Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Qupperneq 17
mánudagur 28. júlí 2008 17Umræða
Einkavæðing heilbrigðisþjónustu
fer mörgum fyrir brjóst, talin koma
úr neðra og byggð á hugmyndafræði
andskotans. Efnuðum mun einum
heilsast en nef hinna fletjast út. Þetta
gæti hinsvegar orðið raunin ef við
einkavæðum ekki. Af hverju? Til ein-
földunar er ágætt að flokka heilsu-
vanda í þrennt: Kvilla sem ganga yfir,
sjúkdóma sem skerða lífsgæði og þá
sem ógna lífi. Vaxandi heilsufarsleg
meðvitund hefur aukið mjög fram-
boð og eftirspurn sjúkdóma í fyrst-
nefndu flokkunum. Kynstur kvilla og/
eða sjúkdóma sem áður voru varla á
blaði eru nú meðhöndlaðir í gríð og
erg, nefni tannskekkjur, ofnæmi, kvef,
bólur, brjóst, kvíða, depurð, ofvirkni,
vanvirkni, vöðvabólgur, liðverki, hrot-
ur, hrukkur og freknur. Kröfurnar eru
kollhnís og hljóða á lausnir við öllu,
núna strax.
Dekurkynslóðirnar sem nú aka
úti munu ekki sætta sig við liðverki ef
nýir limir bjóðast. Heldur ekki hjart-
verki eða vindverki. Endurvinnsla
framtíðarinnar verður því almenn,
mikil og rándýr. Þetta er þegar í deig-
lunni og innreiðin hafin. Ráðamenn
hafa því tvo kosti: Afneitun á aug-
ljósri staðreynd sem þýðir krass heil-
brigðisþjónustunnar og hún öll ónýt.
Hinn, að reka einungis heilbrigðis-
þjónustu sem miðar að lögbundnu
eftirliti og alvarlegri sjúkdómum.
Með þessu yrði öllum landsmönn-
um tryggð grunn- og neyðarþjón-
usta óháð efnahag.
Efnahagsreikningur Íslendinga
sýnir best þær ógöngur sem þessi
málaflokkur er í. Útgjöldin vaxa ár
frá ári, aðgengið versnar og skamm-
tímalausnir ryðja sér til rúms. Í of-
análag bætist við öldrun þjóðarinn-
ar sem kallar á nýjar áherslur, nýja
hugsun og stefnumörkun. Að ætla
hinu opinbera hlutdeild í öllum
pakkanum er ófær leið, hún er ein-
faldlega of dýr.
Aukinni sjálfsábyrgð á eigin
heilsufari fylgir meiri kostnaðarvit-
und sem okkur svo sárlega vantar.
Oftar en ekki veljum við dýra leið að
markmiði sem hægt er að ná jafn-
vel án tilkostnaðar. Ástæðan er lít-
il kostnaðarvitund og/eða andvara-
leysi því aðrir borga. Annar fylgikvilli
er svo ofnotkun þjónustunnar.
Kostnaðarhlutdeild almennings
í eigin heilsu verður að aukast með
nýjum áherslum, það er lykilforsenda
þess að hægt sé að reka hér almenni-
legt heilbrigðiskerfi óháð efnahag.
Verði þetta vanrækt bitnar það fyrst
og fremst á þeim sem síst skyldi. Góð
heilbrigðisþjónusta óháð efnahag
er því ekki andstæð einkavæðingu
heldur óhugsandi án hennar.
Sandkassinn
Afneitun er hugtak sem maður
heyrir endrum og sinnum. Það er
sjaldan eða aldrei notað í jákvæðu
samhengi. Svo virðist líka sem til
afneitunarinnar grípi sindrandi
syndugir einstaklingar. Afneitun
gæti því kannski kallast öðru nafni
málsvörn hins miskunnarlausa.
Haldreipi hins huglausa. Skálka-
skjól skrímslanna.
Mér vArð hugsað til afneit-
ana í síðustu viku vegna tveggja
manna, „slátrarans“ frá Bosn-
íu og „skrímslisins“ í Austurríki.
Eftir að tilkynnt hafði verið um
handtöku Radovans Karadzic,
leiðtoga Bosníu-Serba í stríðinu
á Balkanskaga
á tíunda ára-
tugnum, sýndi
Kastljósið viðtal
við hann sem
Ólafur Sigurðs-
son, þáverandi
fréttamaður
Ríkissjónvarps-
ins, tók við
hann í Leifsstöð árið 1993. Þar vall
upp úr manninum afneitunin.
Manni sem seinna var ákærður
fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð
og er talinn hafa á samviskunni
líf tugþúsunda manna. „Margir
fjölmiðlar sverta og brengla sann-
leikann,“ sagði Karadzic meðal
annars í viðtalinu. Hvað er sú full-
yrðing annað en afneitun nú þeg-
ar staðreyndirnar tala sínu máli,
fimmtán árum síðar?
Í sÍðustu viku var einnig sýnd
heimildamynd á RÚV um Jós-
ef Fritzl, ómennið sem komst í
heimsfréttirnar fyrr á árinu fyrir
að hafa haldið dóttur sinni fang-
inni í dýflissu í litlum bæ í Aust-
urríki í tæpan aldarfjórðung. Þar
voru rifjuð upp orð Fritzl sem
hann viðhafði skömmu eftir að
upp komst um ódæðisverkin: Að
hann þurfti að halda dóttur sinni
frá umheiminum því hún hafi
verið farin að drekka og reykja á
táningsaldri. Jæja.
Mér dettur í hug einn einstakl-
ingur í viðbót, en held að það sé
ekki alveg við hæfi að nefna þann
peyja í sömu andrá og Karadzic
og Fritzl.
ÞessA dAgAnA er ég nú bara í
bullandi afneitun gagnvart því
að að litla Toyota-bílalánið mitt í
erlendri mynt lítur út fyrir að vera
lán fyrir limmósínuhummer með
öllum fáanlegum aukahlutum.
Kristján Hrafn Guðmundsson
er í afneitun
Óumflýjanlega
einkavæðingin
Hundar á kaffihúsi Eigandi þessara litlu hunda gaf þeim skinku að éta á meðan hann sat í makindum á kaffihúsinu Segafredo á lækjartorgi í gær.
DV-MYND Ásgeirmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Spurningin
Er vandamálið mEð
markvörslunua að
lagast?
Bolli Thoroddsen, varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fær
plúsinn en hann gaf 250 þúsund
krónur í söfnun fanganna á Litla-
Hrauni fyrir gróðurhúsi. Bolli er
fyrrverandi starfsmaður Litla-Hrauns.
LÝÐUR ÁRNASON
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„„Dekurkyn-
slóðirnar sem nú
aka úti munu ekki
sætta sig við lið-
verki ef nýir limir
bjóðast.“
-hvað er að frétta?
„nú erum við með þrjá markverði sem
eru nokkuð jafnir en því hefur ekki verið
að fagna undanfarin ár,“ segir guð-
mundur Þórður guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handbolta, sem
undirbýr landsliðið undir Ólympíuleik-
ana í Peking. „Það er ekkert nema
jákvætt vandamál,“ segir guðmundur.