Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Side 29
mánudagur 28. júlí 2008 29Fólkið
Íslenskur
togari fyrir
Samkvæmt heimildum DV mun rússneski
auðkýfingurinn og eigandi knattspyrnuliðsins
Chelsea, Roman Abramovich, mæta til Íslands á
næstu dögum. Abramovich er sagður vera vænt-
anlegur til landsins í þeim tilgangi að halda helj-
arinnar teiti á Akureyri. Ástæðan fyrir gleðskapn-
um er sú að síðastliðið ár hefur Slippurinn á
Akureyri unnið að endurbótum á könnunarskipi
í eigu auðkýfingsins sem kemur til með að sigla
um Norður-Íshafið. Skipið verður afhent í vikunni
eftir gagngerar endurbætur þar sem togari breytt-
ist í rannsókna- og skemmtiferðaskip sem ferðast
getur um norðurslóðir og er því tilvalið fyrir auð-
kýfinga sem reyna vilja eitthvað nýtt og spenn-
andi. Sérútvöldum einstaklingum hefur nú þegar
borist boð í teitið sem áformað er að halda þegar
skipið verður afhent eftir hundruð milljóna króna
endurbætur.
Skipið sem um ræðir er íslensk-grænlensk-
ur togari sem starfsmenn Slippsins hafa breytt
í stórglæsilegt könnunarskip með sérstakan út-
búnað til köfunar. Skip sem þetta hentar einstak-
lega vel í könnunarleiðangra af flestu tagi og fyrir
ýmiss konar rannsóknir, meðal annars er þar um
borð lítill kafbátur. Auk þess mun skipið, sem eitt
sinn hét Helga Björg og var gert út sem togari frá
Skagaströnd, vera vel búið íbúðum. Reiknað er
með að það verði notað til að fara í ævintýraferðir
með vel stætt fólk en einnig er það hugsað til
þess að þjóna olíuleitarskipum.
Stærstu ferðaskrifstofur Rússlands koma
til með að selja ævintýraferðir með skipinu
og eru fulltrúar ferðaskrifstofanna væntan-
legir í teitið hér á landi á næstu dögum. Það
má því búast við talsverðum fjölda rúss-
neskra auðkýfinga í umrætt teiti auk
þess sem líklegt er að einkaþotur
í flottari kantinum muni svífa
yfir landinu.
Sjálfur á Abramovich
einkaþotu sem hann að öll-
um líkindum flýgur með til
landsins.
Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, er einn
af þeim sem hafa orðið þess
heiðurs aðnjótandi að fljúga
með einkaþotu Abramovich. Árið 2003 olli
það mikilli umfjöllun í fjölmiðlum þegar
Abramovich staldraði við á einkaþotu sinni
á Íslandi til að pikka upp forsetann og fljúga
með hann til Lundúna á fótboltaleik með
Chelsea. Skömmu áður hafði forsetinn einn-
ig fengið far með einkaþotunni frá Chukotka-
héraði í Norðaustur-Síberíu til Lundúna en
Abramovich var ríkisstjóri í því héraði.
Á lista Forbes-tímaritsins er Abramovich ell-
efti ríkasti maður heims.
Haustið 2006 kom Abramovich í heimsókn til
landsins sem ríkisstjóri Chukotka og hitti með-
al annars Ólaf Ragnar Grímsson sem
fór með auðkýfinginn í höfuðstöðv-
ar Orkuveitunnar, auk þess sem
hann kynnti sér jarðhitanýtingu
og ferðaþjónustu á Íslandi. Þó DV
hafi ekki vissu fyrir því má geta
sér þess til að Ólafur Ragnar og
frú verði meðal þeirra sem ber-
ist boðskort í þetta glæsi-
lega teiti.
krista@dv.is
Roman abRamovich:
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra er heldur betur iðinn
við skriftir á bloggi sínu, bjorn.
is. Hann fer fögrum orðum um
nýjustu Batman-kvikmyndina,
The Dark Knight, í bloggi sínu
um helgina. Hann segir myndina
vera magnaða í öllu tilliti og segir
jafnframt: „Sérfróðir um kvik-
myndir um leðurblökumanninn
telja nýjustu myndina um hann
Rökkuriddarann - The Dark Knight
þá bestu um þessa einstöku hetju
réttlætisins og stríð hennar við illu
öflin, sem holdgervast í Jókernum.
Ég dreg þennan dóm ekki í efa.“
Það má því segja að dómsmála-
ráðherra gefi The Dark Knight fullt
hús stiga í dómi sínum.
Slippurinn á Akureyri hefur undanfarið ár unnið að
endurbótum á glæsilegu könnunarskipi sem er að
sögn í eigu rússneska auðkýfingsins Romans Abram-
ovich. Af því tilefni herma heimildir að Abramov-
ich sé væntanlegur til landsins að halda stóra glæsi-
veislu fyrir nokkra útvalda norður á Akureyri.
auðkýfing
Tónlistarhátíðin Bræðsl-
an á Borgarfirði eystri var
haldin í fjórða skipti nú um
helgina. Á hátíðinni komu
fram meðal annars Damien
Rice, færeyska söngkonan
Eivör Pálsdóttir og heim-
alningurinn Magni Ásgeirs-
son. Uppselt var á hátíðina
í ár og komust færri að en
vildu.
krista@dv.is
grétu yfir Damien rice
TónliSTArháTíðin BræðSlAn fór frAm um helginA og heppnAðiST vel:
Mögnuð Í
öllu tilliti
Enn bætist í hóp grínleikara sem
leika í auglýsingum fyrir símafyrir-
tæki. Jón Gnarr, eins og flestir vita,
fer á kostum í auglýsingum fyrir Sím-
ann á meðan Pétur Jóhann er andlit
Vodafone. Báðir tveir leika saman í
Nætur- og Dagvaktinni. Tal hefur nú
fengið þá Auðun Blöndal og Sigmar
Vilhjálmsson til að leika í auglýs-
ingaherferð, en Sigmar færði sig úr
Landsbankanum yfir í Tal fyrir ekki
svo löngu síðan. Grínið er greinilega
að virka hjá íslensku þjóðinni.
geMsar og
grÍnistar
Verður þeim boðið í partíið? Ólafur
ragnar hefur meðal annars flogið með
einkaþotu abramovich og hafa þeir hist
nokkrum sinnum. Það er því spurning hvort
forsetahjónunum verði boðið í glæsiveisluna.
Splæsir í glæsilegt partí
auðkýfingurinn og eigandi
breska knattspyrnuliðsins
Chelsa, roman abramovich.
Stútfullt út úr dyrum
Það var uppselt á
Bræðsluna í ár og veðrið
lék við gesti hátíðarinnar.
Hugljúfur að venju
írski söngvarinn damien rice
söng sig svo inn í hug og
hjörtu áhorfenda að þeir í
fremstu röð felldu sumir tár er
söngvarinn hóf upp raust sína.
Svalur skipuleggjandi
rokkarinn magni ásgeirsson hafði
veg og vanda af skipulagningu
hátíðarinnar og steig sjálfur á svið.