Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 12
mánudagur 28. júlí 200812 Fréttir
Austurríkismaðurinn Jósef Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár, skoðar fréttir um sjálfan
sig í fjölmiðlum og biður fangaverði um krem til þess að halda húðinni unglegri. Dóttir hans Elísabet Fritzl
hefur sagt mömmu sinni að fara úr húsinu þar sem hún og börn hennar eru nú. Ef börn Elísabetar bera
ekki vitni fær hann líklegast ekki meira en tíu ára fangelsi.
Hann hefur verið kallaður skrímslið
í búrinu. Jósef Fritzl misnotaði
dóttur sína í 24 ár og eignaðist með
henni sjö börn. Í dag lætur hann
lítið fyrir sér fara, ber á sig krem til
þess að halda sér unglegum og les
um sjálfan sig í fjölmiðlum. Dóttur-
inni sem hann lokaði niðri í kjall-
ara líður vel eftir atvikum, segja
geðlæknar sem aðstoða fjölskyld-
una. Hún hefur sagt mömmu sinni
að koma sér í burtu, en móðirin er
hissa á viðbrögðum dóttur sinnar.
Fritzl drap barnið
Dóttir skrímslisins Jósefs Fritzl
hefur sakað hann um að hafa drep-
ið nýfætt barn hennar. Þetta kom
fram í leynilegum réttarhöldum
þar sem Elísabet bar vitni án þess
að þurfa að horfast í augu við föður
sinn. Hún sagði fyrir rétti að Fritzl
hefði neitað að sækjast eftir lækn-
isþjónustu fyrir nýfætt barnið sem
var veikt. Barnið dó að lokum og
Fritzl brenndi líkið svo í ofni. Sér-
fræðingar athuga nú hvort hægt
hefði verið að bjarga lífi barnsins,
hefði það fengið læknisþjónustu.
Komist þeir að þeirri niðurstöðu
verður Fritzl ákærður fyrir morð.
Rekur mömmu í burtu
Elísabet og móðir hennar Rose-
marie hafa undanfarið búið í húsi
sem tilheyrir geðspítala með sex
börnum Elísabetar sem faðir henn-
ar neyddi hana til að eignast. Elísa-
bet er bálreið yfir því að þau þrjú
börn sem lifðu ofanjarðar kalli
ömmu sína ennþá „mömmu“. Hún
er líka reið yfir því að móðir henn-
ar hafi aldrei stoppað Fritzl, sem
byrjaði að nauðga henni þegar hún
var ellefu ára. Elísabet er ekki sann-
færð um að móðir hennar hafi ekk-
ert vitað um misnotkunina áður en
hún hvarf ofan í kjallarann í 24 ár.
Austurrísk dagblöð herma að
Elísabet hafi nýlega sagt mömmu
sinni „að halda sig í burtu“ frá hús-
inu sem hún og börnin eru í ná-
lægt geðspítalanum. Rosemarie er
sögð í rusli yfir nýjasta útspili dótt-
ur sinnar. Lögfræðingur Elísabetar
staðfesti fregnirnar á fimmtudag
og sagði Rosemarie hafa yfirgefið
stofnunina og að nú byggi hún hjá
öðru barni sínu.
Fritzl heldur sér unglegum
Fangelsisverðir sem passa upp á
Jósef Fritzl segja að hann biðji sífellt
um húðkrem til þess að halda sér
unglegum. Hinn 73 ára gamli mað-
ur hefur kvartað undan verkjum í
maga og brjósti, en þetta kom fram
í UK‘S Daily Mirror í seinustu viku.
Talskona fangelsisins Erich Huber-
Gustenhofer segir Fritzl óhemju
upptekinn af fjölmiðlaumfjöllun
um mál hans. Hann er áskrifandi
að uppáhaldsblöðunum sínum og
fylgist með sjónvarpsdagskránni
til þess að sjá þá þætti sem fjalla
um hann. „Ef ég á að vera heiðar-
leg, þá gerir hann fátt annað en að
kíkja til læknis og biðja um and-
litskrem, en er ekki til vandræða,“
sagði Huber-Gustenhofer og bætti
við: „Þú myndir varla vita að hann
væri hér.“
Fær bara tíu ár
Talsmaður stefnenda, Gerhard
Sedlacek, sagði við Times að Kerst-
in og Stefan, börn Elísabetar, hefðu
í upphafi ætlað að bera vitni til að
styðja við frásögn móður sinnar.
