Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 29.JÚLÍ 20082 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Ég er bara mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Þórhallur Gunn- arsson, ritstjóri Kastljóssins, sem í gær var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Lucia Celeste Molina Sierra, tengda- dóttir Jónínu Bjartmarz, og Birnir Orri Pétursson, sonur Jónínu, höfð- uðu gegn Kastljósinu. Birnir Orri og Lucia höfðu kraf- ist 3,5 milljóna króna í skaðabætur vegna ærumeiðinga. Kastljós fjall- aði á síðasta ári um mál Luciu, sem fékk skjóta afgreiðslu á umsókn um ríkisborgararétt, en Jónína, sem var þá ráðherra í ríkisstjórn, neitaði því staðfastlega að hafa komið nokkuð nærri málinu. Ásamt Þórhalli voru Helgi Selj- an, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Páll Magnússon og Sigmar Guðmunds- son sýknuð í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hefði verið að fjalla um málið. Hins vegar hefði ekki verið vandað nægilega til undir- búnings umfjöllunarinnar og að ekki hefði verið farið rétt með ákveðnar staðreyndir. Aðspurður hvaða þýðingu þessi dómur kunni að hafa segist Þórhallur ekki hafa lesið dóminn í heild sinni. „Það hefði samt komið mér á óvart ef niðurstaðan hefði orðið önnur,“ segir Þórhallur. Siðanefnd Blaðamannafélagsins úrskurðaði að umfjöllun Kastljóssins á sínum tíma hefði brotið gegn siða- reglum félagsins, en Þórhallur var ósammála því. „Það var í raun ann- að mál, þar vorum við að fjalla um vinnubrögð allsherjarnefndar Al- þingis og þar komu þrír stjórnmála- flokkar að. Í þessu máli voru það að- ilar sem vildu fá miskabætur sem að mínu mati hefði ekki verið eðlilegt að dæma þeim,“ segir hann. valgeir@dv.is Umsjónarfólk Kastljóssins og útvarpsstjóri voru sýknuð í meiðyrðamáli: Þórhallur fagnar sýknudóminum Kastljósið fyrir rétti Sigmar Guðmunds- son og Helgi Seljan mættu fyrir dóm fyrr í sumar. Þeir hafa nú verið sýknaðir ásamt samstarfsfélögum sínum í Kastljósinu. Nagladekk um hásumar Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hafði afskipti af manni í Hafnarfirði er hafði ekki sett bíl sinn á sumar- dekk. Slíkt er með öllu óheimilt á þessum tíma árs en maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður fyrir að hafa verið með nagla- dekk undir bíl sínum. Kvaðst maðurinn vera með sumar- dekkin í skottinu og væri að fara að setja þau undir. Veski mannsins léttist um 20 þús- und krónur þar sem sekt fyrir hvert nagladekk undir bíl er 5.000 krónur. Réðst á lögreglumann Lögreglan í Vestmannaeyj- um handtók og kærði mann fyrir að hafa ráðist að lögreglumanni er hafði afskipti af honum. Lög- regla hafði haft afskipti af sama manni fyrr um nóttina vegna þess að hann var undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn fékk að gista fangageymslur um nóttina og fór í skýrslutöku daginn eftir. Þegar honum var runnin reiðin viðurkenndi hann að hafa verið undir áhrifum fíkniefna er hann réðst á lögreglumanninn. „Yfirleitt hefur verið talið að stjórnar- sáttmáli eigi að endast út kjörtíma- bilið. Þó einhverjar breytingar hafi orðið síðan hann var gerður eru þær ekki það miklar að ég sjái ástæðu til að þær kalli á endurskoðun,“ seg- ir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis. Í gær birtist aðsend grein í Morg- unblaðinu frá Ellerti B. Schram, þingmanni Samfylkingar og vara- formanni efnahags- og skattanefnd- ar Alþingis, þar sem hann leggur til að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinn- ar verði endurskoðaður með tilliti til breyttra efnahagsaðstæðna. Hugleiðing Ellerts Ellert bendir á að þegar stjórn- arsáttmálinn var gerður hafi ver- ið gríðarleg þensla á vinnumarkaði og framkvæmdagleðin aldrei meiri í byggingariðnaði og stjórvirkjun- um. Á þeim tíma hafi engum dottið í hug að skipta krónunni út fyrir evru og fæstir höfðu áhyggjur af lausa- fjárstöðu bankanna, háu gengi krón- unnar eða stýri- vöxtum Seðla- bankans. „Ég hef ekki rætt þetta við einn eða neinn,“ segir Ellert. „Þetta er bara mín eigin hugleiðing í ljósi þeirra atburða og þeirrar stöðu sem uppi er í þjóðfé- laginu. Þetta á að vera jákvætt inn- legg í umræðuna.