Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 32
n Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, og Jónína Benediktsdóttir athafnakona hafa í gegnum tíðina fundið ágætan samhljóm. Bæði hafa einstakan áhuga á Baugi auk annarra og sér- stæðari áhugamála. Á heimasíðu sinni rís Björn til varnar Jónínu gegn stungum bloggarans Jónasar Kristjánssonar: „Hann skammar Jónínu Ben. fyrir að segja Voltaire hafa verið uppi á 16. öld í stað hinnar 18. Er verri villa, að ruglast á öldum varðandi Voltaire í blaða- grein um ágæti detox í Póllandi á líðandi stundu, en segja fólki í ferðahandbók um París, að það sé á leið í hveitibúð, þegar um er að ræða hun- angs- búð?“ spyr Björn. Eiríkur finnur aðra vinnu! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.Veður Veðrið í dag kl. 18 ...og næstu daga sólarupprás 4:23 sólsetur 22:43 Jónas Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari Völsungs, rotaðist í leik um helgina: Minnislaus á MærudöguM „Að sjálfsögðu átti að flauta á þetta,“ segir Jónas Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari Völsungs á Húsavík, og hlær. Hann varð fyrir því óláni að rotast í knattspyrnu- leik fyrir lengra komna, sem fram fór á Mærudögum á Húsavík um helgina. Jónas komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar hann sagði starfi sínu lausu sem þjálfari Völsungs. Ástæðan var mikil óánægja með dómgæslu í 2. deild karla. Hann lét þung orð falla um dómara og KSÍ í kjölfarið. Jónas er hokinn af reynslu og á hundruð leikja að baki í deild- arkeppni á Íslandi. Í leiknum sem fram fór um helgina mætti lið Tjör- nesinga úrvalsliði Suður-Þingey- inga, sem kallar sig Bjartar von- ir vakna. Þegar um fimm mínútur lifðu leiks hafði fílefldur sóknar- maður Tjörnesinga leikið á þrjá menn og nálgaðist vítateiginn óð- fluga. Jónas er ekki vanur að hleypa mönnum svo glatt í gegn og mætti sóknarmanninum af fullri hörku. Þar sem töluverður þyngdarmun- ur er á köppunum tveimur lauk návíginu þannig að Jónas steinlá. Hnakkinn skall í jörðina og Jónas lá óvígur eftir. Sjálfur man hann ekk- ert eftir leiknum sem hófst klukk- an 6 að kvöldi. „Ég var minnislaus til rúmlega hálf ellefu í gærkvöldi,“ segir Jónas léttur í bragði. „Þetta gerist alltaf ef ég skalla boltann,“ segir hann og kennir þar um þeim fjölmörgu höfuðhöggum sem hann hlotið í boltanum í gegnum tíðina. Haft er eftir andstæðingum Jónasar að atvikið hafi haft úrslita- áhrif á gang leiksins. Þeir segja að Jónas hafi notið verndar dómar- anna í leiknum og að á þetta atvik hefði að sjálfsögðu átt að dæma víti. Það hafi allir séð sem vildu. Vart þarf að taka fram að leikn- um lauk með verðskulduðum sigri Þingeyinga, 4-3. baldur@dv.is Björn að Baki jónínu Bankastjóri á förum n Titringur er á Vestfjörðum vegna yfirvofandi brotthvarfs Eiríks Finns Greipssonar, vinsæls að- stoðarbankastjóra hins horfna Sparisjóðs Vestfirðinga. Sparisjóð- urinn var sameinaður Sparisjóði Keflavíkur nýverið og ákveðið er að Angantýr Jónasson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri SPV, verður yfirmaður útibúanna á Vestfjörð- um. Eiríkur Finnur hættir þá störf- um eftir að hafa stjórnað í áratugi. Angantýr býr í Kópavogi. Vestra er fólki brugðið vegna þessa og telur aðgerð banka- stjórnarinn- ar í Keflavík einkenni þess að þarna sé ekki um samruna að ræða, heldur yfirtöku ... áFram Veðurblíða á landinu Það er óhætt að segja að ein- munablíða verði á landinu næstu daga. Heldur dregur úr vindi frá því sem verið hefur en hitinn verður áfram allt að 25 gráðum, hlýjast á Norðurlandi og Austurlandi. Ekki er annað að sjá í kortunum en blíðu, því svipað veður er að sjá svo langt sem spárnar ná. þri mið fim fös vindur í m/s hiti á bilinu stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu þri mið fim fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Höfn reykjavík egilsstaðir ísafjörður Vestmannaeyjar patreksfjörður kirkjubæjarkl. akureyri selfoss sauðárkrókur Þingvellir Húsavík keflavík mán þri mið fim hiti á bilinu kaupmannahöfn hiti á bilinu osló hiti á bilinu stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu london hiti á bilinu parís hiti á bilinu berlín hiti á bilinu palma mán þri mið fim hiti á bilinu tenerife hiti á bilinu róm hiti á bilinu amsterdam hiti á bilinu brussel hiti á bilinu marmaris hiti á bilinu ródos hiti á bilinu san Francisco hiti á bilinu new York hiti á bilinu barselóna hiti á bilinu miamiVe ðr ið ú ti í He im i í d ag o g næ st u da ga n Vindaspá á hádegi á morgun. n Hitaspá á hádegi á morgun. Veðurstofa íslanDs 2-4 2-3 2 2 14/21 14/23 15/21 14/20 2-3 6-8 6-8 5-6 13/17 12/16 12/16 12/16 1-3 2-5 4-5 2-4 13/15 13/16 13/15 13/16 0-2 2-4 3-4 2-3 15/16 12/13 11/12 11/13 5 4-5 5-7 3-4 13/14 12/15 13/15 13/14 2 2 2 2 13/17 12/18 11/17 12/19 2 2-4 2-3 2-3 11/18 9/17 8/14 9/18 3 2-4 3-4 3 14/20 14/16 10/14 12/16 1-4 4-7 5-6 5-6 12/15 13/17 12/15 12/15 2 2-3 3-4 2-3 12/15 12/18 12/14 12/16 2-11 5-8 11 4-5 11/12 12/15 12 12/13 2-3 1-4 3-5 0-3 12/24 13/25 14/22 14/23 3-4 1-6 3-6 0-5 12/21 13/23 14/20 15/21 2-6 2-5 1-3 2-4 13/17 13/19 14/17 13/17 17/28 17/25 16/24 17/22 15/25 17/26 19/23 14/23 17/21 15/21 15/21 16/23 13/22 13/21 16/21 17/20 18/28 14/25 15/24 18/26 20/31 18/26 19/27 19/27 19/30 19/30 18/28 20/28 14/26 22/26 21/27 22/27 22/30 22/28 21/29 21/29 22/24 21/24 21/23 21/23 22/35 19/34 18/34 17/35 20/26 14/25 16/22 17/21 20/28 18/25 18/26 19/25 17/36 19/38 19/40 18/41 24/27 24/27 24/28 24/29 10/22 11/22 10/25 9/23 22/29 23/29 25/29 25/32 24/31 24/32 25/32 25/33 16 4 11 3 5 1615 16 23 12 12 12 16 6 4 6 614 4 5 Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Jónas Hallgrímsson á Húsavík rankaði við sér sex tímum síðar og man ekkert eftir leiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.