Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Síða 2
mánudagur 28. júlí 20082 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Davíð Garðarsson, dæmdur nauðgari, var í gær fluttur á Vernd þar sem hann lýkur afplánun sinni. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgunina árið 2005. Eftir að dómur var kveðinn upp flúði hann land og var á flótta í fimmtán mánuði. Hann var eftirlýstur vegna nauðgunarinnar og einnig leitaði Interpol hans vegna fíkniefnalagabrots. Formaður Íbúasamtaka Laugardals gagnrýnir að kynferð- isglæpamaður taki út dóm sinn í íbúðarhverfi. NAUÐGARI Á VERND „Auðvitað horfir þetta öðruvísi við þegar fangarnir eru með kyn- ferðisbrotadóma á bakinu,“ seg- ir Kristín Þorleifsdóttir, formaður Íbúasamtaka Laugardals, en Dav- íð Garðarsson, dæmdur nauðgari, var í gær fluttur til afplánunar á fangaheimilið Vernd við laugateig. Kristín segir samtök íbúanna ekki hafa fjallað sérstaklega um kyn- ferðisbrotamenn eftir að Vernd tók fyrir að þar yrðu vistaðir þeir sem beitt hafa börn kynferðisofbeldi. „Þessir menn eru enn að taka út dóminn og mér finnst þurfa um- ræðu um það hvort refsistofnanir eigi heima í íbúðarhverfum,“ segir Kristín. Ótrúverðugur framburður Davíð var dæmdur fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi sambýlis- konu sinni og ógnað henni með hnífi í byrjun nóvember árið 2004. Í dómsskjölum segir að konan hafi farið í heimsókn til Davíðs til að binda enda á samband þeirra sem hafði lengi verið storma- samt. Framburður hennar þótti trúverðugur en Davíð neitaði sök. Hann hélt því fram, bæði við yf- irheyrslur lögreglu og í réttarsal, að konan hefði nauðgað honum. Þá hafi hún bor- ið dúkahníf að lim hans glottandi og ávarpað hann í hæðnistón áður en hún hafði við hann samfarir. Lögreglu fannst framburður Dav- íðs ótrúverðugur og að mörgu leyti með ólíkindum. Á fjórtán refsidóma að baki Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Davíð í tveggja ára fang- elsi. Hann áfrýjaði dómnum en Hæstiréttur þyngdi hann í tveggja og hálfs árs fangelsi. Til refsiþyng- ingar kom að brotavilji Davíðs þótti einbeittur og brotið sérlega alvarlegt. Eftir að dómur var kveðinn upp flúði Davíð land og var á flótta í fimmtán mánuði. Hann var eftir- lýstur hjá Interpol vegna nauðgun- arinnar og fíkniefnabrots en gaf sig loks fram við Ríkislögreglustjóra. Frá árinu 1985 hefur Davíð hlotið fjórtán refsidóma, þar af eru tveir hæstaréttardómar og einn dómur upp á tvö ár og tíu mánuði sem hann hlaut í Þýskalandi fyr- ir fíkniefnabrot. Þá hefur Davíð hlotið dóma fyrir umferðar- lagabrot, nytjastuld, fíki- efnabrot, þjófnað, fjársvik og skjalafals. Fagmennska Þráinn Bj. Farestveit, fram- kvæmdastjóri Verndar, segir að utan þeirra sem fram- ið hafa kynferðisbrot gegn börnum sé öllum föngum heimilt að sækja um að af- plána hluta dóms síns á Vernd. Barnaníðingurinn Ágúst Magn- ússon var árið 2004 dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Hann var að ljúka afplánun sinni á Vernd í fyrra þeg- ar hann reyndi að hafa samband við tálbeitu sjónvarpsþáttarins Kompáss sem þóttist vera 13 ára stúlka. Í kjölfar þessa var reglum Verndar breytt. Þeir sem dæmdir hafa verið fyrir nauðgun eða önnur kynferð- isbrot gegn fullorðnum eiga enn möguleika á að vera þar vistaðir. Þráinn seg- ir þó mjög strang- ar reglur gilda um hverjir komast þar að. Fangar mega ekki hafa framið agabrot í refsivistinni eða vera í fíkniefna- neyslu vilji þeir komast á Vernd. „Það er farið yfir umsóknirnar af mikilli fagmennsku. Þar er metið hvort menn séu hæfir til að vera í opnu vistunarúrræði. Einnig er skoðað hvort þeir séu hugsanlega hættulegir. Ef líkurnar á því eru litlar eða engar fá umsóknir já- kvæða umfjöllun.“ Erla HlynsDÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „davíð var dæmdur fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi sambýlis- konu sinni og ógnað henni með hnífi.