Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1952, Page 11
Formáli.
Preface.
í hefti því, er hér birtist, eru skýrslur um mannfjölda, hjónavígslur,
fæðingar og manndauða hvert ár 1941—1950 og er tilhögun þeirra að
mestu leyti sú sama og verið hefur. í inngangi, er fylgir þessum skýrsl-
um, eru skýringar við þær ásamt yfirlitum og viðbótarupplýsingum, og
taka þær yfirleitt jafnt til 5 ára tímabilsins 1936—1940 sem til áranna
1941—1950, enda var ekki inngangur með mannfjöldaskýrslum fyrr
nefnda tímabilsins, og var tekið fram í formála þeirra, að þeim mundi
verða gerð nokkur skil í næsta hefti af mannfjöldaskýrslum Hagstof-
unnar.
Mannfjöldaskýrslurnar fyrir 1941—1945 lágu fyrir fullsamdar, þegar
Þorsteinn Þorsteinsson lét af forstöðu Hagstofunnar í árslok 1950.
Samkvæmt ósk Hagstofunnar tók hann að sér að sjá um sanmingu
mannfjöldaskýrslnanna fyrir 1946—1950. Síðan samdi hann inngang
þann, er fylgir skýrslunum og bjó handrit skýrslnanna að fullu undir
prentun. Mannfjöldaskýrslurnar fyrir 1941—1950, eins og þær liggja
hér fyrir, eru því að öllu leyti verk Þorsteins Þorsteinssonar, fyrrver-
andi hagstofustjóra.
Hagstofa íslands, í ágúst 1952.
Klemens Tryggvason.