Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1952, Síða 25
Maiinfjöldaskýrslur 1941—1950
21»
eru allir gerðir jafnlangir. En þessu fer mjög fjarri. Yfirlitið sýnir, að
hjónavígslur eru langtíðastar á vorin (maí—júní) og fyrri hluta vetrar
(október—desember), en miklu minna um þær á öðrum tímum ársins.
1 töflu XIV (bls. 27 og 93) sést, hve margar af hjónavígslunum
1941—1950 hafa verið borgaralegar. Síðan 1916 hafa hjónavígslur
skipzt þannig í kirkjulegar og borgaralegar, bæði í heild og hlutfalls-
lega.
Kirkjulegar Borgaralegar
hjónavígslur hjónavígslur
alls 0/0 alls %
1916- -20 meðaltal ...... 95.9 24.4 4.i
1921- -25 527.0 92.2 44.4 7.8
1926- -30 636.o 92.o 55.o 8.o
1931- 35 83.i 122.o 16.9
1936- -40 78.« 147.2 21.2
1941 — 45 872.o 85.3 150.2 14.7
1946- 50 — 1 025.s 91.i 97.8 8.7
Borgaralegar hjónavígslur jukust tiltölulega mjög ört fram að síð-
asta áratug. Árin 1936—1940 voru þær meir en íimmfalt tíðari heldur
en 20 árum áður og meir en Vs allra hjónavígslna á landinu, en síðan
hefur þeim aftur farið tiltölulega fækkandi, svo að hluti þeirra af öll-
um hjónavigslum 1946—1950, 8,7%, var ekki mikið meiri en hann var
20 árum áður (1926—1930).
Borgaralegar hjónavígslur eru miklu tíðari í kaupstöðunum heldur
cn í sýslunum. Árin 1946—1950 námu þær 11,0% al' ölluiu hjónavígsl-
um í Reykjavík, 6,8% í öðrum kaupstöðum, en aðeins 5,0% i sýslunum.
Kirkjulegar hjónavígslur hafa skipzt þannig eftir vígslustað;
I kirkju alls o/o Hjá presti alls % I heimahúsum alls o/o
1916- -20 meðaltal .... 104.6 18.4 292.6 51.4 172.o 30.2
1921- 25 — .... 78.4 14.9 319.4 60.6 129.2 24.6
1926- -30 — .... 86.e 13.6 413.2 65.o 136 2 21.4
1931- 35 — .... 68.o ll.s 425.4 71.o 106.o 17.7
1936- 40 — .... 58.g 10.7 406.« 74.4 81.2 14.8
1941- 45 — .... 86.2 9.8 655.8 75.2 130.o 14.9
1946- 50 — .... 149.o 14.6 733.4 71.6 143.2 14.0
Á öllum þessum tíma, að undanteknu síðasta 5 ára tímabilinu, hef-
ur hjónavígslum í kirkju og heimahúsum farið tiltölulega sífækkandi,
en hjónavígslum, sem fram hafa farið heima hjá presti, fjölgað að
sama skapi. Á fyrsta tímabilinu (1916—1920) fóru tæplega Vs allra
kirkjulegra hjónavígslna fram í kirkju, tæplega % í heimaliúsum brúð-
hjóna eða vandamanna þeirra, en rúmlega helmingur heima hjá presti.
Á næstsiðasta timabilinu voru kirkjuvígslurnar konmar niður í Vío og'
vígslur í heimahúsum í rúmlega Vi, en vígslur heima hjá presti upp í %.
Á síðasta tímabilinu hefur vígslum í heimahúsum enn fækkað lítils
háttar tiltölulega. Kirkjuvígslum hefur hins vegar fjölgað allverulega,
en vígslum hjá presti aftur á móti fækkað tiltölulega.
Mikill munur er að þessu leyti milli kaupstaðanna annars vegar og