Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Page 19
mánudagur 28. júlí 2008 19Sport
Loksins sigur hjá Fjarðabyggð Fjarðabyggð vann í gær
langþráðan sigur í 1. deildinni þegar liðið lagði Hauka á gervigrasinu
í Hafnarfirði, 4-1. Fjarðabyggð hafði ekki unnið sigur í átta síðustu
leikjum eða síðan 27. júlí þegar það lagði KS/leiftur 2-1 á heimavelli.
„Þetta var nokkuð öruggt,“ sagði magni Fannberg, þjálfari Fjarða-
byggðar, við dV í gær sáttur með að ná loks sigri. „átta leikir í röð án
sigurs hefur verið erfitt. leikirnir hafa ekki verið að falla með okkur
og það hefur verið mikið um meiðsli. Til dæmis misstum við mann úr
byrjunarliðinu hálftíma fyrir leikinn í gær og sá sem lék fyrir hann fór
út af eftir hálftíma. Það var gott að taka loksins sigur,“ sagði magni.
Tap og jaFnTeFLi í Danmörku landsliðsframherjinn gunnar Heiðar
Þorvaldsson lék allan tímann í framlínu danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg
sem tapaði 1-0 fyrir Vejle á heimavelli. Esbjerg hefur nú tapað tveimur fyrstu
leikjum sínum í deildinni og hefur gunnari sem kom til liðsins frá Vålerenga
ekki tekist að skora mark. Sölvi geir Ottesen og félagar í Sönderjyske náðu
hins vegar í sitt fyrsta stig með góðu jafntefli gegn midjylland. Sölvi og fé-
lagar voru betri aðilinn í leiknum og þóttu óheppnir að taka ekki öll stigin.
LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS!
MOLAR
sigurður og ísak unnu
Sigurður Bragi guðmundsson
og ísak guðjónsson á mitsubis-
hi sigruðu Skagafjarðarrallið um
helgina. Þeir
félagar komu í
mark á samtals
einni klukku-
stund, þremur
mínútum og tíu
sekúndum. jón
Bjarni Hrólfs-
son og Borgar V.
Ólafsson einnig
á Evo 7-bíl urðu
í öðru sæti 1.45
mínútum á eftir og í því þriðja urðu
Fylkir- og Elvar jónssynir á Subaru
Imprezu. Þetta er annar sigur Sig-
urðar og ísaks í ár sem hafa forystu
á íslandsmótinu með 28 stig. jón
Bjarni og Borgar hafa 18 í því öðru
en bræðurnir Fylkir og Elvar eru í
því þriðja.
sTeLpurnar sáTu eFTir
íslenska u20 ára landslið kvenna í
handbolta komst ekki í efri hluta
heimsmeistaramótsins í makedón-
íu. íslensku
stúlkurn-
ar þurftu
að horfa á
lokaumferð-
ina þar sem
úrslitin réðust
þar sem þær
höfðu lokið
leik áður með
aðeins eitt tap
á bakinu. Þar
unnu Þjóð-
verjar ungverja og rúmenar lögðu
Slóvaka en með því komust þau
upp fyrir íslenska liðið. ísland vann
einn leik, gerði tvö jafntefli og
tapaði einum leik. Þýskaland vann
riðilinn með 6 stig, ungverjar hlutu
5, rúmenar 4 eins og ísland og Sló-
venía rak lestina með 1 stig.
hóLmar Lék með WesT ham
Knattspyrnumaðurinn Hólmar
Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í
vörn West Ham þegar liðið sigraði
breska utan-
deildarliðið
Thurrock 3-0
í æfingarleik.
West Ham lék
með þá menn
sem ekki fóru
í æfingar- og
keppnisferð-
ina til Banda-
ríkjanna á
dögunum en
Hólmar þótti
standa sig vel í leiknum. Hólmar lék
við hlið landsliðsmannsins matt-
hew upson í vörn West Ham sem er
að hefja æfingar á ný eftir meiðsli.
