Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 7Fréttir „Við afhentum honum lista með 130 undirskriftum leiðbeinenda sem krefjast betri kjara,“ segir Dav- íð Roach Gunnarsson, leiðbein- andi í Vinnuskólanum í Reykjavík. Í gær afhenti hann Halli Páli Jóns- syni, mannauðsstjóra borgarinnar, kröfulista í þremur liðum. „Stærsta krafan er að við færumst upp um 12 launaflokka til að fá sam- bærileg laun og starfsmenn í félags- miðstöðvum. Við teljum auk þess mikilvægt að það fari fram starfsmat á starfinu, því það mun örugglega vera okkur í hag. Þriðja krafan snýst um tækifæri til að verja rétt sumar- starfsmanna með því að fá fulltrúa í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar,“ segir Davíð en mótmælin fóru fram í Ráðhúsinu í Reykjavík. Bíða átekta „Við erum að berjast fyrir bættum kjörum alls hópsins. Þeir sem starfa sem aðstoðarleiðbeinendur og eru undir tvítugu eru með 130.000 krón- ur fyrir skatt, sem er sex þúsund krónum minna en atvinnuleysis- bætur. Þessir aðstoðarleiðbeinend- ur þurfa svo að ganga tímabundið í störf flokksstjóra vegna manneklu en hækka ekki í launum,“ segir Dav- íð en engin ákvörðun hefur verið tekin um áframhaldandi mótmæli. „Við ætlum að bíða og sjá hvað kem- ur út úr fundunum í starfskjara- nefnd en Hallur Páll sagði að þegar væri farið að fjalla um málið,“ segir hann. Sömu laun fyrir sömu vinnu Hjá Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að flestir yfir tvítugu hefðu 150.000 krónur fyrir skatt og málin væru komin í eðlilegan far- veg hjá stéttarfélagi. „Launin eru alls ekki lægri en atvinnuleysisbæt- ur því ofan á þau reiknast orlof og í mörgum tilfellum yfirvinna,“ segir Hallur Páll, mannauðsstjóri borgar- innar, en þau laun miðast við launa- flokk 127. Davíð vill meina að það sé rangur launaflokkur: „Ófaglærðir leiðbeinendur í félagsmiðstöðvum eru að vinna með unglinga á sama aldri og við. Þau vinna meira að segja við hlið okkar á sumrin. Það er því ekkert annað en réttlátt að við fáum sömu laun fyrir sömu vinnu. Launin þeirra eru úr launaflokki 139 sem gera tæplega 180.000 krón- ur á mánuði eða um þrjátíu þúsund meira en það sem við fáum í dag,“ segir Davíð. Lítill þrýstihópur Laun leiðbeinenda Vinnuskól- ans lækkuðu töluvert fyrir fjórum árum þegar öll störf hjá borginni fóru í starfsmat. Ekki var hægt að meta sumarstörf svo ákveðið var að reikna launin út frá tekjum frí- stundaleiðbeinenda hjá ÍTR sem vinna með 6 til 9 ára börn eftir skóla. „Það er mjög ósambærilegt við það sem við fáumst við,“ segir Davíð og vísar þar til þess hlutverks sem þau skipa hjá unglingunum, en starf þeirra felst í því að kenna þeim að vinna og ekki síst að vera góð fyr- irmynd. „Við erum mjög lítill og breytilegur þrýstihópur og því skil- ar kvabbið oftast litlum árangri, það var kominn tími til að gera eitthvað í málunum,“ segir Davíð sem vonast til að starfsmenn geti verið sáttir eft- ir sumarið. Flókið launakerfi Samkvæmt kjarasamningum hjá Kópavogi og Hafnarfirði eru grunn- laun óreynds leiðbeinanda í vinnu- skóla 136.418 krónur á mánuði en atvinnuleysisbætur eru 136.000 krónur. „Það er ýmislegt sem hækkar grunnlaunin, svo sem stúdentspróf, reynsla og orlof auk þess sem flestir hafa möguleika á yfirvinnu. Yfirleitt ná flokksstjórar hjá okkur launun- um upp í tæpar 180.000 krónur fyr- ir skatt,“ segir Sigurður Grétar Ólafs- son, forstöðumaður Vinnuskólans í Kópavogi, og bætir því við að launa- kerfið sé frekar flókið. „Flest þeirra sem vinna hjá okkur eru til dæm- is með stúdentspróf og þá hækka launin um 4%,“ segir hann og hefur ekki orðið var við auknar launakröf- ur í sínum herbúðum. LiLja guðmundSdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is Leiðbeinendur Vinnuskólans í Reykjavík lögðu niður vinnu á hádegi í gær til að mótmæla slökum kjörum. Þeir segja lægstu launin vera undir atvinnuleysisbótum. Mannauðsstjóri borgarinnar neitar þeirri fullyrðingu og segir að yfirvinna og fleiri þættir geti hækkað launin. Leiðbeinendur standa við sitt og krefjast kjarabóta. LAUNIN LÆGRI EN BÆTURNAR mynDIR RAkeL Ósk sIGURÐARDÓttIR Leiðbeinendur söfnuðust saman Vilja sambærileg kjör og starfsmenn félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar. davíð mótmælti í ráðhúsinu Berst fyrir betri kjörum leiðbein- enda Vinnuskólans í Reykjavík. „Þeir sem starfa sem aðstoðarleiðbeinend- ur og eru undir t��tugu eru með 130.000 krón- ur fyrir skatt, sem er sex þúsund krónum minna en at�innuleys- isbætur.“ Félagar í Saving Iceland létu veðrið ekki stöðva sig þegar þeir mótmæltu við eina borholuna við Hellisheiðarvirkjun. Með því vildu þeir mótmæla starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og tengsl- um hennar við Jemen í gegnum REI. Að sögn Miriam Rose voru upp- haflega 20 mótmælendur á staðn- um en þegar blaðamaður DV kom á staðinn voru margir þeirra farnir. Mótmælendur klifruðu upp í borinn og hlekkjuðu sig við vinnuvélar. Mir- iam Rose sagði að veðrið hefði verið ágætt þegar mótmælendur mættu á staðinn. „Þetta er Hellisheiði þannig ég bjóst alveg við þessu,“ sagði hún. Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson sagði einfaldlega: „Það er verið að vinna í vondu veðri þannig við lát- um það ekki stoppa okkur. Skítt með veðrið.“ Einn mótmælandinn hlekkj- aði sig við lyftara á svæðinu. Lögregl- an losaði hann en hann neitaði að færa sig. Meðan lögregla talaði við verktaka á svæðinu lét mótmæland- inn lítið fyrir sér fara og hljóp svo eins og fætur toguðu út í þétta þokuna. Lögreglan var alveg ráðþrota um stund og virtist ekki vita hvað átti að gera. Svo barst liðsauki og var þá gripið til þess ráðs að sækja þann sem hafði komið sér upp á borinn. Hann vildi ekkert fara og lagðist nið- ur. Þar lét hann fara vel um sig þang- að til lögregla kom og bar hann niður af bornum. Eftir það var hann settur inn í lögreglubíl. Alls voru sjö hand- teknir við mótmælin að sögn lög- reglu. olivalur@dv.is Lögregla var ráðþrota um hvað ætti að gera í mótmælum Saving Iceland: Skítt með veðrið Var hlekkjaður við lyftara mótmælandinn tók til fótanna út í þokuna þegar lögregla horfði í aðra átt. mótmælandi Saving iceland Lögreglan þurfti að bera hann niður úr bornum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.