„En nú lítur út fyrir að þau gætu
notað sér réttinn til þess að tala
ekki við yfirvöld og neita að koma
með sönnunargögn sem sanna
sekt föðursins,“ sagði Gerhard. Án
vitnisburðar þeirra myndi Fritzl að
öllum líkindum fara í fangelsi í tíu
ár í stað miklu lengri tíma. Fritzl er
meðal annars ákærður fyrir frels-
issviptingu, nauðganir og morð
í tengslum við dauða eins barns
Elísabetar í kjallaranum. Búist er
við því að réttað verði yfir honum í
nóvember.
Notaði víagra
Fritzl niðurlægði konu sín Rose-
marie á makaskiptaklúbbi árið
1997 og neyddi hana til þess að
horfa á sig þar sem hann kom sér
í mjúkinn hjá annarri konu. Þetta
sagði Paul Stocker sem hafði reynt
að selja Fritzl hús á svipuðum tíma.
„Eldri hjón komu inn, þau voru
alveg eins og gamalt par sem þú
myndir sjá í almenningsgarði að
gefa fuglunum brauð,“ sagði hann
í maí. „Ég var orðlaus þegar ég átt-
aði mig á því að þetta voru Fritzl-
hjónin. Hún fór án þess að segja
neitt út í horn og stóð þar.“ Hann
sagði að Fritzl hefði komið fram við
hana eins og hund, hún hefði orðið
að sitja í horninu og horfa á hann á
meðan hann lék sér við aðra konu.
Stocker tók líka fram að Fritzl hefði
talað mikið og hátt um það að hann
notaði víagra til að krydda kynlífið.
Misnotkun frá ellefu ára aldri
Áður en Jósef Fritzl svipti dóttur
sína frelsinu 1984 þegar hún var átj-
án ára að aldri hafði hann misnot-
að hana kynferðislega um sjö ára
skeið. Hún hafði reynt að strjúka að
heiman tvisvar en mistekist og þeg-
ar hún var átján ára ákvað hún að
segja skilið við föður sinn en hann
lokkaði hana niður í kjallarann al-
ræmda og sá hún ekki sólarljós
næstu tuttugu og fjögur árin.
Að sögn lögreglu sætti Elísabet
barsmíðum þegar hún setti sig upp
á móti frelsissviptingunni og sá eftir
nokkur ár að árangurslaust væri að
setja sig upp á móti ægivaldi föður
síns. Í kjallaranum eignaðist Elísa-
bet sjö börn og voru þrjú þeirra alin
upp í kjallaranum en þrjú ofanjarð-
ar. Fritzl sagði að dóttir hans hefði
farið að heiman en borið börnin út
og skilið þau eftir á tröppunum hjá
foreldrum sínum.
Fjölmiðlarfár Fjölmiðlar um
allan heim hafa fylgst með þróun
málsins og nú les Fritzl fréttirnar
um sjálfan sig í fangelsinu.
JóN bJaRki MagNússoN
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
amstetten Smábærinn í austurríki
sem komst í heimspressuna fyrr á
árinu þegar upp komst um
dýflissuna í kjallaranum.
Dóttir skrímslisins Jós-
efs Fritzl hefur sakað
hann um að hafa drep-
ið nýfætt barn hennar.
Fritzl heldur sér
ungum í Fangelsi
kjallarinn Börn Elísabetar höfðu aldrei
litið sólarljósið áður en þau losnuðu úr
rammgerðum kjallara afa síns.
Jósef Fritzl Faðirinn sem lokaði
dóttur sína niðri í kjallara í 24 ár
og misotaði hana kynferðislega.
bakgarðurinn í garðinum
faldi Fritzl ösku barnsins sem
lést í kjallaranum en hann vildi
ekki fara með það á spítala.