þegar fullorðna fólkið andar
ofan í hálsmálið á því. Og þess vegna spái
ég Facebook–grúppunni Sjomlatips engu
sérstöku langlífi. Það er nefnilega búið að
samþykkja mig.
Ungt og leikur sér
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
A
-6
9
C
8
1
7
E
A
-6
8
8
C
1
7
E
A
-6
7
5
0
1
7
E
A
-6
6
1
4
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K