Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Síða 6
InnlendarfréttIr ritstjorn@dv.is ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 20086 fréttir Tónlistarmaðurinn Ragnar P. Steinsson, eða Raggi í Botnleðju eins og hann er oftast kallaður, varð fyrir barðinu á heldur óprúttnum þjófum í síðustu viku. Þeir bru- tust inn á heimili hans við Njáls- götuna á miðvikudagskvöldinu og tóku þaðan ófrjálsri hendi fartölvu í hans eigu. Skaðinn vegna þjófn- aðarins er ekki síst tilfinningalegur þar sem í tölvunni er myndband af fæðingu dóttur hans auk ljós- mynda. Sjálfur hefur Ragnar hafið leiðangur í leit að tölvunni og biðl- ar til þjófanna að skila honum efn- inu sem á tölvunni er. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgar- svæðinu, segir þýfi oft flutt úr landi auk þess sem því er komið á mark- að hér á landi. Tilfinningamál „Þetta er í raun meira tilfinn- ingamál en peningaspursmál,“ segir Ragnar sem saknar tölvunnar sem stolið var af heimili hans síð- astliðinn miðvikudag. Hann seg- ir sárt að horfa á eftir myndbandi af fæðingu dóttur sinnar í hendur óprúttinna aðila, enda verður fæð- ingin tæpast endurtekin. Sjálfur kom hann heim á miðvikudags- kvöldinu og áttaði sig þá á innbrot- inu. Það voru þó lítil ummerki eft- ir þjófana en Ragnar er ekki viss hvernig þeir komust inn í íbúðina. Að auki fóru þjófarnir hljóðlega um en nágrannar urðu ekki var- ir við grunsamlegar mannaferðir í kringum íbúðina. Reyndi allt „Ég hef þegar farið helstu leið- ir sem ég þekki innan undirheim- anna, ef svo má kalla, en ég hef ekki ennþá rekist á tölvuna,“ segir Ragnar sem er tilbúinn að leggja mikið á sig til þess að endurheimta fæðingarmyndband af dóttur sinni. Hann segist jafnframt hafa farið inn á helstu knæpurnar þar sem líklegt getur verið að einhver hafi vitneskju um þýfið og þar veif- aði hann peningum fyrir upplýs- ingar. Að sögn Ragnars hefur það ekki borið árangur heldur. „Lögreglan er víst vonlítil um að finna hana, þeir veðja helst á að hún finnist í fórum einhvers sem þeir handtaka,“ segir Ragnar sem er ósáttur við að vera upp á tilvilj- unina kominn. Innbrotum fækkar „Innbrotum hefur fækkað á milli ára,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarvæðinu. Hann segir innbrotatíðni í ár um það bil 17 til 18 prósentum lægri það sem af er ári miðað við síðasta ár. Hann seg- ir engu að síður að meira hafi ver- ið um innbrot í lok júní sé miðað við aðra mánuði á árinu. Þá bendir hann jafnframt á að lögreglan hafi í haldi tvo menn af erlendu bergi brotna sem hafa orðið uppvísir að innbrotum. Heima hjá þeim fannst talsvert þýfi, allt frá fartölvum upp í skartgripi. Að sögn Björgvins þarf ekki nema tvo öfluga innbrotsþjófa til þess að skekkja innbrotatölfræð- ina en ástandið hafi engu að síður batnað. Þýfi úr landi „Það virðist alltaf vera markað- ur fyrir svona góss og svo færist í vöxt að þjófar flytja þýfið úr landi,“ svarar Björgvin spurður hvort það sé almennur markaður fyrir þýfi hér á landi. Hann segir ágætislík- ur á að finna þýfi aftur og mörg dæmi um að fólk hafi fengið eignir til baka. Hafi einhver orðið var við tölvu Ragnars, sem er silfurgrá og af Mac Powerbook-gerðinni, getur sá hinn sami haft samband við DV í síma 515 7021. Ragnar heitir þeim sem getur skilað vísbendingum eða tölvunni sjálfri veglegum fundar- launum. „ég hef þegar farið helstu leiðir sem ég þekki innan undir- heimanna, ef svo má kalla, en ég hef ekki ennþá rekist á tölv- una.