Freddie Sears sem kom eins og
stormsveipur í lið West Ham undir
lok síðasta tímabils skoraði eitt
marka West Ham í leiknum.
sunDFóLkið æFir í singapúr
Þeir átta sundmenn sem keppa
fyrir íslands hönd á Ólympíuleik-
unum æfa í Singapúr næstu tvær
vikurnar til
þess að venj-
ast aðstæðum
og tímamis-
muninum.
Hópurinn sem
telur árna má
árnason og
Erlu dögg Har-
aldsdóttur úr
njarðvík, Hjört
má reynisson
og ragnheiði
ragnarsdóttur úr Kr, jakob jóhann
Sveinsson og Sörah Blake Bateman
úr Ægi, Sigrúnu Brá Sverrisdóttur úr
Fjölni og Örn arnarson úr SH verða
í Singapúr til 5. ágúst þar til hann
fer til Peking á leikana. Sveitin hef-
ur verið í ströngum æfingarbúðum
hér heima en heldur nú til Singap-
úr til að æfa við svipaðar aðstæður
og verða á leikunum í Peking.
„Við vorum á hælunum allan
leikinn,“ sagði Guðmundur Þórð-
ur Guðmundsson landsliðsþjálfari
Íslands í handbolta eftir 30-33 tap
liðsins gegn Egyptum í gær. Ísland
tapaði því öllum þremur leikjunum
á mótinu gegn Spáni, Frakklandi og
Egyptum. „Það var þó var lífsmark
með liðinu síðari hluta leiksins.
Mér fannst vítamínsprauta fyrir
liðið að fá Ingimund inn á í vörn-
ina. En það var fáránlegt að lenda
svona langt undir og við eigum ekki
að geta lent í þessari stöðu,“ sagði
Guðmundur svekktur.
„Það var fátt jákvætt í leik liðs-
ins. Menn voru þreyttir og silalegir
sem er kannski vegna álags á sum-
um mönnum. Logi átti erfitt upp-
dráttar auk Snorra. Eins átti Sigfús
í vandræðum með þrekið í þriðja
leiknum á þremur dögum,“ sagði
Guðmundur sem viðurkennir að
líkamlegt ástand sumra er ekki upp
á tíu.
„Formið mætti vera betra á
sumum mönnum. Við megum svo
til við engum áföllum. Ég ætla svo
sem ekkert að tilgreina það hverjir
það eru. En það má ekki gleyma
því að þetta var þriðji leikurinn á
þremur dögum auk þess sem æf-
ingar hafa verið gríðarlega erfiðar.
Að auki spiluðum við tvo æfinga-
leiki við Spánverja fyrir skömmu,
allt þetta telur sitt,“ sagði Guð-
mundur.
Guðmundur þarf nú að minnka
hópinn þar sem einungis 14 kom-
ast til Peking, en 19 leikmenn eru í
hópnum nú. „Ég mun tilkynna end-
anlegan hóp á þriðjudag. Ég er ekki
alveg búinn að ákveða hópinn þar
sem Vignir og Arnór eru meiddir.
Það setur strik í reikinginn varð-
andi ákvörðunartöku. Auk þess er
ég núna að hugsa minn gang og það
þarf að fara í gegnum ýmislegt áður
en hægt er að taka ákvörðun. Það
er til að mynda meiri samkeppni í
markinu. Við erum með þrjá mark-
verði sem eru nokkuð jafnir en því
hefur ekki verið að fagna undanfar-
in ár. Það er ekkert nema jákvætt
vandamál,“ sagði Guðmundur að
lokum.
vidar@dv.is
guðmundur guðmundsson var hundsvekktur eftir tap gegn Egyptum:
Markverðirnir jafnari en áður
svekktur guðmundur guðmundsson
var ekki ánægður með strákana í gær.
Þurftu sex
en settu tvö Íslenska landsliðið í handknattleik
tapaði fyrir Egyptum 30-33 í lokaleik
sínum á æfingamóti í Strassbourg í
Frakklandi. Íslenska liðið lék illa og
lokatölurnar segja ekki alla söguna.