“ Tvær hliðar á hverju máli Pétur er ósammála þessu. Að- spurður hvort honum finnist Ellert vera að gera of mikið úr efnahags- vandanum segir hann: „Það má vel vera að hann líti aðeins á eina hlið- ina. En til að átta sig á hvort farið er að halla mikið á er nauðsynlegt að líta á báðar hliðar medalíunnar. Við erum í ákveðinni alþjóðlegri kreppu sem ekki var séð fyrir í stjórnarsátt- málanum en á margan hátt er ís- lenskt þjóðarbú betur undir það búið en mörg önnur að takast á við kreppuna.“ Hann segir ýmis jákvæð teikn vera á lofti. „Olíuverð fer lækkandi og atvinnuleysi virðist ekki hafa auk- ist neitt að ráði. Ég get ekki dregið þá ályktun að breyta þurfi stjórnar- sáttmálanum enda misvísandi teikn frá efnahagslífinu.“ Í því sambandi bendir Pétur á að í nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins hafi komið fram að tveir þriðju fyrirtækja hafi ekki lent í vandræðum með lausa- fjárstöðu. Sáttmálinn þarf ekki uppskurð Spurður hvort hann þekki dæmi þess að stjórnarsáttmáli hafi verið endurskoðaður á miðju kjörtímabili svarar Ellert: „Ekki nema þá þegar menn mynda ríkisstjórn upp á nýtt. En ég er auðvitað ekki að leggja til að sáttmálinn sé endurskoðaður í heild sinni heldur aðeins ákveðin at- riði,“ segir hann og vísar til efnahags- ástandsins. Ellerti finnst grundvöllur stjórn- arsamstarfs Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks traustur og er ekki að leggja til stjórnarslit. „Ég er mjög ánægður með samstarfið og sé enga aðra möguleika í stöðunni.“ Þegar DV náði tali af honum í gær hafði hann ekki heyrt viðbrögð samflokksmanna sinna við hug- myndinni en vonar að forystumenn flokkanna taki vel í hana. „Stjórn- arsáttmáli er auðvitað bara plagg sem er samið á ákveðnum tíma við ákveðnar aðstæður. Hann er engin heilög ritning.“ Pétur hafði heldur ekki rætt hug- mynd Ellerts við flokksmenn sína í gær en sagði eðlilegt að sífellt væri unnið í sáttmálanum. „Hann setur ákveðinn ramma sem að sjálfsögðu þarf að fylla í miðað við aðstæður. Ég sé ekki að það þurfi að gera á sátt- málanum neinn uppskurð.“ Pétur Blöndal blæs á hugmyndir Ellerts B. Schram um að endurskoða þurfi stjórnar- sáttmálann. Að mati Ellerts hafa geigvænlegar breytingar átt sér stað í efnahagsmál- um frá því að sáttmálinn var gerður og því nauðsynlegt að leita nýrra leiða. Pétur Blöndal segir fréttir af bágu efnahagsástandi misvísandi og að sáttmálinn þurfi ekki á uppskurði að halda. ÓSAMMÁLA UM ENDURSKOÐUN Erla HlynSdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Stjórnarsáttmáli er auðvitað bara plagg sem er samið á ákveðn- um tíma við ákveðnar aðstæður. Hann er eng- in heilög ritning.“ Góðærið liðið Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tókust í hendur til að innsigla stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar í maí 2007. Bjartir tímar virtust fram undan og mikið góðæri. Ofmat Ellerts Pétur Blöndal telur að mögulega ofmeti Ellert B. Schram efnahagsvandann. Breytt ástand, nýjar leiðir Ellert vill endurskoða stjórnarsáttmála vegna breyttra aðstæðna. DV myndir /Karl Petersson Mikil óánægja með vegakerfið Meira en helmingur þeirra sem starfa við flutninga á veg- um landsins er óánægður með íslenska vegakerfið. Þetta kemur í ljós þegar skoðaðar eru niður- stöður úr könnun á viðhorfum 25 flutningafyrirtækja sem eiga í samskiptum við Vegagerðina. 36 prósent eru frekar óánægð með vegakerfið og 20 prósent mjög óánægð. Þetta er þó mun betri niðurstaða en í könnun frá í september í fyrra. Þá voru 52 prósent frekar óánægð með vegakerfið og 24 prósent mjög óánægð. Nú eru 24 prósent frekar ánægð með vegakerfið en voru átta prósent síðasta haust. Enginn er mjög ánægður með það. Svikin loforð Kínverja „Leiðtogar heimsins sem sækja leikana eiga ekki að þegja um ástandið og sam- þykkja að Ólympíuleikar fari fram í skugga kúgunar og ofsókna,“ segir í tilkynningu frá Amnesty International á Íslandi. Þeir benda á að kín- versk stjórnvöld hafi lofað mikilli bót og betrun í þeim tilgangi að fá að halda leik- ana. Við þau loforð hafi hins vegar ekki verið staðið. Bæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sækja Ólympíuleikana fyrir hönd Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.