“ valuR gReTTIsson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Stálu myndbandi af fæðingu barnS Tónlistarmaðurinn Ragnar P. steinsson, bassaleikari Botnleðju, varð fyrir því óláni á miðvikudaginn að óprúttnir náungar brutust inn til hans og stálu fartölvu. Í tölv- unni er myndband af fæðingu dóttur hans en Ragnar heitir þeim sem getur komið tölvunni aftur í hans hendur ríflegum fundarlaunum. Yfirlögregluþjónninn Friðrik smári Björgvinsson segir þýfi oft flutt úr landi. „Árið 1986 sigldi Norræna milli lands og Eyja um verslunarmanna- helgina. Það var stærsta Þjóðhátíð frá upphafi en hátíðin í ár verður heldur enginn aukvisi, þetta stefnir í næsts- tærstu Þjóðhátíð frá upphafi,“ segir Heiða Ingólfsdóttir, sölumaður hjá Herjólfi, en farþegar skipsins verða 4.800 þessa vikuna. „Margir fyrrverandi Vestmanna- eyingar dvelja í Eyjum vikuna fyrir Þjóðhátíð. Reyndar eru sölumenn sammála um að aldurshópurinn sé breiðari en vanalega því krakk- ar fæddir 1993 bóka grimmt,“ segir hún. Það er þegar orðið fullt í Herj- ólf á föstudeginum og einungis örfá sæti laus á fimmtudeginum. „Það er ómögulegt fyrir okkur að bæta við siglingum því sólarhringurinn er al- veg fullbókaður,“ segir Heiða, en það stefnir einnig í metsölu hjá flugfélög- unum. Stjörnuveðurfræðingurinn Siggi stormur spáir góðu veðri í Eyjum um helgina: „Seinnipartur helgar- innar er betri en sá fyrri því það gætu fallið einhverjir dropar á fimmtu- dag og föstudag. Þó veðrið verði að mestu leyti gott er nauðsynlegt að hafa regnfötin með sér, það er óþarfi að vökna að utan líka,“ segir hann og hlær, en hiti verður á bilinu 10 til 15 stig og eykst eftir því sem líður á helg- ina. „Þetta verður fínt sjóveður fyrir Herjólf. Það gæti orðið smá vindur af austri sem heggur svolítið á báruna en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Það verður ágætis ferðaveður um land allt og alveg tilvalið að skella sér til Eyja,“ segir Sigurður. liljag@dv.is Spáir blíðu í Eyjum um verslunarmannahelgina: Næststærsta Þjóðhátíð frá upphafi spáir góðu ferðaveðri um helgina Það verður enginn stormur á Þjóðhátíð í Eyjum. mynD GUnnAR GUnnARsson Raggi í Botnleðju Ragnar heitir fundarlaunum hverjum þeim sem getur bent honum á tölvuna sem stolið var en á henni var meðal annars myndband af fæðingu dóttur hans. Stórlaxasumar Stórlaxar virðast ganga af meiri krafti í íslenskar ár þetta sumarið en oft áður. Þröstur Elliðason, leigutaki Breiðdalsár, greinir frá viðureign Konráðs Lúðvíkssonar læknis við einn slíkan, síðastliðinn fimmtudag. Laxinn reyndist hængur, tut- tugu punda þungur. Laxinum var landað eftir snarpa baráttu og hann færður í klakaðstöðu Þrastar í Breiðdalnum. Fréttir af stórlöxum berast víðar að, einkum úr Blöndu og Vatnsdalsá í Húnaþingi, sem báðar eru frægar stórlaxaár. Nokkuð af stórlaxi hefur einnig komið á land úr Skjálfandafljóti. Einmuna veðurblíða Veðurstofan gerir ráð fyrir fyrirtaks veðri næstu daga. Veð- urfræðingar gera ráð fyrir hita á bilinu fimmtán til tuttugu stig víða um land, í dag og næstu daga. Einhverjar rigningarskúr- ir kunna að verða á suðvest- urhorninu. Heiðríkjan verður fremur á Norður- og Norðaust- urlandi. Um verslunarmannahelgina er svo gert ráð fyrir áframhald- andi hlýindum víða um land, þótt eitthvað muni þykkna upp. Sjá nánar veðurspá og veðurlýs- ingu á baksíðu. Óvissa um lækjartorg Enn hefur ekkert verið látið uppi um hugsanlegar fram- kvæmdir á brunareitnum að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22, þar sem brann í apríl fyrir rúmu ári. Fulltrúi Reykjavíkurborgar á framkvæmdasviði sagði í samtali við blaðið að hann vissi ekk- ert hvernig málin stæðu og að óvissa ríkti enn um reitinn. Skipulag að Laugavegi 4 til 6 hefur hins vegar verið kynnt borgarbúum og verður tekið til framkvæmda ef nýtt deiliskipu- lag verður samþykkt. Lögregla leitar tjónvalds Ökumaður keyrði utan í kyrrstæðan bíl á bílastæði í Vestmannaeyjum um helg- ina. Í stað þess að stöðva og skilja eftir upplýsingar um sig keyrði tjónvaldurinn á brott án þess að tilkynna eig- anda bílsins eða lögreglu um óhappið. Lögregla leitar tjón- valdsins nú. Einn ökumaður var tek- inn vegna gruns um ölvun við akstur í Vestmannaeyj- um um síðustu helgi og voru sex kærðir fyrir að leggja ólöglega. Þá voru fimm aðr- ir ökumenn kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum Illugagötu og Höfðavegs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.