Egyptar náðu mest átta marka for-
skoti um miðjan síðari hálfleik. Eft-
ir ágætan kafla undir lokin náðu Ís-
lendingar að minnka muninn í tvö
mörk 31-29 þegar um fimm mínút-
ur voru eftir. Nær komust Íslending-
ar ekki og fara því til Peking með þrjú
töp í farteskinu.
Ljóst var frá upphafi að íslenska
liðið mætti illa stemmt til leiks. Sókn-
araðgerðir voru hægar, vörnin slök
og markvarsla eftir því. Birkir Ívar
Guðmundsson hóf leik en varði ein-
ungis eitt skot áður en Björgvin Páll
Gústavsson tók stöðu hans eftir um
15 mínútna leik. Hann varði níu skot
það sem eftir lifði leiks og þar af tvö
vítaköst. Oftar en ekki þurfti hann að
takast á við mjög erfið skot þar sem
varnarleikurinn var ekki boðlegur í
liði sem stefnir á árangur á Ólympíu-
leikunum í Peking.
Í sókninni var Ólafur Stefánsson
því sem næst klipptur út úr leikn-
um en Egyptar lögðu mikla áherslu
á að stöðva hann. Snorra Steini Guð-
jónssyni gekk illa að finna lausnir við
vörn Egypta sem gekk vel út á móti
skyttunum. Logi Geirsson skaut að
vanda en fátt gekk upp hjá honum
framan af.
Fín innkoma ingimundar
Egyptar fundu til sjálfstrausts eftir
góða byrjun og leiddu í hálfleik með
fjórum mörkum 18-14. Ef íslenska
liðið ætlaði sér að byrja síðari hálf-
leikinn af krafti var svo ekki að sjá
þegar leikar hófust að nýju. Fljótlega
náðu Egyptar átta marka forskoti 28-
20. Eftir það leystist leikurinn upp en
Íslendingar náðu að minnka mun-
inn jafnt undir lokin. Innkoma Ingi-
mundar Ingimundarsonar í vörnina
átti stóran þátt í betri leik liðsins. Auk
þess gekk Loga Geirssyni betur að
finna netmöskvana, en íslenska lið-
ið náði að saxa á forskotið og minnka
muninn í 31-29 áður en Egyptar
kláruðu leikinn sterkari. Lokatöl-
ur urðu 33-30 og áhyggjuefni að Ís-
land hafi tapað fyrir þjóð sem leikur í
sama riðli á Ólympíuleikunum.
erum betri en egyptar
Snorri Steinn Guðjónsson tók
undir með blaðamanni og sagði liðið
hafa spilað illa. „Við komumst aldrei
almennilega inn í leikinn. Menn voru
náttúrlega þreyttir en Egyptar hafa
örugglega verið í alveg jafnerfiðum
æfingum og við. Við spiluðum ekki
einu sinni á fáum mönnum þannig
að ég hef enga skýringu á því af hverju
menn voru svona þreyttir. Við náðum
aldrei að keyra upp hraðann sem við
þurfum til þess að vera góðir.
Við spiluðum mun betur í gær
(fyrradag) en mótið í heild sinni var
góður prófsteinn fyrir okkur. Erfið-
ir leikir sem gaman var að taka þátt
í. Prófið hefst ekki fyrr en 10. ágúst.
Auðvitað voru úrslitin ekki jákvæð
en við fórum meðvitað þreyttir inn
í mótið og ég tel margt jákvætt í leik
okkar. Auðvitað þurfum við að bæta
margt og þó leikurinn í dag hafi ver-
ið slakur get ég hrokalaust sagt að við
séum betri en Egyptar í handbolta,“
sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir
leikinn.
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði lokaleik sínum á æfingamóti í Frakklandi fyr-
ir Egyptum. Leikar enduðu 33-30 en landsliðið virkaði lengstum þungt og áhugalaust í
leiknum. Leikurinn var sá síðasti fyrir Ólympíuleikana í Peking en handknattleiks-
keppnin hefst 10. maí.
fátt um
fína drætti
Viðar guðjónsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
horfir um öxl íslenska landsliðið
þarf að horfa fram á veginn eftir
dapran leik gegn Egyptum.