“ Var eftirlýstur davíð garðarsson var um tíma eftirlýstur af Interpol vegna fíkniefnabrots og nauðgunar. „Vegna þess að það hefur verið grunur um að hún sé stolin hefur hún verið kyrrsett síðan í september. Hún er það alls ekki, ég er með alla pappíra sem sanna það,“ segir Jónas Árni Lúð- víksson, eigandi skútunnar Ely sem legið hefur við bryggjuna í Hornafirði síðan í september. DV fékk ábendingu um að skút- an Ely væri í raun skútan Elysee sem stolið var frá Hollandi seint í sept- ember í fyrra. Eigandinn þvertekur fyrir það. „Þetta hefur voðalega mik- ið verið blásið upp en það er enginn fótur fyrir því. Þetta verður leiðrétt um leið og maðurinn sem ég hef ver- ið í sambandi við innan lögreglunnar kemur úr sumarfríi.“ Hjá alþjóðadeild ríkislögreglu- stjóra fengust þær upplýsingar að það hefði verið grunur um að skútan Ely væri í raun skútan Elysee en ekki væri enn búið að fá staðfestingu á því hver hinn raunverulegi eigandi væri. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hef- ur verið í sambandi við kollega sína í Hollandi og Belgíu vegna málsins og bíður eftir staðfestingu á því hver eig- andinn sé. Skútan Ely hefur verið kyrrsett í höfninni í Höfn síðan í september. Eigandinn skuldar töluvert fé í hafn- argjöld en því verður kippt í liðinn um leið og kostur gefst. Engin svör hafa fengist frá bæjarfélaginu sem eigand- inn undrast mjög. „Ég skil það ekki alveg því ég hef verið þarna mikið og talaði við þessa menn. Skilið eftir nafn og upplýsingar um mig.“ Skútan Ely er fallegur bátur. Svo fallegur að ferða- menn og aðrir sem koma í bæinn taka vel eftir. Hún er ný og að sögn fróðra manna um skútur kostar hún rúmar 20 milljónir króna. Eigandinn bendir á að skútan sé til sölu. benni@dv.is Eigandi skútunnar Ely segist geta sannað að skútan sé ekki stolin: Eigendur skútunnar eru íslenskir 20 milljóna króna tæki Skútan Ely er ný skúta sem kostar hartnær 20 milljónir króna. Hún er til sölu. Íslenskir þættir í Svíþjóð Sænska sjónvarpið hefur tekið íslensku þættina Tónlist er lífið til sýningar. Þættirn- ir sem eru níu talsins voru sýndir á Ríkissjónvarpinu þarsíðasta vetur, en hver og einn sýnir tvo listamenn eða stærri hópa. Framleiðandi er Lífsmynd en umsjón hafði Ari Trausti Guðmundsson. Í þáttunum ræddi Ari við íslenska einleikara, söngv- ara, hljómsveitir og kóra um tónlistina og lífið í kringum hana. Ari Trausti er að von- um ánægður með útbreiðslu þáttanna og gleðst yfir því að íslenskt efni rati inn á erlend- ar sjónvarpsstöðvar. Óháðir um- hverfismati Skipulagsstofnun hefur tekið þá ákvörðun að lagning tveggja ljósleiðarasæstrengja fyrirtæk- isins Farice þurfi ekki að fara í gegnum mat á umhverfisáhrif- um. Ljósleiðararnir eiga annars vegar að liggja frá Íslandi til Danmerkur og hins vegar milli Íslands og Grænlands. Kærufrestur rennur út 25. ágúst 2008 en þær skulu berast umhverfisráðherra. Hægt er að kynna sér málið nánar á síðu Skipulagsstofnunar. Lögðu snemma af stað Mikil ánægja var með hvern- ig hátíðin Unglist, sem fram fór á Hvammstanga, heppnað- ist. Þar var fólk almennt mjög ánægt með það hversu vel tókst til. Hátíðin var vinaleg og afar fjölskylduvæn. Eina umkvörtun- arefni lögreglunnar á Blönduósi var það að fólk lagði of snemma af stað og væri á mörkunum að vera ölvað. Þeir sem voru í þannig ástandi fengu að fara sína leið en ekki á ökutækjum sínum. Einn var tekinn á laugar- dagskvöldið fyrir ölvunarakstur og var hann handtkekinn. Átta líkams- árásir Nokkuð rólegt var í mið- borginni um helgina sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þó voru átta lík- amsárásir tilkynntar og þar af voru sex af þeim minnihátt- ar en tvær grófari. Lögregl- an handtók mann sem hafði keyrt á umferðarmannvirki en hún hafði fengið tilkynn- ingu um skrykkjóttan akstur. Maðurinn var undir áhrif- um fíkniefna og gisti fanga- geymslur lögreglunnar. Fjög- ur fíkniefnamál komu við sögu lögreglunnar. Lögreglan stöðvaði alls 17 fyrir ölvunar- akstur um helgina. 3. maí 2005 davíð garðarsson flúði land eftir að hann var fundinn sekur um nauðgun. Hann var á flótta undan réttvísinni í fimmtán mánuði. Frá árinu 1985 hefur hann fengið fjórtán refsidóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.